Þurfum við að standa ein? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 23. janúar 2024 08:30 Við Íslendingar erum sem stendur að takast á við afleiðingar náttúruhamfara. Miklar hörmungar hafa dunið yfir heilt bæjarfélag og áhöld eru um hvort fólk á afturkvæmt á heimaslóðirnar í Grindavík. Í umræðunni er að ríkið kaupi upp heilt þorp og byggi jafnvel annarsstaðar. Ekkert annað kemur til greina en að standa af öllu afli með Grindvíkingum og tryggja sem allra best að þau þurfi ekki að þola fjárhagslegt þrot í kjölfar þeirra miklu andlegu áfalla sem svona ástand óhjákvæmilega skapar. En í þessu stöndum við Íslendingar nokkurnveginn ein. Það er ljóst að þær aðgerðir sem grípa þarf til verða högg fyrir íslenska ríkiskassann. Skuldir munu aukast og þeim fjármunum sem fara í þetta verður ekki á sama tíma varið í að styrkja heilbrigðiskerfið eða aðra mikilvæga hluti. Ef við hefðum haldið áfram aðildarsamningum við Evrópusambandið á síðasta áratug og mögulega lokið þeim með inngöngu, ættum við nú kost á að sækja í sjóði sambandsins til að mæta þessum kostnaði, eða að minnsta kosti hluta hans. Evrópusambandið starfrækir sjóð sem er hugsaður til að mæta áföllum á borð við þessum - eldgosum þar á meðal. Þessi sjóður heitir European Union Solidarity Fund. Þegar jarðskjálftarnir urðu á Ítalíu 2016, fengu Ítalir 183 milljarða króna (1,2 milljarða evra) úr sjóðnum til að mæta tjóninu, en það er hæsti styrkurinn hingað til. Evrópusambandið snýst ekki bara um efnahagsmál, eins og stundum mætti ætla af umræðunni hér á landi. Evrópusambandið er samfélag. Það stendur saman þegar þörf krefur. Þessi sjóður er dæmi um slíkt. Við Íslendingar höfum ákveðið að taka þátt í ýmsum þáttum þessa samstarfs og höfum jafnvel notið góðs af samstöðunni, t.d. í Covid 19. En við höfum ekki enn stigið skrefið inn í samfélagið. Kannski er nú, í ljósi þess að við erum eftir því sem vísindamenn segja, að fara inn í nýtt skeið náttúruhamfara, kominn tími til að gera það. Svo við þurfum ekki að takast á við það alveg ein. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum sem stendur að takast á við afleiðingar náttúruhamfara. Miklar hörmungar hafa dunið yfir heilt bæjarfélag og áhöld eru um hvort fólk á afturkvæmt á heimaslóðirnar í Grindavík. Í umræðunni er að ríkið kaupi upp heilt þorp og byggi jafnvel annarsstaðar. Ekkert annað kemur til greina en að standa af öllu afli með Grindvíkingum og tryggja sem allra best að þau þurfi ekki að þola fjárhagslegt þrot í kjölfar þeirra miklu andlegu áfalla sem svona ástand óhjákvæmilega skapar. En í þessu stöndum við Íslendingar nokkurnveginn ein. Það er ljóst að þær aðgerðir sem grípa þarf til verða högg fyrir íslenska ríkiskassann. Skuldir munu aukast og þeim fjármunum sem fara í þetta verður ekki á sama tíma varið í að styrkja heilbrigðiskerfið eða aðra mikilvæga hluti. Ef við hefðum haldið áfram aðildarsamningum við Evrópusambandið á síðasta áratug og mögulega lokið þeim með inngöngu, ættum við nú kost á að sækja í sjóði sambandsins til að mæta þessum kostnaði, eða að minnsta kosti hluta hans. Evrópusambandið starfrækir sjóð sem er hugsaður til að mæta áföllum á borð við þessum - eldgosum þar á meðal. Þessi sjóður heitir European Union Solidarity Fund. Þegar jarðskjálftarnir urðu á Ítalíu 2016, fengu Ítalir 183 milljarða króna (1,2 milljarða evra) úr sjóðnum til að mæta tjóninu, en það er hæsti styrkurinn hingað til. Evrópusambandið snýst ekki bara um efnahagsmál, eins og stundum mætti ætla af umræðunni hér á landi. Evrópusambandið er samfélag. Það stendur saman þegar þörf krefur. Þessi sjóður er dæmi um slíkt. Við Íslendingar höfum ákveðið að taka þátt í ýmsum þáttum þessa samstarfs og höfum jafnvel notið góðs af samstöðunni, t.d. í Covid 19. En við höfum ekki enn stigið skrefið inn í samfélagið. Kannski er nú, í ljósi þess að við erum eftir því sem vísindamenn segja, að fara inn í nýtt skeið náttúruhamfara, kominn tími til að gera það. Svo við þurfum ekki að takast á við það alveg ein. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun