Glæpur að gera mistök – nema þú vinnir hjá Skattinum Ólafur Stephensen skrifar 9. janúar 2024 14:31 Innflytjendur grænmetis ráku upp stór augu á fyrstu vinnudögum ársins þegar þeir sáu að samkvæmt kerfum Skattsins var kominn nýr tollur á rauðrófur, 30% tollur ofan á innflutningsverðið og 136 kr. magntollur á hvert kíló að auki. Nú verður tollum ekki breytt nema með lögum og ekki var vitað til þess að nein lagabreyting hefði verið gerð. Rauðrófur eru ekki framleiddar á Íslandi svo neinu nemi þannig að ekki hefði heldur verið nein ástæða til að vernda innlenda framleiðendur með tolli. Nú upphófst ferli fyrirspurna til tollstjóra hjá Skattinum um hverju þetta sætti. Félag atvinnurekenda sendi einnig fyrirspurnir á matvælaráðuneytið. Þaðan komu þau svör að enginn tollur væri á rauðrófum og ekkert hefði átt að breytast um áramótin. Í gær kom svo svar frá Skattinum: „Þetta voru mistök hjá okkur.“ Þá var hins vegar búið að tollafgreiða nokkrar sendingar af rauðrófum og innflytjendur búnir að greiða af þeim tolla. Óþægindi og umstang af þessum mistökum hjá Skattinum er því talsvert, þótt tollarnir verði að sjálfsögðu endurgreiddir. Allir geta gert mistök í vinnunni. Þessi mistök starfsmanna Skattsins hafa engar afleiðingar fyrir þá. Öðru máli gegnir hins vegar um starfsmenn innflutningsfyrirtækja, sem oft eru í nánum samskiptum við starfsmenn tollstjóra hjá Skattinum. Mistök í starfi geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir þá. Skoðum hvers vegna. Lagabreyting án umræðu eða skoðunar Vorið 2017 flutti fjármálaráðherra frumvarp sem innihélt tillögu frá tollstjóra um að breyta saknæmisskilyrðum í 172. grein tollalaga. Lagt var til að í stað þess að refsa mætti innflytjendum vöru fyrir ranga upplýsingagjöf í tollskýrslu vegna ásetnings eða stórfellds gáleysis, mætti refsa fólki fyrir að gefa rangar upplýsingar af einföldu gáleysi. Þetta þýðir á mannamáli að tollstjóraembættið vildi að hægt yrði að refsa fólki fyrir misgáning eða mistök. Rökin voru að það væri svo erfitt að sýna fram á ásetning eða stórfellt gáleysi þegar rangar upplýsingar væru veittar í tollskýrslum. Félag atvinnurekenda og fleiri samtök fyrirtækja andmæltu þessari tillögu harðlega. FA benti á að tollalöggjöfin væri flókin og ógegnsæ og innflytjendur væru oft í miklum vandræðum með að ráða fram úr henni. Dæmi væru um að jafnvel að fenginni ráðgjöf starfsmanna tollstjóra varðandi tiltekna tollframkvæmd yrði það niðurstaðan löngu síðar að vara hefði verið rangt tollflokkuð og innflytjandinn þá sakaður um ranga upplýsingagjöf. FA benti á að leiðin til að tryggja að réttar upplýsingar væru veittar væri frekar sú að tollayfirvöld legðu sig betur fram um leiðbeiningu og ráðgjöf við framkvæmd tollalaganna. Alþingi hlustaði ekki á þessi andmæli. FA og önnur hagsmunasamtök innflutningsfyrirtækja voru ekki einu sinni boðuð á nefndarfund til að ræða málið, heldur rann það ljúflega og umræðulítið í gegnum þingið. Afleiðingarnar hafa í sumum tilvikum verið grafalvarlegar fyrir starfsfólk innflutningsfyrirtækja, sem getur nú sætt refsiábyrgð fyrir að gera mistök þótt enginn vilji hafi staðið til þess að komast hjá greiðslu aðflutningsgjalda. Tökum raunverulegt dæmi: Fyrirtæki í FA flytur öðru hvoru inn snyrtivörur. Vegna mistaka erlends sendanda vöru fylgdi rangur reikningur gögnum til tollmiðlara og staðfesti starfsmaður fyrirtækisins gögnin þar sem hann vissi ekki betur. Afleiðingar þessa fyrir starfsmanninn voru sekt og skráning á sakaskrá. Þarna skortir augljóslega allt meðalhóf; mistökin voru ekki annars eðlis en mistök starfsmanna tollstjóra sem settu óvart tolla á rauðrófur. Embættismenn segja Alþingi fyrir verkum Enginn er óskeikull og það gengur gegn grundvallargildum íslenzks samfélags að refsa fólki fyrir misgáning. Engu að síður hefur efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis ekki sinnt ítrekuðum erindum FA og fleiri um að vinda ofan af lagabreytingunni. Þær tilraunir hafa jafnvel orðið til þess að útbúin voru frumvarpsdrög, sem Skatturinn lagðist eindregið gegn með þeim fráleitu rökum að það að breyta saknæmisskilyrðunum til fyrra horfs myndi torvelda rannsóknir á skipulagðri glæpastarfsemi! Hvernig það að geta refsað fólki fyrir einfalt gáleysi (mistök) á að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi er eitthvað sem gengur röklega ekki upp, en engu að síður lyppaðist efnahags- og viðskiptanefnd niður og ekkert frumvarp var flutt. Stundum eru mistök starfsmanna Skattsins miklu alvarlegri en þau sem sneru að tollum á rauðrófur í byrjun ársins. Tökum dæmi af félagsmanni FA, sem var sakaður um að hafa flutt inn vöru á röngu tollskrárnúmeri. Með ákvörðun Skattsins var fyrirtækinu gert að greiða 290 milljónir króna í ríkissjóð. Að auki neyddist það til að hækka verðið á vörunni um tugi prósenta. Rúmlega mánuði síðar viðurkenndi Skatturinn að hafa haft rangt fyrir sér og þurfti að endurgreiða kröfuna með vöxtum. Afleiðingarnar fyrir viðkomandi ríkisstarfsmenn voru hins vegar engar, þótt tjónið væri mun meira en af rauðrófuklúðrinu í síðustu viku. Enginn komst á sakaskrá. Lagabreytingin, sem gerð var að undirlagi embættismanna, vegur gróflega gegn hagsmunum og réttaröryggi fyrirtækja í innflutningi og starfsmanna þeirra. Hún gengur líka gegn grundvallargildum samfélags okkar eins og áður segir. Alþingi þarf að hysja upp um sig og hætta að láta embættismenn Skattsins segja sér fyrir verkum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skattar og tollar Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Innflytjendur grænmetis ráku upp stór augu á fyrstu vinnudögum ársins þegar þeir sáu að samkvæmt kerfum Skattsins var kominn nýr tollur á rauðrófur, 30% tollur ofan á innflutningsverðið og 136 kr. magntollur á hvert kíló að auki. Nú verður tollum ekki breytt nema með lögum og ekki var vitað til þess að nein lagabreyting hefði verið gerð. Rauðrófur eru ekki framleiddar á Íslandi svo neinu nemi þannig að ekki hefði heldur verið nein ástæða til að vernda innlenda framleiðendur með tolli. Nú upphófst ferli fyrirspurna til tollstjóra hjá Skattinum um hverju þetta sætti. Félag atvinnurekenda sendi einnig fyrirspurnir á matvælaráðuneytið. Þaðan komu þau svör að enginn tollur væri á rauðrófum og ekkert hefði átt að breytast um áramótin. Í gær kom svo svar frá Skattinum: „Þetta voru mistök hjá okkur.“ Þá var hins vegar búið að tollafgreiða nokkrar sendingar af rauðrófum og innflytjendur búnir að greiða af þeim tolla. Óþægindi og umstang af þessum mistökum hjá Skattinum er því talsvert, þótt tollarnir verði að sjálfsögðu endurgreiddir. Allir geta gert mistök í vinnunni. Þessi mistök starfsmanna Skattsins hafa engar afleiðingar fyrir þá. Öðru máli gegnir hins vegar um starfsmenn innflutningsfyrirtækja, sem oft eru í nánum samskiptum við starfsmenn tollstjóra hjá Skattinum. Mistök í starfi geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir þá. Skoðum hvers vegna. Lagabreyting án umræðu eða skoðunar Vorið 2017 flutti fjármálaráðherra frumvarp sem innihélt tillögu frá tollstjóra um að breyta saknæmisskilyrðum í 172. grein tollalaga. Lagt var til að í stað þess að refsa mætti innflytjendum vöru fyrir ranga upplýsingagjöf í tollskýrslu vegna ásetnings eða stórfellds gáleysis, mætti refsa fólki fyrir að gefa rangar upplýsingar af einföldu gáleysi. Þetta þýðir á mannamáli að tollstjóraembættið vildi að hægt yrði að refsa fólki fyrir misgáning eða mistök. Rökin voru að það væri svo erfitt að sýna fram á ásetning eða stórfellt gáleysi þegar rangar upplýsingar væru veittar í tollskýrslum. Félag atvinnurekenda og fleiri samtök fyrirtækja andmæltu þessari tillögu harðlega. FA benti á að tollalöggjöfin væri flókin og ógegnsæ og innflytjendur væru oft í miklum vandræðum með að ráða fram úr henni. Dæmi væru um að jafnvel að fenginni ráðgjöf starfsmanna tollstjóra varðandi tiltekna tollframkvæmd yrði það niðurstaðan löngu síðar að vara hefði verið rangt tollflokkuð og innflytjandinn þá sakaður um ranga upplýsingagjöf. FA benti á að leiðin til að tryggja að réttar upplýsingar væru veittar væri frekar sú að tollayfirvöld legðu sig betur fram um leiðbeiningu og ráðgjöf við framkvæmd tollalaganna. Alþingi hlustaði ekki á þessi andmæli. FA og önnur hagsmunasamtök innflutningsfyrirtækja voru ekki einu sinni boðuð á nefndarfund til að ræða málið, heldur rann það ljúflega og umræðulítið í gegnum þingið. Afleiðingarnar hafa í sumum tilvikum verið grafalvarlegar fyrir starfsfólk innflutningsfyrirtækja, sem getur nú sætt refsiábyrgð fyrir að gera mistök þótt enginn vilji hafi staðið til þess að komast hjá greiðslu aðflutningsgjalda. Tökum raunverulegt dæmi: Fyrirtæki í FA flytur öðru hvoru inn snyrtivörur. Vegna mistaka erlends sendanda vöru fylgdi rangur reikningur gögnum til tollmiðlara og staðfesti starfsmaður fyrirtækisins gögnin þar sem hann vissi ekki betur. Afleiðingar þessa fyrir starfsmanninn voru sekt og skráning á sakaskrá. Þarna skortir augljóslega allt meðalhóf; mistökin voru ekki annars eðlis en mistök starfsmanna tollstjóra sem settu óvart tolla á rauðrófur. Embættismenn segja Alþingi fyrir verkum Enginn er óskeikull og það gengur gegn grundvallargildum íslenzks samfélags að refsa fólki fyrir misgáning. Engu að síður hefur efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis ekki sinnt ítrekuðum erindum FA og fleiri um að vinda ofan af lagabreytingunni. Þær tilraunir hafa jafnvel orðið til þess að útbúin voru frumvarpsdrög, sem Skatturinn lagðist eindregið gegn með þeim fráleitu rökum að það að breyta saknæmisskilyrðunum til fyrra horfs myndi torvelda rannsóknir á skipulagðri glæpastarfsemi! Hvernig það að geta refsað fólki fyrir einfalt gáleysi (mistök) á að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi er eitthvað sem gengur röklega ekki upp, en engu að síður lyppaðist efnahags- og viðskiptanefnd niður og ekkert frumvarp var flutt. Stundum eru mistök starfsmanna Skattsins miklu alvarlegri en þau sem sneru að tollum á rauðrófur í byrjun ársins. Tökum dæmi af félagsmanni FA, sem var sakaður um að hafa flutt inn vöru á röngu tollskrárnúmeri. Með ákvörðun Skattsins var fyrirtækinu gert að greiða 290 milljónir króna í ríkissjóð. Að auki neyddist það til að hækka verðið á vörunni um tugi prósenta. Rúmlega mánuði síðar viðurkenndi Skatturinn að hafa haft rangt fyrir sér og þurfti að endurgreiða kröfuna með vöxtum. Afleiðingarnar fyrir viðkomandi ríkisstarfsmenn voru hins vegar engar, þótt tjónið væri mun meira en af rauðrófuklúðrinu í síðustu viku. Enginn komst á sakaskrá. Lagabreytingin, sem gerð var að undirlagi embættismanna, vegur gróflega gegn hagsmunum og réttaröryggi fyrirtækja í innflutningi og starfsmanna þeirra. Hún gengur líka gegn grundvallargildum samfélags okkar eins og áður segir. Alþingi þarf að hysja upp um sig og hætta að láta embættismenn Skattsins segja sér fyrir verkum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun