Viðsnúningur í rekstri borgarinnar Pawel Bartoszek skrifar 7. nóvember 2023 15:00 Þegar kórónuveirufaraldur skall á með fullum þunga snemma ársins 2020 var ljóst að hann myndi hafa gríðarmikil áhrif á fjármál sveitarfélaga. Tekjur drógust saman og kostnaður vegna launa, veikinda og sóttvarnaaðgerða jukust verulega. Viðbrögð Ríkisins gagnvart sveitarfélögum var að fella úr gildi ákvæði laga um fjármál sveitarfélaga. Ríkið sagði semsagt: Við vitum að staðan verður það erfið að við ætlum að leyfa ykkur að safna skuldum. Rétt að verja störf í kreppu Við í Viðreisn lögðum á það mikla áherslu á að borgin myndi sjálf setja sér viðmið um skuldir og afkomu í stað þeirra sem ríkið hafði fellt úr gildi. Það var gert árið 2021. Þau viðmið hafa öll haldið og gott betur. Það var rétt ákvörðun í Covid-krísunni að standa vörð um störf og halda uppi fjárfestingu. Ekkert vit hefði verið í því að fylla atvinnuleysisskrá af fólki og stöðva allar framkvæmdir. En nú er tími aðhalds En það er ekki bara hægt að vera Keynesisti í kreppu. Nú þegar atvinnuleysi er í kringum 3% þarf borgin ekki að halda uppi atvinnustigi. Nú þegar vextir eru yfir 9% er að sama skapi skynsamlegt að fresta fjárfestingum. Það erum við að gera. Hagræðingin skilaði árangri Borgin verður nú rekin með afgangi, ári fyrr á áætlað var. Afgangur á borgarsjóði árið 2024 verður 590 milljónir. Þar munar sannarlega um þær miklu hagræðingaraðgerðir sem ráðist var í í fyrra. Samtals spöruðum við um 3 milljarða, til frambúðar. Án þessara aðgerða væri borgarsjóður enn rekinn með halla. Aðhaldið þarf engu að síður að halda áfram. Skoða þarf sérstaklega yfirbygginguna , forðast ný verkefni, rýna gjaldskrár og tryggja fjármögnun málaflokks fatlaðs fólks í samstarfi við ríkið. Engu að síður er full ástæða til bjartsýni. Fjármálaáætlun Reykjavíkurborgar sýnir jákvæðan viðsnúning frá fyrri árum. Hann ber að þakka því plani sem lagt var upp með í Covid-krísunni og hagræðingaraðgerðum seinasta árs. Við í Viðreisn erum stolt að þátttöku okkar í þessum viðsnúningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Þegar kórónuveirufaraldur skall á með fullum þunga snemma ársins 2020 var ljóst að hann myndi hafa gríðarmikil áhrif á fjármál sveitarfélaga. Tekjur drógust saman og kostnaður vegna launa, veikinda og sóttvarnaaðgerða jukust verulega. Viðbrögð Ríkisins gagnvart sveitarfélögum var að fella úr gildi ákvæði laga um fjármál sveitarfélaga. Ríkið sagði semsagt: Við vitum að staðan verður það erfið að við ætlum að leyfa ykkur að safna skuldum. Rétt að verja störf í kreppu Við í Viðreisn lögðum á það mikla áherslu á að borgin myndi sjálf setja sér viðmið um skuldir og afkomu í stað þeirra sem ríkið hafði fellt úr gildi. Það var gert árið 2021. Þau viðmið hafa öll haldið og gott betur. Það var rétt ákvörðun í Covid-krísunni að standa vörð um störf og halda uppi fjárfestingu. Ekkert vit hefði verið í því að fylla atvinnuleysisskrá af fólki og stöðva allar framkvæmdir. En nú er tími aðhalds En það er ekki bara hægt að vera Keynesisti í kreppu. Nú þegar atvinnuleysi er í kringum 3% þarf borgin ekki að halda uppi atvinnustigi. Nú þegar vextir eru yfir 9% er að sama skapi skynsamlegt að fresta fjárfestingum. Það erum við að gera. Hagræðingin skilaði árangri Borgin verður nú rekin með afgangi, ári fyrr á áætlað var. Afgangur á borgarsjóði árið 2024 verður 590 milljónir. Þar munar sannarlega um þær miklu hagræðingaraðgerðir sem ráðist var í í fyrra. Samtals spöruðum við um 3 milljarða, til frambúðar. Án þessara aðgerða væri borgarsjóður enn rekinn með halla. Aðhaldið þarf engu að síður að halda áfram. Skoða þarf sérstaklega yfirbygginguna , forðast ný verkefni, rýna gjaldskrár og tryggja fjármögnun málaflokks fatlaðs fólks í samstarfi við ríkið. Engu að síður er full ástæða til bjartsýni. Fjármálaáætlun Reykjavíkurborgar sýnir jákvæðan viðsnúning frá fyrri árum. Hann ber að þakka því plani sem lagt var upp með í Covid-krísunni og hagræðingaraðgerðum seinasta árs. Við í Viðreisn erum stolt að þátttöku okkar í þessum viðsnúningi.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar