Utanríkisstefnan sem hvarf Daníel Þröstur Pálsson skrifar 12. janúar 2024 20:31 Í okkar stuttu sögu sem sjálfstætt land höfum við haft farsælan feril í utanríkismálum. Við erum eitt af stofnríkjum Atlantshafsbandalagsins og Sameinuðu þjóðana. Höfum við líka komið á óvart og haft miklu meiri áhrif á Evrópu og í heiminum, mun meiri áhrif en stærð og mannfjöldi myndi gefa til kynna. Það þarf ekki að fara lengra en til Þorskastríðsins þar sem við, þjóð sem hafði þá færri en 300,000 íbúa náði að sigra fyrrum heimsveldi, ekki einu sinni, heldur þrisvar, allt án þess að hafa beitt hernaðarlegu valdi. En hið magnaða er að í gegnum allt þetta höfum við ávallt staðið með mannréttindum og reynt að stuðla að þeim, gott dæmi um það er þegar við vorum fyrsta landið til að viðurkenna sjálfstæði allra eystrasaltslandana, Georgíu, Armeníu og Aserbaísjan eftir fall Sovétríkjanna. Því miður er eins og eftir aldamótin og sérstaklega eftir bankahrunið hafi ríkisstjórnir okkar, annaðhvort hunsað utanríkisstefnu Íslands þrátt fyrir mikilvægi hennar eða talað og talað án þess að fylgja því eftir. Var ég því ánægður að sjá athyglina sem utanríkisstefna okkar fékk í kjölfar atkvæðagreiðslu hjá Sameinuðu Þjóðunum nýverið, þó vissulega var tilefnið sorglegt. Sorgleg dæmi um aðgerðarleysi Gott dæmi um aðgerðaleysi okkar í utanríkismálum er stefna okkar gagnvart stjórnvöldum meginlands Kína. Þar hafa yfirvöld framið fjölda ódæðisverka og sum þeirra má kalla hreinlega þjóðarmorð. Má nefna sem dæmi fangabúðir þar sem um ein milljón Úigara eru vistuð án dóms og laga, og bann stjórnvalda á trúarbrögðum og menningar háttum ýmissa þjóðarbrota eins og til dæmis með Tíbeta. Á meðan þetta hefur staðið yfir hefur lítið sem ekkert heyrst frá Íslenskum yfirvöldum. Íslensk stjórnvöld hafa ekki fordæmt aðgerðir stjórnvalda meginlands Kína í garð Úígúr fólksins, jafnvel þrátt fyrir að nágrannar okkar í Litháen, Bretlandi og Hollandi hafi gert það, og við höldum áfram okkar samskiptum eins og ekkert hafi í skorist. Það sýnist líka eins og við höfum fallið frá okkar hefð um að vera frumkvöðlar í að viðurkenna sjálfstæði þjóða, en við höfum ennþá ekki viðurkennt sjálfstæði Taiwan þrátt fyrir að landið sé lýðræðisríki og er eitt af fremstu ríkjum, í það minnsta í Asíu, í að virða mannréttindi. En það má nefna að árið 2019 var Taiwan fyrsta landið í Asíu til að lögleiða giftingu samkynhneigðra. Horft til framtíðar Ég tel að við getum aftur orðið í fararbroddi þjóða sem stuðla að og berjast fyrir lýðræði, mannréttindum og að frelsi sé virt. Þó að umræðan kringum utanríkismál hafi ekki farið hátt eftir atkvæðagreiðsluna í Sameinuðuþjóðunum, sannaði hún að fólk hefur ennþá áhuga á utanríkismálum. Sem vonandi setur þrýsting á stjórnvöld að breyta sinni stefnu og taka aftur virkan þátt í alþjóðamálum eins og við gerðum áður. Höfundur er framhaldsskólanemandi og er í stjórn Ungra Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Í okkar stuttu sögu sem sjálfstætt land höfum við haft farsælan feril í utanríkismálum. Við erum eitt af stofnríkjum Atlantshafsbandalagsins og Sameinuðu þjóðana. Höfum við líka komið á óvart og haft miklu meiri áhrif á Evrópu og í heiminum, mun meiri áhrif en stærð og mannfjöldi myndi gefa til kynna. Það þarf ekki að fara lengra en til Þorskastríðsins þar sem við, þjóð sem hafði þá færri en 300,000 íbúa náði að sigra fyrrum heimsveldi, ekki einu sinni, heldur þrisvar, allt án þess að hafa beitt hernaðarlegu valdi. En hið magnaða er að í gegnum allt þetta höfum við ávallt staðið með mannréttindum og reynt að stuðla að þeim, gott dæmi um það er þegar við vorum fyrsta landið til að viðurkenna sjálfstæði allra eystrasaltslandana, Georgíu, Armeníu og Aserbaísjan eftir fall Sovétríkjanna. Því miður er eins og eftir aldamótin og sérstaklega eftir bankahrunið hafi ríkisstjórnir okkar, annaðhvort hunsað utanríkisstefnu Íslands þrátt fyrir mikilvægi hennar eða talað og talað án þess að fylgja því eftir. Var ég því ánægður að sjá athyglina sem utanríkisstefna okkar fékk í kjölfar atkvæðagreiðslu hjá Sameinuðu Þjóðunum nýverið, þó vissulega var tilefnið sorglegt. Sorgleg dæmi um aðgerðarleysi Gott dæmi um aðgerðaleysi okkar í utanríkismálum er stefna okkar gagnvart stjórnvöldum meginlands Kína. Þar hafa yfirvöld framið fjölda ódæðisverka og sum þeirra má kalla hreinlega þjóðarmorð. Má nefna sem dæmi fangabúðir þar sem um ein milljón Úigara eru vistuð án dóms og laga, og bann stjórnvalda á trúarbrögðum og menningar háttum ýmissa þjóðarbrota eins og til dæmis með Tíbeta. Á meðan þetta hefur staðið yfir hefur lítið sem ekkert heyrst frá Íslenskum yfirvöldum. Íslensk stjórnvöld hafa ekki fordæmt aðgerðir stjórnvalda meginlands Kína í garð Úígúr fólksins, jafnvel þrátt fyrir að nágrannar okkar í Litháen, Bretlandi og Hollandi hafi gert það, og við höldum áfram okkar samskiptum eins og ekkert hafi í skorist. Það sýnist líka eins og við höfum fallið frá okkar hefð um að vera frumkvöðlar í að viðurkenna sjálfstæði þjóða, en við höfum ennþá ekki viðurkennt sjálfstæði Taiwan þrátt fyrir að landið sé lýðræðisríki og er eitt af fremstu ríkjum, í það minnsta í Asíu, í að virða mannréttindi. En það má nefna að árið 2019 var Taiwan fyrsta landið í Asíu til að lögleiða giftingu samkynhneigðra. Horft til framtíðar Ég tel að við getum aftur orðið í fararbroddi þjóða sem stuðla að og berjast fyrir lýðræði, mannréttindum og að frelsi sé virt. Þó að umræðan kringum utanríkismál hafi ekki farið hátt eftir atkvæðagreiðsluna í Sameinuðuþjóðunum, sannaði hún að fólk hefur ennþá áhuga á utanríkismálum. Sem vonandi setur þrýsting á stjórnvöld að breyta sinni stefnu og taka aftur virkan þátt í alþjóðamálum eins og við gerðum áður. Höfundur er framhaldsskólanemandi og er í stjórn Ungra Pírata.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun