Fórnarlambsstaða Vinstri Grænna Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar 5. desember 2023 17:00 5.desember birti Jódís Skúladóttir, þingkona Vinstri Grænna, stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún segist fá fjölda skilaboða þar sem almenningur hvetur forsætisráðherra og þingflokkinn til að stíga inn í ákvörðun Útlendingastofnunar um að brottvísa tveim palestínskum drengjum til Grikklands, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Í stöðuuppfærslunni fer Jódís mikinn um óréttlæti þess að Katrín Jakobsdóttir og þingflokkur Vinstri Grænna sé sérstaklega gagnrýndur fyrir aðgerðaleysi þegar kemur að þjóðarmorði Ísraela á Palestínumönnum og áðurnefndri fyrirhugaðri brottvísun. Hún segir þar: "Að beina vanmættinum og reiðinni að VG eða Katrínu er í mínum huga ekki uppbyggileg leið til að vinna úr þessum flóknu tilfinningum." Jódís, í fyrsta lagi er vanvirðing við tilfinningar almennings að tala um að þær séu flóknar. Þær eru í raun mjög einfaldar. Almenningur er reiður við ykkur sérstaklega því þið segist standa fyrir friði og mannréttindum. Reiðin er því einföld og beinist á skýran hátt á hárrétta staði. Auðvitað beinist hún líka að utanríkisráðherra og Sjálfstæðisflokki - etv hélt fólk bara að þið mynduð gera meira vegna þess að þið hafið sjálf lýst því yfir að Ísland ætti að slíta stjórnmálasambandi og setja viðskiptaþvinganir á Ísrael, og látið núna eins og kröfur almennings um nákvæmlega það séu fráleitar og ekkert sem þið RÁÐAMENN Á ÍSLANDI getið gert í því. Hún segir þingflokk VG hafa „beitt sér fyrir meðal annars að þjóðþing okkar eitt fárra þinga hefur ályktað um ástandið“ Jódís, það gerðuð þið eftir að árásirnar höfðu staðið yfir í heilan mánuð og fjölmargir fjölmennir mótmælafundir krafist aðgerða af ykkar hálfu. Ég efast svosem ekki um að Katrín Jakobs hafi sjálf skrifað þessa ályktun því mér þykir nú ólíklegt að orðalagið hafi komið frá frú Diljá Mist, en sú ályktun var einungis gerð eftir mikinn þrýsting bæði frá almenningi, og eftir að tvær þingsályktanir frá stjórnarandstöðunni höfðu verið lagðar fram - en voru dregnar til baka svo samstaða næðist um þessa ályktun sem samþykkt var 9.nóvember á Alþingi. Ályktunin hefur ekki haft nein áhrif á þjóðernishreinsanir Ísraels svo krafan um að þið gerið meira á fyllilega rétt á sér. Hvað varðar trú þína á því að Útlendingastofnun hljóti að taka mál palestínskra barna til skoðunar og vinna þau fljótt og út frá því sem er börnunum fyrir bestu vil ég spyrja: Býrð þú í sama raunveruleika og ég? Það er minna en mánuður síðan að akkúrat sú stofnun, með fulltingi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur brottvísaði 7 barna palestínskri fjölskyldu án þess að múkk heyrðist frá ykkur. Það er því nákvæmlega engin ástæða til að ætla að þetta verði eitthvað öðruvísi - nema þið einmitt beitið ykkur til að svo verði. Að enda svo þetta væl á því að hvetja einstaklinga til að sniðganga ísraelskar vörur er einfaldlega svo skammarleg vörpun á ábyrgð yfir á almenning að það er engu lagi líkt. Fjölmargir eru þegar að sniðganga ísraelskar vörur og þurfa engan fyrirlestur frá þér um hvernig skal gera það. Hysjið bara upp um ykkur. Ef ykkur blöskrar þetta svona mikið, ef þið viljið ekki að ríkisstjórnar ykkar verði fyrst og fremst minnst í sögunni fyrir að hafa stutt við þjóðernishreinsanir á Palestínufólki með aðgerðaleysi sínu - hættið þá í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Ég mæli svo með því að þingmenn VG fari að nýta tíma sinn í eitthvað annað en að reyna að koma inn samviskubiti hjá almenningi fyrir að ætlast til þess af þið vinnið vinnuna ykkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Vinstri græn Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
5.desember birti Jódís Skúladóttir, þingkona Vinstri Grænna, stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún segist fá fjölda skilaboða þar sem almenningur hvetur forsætisráðherra og þingflokkinn til að stíga inn í ákvörðun Útlendingastofnunar um að brottvísa tveim palestínskum drengjum til Grikklands, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Í stöðuuppfærslunni fer Jódís mikinn um óréttlæti þess að Katrín Jakobsdóttir og þingflokkur Vinstri Grænna sé sérstaklega gagnrýndur fyrir aðgerðaleysi þegar kemur að þjóðarmorði Ísraela á Palestínumönnum og áðurnefndri fyrirhugaðri brottvísun. Hún segir þar: "Að beina vanmættinum og reiðinni að VG eða Katrínu er í mínum huga ekki uppbyggileg leið til að vinna úr þessum flóknu tilfinningum." Jódís, í fyrsta lagi er vanvirðing við tilfinningar almennings að tala um að þær séu flóknar. Þær eru í raun mjög einfaldar. Almenningur er reiður við ykkur sérstaklega því þið segist standa fyrir friði og mannréttindum. Reiðin er því einföld og beinist á skýran hátt á hárrétta staði. Auðvitað beinist hún líka að utanríkisráðherra og Sjálfstæðisflokki - etv hélt fólk bara að þið mynduð gera meira vegna þess að þið hafið sjálf lýst því yfir að Ísland ætti að slíta stjórnmálasambandi og setja viðskiptaþvinganir á Ísrael, og látið núna eins og kröfur almennings um nákvæmlega það séu fráleitar og ekkert sem þið RÁÐAMENN Á ÍSLANDI getið gert í því. Hún segir þingflokk VG hafa „beitt sér fyrir meðal annars að þjóðþing okkar eitt fárra þinga hefur ályktað um ástandið“ Jódís, það gerðuð þið eftir að árásirnar höfðu staðið yfir í heilan mánuð og fjölmargir fjölmennir mótmælafundir krafist aðgerða af ykkar hálfu. Ég efast svosem ekki um að Katrín Jakobs hafi sjálf skrifað þessa ályktun því mér þykir nú ólíklegt að orðalagið hafi komið frá frú Diljá Mist, en sú ályktun var einungis gerð eftir mikinn þrýsting bæði frá almenningi, og eftir að tvær þingsályktanir frá stjórnarandstöðunni höfðu verið lagðar fram - en voru dregnar til baka svo samstaða næðist um þessa ályktun sem samþykkt var 9.nóvember á Alþingi. Ályktunin hefur ekki haft nein áhrif á þjóðernishreinsanir Ísraels svo krafan um að þið gerið meira á fyllilega rétt á sér. Hvað varðar trú þína á því að Útlendingastofnun hljóti að taka mál palestínskra barna til skoðunar og vinna þau fljótt og út frá því sem er börnunum fyrir bestu vil ég spyrja: Býrð þú í sama raunveruleika og ég? Það er minna en mánuður síðan að akkúrat sú stofnun, með fulltingi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur brottvísaði 7 barna palestínskri fjölskyldu án þess að múkk heyrðist frá ykkur. Það er því nákvæmlega engin ástæða til að ætla að þetta verði eitthvað öðruvísi - nema þið einmitt beitið ykkur til að svo verði. Að enda svo þetta væl á því að hvetja einstaklinga til að sniðganga ísraelskar vörur er einfaldlega svo skammarleg vörpun á ábyrgð yfir á almenning að það er engu lagi líkt. Fjölmargir eru þegar að sniðganga ísraelskar vörur og þurfa engan fyrirlestur frá þér um hvernig skal gera það. Hysjið bara upp um ykkur. Ef ykkur blöskrar þetta svona mikið, ef þið viljið ekki að ríkisstjórnar ykkar verði fyrst og fremst minnst í sögunni fyrir að hafa stutt við þjóðernishreinsanir á Palestínufólki með aðgerðaleysi sínu - hættið þá í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Ég mæli svo með því að þingmenn VG fari að nýta tíma sinn í eitthvað annað en að reyna að koma inn samviskubiti hjá almenningi fyrir að ætlast til þess af þið vinnið vinnuna ykkar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar