Trölli fær ekki að stela hjólajólunum Andrés Ingi Jónsson skrifar 14. desember 2023 11:01 Þegar umhverfisráðherra segist ekki vilja senda börnunum reikninginn af mistökum samtímans hefðu flest haldið að hann ætti við reikninginn af aðgerðaleysi ráðandi kynslóða í loftslagsmálum, sem mun verulega skerða lífsgæði komandi kynslóða. En nei, umhverfisráðherra Íslands tók svona til orða fyrr í vikunni til að réttlæta hressilegan niðurskurð á framlagi til loftslagsmála í fjárlagafrumvarpi.Tilefnið var fyrirspurn mín um það hvernig það þjóni loftslagsmarkmiðum ríkisins og hagsmunum almennings að fella niður ívilnanir til hjóla og rafhjóla. Það kristallar auðvitað metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar að blóðið fer fyrst að renna í umhverfisráðherra þegar hann stendur vörð um þá sturluðu ákvörðun ríkisstjórnarinnar að skera niður framlög til loftslagsmála um marga milljarða á næsta ári. Samhliða því að breyta stuðningskerfi við rafbíla notaði stjórnin nefnilega tækifærið til að lækka upphæðina um næstum helming og spara þannig sex milljarða króna. Sá sparnaður var ekki nýttur í fleiri og skilvirkari loftslagsaðgerðir, heldur er peningnum bara stungið í vasann. Árangur í loftslagsmálum er greinilega eitthvað sem ríkisstjórninni finnst skemmtilegra að tala um en að vinna að. Hagkvæmustu aðgerðinni fórnað Rafbílarnir eru ekki eina aðgerðin sem lenti undir niðurskurðarhnífnum á ríkisstjórnarborðinu, heldur var þar ákveðið að ganga enn lengra gagnvart hjólum og rafhjólum og skera þar niður allan stuðning. Samt er það aðgerð sem er margfalt ódýrari fyrir ríkið og skilar töluvert meiri árangri en stuðningur við rafbíla. Eðlilega þurfa stjórnvöld að líta yfir verkefnalistann og forgangsraða því sem mestum árangri skilar – hvaða loftslagsaðgerðir skila mestri minnkun á losun miðað við hverja krónu. Á næsta ári verður stuðningur við kaup á hverjum rafbíl 900 þúsund krónur, en ívilnun til rafhjóla er 96 þúsund á þessu ári. Næstum tífaldur munur, þannig að ef bara tíunda hvert rafhjól verður til þess að taka einn bensínbíl úr umferð, þá skilar sú aðgerð ríkinu meiri ábata miðað við kostnað. Árangurinn er samt líklega miklu meiri. Alþingi kemur hjólunum aftur inn Frá því að ákveðið var að fella virðisaukaskatt af hjólum og rafhjólum hefur sala á rafhjólum tekið mikinn kipp – seldum rafhjólum fjölgaði um 45% á milli áranna 2020 og 2022. Þannig voru flutt inn 7000 rafhjól árið 2022, á sama tíma og 6800 rafknúnir fólksbílar voru nýskráðir. Tölurnar sýna með skýrum hætti hvernig almenningur tekur við sér þegar ríkið setur upp einfalt stuðningskerfi fyrir vistvæna samgöngumáta. Fólk vill almennt leggja sitt af mörkum, rafhjól geta gjörbreytt samgöngumynstri fólks – og svo er líka bara svo gaman að hjóla. Auk þess er stuðningur við ódýrari samgöngumáta hluti af réttlátum umskipum, sem eru grundvallaratriði til að ná raunverulegum árangri í loftslagsmálum. Það er ekki á allra færi að kaupa nýjan rafbíl, en miklu fleiri geta leyft sér að kaupa vandað rafhjól. Frekar en að leggja til að hætta stuðningi við rafhjól ætti umhverfisráðherra að berjast fyrir því að auka stuðninginn og styðja betur við aðra vistvæna ferðamáta frekar en að einblína alltaf á einkabílinn. Þess vegna var ánægjulegt að sjá að ekki öll í stjórnarflokkunum eru jafn lokuð fyrir góðum hugmyndum og umhverfisráðherrann. Eftir fyrirspurn mína til ráðherra á þriðjudaginn sl. tók meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar við sér og í dag verður mælt fyrir tillögu þar sem hann hefur vit fyrir ríkisstjórninni og leggur til að framlengja stuðning við rafhjólin um eitt ár. Það er gott að sjá aðhald í þingsal skila úrbótum. Miðað við viðbrögð umhverfisráðherra þurfum við að halda því áfram til að ná meiri árangri í loftslagsmálum. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Alþingi Loftslagsmál Samgöngur Skattar og tollar Píratar Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Þegar umhverfisráðherra segist ekki vilja senda börnunum reikninginn af mistökum samtímans hefðu flest haldið að hann ætti við reikninginn af aðgerðaleysi ráðandi kynslóða í loftslagsmálum, sem mun verulega skerða lífsgæði komandi kynslóða. En nei, umhverfisráðherra Íslands tók svona til orða fyrr í vikunni til að réttlæta hressilegan niðurskurð á framlagi til loftslagsmála í fjárlagafrumvarpi.Tilefnið var fyrirspurn mín um það hvernig það þjóni loftslagsmarkmiðum ríkisins og hagsmunum almennings að fella niður ívilnanir til hjóla og rafhjóla. Það kristallar auðvitað metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar að blóðið fer fyrst að renna í umhverfisráðherra þegar hann stendur vörð um þá sturluðu ákvörðun ríkisstjórnarinnar að skera niður framlög til loftslagsmála um marga milljarða á næsta ári. Samhliða því að breyta stuðningskerfi við rafbíla notaði stjórnin nefnilega tækifærið til að lækka upphæðina um næstum helming og spara þannig sex milljarða króna. Sá sparnaður var ekki nýttur í fleiri og skilvirkari loftslagsaðgerðir, heldur er peningnum bara stungið í vasann. Árangur í loftslagsmálum er greinilega eitthvað sem ríkisstjórninni finnst skemmtilegra að tala um en að vinna að. Hagkvæmustu aðgerðinni fórnað Rafbílarnir eru ekki eina aðgerðin sem lenti undir niðurskurðarhnífnum á ríkisstjórnarborðinu, heldur var þar ákveðið að ganga enn lengra gagnvart hjólum og rafhjólum og skera þar niður allan stuðning. Samt er það aðgerð sem er margfalt ódýrari fyrir ríkið og skilar töluvert meiri árangri en stuðningur við rafbíla. Eðlilega þurfa stjórnvöld að líta yfir verkefnalistann og forgangsraða því sem mestum árangri skilar – hvaða loftslagsaðgerðir skila mestri minnkun á losun miðað við hverja krónu. Á næsta ári verður stuðningur við kaup á hverjum rafbíl 900 þúsund krónur, en ívilnun til rafhjóla er 96 þúsund á þessu ári. Næstum tífaldur munur, þannig að ef bara tíunda hvert rafhjól verður til þess að taka einn bensínbíl úr umferð, þá skilar sú aðgerð ríkinu meiri ábata miðað við kostnað. Árangurinn er samt líklega miklu meiri. Alþingi kemur hjólunum aftur inn Frá því að ákveðið var að fella virðisaukaskatt af hjólum og rafhjólum hefur sala á rafhjólum tekið mikinn kipp – seldum rafhjólum fjölgaði um 45% á milli áranna 2020 og 2022. Þannig voru flutt inn 7000 rafhjól árið 2022, á sama tíma og 6800 rafknúnir fólksbílar voru nýskráðir. Tölurnar sýna með skýrum hætti hvernig almenningur tekur við sér þegar ríkið setur upp einfalt stuðningskerfi fyrir vistvæna samgöngumáta. Fólk vill almennt leggja sitt af mörkum, rafhjól geta gjörbreytt samgöngumynstri fólks – og svo er líka bara svo gaman að hjóla. Auk þess er stuðningur við ódýrari samgöngumáta hluti af réttlátum umskipum, sem eru grundvallaratriði til að ná raunverulegum árangri í loftslagsmálum. Það er ekki á allra færi að kaupa nýjan rafbíl, en miklu fleiri geta leyft sér að kaupa vandað rafhjól. Frekar en að leggja til að hætta stuðningi við rafhjól ætti umhverfisráðherra að berjast fyrir því að auka stuðninginn og styðja betur við aðra vistvæna ferðamáta frekar en að einblína alltaf á einkabílinn. Þess vegna var ánægjulegt að sjá að ekki öll í stjórnarflokkunum eru jafn lokuð fyrir góðum hugmyndum og umhverfisráðherrann. Eftir fyrirspurn mína til ráðherra á þriðjudaginn sl. tók meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar við sér og í dag verður mælt fyrir tillögu þar sem hann hefur vit fyrir ríkisstjórninni og leggur til að framlengja stuðning við rafhjólin um eitt ár. Það er gott að sjá aðhald í þingsal skila úrbótum. Miðað við viðbrögð umhverfisráðherra þurfum við að halda því áfram til að ná meiri árangri í loftslagsmálum. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar