Þjónustutengd fjármögnun í forgang Willum Þór Þórsson skrifar 20. desember 2023 14:30 Um áraraðir hefur verið stefnt því að taka upp þjónustutengda fjármögnun (DRG) í íslensku heilbrigðiskerfi. Þjónustutengd fjármögnun sjúkrahússþjónustu er vel þekkt víða um heim og þessi aðferð hefur verið innleidd í flestum Evrópuríkjum. Heilbrigðisráðuneytið fékk alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið McKinsey Co til að koma með tillögur að nýju fjármögnunarkerfi sjúkrahússþjónustu og hófst innleiðingarferli í kjölfarið. Meginmarkmið kerfisins eru að skapa gagnsæi þjónustu, styðja við stefnumótun og áætlunargerð með gögnum og stuðla með innbyggðum hvötum að aukinni skilvirkni og framleiðni. Fjárveitingar taki mið af raunverulegu umfangi þjónustu Kerfið var prófað á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri árið 2022 og kom að mestu til framkvæmda á árinu 2023. Við höfum sett þessa innleiðingu í forgang með góðri raun enda er augljós ávinningur af þjónustutengdri fjármögnun. Fjárveitingar taka mið af raunverulegu umfangi þjónustu og raunkostnaði, ásamt því að auka gagnsæi við úthlutun fjármagns. Þá er einnig auðveldara að gera áætlanir og setja markmið um magn þjónustu í samræmi við þörf þeirra sem á henni þurfa að halda. Hvatakerfi líkt og felst í þjónustutengdri fjármögnun eykur skilvirkni ásamt því að bæta eftirlit með gæðum, umfangi og hagkvæmni þjónustunnar. Við sjáum það strax hvernig þetta styrkir sjúkrahúsin og bætir alla ákvarðanatöku um úthlutun fjármuna og nýtingu þeirra, hvort sem við horfum til fjárveitingarvaldsins eða stofnananna sjálfra. Spítalarnir báðir hafa nú þegar aukið framleiðni og afköst. Í 9 mánaða uppgjöri Sjúkratrygginga á þessu ári kemur fram að spítalarnir stefni samtals í yfir 4% umframframleiðslu á árinu. Landspítali er nú í samtals 107,15% framleiðslu m.v. áætlun. Það sama gildir um Sjúkrahúsið á Akureyri sem stefnir í að framleiða nokkuð umfram framleiðsluáætlun. Hvatinn drífur áfram Sjúkrahúsin hafa sýnt það á þessu ári að þau eru í stakk búin til að bregðast við og mæta álagi þegar aðstæður krefjast og eiga hrós skilið. Það er mikið fagnaðarefni að geta bætt 700 milljónum inn í DRG kerfið með fjáraukalögum. Betur má ef duga skal og mikilvægt að stjórnvöld viðhaldi þessu hvatakerfi til að tryggja aukna framleiðni og meiri gæði heilbrigðisþjónustu til framtíðar. Ljóst er að hvatar til aukinnar framleiðslu eru nauðsynlegir. Slíkt hvatakerfi er lykilatriði fyrir framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi og leiðir til betri nýtingar á mannauð, innviðum og fjármagni. Höfundur er heilbriðisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Heilbrigðismál Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Um áraraðir hefur verið stefnt því að taka upp þjónustutengda fjármögnun (DRG) í íslensku heilbrigðiskerfi. Þjónustutengd fjármögnun sjúkrahússþjónustu er vel þekkt víða um heim og þessi aðferð hefur verið innleidd í flestum Evrópuríkjum. Heilbrigðisráðuneytið fékk alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið McKinsey Co til að koma með tillögur að nýju fjármögnunarkerfi sjúkrahússþjónustu og hófst innleiðingarferli í kjölfarið. Meginmarkmið kerfisins eru að skapa gagnsæi þjónustu, styðja við stefnumótun og áætlunargerð með gögnum og stuðla með innbyggðum hvötum að aukinni skilvirkni og framleiðni. Fjárveitingar taki mið af raunverulegu umfangi þjónustu Kerfið var prófað á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri árið 2022 og kom að mestu til framkvæmda á árinu 2023. Við höfum sett þessa innleiðingu í forgang með góðri raun enda er augljós ávinningur af þjónustutengdri fjármögnun. Fjárveitingar taka mið af raunverulegu umfangi þjónustu og raunkostnaði, ásamt því að auka gagnsæi við úthlutun fjármagns. Þá er einnig auðveldara að gera áætlanir og setja markmið um magn þjónustu í samræmi við þörf þeirra sem á henni þurfa að halda. Hvatakerfi líkt og felst í þjónustutengdri fjármögnun eykur skilvirkni ásamt því að bæta eftirlit með gæðum, umfangi og hagkvæmni þjónustunnar. Við sjáum það strax hvernig þetta styrkir sjúkrahúsin og bætir alla ákvarðanatöku um úthlutun fjármuna og nýtingu þeirra, hvort sem við horfum til fjárveitingarvaldsins eða stofnananna sjálfra. Spítalarnir báðir hafa nú þegar aukið framleiðni og afköst. Í 9 mánaða uppgjöri Sjúkratrygginga á þessu ári kemur fram að spítalarnir stefni samtals í yfir 4% umframframleiðslu á árinu. Landspítali er nú í samtals 107,15% framleiðslu m.v. áætlun. Það sama gildir um Sjúkrahúsið á Akureyri sem stefnir í að framleiða nokkuð umfram framleiðsluáætlun. Hvatinn drífur áfram Sjúkrahúsin hafa sýnt það á þessu ári að þau eru í stakk búin til að bregðast við og mæta álagi þegar aðstæður krefjast og eiga hrós skilið. Það er mikið fagnaðarefni að geta bætt 700 milljónum inn í DRG kerfið með fjáraukalögum. Betur má ef duga skal og mikilvægt að stjórnvöld viðhaldi þessu hvatakerfi til að tryggja aukna framleiðni og meiri gæði heilbrigðisþjónustu til framtíðar. Ljóst er að hvatar til aukinnar framleiðslu eru nauðsynlegir. Slíkt hvatakerfi er lykilatriði fyrir framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi og leiðir til betri nýtingar á mannauð, innviðum og fjármagni. Höfundur er heilbriðisráðherra
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun