Viðsnúningur í rekstri borgarinnar Pawel Bartoszek skrifar 7. nóvember 2023 15:00 Þegar kórónuveirufaraldur skall á með fullum þunga snemma ársins 2020 var ljóst að hann myndi hafa gríðarmikil áhrif á fjármál sveitarfélaga. Tekjur drógust saman og kostnaður vegna launa, veikinda og sóttvarnaaðgerða jukust verulega. Viðbrögð Ríkisins gagnvart sveitarfélögum var að fella úr gildi ákvæði laga um fjármál sveitarfélaga. Ríkið sagði semsagt: Við vitum að staðan verður það erfið að við ætlum að leyfa ykkur að safna skuldum. Rétt að verja störf í kreppu Við í Viðreisn lögðum á það mikla áherslu á að borgin myndi sjálf setja sér viðmið um skuldir og afkomu í stað þeirra sem ríkið hafði fellt úr gildi. Það var gert árið 2021. Þau viðmið hafa öll haldið og gott betur. Það var rétt ákvörðun í Covid-krísunni að standa vörð um störf og halda uppi fjárfestingu. Ekkert vit hefði verið í því að fylla atvinnuleysisskrá af fólki og stöðva allar framkvæmdir. En nú er tími aðhalds En það er ekki bara hægt að vera Keynesisti í kreppu. Nú þegar atvinnuleysi er í kringum 3% þarf borgin ekki að halda uppi atvinnustigi. Nú þegar vextir eru yfir 9% er að sama skapi skynsamlegt að fresta fjárfestingum. Það erum við að gera. Hagræðingin skilaði árangri Borgin verður nú rekin með afgangi, ári fyrr á áætlað var. Afgangur á borgarsjóði árið 2024 verður 590 milljónir. Þar munar sannarlega um þær miklu hagræðingaraðgerðir sem ráðist var í í fyrra. Samtals spöruðum við um 3 milljarða, til frambúðar. Án þessara aðgerða væri borgarsjóður enn rekinn með halla. Aðhaldið þarf engu að síður að halda áfram. Skoða þarf sérstaklega yfirbygginguna , forðast ný verkefni, rýna gjaldskrár og tryggja fjármögnun málaflokks fatlaðs fólks í samstarfi við ríkið. Engu að síður er full ástæða til bjartsýni. Fjármálaáætlun Reykjavíkurborgar sýnir jákvæðan viðsnúning frá fyrri árum. Hann ber að þakka því plani sem lagt var upp með í Covid-krísunni og hagræðingaraðgerðum seinasta árs. Við í Viðreisn erum stolt að þátttöku okkar í þessum viðsnúningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þegar kórónuveirufaraldur skall á með fullum þunga snemma ársins 2020 var ljóst að hann myndi hafa gríðarmikil áhrif á fjármál sveitarfélaga. Tekjur drógust saman og kostnaður vegna launa, veikinda og sóttvarnaaðgerða jukust verulega. Viðbrögð Ríkisins gagnvart sveitarfélögum var að fella úr gildi ákvæði laga um fjármál sveitarfélaga. Ríkið sagði semsagt: Við vitum að staðan verður það erfið að við ætlum að leyfa ykkur að safna skuldum. Rétt að verja störf í kreppu Við í Viðreisn lögðum á það mikla áherslu á að borgin myndi sjálf setja sér viðmið um skuldir og afkomu í stað þeirra sem ríkið hafði fellt úr gildi. Það var gert árið 2021. Þau viðmið hafa öll haldið og gott betur. Það var rétt ákvörðun í Covid-krísunni að standa vörð um störf og halda uppi fjárfestingu. Ekkert vit hefði verið í því að fylla atvinnuleysisskrá af fólki og stöðva allar framkvæmdir. En nú er tími aðhalds En það er ekki bara hægt að vera Keynesisti í kreppu. Nú þegar atvinnuleysi er í kringum 3% þarf borgin ekki að halda uppi atvinnustigi. Nú þegar vextir eru yfir 9% er að sama skapi skynsamlegt að fresta fjárfestingum. Það erum við að gera. Hagræðingin skilaði árangri Borgin verður nú rekin með afgangi, ári fyrr á áætlað var. Afgangur á borgarsjóði árið 2024 verður 590 milljónir. Þar munar sannarlega um þær miklu hagræðingaraðgerðir sem ráðist var í í fyrra. Samtals spöruðum við um 3 milljarða, til frambúðar. Án þessara aðgerða væri borgarsjóður enn rekinn með halla. Aðhaldið þarf engu að síður að halda áfram. Skoða þarf sérstaklega yfirbygginguna , forðast ný verkefni, rýna gjaldskrár og tryggja fjármögnun málaflokks fatlaðs fólks í samstarfi við ríkið. Engu að síður er full ástæða til bjartsýni. Fjármálaáætlun Reykjavíkurborgar sýnir jákvæðan viðsnúning frá fyrri árum. Hann ber að þakka því plani sem lagt var upp með í Covid-krísunni og hagræðingaraðgerðum seinasta árs. Við í Viðreisn erum stolt að þátttöku okkar í þessum viðsnúningi.
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar