22 fótboltavellir fullir af bílum Davíð Þorláksson skrifar 14. nóvember 2023 08:01 Íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgar hratt. Það sést glögglega á því hvernig umferðin hefur þyngst. Um 70 bílar hafa bæst við umferðina að meðaltali í hverri viku frá 2016, þegar Samgöngustofa hóf að halda utan um bílafjölda eftir sveitarfélögum. Á ársgrundvelli jafngildir þessi fjölgun um 27 km langri bílaröð. Sú röð næði nánast milli Háskóla Íslands og Grundarhverfis á Kjalarnesi. Til að mæta slíkri fjölgun bíla þarf árlega að byggja bílastæði sem samsvara allt að 22 fótboltavöllum í fullri stærð. Hvernig er best að mæta þessu aukna álagi á umferðakerfið? Og gengur núverandi kerfi hreinlega upp til framtíðar? Tímamóta samkomulag til að taka á vanda Haustið 2019 gerðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið með sér tímamóta samkomulag. Heildstæðan samgöngusáttmála um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Um tímamótasamkomulag var að ræða þar sem fulltrúar ólíkra flokka, hjá ríki og sveitarfélögum, náðu saman um brýnt málefni. Enda var ljóst að samstaða yrði nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi aukningu á umferðartöfum og kostnaði í framtíðinni. Fleiri valkostir Greiningar sýna að ef hlutur annarra samgöngumáta en einkabílsins verður ekki aukinn muni tafir halda áfram að aukast og kostnaður vegna þeirra líka. Fjölbreyttari ferðamátar eru ekki bara lausn á vexti bílaumferðar, heldur eru þeir líka vistvænni og auka lýðheilsu. Markmið svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040 er að hlutdeild bílferða í daglegum ferðum fari undir 58% og að a.m.k. 42% ferða verði farnar með vistvænum ferðamátum. Hægfara breyting hefur átt sér stað þar sem hlutdeild bílferða minnkaði úr 74% í 72% að meðaltali frá 2019. Innan höfuðborgarsvæðisins er mikill munur á milli hverfa. Bílferðir eru 55–58% allra ferða íbúa í hverfum eins og miðborginni og Vesturbænum þar sem byggð er þétt og blönduð og þjónustustig almenningssamgangna gott. Hlutdeild bílferða er hins vegar um og yfir 80% í hverfum í jaðri höfuðborgarsvæðisins eins og Grafarvogi, Grafarholti, Mosfellsbæ, Garðabæ og Hafnarfirði. Vill fólk vistvænan ferðamáta? Þá tala sumir um að verið sé að þvinga fólk úr bílum, að um aðför að einkabílnum sé að ræða. Raunin er þó sú að því fleiri sem nota aðrar samgöngur en einkabílinn, því betra er það fyrir þau sem þurfa og vilja nota bíl. Þá er einnig ljóst að stór og vaxandi hluti íbúa höfuðborgarsvæðisins vill ferðast til og frá vinnu með öðrum hætti en í bíl. Í könnun sem gerð var 2021 voru rúmlega 50% svarenda sem vildu ferðast með öðrum hætti en í bíl til og frá vinnu. Með betri innviðum fyrir vistvænan ferðamáta geta þau sem það kjósa valið að sleppa þeim kostnaði sem felst í að eiga einkabíl, að fækka fjölskyldubílum úr tveimur í einn eða haldið áfram að nota einkabílinn. Hægt er að velja að hjóla á góðum dögum en nota bílinn þegar veðrið er slæmt. Fjölbreytnin er því jákvæð, styttir ferðatíma og lækkar kostnað við samgöngur. Höfundur er framkvæmdastjóri Betri samgangna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Samgöngur Borgarlína Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgar hratt. Það sést glögglega á því hvernig umferðin hefur þyngst. Um 70 bílar hafa bæst við umferðina að meðaltali í hverri viku frá 2016, þegar Samgöngustofa hóf að halda utan um bílafjölda eftir sveitarfélögum. Á ársgrundvelli jafngildir þessi fjölgun um 27 km langri bílaröð. Sú röð næði nánast milli Háskóla Íslands og Grundarhverfis á Kjalarnesi. Til að mæta slíkri fjölgun bíla þarf árlega að byggja bílastæði sem samsvara allt að 22 fótboltavöllum í fullri stærð. Hvernig er best að mæta þessu aukna álagi á umferðakerfið? Og gengur núverandi kerfi hreinlega upp til framtíðar? Tímamóta samkomulag til að taka á vanda Haustið 2019 gerðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið með sér tímamóta samkomulag. Heildstæðan samgöngusáttmála um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Um tímamótasamkomulag var að ræða þar sem fulltrúar ólíkra flokka, hjá ríki og sveitarfélögum, náðu saman um brýnt málefni. Enda var ljóst að samstaða yrði nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi aukningu á umferðartöfum og kostnaði í framtíðinni. Fleiri valkostir Greiningar sýna að ef hlutur annarra samgöngumáta en einkabílsins verður ekki aukinn muni tafir halda áfram að aukast og kostnaður vegna þeirra líka. Fjölbreyttari ferðamátar eru ekki bara lausn á vexti bílaumferðar, heldur eru þeir líka vistvænni og auka lýðheilsu. Markmið svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040 er að hlutdeild bílferða í daglegum ferðum fari undir 58% og að a.m.k. 42% ferða verði farnar með vistvænum ferðamátum. Hægfara breyting hefur átt sér stað þar sem hlutdeild bílferða minnkaði úr 74% í 72% að meðaltali frá 2019. Innan höfuðborgarsvæðisins er mikill munur á milli hverfa. Bílferðir eru 55–58% allra ferða íbúa í hverfum eins og miðborginni og Vesturbænum þar sem byggð er þétt og blönduð og þjónustustig almenningssamgangna gott. Hlutdeild bílferða er hins vegar um og yfir 80% í hverfum í jaðri höfuðborgarsvæðisins eins og Grafarvogi, Grafarholti, Mosfellsbæ, Garðabæ og Hafnarfirði. Vill fólk vistvænan ferðamáta? Þá tala sumir um að verið sé að þvinga fólk úr bílum, að um aðför að einkabílnum sé að ræða. Raunin er þó sú að því fleiri sem nota aðrar samgöngur en einkabílinn, því betra er það fyrir þau sem þurfa og vilja nota bíl. Þá er einnig ljóst að stór og vaxandi hluti íbúa höfuðborgarsvæðisins vill ferðast til og frá vinnu með öðrum hætti en í bíl. Í könnun sem gerð var 2021 voru rúmlega 50% svarenda sem vildu ferðast með öðrum hætti en í bíl til og frá vinnu. Með betri innviðum fyrir vistvænan ferðamáta geta þau sem það kjósa valið að sleppa þeim kostnaði sem felst í að eiga einkabíl, að fækka fjölskyldubílum úr tveimur í einn eða haldið áfram að nota einkabílinn. Hægt er að velja að hjóla á góðum dögum en nota bílinn þegar veðrið er slæmt. Fjölbreytnin er því jákvæð, styttir ferðatíma og lækkar kostnað við samgöngur. Höfundur er framkvæmdastjóri Betri samgangna.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun