Áfram eða afturábak? Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 16. desember 2023 13:30 Hún er dálítið skrýtin tík þessi pólitík - að minnsta kosti í Hafnarfirði. Hér eru nokkur dæmi um samskipti jafnaðarmanna í bæjarstjórn við svonefndan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þar sem þeir fyrrnefndu leggja til markviss skref til að auka velferð bæjarbúa, en þeir síðarnefndu þrjóskast við og vilja kyrr kjör. Aukum velferð - Í reynd Allflestir eru sammála því að það beri lækka matarkostnað nemenda í leik- og grunnskólum umtalsvert og tryggja þannig að allir geti sótt sér heilsusamlega og nauðsynlega næringu í leik og starfi. Ekki síst eftir 33% óheyrilega hækkun gjaldskrár nýverið. Það er skynsamlegt að hækka frístundastyrk barna og ungmenna verulega. Þátttaka í íþrótta- og tómstundastarfi eykur hreysti og lífsgæði. Um það er ekki deilt. Almenn samstaða er um að samþætta heimahjúkrun og heimilishjálp og treysta þannig þjónustuna til aldraðra og öryrkja. Allir tala hátt um mikilvægi þess að tryggja jafnt og stöðugt lóðaframboð, þannig megi tryggja hagkvæmt húsnæði fyrir alla og draga úr ójafnvægi á húsnæðismarkaði. Einnig að ráðist verði í byggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða og stúdenta. Flestir skilja mikilvægi þess að bregðast við löngum biðlistum eftir félagslegu húsnæði með því að fjölga slíkum íbúðum. Þegar almennt launafólk býr við háa verðbólgu og ofurvexti, þá sjá langflestir skynsemi í því, að ríki og sveitarfélög stilli í hóf gjaldskrárhækkunum og skattálögum, svo sem í fasteignasköttum. Það var sýn jafnaðarfólks í Hafnarfirðinum. Þannig er komið til móts við almenning og aðila vinnumarkaðarins sem undirbúa sig undir erfiða kjarasamninga á næstu vikum. Nei nei pólitík Um þessi mál er almenn sátt og samstaða í orði kveðnu. En ekki í Hafnarfirði - ekki hjá meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Samfylkingin - jafnaðarflokkur Íslands lagði fram skýrar og afdráttarlausar tillögur um þessi mál og miklu fleira í þessum dúr á bæjarstjórnarfundi 4. desember síðastliðinn, þegar fjárhagsáætlun komandi árs var til afgreiðslu. Allar voru tillögurnar fullfjármagnaðar með raunhæfum sérstökum tillögum í þá veru. En allt kom fyrir ekki. Meirihluti helmingaskiptaflokkanna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar felldi þær allar eða vísaði frá! Jafnaðarmenn vildu efla velferðina og lækka þjónustugjöld, en hægri flokkarnir fóru í þveröfuga átt. Áfram eða kyrrstaða Það er með stundum hægt að skipta stjórnmálaflokkum í tvo hópa: Þeir sem vilja horfa fram á við með skýr markmið að leiðarljósi og svo hinir sem troða marvaðann og spóla í farinu. Þannig er bæjarpólitíkin í Hafnarfirði. Jafnaðarmenn sem vilja láta verkin tala og auka velsæld. Og svo helmingaskiptaflokkarnir , D og B, sem vilja bara vera og sitja - meðan sætt er. Hún er kannski ekki svo skrýtin pólitíkin í Hafnarfirði eftir allt saman! Hún endurspeglar ef til vill bara stjórnmálin eins og þau eru í raun - valkostina milli framsýni og raunsæi og svo kyrrstöðu um völd. Vilja menn áfram eða afturábak? Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Árni Stefánsson Hafnarfjörður Samfylkingin Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Hún er dálítið skrýtin tík þessi pólitík - að minnsta kosti í Hafnarfirði. Hér eru nokkur dæmi um samskipti jafnaðarmanna í bæjarstjórn við svonefndan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þar sem þeir fyrrnefndu leggja til markviss skref til að auka velferð bæjarbúa, en þeir síðarnefndu þrjóskast við og vilja kyrr kjör. Aukum velferð - Í reynd Allflestir eru sammála því að það beri lækka matarkostnað nemenda í leik- og grunnskólum umtalsvert og tryggja þannig að allir geti sótt sér heilsusamlega og nauðsynlega næringu í leik og starfi. Ekki síst eftir 33% óheyrilega hækkun gjaldskrár nýverið. Það er skynsamlegt að hækka frístundastyrk barna og ungmenna verulega. Þátttaka í íþrótta- og tómstundastarfi eykur hreysti og lífsgæði. Um það er ekki deilt. Almenn samstaða er um að samþætta heimahjúkrun og heimilishjálp og treysta þannig þjónustuna til aldraðra og öryrkja. Allir tala hátt um mikilvægi þess að tryggja jafnt og stöðugt lóðaframboð, þannig megi tryggja hagkvæmt húsnæði fyrir alla og draga úr ójafnvægi á húsnæðismarkaði. Einnig að ráðist verði í byggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða og stúdenta. Flestir skilja mikilvægi þess að bregðast við löngum biðlistum eftir félagslegu húsnæði með því að fjölga slíkum íbúðum. Þegar almennt launafólk býr við háa verðbólgu og ofurvexti, þá sjá langflestir skynsemi í því, að ríki og sveitarfélög stilli í hóf gjaldskrárhækkunum og skattálögum, svo sem í fasteignasköttum. Það var sýn jafnaðarfólks í Hafnarfirðinum. Þannig er komið til móts við almenning og aðila vinnumarkaðarins sem undirbúa sig undir erfiða kjarasamninga á næstu vikum. Nei nei pólitík Um þessi mál er almenn sátt og samstaða í orði kveðnu. En ekki í Hafnarfirði - ekki hjá meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Samfylkingin - jafnaðarflokkur Íslands lagði fram skýrar og afdráttarlausar tillögur um þessi mál og miklu fleira í þessum dúr á bæjarstjórnarfundi 4. desember síðastliðinn, þegar fjárhagsáætlun komandi árs var til afgreiðslu. Allar voru tillögurnar fullfjármagnaðar með raunhæfum sérstökum tillögum í þá veru. En allt kom fyrir ekki. Meirihluti helmingaskiptaflokkanna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar felldi þær allar eða vísaði frá! Jafnaðarmenn vildu efla velferðina og lækka þjónustugjöld, en hægri flokkarnir fóru í þveröfuga átt. Áfram eða kyrrstaða Það er með stundum hægt að skipta stjórnmálaflokkum í tvo hópa: Þeir sem vilja horfa fram á við með skýr markmið að leiðarljósi og svo hinir sem troða marvaðann og spóla í farinu. Þannig er bæjarpólitíkin í Hafnarfirði. Jafnaðarmenn sem vilja láta verkin tala og auka velsæld. Og svo helmingaskiptaflokkarnir , D og B, sem vilja bara vera og sitja - meðan sætt er. Hún er kannski ekki svo skrýtin pólitíkin í Hafnarfirði eftir allt saman! Hún endurspeglar ef til vill bara stjórnmálin eins og þau eru í raun - valkostina milli framsýni og raunsæi og svo kyrrstöðu um völd. Vilja menn áfram eða afturábak? Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands í Hafnarfirði.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun