Utanríkisstefnan sem hvarf Daníel Þröstur Pálsson skrifar 12. janúar 2024 20:31 Í okkar stuttu sögu sem sjálfstætt land höfum við haft farsælan feril í utanríkismálum. Við erum eitt af stofnríkjum Atlantshafsbandalagsins og Sameinuðu þjóðana. Höfum við líka komið á óvart og haft miklu meiri áhrif á Evrópu og í heiminum, mun meiri áhrif en stærð og mannfjöldi myndi gefa til kynna. Það þarf ekki að fara lengra en til Þorskastríðsins þar sem við, þjóð sem hafði þá færri en 300,000 íbúa náði að sigra fyrrum heimsveldi, ekki einu sinni, heldur þrisvar, allt án þess að hafa beitt hernaðarlegu valdi. En hið magnaða er að í gegnum allt þetta höfum við ávallt staðið með mannréttindum og reynt að stuðla að þeim, gott dæmi um það er þegar við vorum fyrsta landið til að viðurkenna sjálfstæði allra eystrasaltslandana, Georgíu, Armeníu og Aserbaísjan eftir fall Sovétríkjanna. Því miður er eins og eftir aldamótin og sérstaklega eftir bankahrunið hafi ríkisstjórnir okkar, annaðhvort hunsað utanríkisstefnu Íslands þrátt fyrir mikilvægi hennar eða talað og talað án þess að fylgja því eftir. Var ég því ánægður að sjá athyglina sem utanríkisstefna okkar fékk í kjölfar atkvæðagreiðslu hjá Sameinuðu Þjóðunum nýverið, þó vissulega var tilefnið sorglegt. Sorgleg dæmi um aðgerðarleysi Gott dæmi um aðgerðaleysi okkar í utanríkismálum er stefna okkar gagnvart stjórnvöldum meginlands Kína. Þar hafa yfirvöld framið fjölda ódæðisverka og sum þeirra má kalla hreinlega þjóðarmorð. Má nefna sem dæmi fangabúðir þar sem um ein milljón Úigara eru vistuð án dóms og laga, og bann stjórnvalda á trúarbrögðum og menningar háttum ýmissa þjóðarbrota eins og til dæmis með Tíbeta. Á meðan þetta hefur staðið yfir hefur lítið sem ekkert heyrst frá Íslenskum yfirvöldum. Íslensk stjórnvöld hafa ekki fordæmt aðgerðir stjórnvalda meginlands Kína í garð Úígúr fólksins, jafnvel þrátt fyrir að nágrannar okkar í Litháen, Bretlandi og Hollandi hafi gert það, og við höldum áfram okkar samskiptum eins og ekkert hafi í skorist. Það sýnist líka eins og við höfum fallið frá okkar hefð um að vera frumkvöðlar í að viðurkenna sjálfstæði þjóða, en við höfum ennþá ekki viðurkennt sjálfstæði Taiwan þrátt fyrir að landið sé lýðræðisríki og er eitt af fremstu ríkjum, í það minnsta í Asíu, í að virða mannréttindi. En það má nefna að árið 2019 var Taiwan fyrsta landið í Asíu til að lögleiða giftingu samkynhneigðra. Horft til framtíðar Ég tel að við getum aftur orðið í fararbroddi þjóða sem stuðla að og berjast fyrir lýðræði, mannréttindum og að frelsi sé virt. Þó að umræðan kringum utanríkismál hafi ekki farið hátt eftir atkvæðagreiðsluna í Sameinuðuþjóðunum, sannaði hún að fólk hefur ennþá áhuga á utanríkismálum. Sem vonandi setur þrýsting á stjórnvöld að breyta sinni stefnu og taka aftur virkan þátt í alþjóðamálum eins og við gerðum áður. Höfundur er framhaldsskólanemandi og er í stjórn Ungra Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Í okkar stuttu sögu sem sjálfstætt land höfum við haft farsælan feril í utanríkismálum. Við erum eitt af stofnríkjum Atlantshafsbandalagsins og Sameinuðu þjóðana. Höfum við líka komið á óvart og haft miklu meiri áhrif á Evrópu og í heiminum, mun meiri áhrif en stærð og mannfjöldi myndi gefa til kynna. Það þarf ekki að fara lengra en til Þorskastríðsins þar sem við, þjóð sem hafði þá færri en 300,000 íbúa náði að sigra fyrrum heimsveldi, ekki einu sinni, heldur þrisvar, allt án þess að hafa beitt hernaðarlegu valdi. En hið magnaða er að í gegnum allt þetta höfum við ávallt staðið með mannréttindum og reynt að stuðla að þeim, gott dæmi um það er þegar við vorum fyrsta landið til að viðurkenna sjálfstæði allra eystrasaltslandana, Georgíu, Armeníu og Aserbaísjan eftir fall Sovétríkjanna. Því miður er eins og eftir aldamótin og sérstaklega eftir bankahrunið hafi ríkisstjórnir okkar, annaðhvort hunsað utanríkisstefnu Íslands þrátt fyrir mikilvægi hennar eða talað og talað án þess að fylgja því eftir. Var ég því ánægður að sjá athyglina sem utanríkisstefna okkar fékk í kjölfar atkvæðagreiðslu hjá Sameinuðu Þjóðunum nýverið, þó vissulega var tilefnið sorglegt. Sorgleg dæmi um aðgerðarleysi Gott dæmi um aðgerðaleysi okkar í utanríkismálum er stefna okkar gagnvart stjórnvöldum meginlands Kína. Þar hafa yfirvöld framið fjölda ódæðisverka og sum þeirra má kalla hreinlega þjóðarmorð. Má nefna sem dæmi fangabúðir þar sem um ein milljón Úigara eru vistuð án dóms og laga, og bann stjórnvalda á trúarbrögðum og menningar háttum ýmissa þjóðarbrota eins og til dæmis með Tíbeta. Á meðan þetta hefur staðið yfir hefur lítið sem ekkert heyrst frá Íslenskum yfirvöldum. Íslensk stjórnvöld hafa ekki fordæmt aðgerðir stjórnvalda meginlands Kína í garð Úígúr fólksins, jafnvel þrátt fyrir að nágrannar okkar í Litháen, Bretlandi og Hollandi hafi gert það, og við höldum áfram okkar samskiptum eins og ekkert hafi í skorist. Það sýnist líka eins og við höfum fallið frá okkar hefð um að vera frumkvöðlar í að viðurkenna sjálfstæði þjóða, en við höfum ennþá ekki viðurkennt sjálfstæði Taiwan þrátt fyrir að landið sé lýðræðisríki og er eitt af fremstu ríkjum, í það minnsta í Asíu, í að virða mannréttindi. En það má nefna að árið 2019 var Taiwan fyrsta landið í Asíu til að lögleiða giftingu samkynhneigðra. Horft til framtíðar Ég tel að við getum aftur orðið í fararbroddi þjóða sem stuðla að og berjast fyrir lýðræði, mannréttindum og að frelsi sé virt. Þó að umræðan kringum utanríkismál hafi ekki farið hátt eftir atkvæðagreiðsluna í Sameinuðuþjóðunum, sannaði hún að fólk hefur ennþá áhuga á utanríkismálum. Sem vonandi setur þrýsting á stjórnvöld að breyta sinni stefnu og taka aftur virkan þátt í alþjóðamálum eins og við gerðum áður. Höfundur er framhaldsskólanemandi og er í stjórn Ungra Pírata.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun