Alvöru þjóðarsátt Friðrik Jónsson skrifar 20. janúar 2024 15:12 Samtök atvinnulífsins gerðu það eina rétta í stöðunni að hafna nálgun meintrar breiðfylkingar til þjóðarsáttar í kjaramálum. Kröfur þeirra á atvinnulíf og hið opinbera myndu þýða um og yfir 17% kjaraaukningu til láglaunahópa – allt að 10% raun kaupmáttaraukningu. Kostnaðaraukinn vegna þessa myndi fyrst og fremst liggja í svonefndum lágframleiðnigeirum verslunar og þjónustu. Það þýðir að kostnaðaraukinn færi beint í verðlag og myndi þannig vinna gegn yfirlýstum markmiðum um að vinna gegn verðbólgu. Krafan um flata krónutöluhækkun, samhliða verulegum tekjutengingum, jaðarskattaáhrifum þeirra, og beinum skattaáhrifum á millitekju- og efri millitekjuhópa hefði þær afleiðingar að hin meinta „þjóðarsátt“ fæli í sér beinharða kaupmáttar- og kjararýrnun þorra launafólks í landinu - og það verulega. Fólk á meðallaunum BHM þyrfti þ.a. fella sig við a.m.k. 4-5% kaupmáttarrýrnun í reynd m.v. bjartsýnustu verðbólguspár. Til viðbótar eru kröfurnar á hið opinbera óraunhæfar og fram úr hófi kostnaðarsamar – nánast dónaskapur – enda verður að tryggja tekjur á móti. Í núverandi verðbólguumhverfi þarf sérstaklega að vinna gegn nýprentun peninga með skuldaaukningu ríkisins – sérstaklega í ljósi þess kostnaðar og mögulega þensluhvetjandi áhrifa af annars vegar Grindavík og hins vegar úrlausnar húsnæðisvanda almennt. Það merkilega er að kröfur breiðfylkingarinnar ganga gegn hagsmunum þorra þeirra umbjóðenda. Að minnsta kosti helmingur félagsmanna VR myndi tapa verulega á þessu uppleggi og þorri meðlima iðnfélaganna sem þarna eru með. Það eitt og sér er óskiljanlegt og gerir þessar kröfur ótrúverðugar. Fulltrúar annarra launþegahreyfinga – bæði á almennum og opinberum markaði – hafa einnig verið skýr með það að þeim hugnast ekki þessi aðferðafræði. Þetta kom meðal annars skýrt fram í nýársgreinKolbrúnar Halldórsdóttur, núverandi formanns BHM, í viðtölum við Þórarinn Eyfjörð, formanns Sameykis, stærsta stéttarfélagsins innan BSRB, og nú síðast í grein Ara Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Það er því engin þjóðarsátt um hreina leið krónutöluhækkanna, sú aðferðarfræði gengur gegn hagsmunum þorra launafólks og mun stuðla að verð- og vaxtahækkunum. Nær væri fyrir SA að snúa sér nú að semja við þau félög innan ASÍ sem ekki taka þátt í meintri breiðfylkingu og hvetja hið opinbera til skynsamra prósentusamninga, mögulega með lágmarks krónutölu, án þaks, hóflegra hliðrana í millifærslukerfum – og jú að sætta sig við að atvinnulífið – sérstaklega orkan, útgerðin, ferðaþjónustan og fjármálafyrirtækin – þurfa að taka á sig eilítið þyngri skattbyrðar til að mæta þeim viðbótarútgjöldum sem við stöndum frammi fyrir. Það yrði alvöru þjóðarsátt. Höfundur er fyrrverandi formaður BHM Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Friðrik Jónsson Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins gerðu það eina rétta í stöðunni að hafna nálgun meintrar breiðfylkingar til þjóðarsáttar í kjaramálum. Kröfur þeirra á atvinnulíf og hið opinbera myndu þýða um og yfir 17% kjaraaukningu til láglaunahópa – allt að 10% raun kaupmáttaraukningu. Kostnaðaraukinn vegna þessa myndi fyrst og fremst liggja í svonefndum lágframleiðnigeirum verslunar og þjónustu. Það þýðir að kostnaðaraukinn færi beint í verðlag og myndi þannig vinna gegn yfirlýstum markmiðum um að vinna gegn verðbólgu. Krafan um flata krónutöluhækkun, samhliða verulegum tekjutengingum, jaðarskattaáhrifum þeirra, og beinum skattaáhrifum á millitekju- og efri millitekjuhópa hefði þær afleiðingar að hin meinta „þjóðarsátt“ fæli í sér beinharða kaupmáttar- og kjararýrnun þorra launafólks í landinu - og það verulega. Fólk á meðallaunum BHM þyrfti þ.a. fella sig við a.m.k. 4-5% kaupmáttarrýrnun í reynd m.v. bjartsýnustu verðbólguspár. Til viðbótar eru kröfurnar á hið opinbera óraunhæfar og fram úr hófi kostnaðarsamar – nánast dónaskapur – enda verður að tryggja tekjur á móti. Í núverandi verðbólguumhverfi þarf sérstaklega að vinna gegn nýprentun peninga með skuldaaukningu ríkisins – sérstaklega í ljósi þess kostnaðar og mögulega þensluhvetjandi áhrifa af annars vegar Grindavík og hins vegar úrlausnar húsnæðisvanda almennt. Það merkilega er að kröfur breiðfylkingarinnar ganga gegn hagsmunum þorra þeirra umbjóðenda. Að minnsta kosti helmingur félagsmanna VR myndi tapa verulega á þessu uppleggi og þorri meðlima iðnfélaganna sem þarna eru með. Það eitt og sér er óskiljanlegt og gerir þessar kröfur ótrúverðugar. Fulltrúar annarra launþegahreyfinga – bæði á almennum og opinberum markaði – hafa einnig verið skýr með það að þeim hugnast ekki þessi aðferðafræði. Þetta kom meðal annars skýrt fram í nýársgreinKolbrúnar Halldórsdóttur, núverandi formanns BHM, í viðtölum við Þórarinn Eyfjörð, formanns Sameykis, stærsta stéttarfélagsins innan BSRB, og nú síðast í grein Ara Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Það er því engin þjóðarsátt um hreina leið krónutöluhækkanna, sú aðferðarfræði gengur gegn hagsmunum þorra launafólks og mun stuðla að verð- og vaxtahækkunum. Nær væri fyrir SA að snúa sér nú að semja við þau félög innan ASÍ sem ekki taka þátt í meintri breiðfylkingu og hvetja hið opinbera til skynsamra prósentusamninga, mögulega með lágmarks krónutölu, án þaks, hóflegra hliðrana í millifærslukerfum – og jú að sætta sig við að atvinnulífið – sérstaklega orkan, útgerðin, ferðaþjónustan og fjármálafyrirtækin – þurfa að taka á sig eilítið þyngri skattbyrðar til að mæta þeim viðbótarútgjöldum sem við stöndum frammi fyrir. Það yrði alvöru þjóðarsátt. Höfundur er fyrrverandi formaður BHM
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun