Áfram eða afturábak? Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 16. desember 2023 13:30 Hún er dálítið skrýtin tík þessi pólitík - að minnsta kosti í Hafnarfirði. Hér eru nokkur dæmi um samskipti jafnaðarmanna í bæjarstjórn við svonefndan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þar sem þeir fyrrnefndu leggja til markviss skref til að auka velferð bæjarbúa, en þeir síðarnefndu þrjóskast við og vilja kyrr kjör. Aukum velferð - Í reynd Allflestir eru sammála því að það beri lækka matarkostnað nemenda í leik- og grunnskólum umtalsvert og tryggja þannig að allir geti sótt sér heilsusamlega og nauðsynlega næringu í leik og starfi. Ekki síst eftir 33% óheyrilega hækkun gjaldskrár nýverið. Það er skynsamlegt að hækka frístundastyrk barna og ungmenna verulega. Þátttaka í íþrótta- og tómstundastarfi eykur hreysti og lífsgæði. Um það er ekki deilt. Almenn samstaða er um að samþætta heimahjúkrun og heimilishjálp og treysta þannig þjónustuna til aldraðra og öryrkja. Allir tala hátt um mikilvægi þess að tryggja jafnt og stöðugt lóðaframboð, þannig megi tryggja hagkvæmt húsnæði fyrir alla og draga úr ójafnvægi á húsnæðismarkaði. Einnig að ráðist verði í byggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða og stúdenta. Flestir skilja mikilvægi þess að bregðast við löngum biðlistum eftir félagslegu húsnæði með því að fjölga slíkum íbúðum. Þegar almennt launafólk býr við háa verðbólgu og ofurvexti, þá sjá langflestir skynsemi í því, að ríki og sveitarfélög stilli í hóf gjaldskrárhækkunum og skattálögum, svo sem í fasteignasköttum. Það var sýn jafnaðarfólks í Hafnarfirðinum. Þannig er komið til móts við almenning og aðila vinnumarkaðarins sem undirbúa sig undir erfiða kjarasamninga á næstu vikum. Nei nei pólitík Um þessi mál er almenn sátt og samstaða í orði kveðnu. En ekki í Hafnarfirði - ekki hjá meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Samfylkingin - jafnaðarflokkur Íslands lagði fram skýrar og afdráttarlausar tillögur um þessi mál og miklu fleira í þessum dúr á bæjarstjórnarfundi 4. desember síðastliðinn, þegar fjárhagsáætlun komandi árs var til afgreiðslu. Allar voru tillögurnar fullfjármagnaðar með raunhæfum sérstökum tillögum í þá veru. En allt kom fyrir ekki. Meirihluti helmingaskiptaflokkanna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar felldi þær allar eða vísaði frá! Jafnaðarmenn vildu efla velferðina og lækka þjónustugjöld, en hægri flokkarnir fóru í þveröfuga átt. Áfram eða kyrrstaða Það er með stundum hægt að skipta stjórnmálaflokkum í tvo hópa: Þeir sem vilja horfa fram á við með skýr markmið að leiðarljósi og svo hinir sem troða marvaðann og spóla í farinu. Þannig er bæjarpólitíkin í Hafnarfirði. Jafnaðarmenn sem vilja láta verkin tala og auka velsæld. Og svo helmingaskiptaflokkarnir , D og B, sem vilja bara vera og sitja - meðan sætt er. Hún er kannski ekki svo skrýtin pólitíkin í Hafnarfirði eftir allt saman! Hún endurspeglar ef til vill bara stjórnmálin eins og þau eru í raun - valkostina milli framsýni og raunsæi og svo kyrrstöðu um völd. Vilja menn áfram eða afturábak? Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Árni Stefánsson Hafnarfjörður Samfylkingin Mest lesið Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Sjá meira
Hún er dálítið skrýtin tík þessi pólitík - að minnsta kosti í Hafnarfirði. Hér eru nokkur dæmi um samskipti jafnaðarmanna í bæjarstjórn við svonefndan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þar sem þeir fyrrnefndu leggja til markviss skref til að auka velferð bæjarbúa, en þeir síðarnefndu þrjóskast við og vilja kyrr kjör. Aukum velferð - Í reynd Allflestir eru sammála því að það beri lækka matarkostnað nemenda í leik- og grunnskólum umtalsvert og tryggja þannig að allir geti sótt sér heilsusamlega og nauðsynlega næringu í leik og starfi. Ekki síst eftir 33% óheyrilega hækkun gjaldskrár nýverið. Það er skynsamlegt að hækka frístundastyrk barna og ungmenna verulega. Þátttaka í íþrótta- og tómstundastarfi eykur hreysti og lífsgæði. Um það er ekki deilt. Almenn samstaða er um að samþætta heimahjúkrun og heimilishjálp og treysta þannig þjónustuna til aldraðra og öryrkja. Allir tala hátt um mikilvægi þess að tryggja jafnt og stöðugt lóðaframboð, þannig megi tryggja hagkvæmt húsnæði fyrir alla og draga úr ójafnvægi á húsnæðismarkaði. Einnig að ráðist verði í byggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða og stúdenta. Flestir skilja mikilvægi þess að bregðast við löngum biðlistum eftir félagslegu húsnæði með því að fjölga slíkum íbúðum. Þegar almennt launafólk býr við háa verðbólgu og ofurvexti, þá sjá langflestir skynsemi í því, að ríki og sveitarfélög stilli í hóf gjaldskrárhækkunum og skattálögum, svo sem í fasteignasköttum. Það var sýn jafnaðarfólks í Hafnarfirðinum. Þannig er komið til móts við almenning og aðila vinnumarkaðarins sem undirbúa sig undir erfiða kjarasamninga á næstu vikum. Nei nei pólitík Um þessi mál er almenn sátt og samstaða í orði kveðnu. En ekki í Hafnarfirði - ekki hjá meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Samfylkingin - jafnaðarflokkur Íslands lagði fram skýrar og afdráttarlausar tillögur um þessi mál og miklu fleira í þessum dúr á bæjarstjórnarfundi 4. desember síðastliðinn, þegar fjárhagsáætlun komandi árs var til afgreiðslu. Allar voru tillögurnar fullfjármagnaðar með raunhæfum sérstökum tillögum í þá veru. En allt kom fyrir ekki. Meirihluti helmingaskiptaflokkanna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar felldi þær allar eða vísaði frá! Jafnaðarmenn vildu efla velferðina og lækka þjónustugjöld, en hægri flokkarnir fóru í þveröfuga átt. Áfram eða kyrrstaða Það er með stundum hægt að skipta stjórnmálaflokkum í tvo hópa: Þeir sem vilja horfa fram á við með skýr markmið að leiðarljósi og svo hinir sem troða marvaðann og spóla í farinu. Þannig er bæjarpólitíkin í Hafnarfirði. Jafnaðarmenn sem vilja láta verkin tala og auka velsæld. Og svo helmingaskiptaflokkarnir , D og B, sem vilja bara vera og sitja - meðan sætt er. Hún er kannski ekki svo skrýtin pólitíkin í Hafnarfirði eftir allt saman! Hún endurspeglar ef til vill bara stjórnmálin eins og þau eru í raun - valkostina milli framsýni og raunsæi og svo kyrrstöðu um völd. Vilja menn áfram eða afturábak? Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands í Hafnarfirði.
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar