Gleymum því ekki að þetta er kaldrifjað „manndráp“ Davíð Bergmann skrifar 5. nóvember 2023 11:30 Er þetta dómafordæmið sem við viljum hafa þegar það er framið hrottalegt og miskunnarlaustmorð hér á landi, hvert erum við eiginlega að stefna í málefnum ungra afbrotamanna hér á landi? Það er framið hrottalegt morð á ungum manni í blóma lífsins og þetta er dómsniðurstaðan. Ég fór að velta þessu fyrir mér eftir að dómur féll í stungumálinu þar sem maður lést eftir stunguárás við Fjarðarkaup í apríl. Stungumaðurinn var dæmdur í 10 ára fangelsi. Tveir vitorðsmenn fengu tveggja ára dóm og stúlka sem stóð hjá fékk eins árs skilorðsbundinn dóm. Eru þetta rétt skilaboð út í samfélagið að dæma svona í jafn alvarlegu máli sem þessu? Ég spyr mig þeirra spurninga í dag þó svo að gerendurnir séu ungir að árum. Ég vil taka það fram hér að ég er ekki talsmaður hraðra refsinga en ég spyr mig samt sem áður þeirra spurninga eru einhver ákvæði í dómnum á afplánunartíma sem þessir krakkar þurfa að uppfylla, annað en að sitja dóminn af sér. Gleymum því ekki að þetta er kaldrifjað morð á ungum manni í blóma lífsins og það er fólk í kringum þann sem var drepinn, sem er einungis skildir eftir með minninguna um hann og hann skilur eftir sig þriggja ára dóttur sem verður föðurlaus og fær að launum þrjár milljónir í miska. Og það út af 5000 kalli sem átti að rukka með vöxtum sem endar með þessari skelfingu. Þurfum við ekki að fara horfast í augu við það hver harkan er orðin hér á landi og sér í lagi hjá ungu fólki í afbrotum eins og mannrán, hnífstungur, skotárásir og gróft ofbeldi af öllu tagi. Á þetta mál ekki að verða okkur að kenningu og eigum við ekki að fara gera eitthvað að alvöru í þessum málaflokki, hvenær ætlum við að fara vakna er það ekki löngu tímabært þó fyrr hefði verið. Við þurfum ekki að finna upp hjólið í þessum efnum við getum tekið Breta, Dani, Bandaríkjamenn, Norðmenn eða Svía okkur til fyrirmyndar. Eins þurfum við ekki að fara yfir lækinn því það er búið að gera ýmislegt hér á landi. Ég hef meira segja sjálfur smíðaði sérstakt prógramm fyrir unga drengi hérna um árið og fékk meira segja úthlutað einni milljón frá velferðarsjóði barna í það starf. Það starf gekk út á það að veita ungum drengjum tilsjón sem höfðu villast af braut í lífinu og það náðist góður árangur í því starfi, þó svo að ég segi sjálfur frá. Það var gert í samstarfi með lögreglu, landhelgisgæslunni, slökkviliði, björgunarsveitir, tryggingarfélagi, sjúkrahúsum, og fyrrverandi fanga. Það starf kallaði ég „hver ertu og hvert ertu að fara í lífinu“ En í stuttu máli eyðilagði Barnaverndarstofa starfið á endanum taldi það ekki nógu faglegt! Það er allt of langt að fara í það hérna en ég mun gera því góð skil seinna á öðrum vettvangi. Ég vil koma með nýja nálgun í þessum málaflokki eins og ég hef talað fyrir um í dauf eyru ráðamanna í áratugi. Ég hef lengi verið þeirra skoðunar að YOT sem stendur fyrir “youth offending team” sé það sem við eigum að taka okkur til fyrirmyndar í þessum málaflokki. Sú hugmyndafræði kemur frá Bretlandi og gengur út á það að vekja unga afbrotamenn til umhugsunar hver eru orsök og afleiðingar afbrota. Ekki bara fyrir þá heldur fórnarlambið og þá sem standa því næst. Eins hans eigin fjölskylda sem verður vissulega fórnarlömb aðstæðna og samfélagið í held sinni. Það gleymist iðulega í þessari umræðu hver er réttur hins almenna borgara. Ef þetta hefði verið sonur minn sem hefði verið drepinn svona, hefði ég viljað þessa niðurstöðu. Stutta svarið við þeirri er nei ég hugsa að ég myndi taka lögin í mínar hendur til að koma fram réttlæti. Dómsmálaráðherra ég er með ÁSKORUN til þín það þarf að gera eitthvað að alvöru í þessum málaflokki og ekki seinna en í gær. Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Davíð Bergmann Tengdar fréttir Aðkoma stúlkunnar með símann „svívirðileg“ Meint fíkniefnaskuld var kveikjan að því að ungmenni ákváðu að veitast að 27 ára gömlum Pólverja fyrir utan Íslenska rokkbarinn í apríl. Brotaþoli lést eftir hnífstungur, högg og spörk. Héraðsdómari er ómyrkur í máli og lýsir atburðarásinni sem „leik kattarins að músinni“. 3. nóvember 2023 18:25 Tíu ára fangelsi fyrir manndrápið við Fjarðarkaup Sæmundur Tryggvi Norðquist Sæmundsson, tæplega nítján ára karlmaður, var í dag dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir manndráp á bílastæðinu við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl síðastliðnum. Tveir félagar hans í kringum átján ára aldur fengu tveggja ára dóm fyrir stórfellda líkamsárás. Sautján ára stúlka fékk tólf mánaða skilorðsbundinn dóm til fimm ára. 3. nóvember 2023 15:19 Deilur um fíkniefni upphafið að hrottalegu manndrápi Átök á milli þriggja 17 til 19 ára pilta við 27 ára pólskan karlmann sem lauk með manndrápi í Hafnarfirði í apríl má rekja til deilna sem tengdust fíkniefnum. Fólkið þekktist ekkert en því hafði verið vísað af Íslenska rokkbarnum fyrir neyslu fíkniefna fyrir opnum tjöldum. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í október. 31. júlí 2023 07:00 Mest lesið Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Er þetta dómafordæmið sem við viljum hafa þegar það er framið hrottalegt og miskunnarlaustmorð hér á landi, hvert erum við eiginlega að stefna í málefnum ungra afbrotamanna hér á landi? Það er framið hrottalegt morð á ungum manni í blóma lífsins og þetta er dómsniðurstaðan. Ég fór að velta þessu fyrir mér eftir að dómur féll í stungumálinu þar sem maður lést eftir stunguárás við Fjarðarkaup í apríl. Stungumaðurinn var dæmdur í 10 ára fangelsi. Tveir vitorðsmenn fengu tveggja ára dóm og stúlka sem stóð hjá fékk eins árs skilorðsbundinn dóm. Eru þetta rétt skilaboð út í samfélagið að dæma svona í jafn alvarlegu máli sem þessu? Ég spyr mig þeirra spurninga í dag þó svo að gerendurnir séu ungir að árum. Ég vil taka það fram hér að ég er ekki talsmaður hraðra refsinga en ég spyr mig samt sem áður þeirra spurninga eru einhver ákvæði í dómnum á afplánunartíma sem þessir krakkar þurfa að uppfylla, annað en að sitja dóminn af sér. Gleymum því ekki að þetta er kaldrifjað morð á ungum manni í blóma lífsins og það er fólk í kringum þann sem var drepinn, sem er einungis skildir eftir með minninguna um hann og hann skilur eftir sig þriggja ára dóttur sem verður föðurlaus og fær að launum þrjár milljónir í miska. Og það út af 5000 kalli sem átti að rukka með vöxtum sem endar með þessari skelfingu. Þurfum við ekki að fara horfast í augu við það hver harkan er orðin hér á landi og sér í lagi hjá ungu fólki í afbrotum eins og mannrán, hnífstungur, skotárásir og gróft ofbeldi af öllu tagi. Á þetta mál ekki að verða okkur að kenningu og eigum við ekki að fara gera eitthvað að alvöru í þessum málaflokki, hvenær ætlum við að fara vakna er það ekki löngu tímabært þó fyrr hefði verið. Við þurfum ekki að finna upp hjólið í þessum efnum við getum tekið Breta, Dani, Bandaríkjamenn, Norðmenn eða Svía okkur til fyrirmyndar. Eins þurfum við ekki að fara yfir lækinn því það er búið að gera ýmislegt hér á landi. Ég hef meira segja sjálfur smíðaði sérstakt prógramm fyrir unga drengi hérna um árið og fékk meira segja úthlutað einni milljón frá velferðarsjóði barna í það starf. Það starf gekk út á það að veita ungum drengjum tilsjón sem höfðu villast af braut í lífinu og það náðist góður árangur í því starfi, þó svo að ég segi sjálfur frá. Það var gert í samstarfi með lögreglu, landhelgisgæslunni, slökkviliði, björgunarsveitir, tryggingarfélagi, sjúkrahúsum, og fyrrverandi fanga. Það starf kallaði ég „hver ertu og hvert ertu að fara í lífinu“ En í stuttu máli eyðilagði Barnaverndarstofa starfið á endanum taldi það ekki nógu faglegt! Það er allt of langt að fara í það hérna en ég mun gera því góð skil seinna á öðrum vettvangi. Ég vil koma með nýja nálgun í þessum málaflokki eins og ég hef talað fyrir um í dauf eyru ráðamanna í áratugi. Ég hef lengi verið þeirra skoðunar að YOT sem stendur fyrir “youth offending team” sé það sem við eigum að taka okkur til fyrirmyndar í þessum málaflokki. Sú hugmyndafræði kemur frá Bretlandi og gengur út á það að vekja unga afbrotamenn til umhugsunar hver eru orsök og afleiðingar afbrota. Ekki bara fyrir þá heldur fórnarlambið og þá sem standa því næst. Eins hans eigin fjölskylda sem verður vissulega fórnarlömb aðstæðna og samfélagið í held sinni. Það gleymist iðulega í þessari umræðu hver er réttur hins almenna borgara. Ef þetta hefði verið sonur minn sem hefði verið drepinn svona, hefði ég viljað þessa niðurstöðu. Stutta svarið við þeirri er nei ég hugsa að ég myndi taka lögin í mínar hendur til að koma fram réttlæti. Dómsmálaráðherra ég er með ÁSKORUN til þín það þarf að gera eitthvað að alvöru í þessum málaflokki og ekki seinna en í gær. Höfundur er ráðgjafi.
Aðkoma stúlkunnar með símann „svívirðileg“ Meint fíkniefnaskuld var kveikjan að því að ungmenni ákváðu að veitast að 27 ára gömlum Pólverja fyrir utan Íslenska rokkbarinn í apríl. Brotaþoli lést eftir hnífstungur, högg og spörk. Héraðsdómari er ómyrkur í máli og lýsir atburðarásinni sem „leik kattarins að músinni“. 3. nóvember 2023 18:25
Tíu ára fangelsi fyrir manndrápið við Fjarðarkaup Sæmundur Tryggvi Norðquist Sæmundsson, tæplega nítján ára karlmaður, var í dag dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir manndráp á bílastæðinu við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl síðastliðnum. Tveir félagar hans í kringum átján ára aldur fengu tveggja ára dóm fyrir stórfellda líkamsárás. Sautján ára stúlka fékk tólf mánaða skilorðsbundinn dóm til fimm ára. 3. nóvember 2023 15:19
Deilur um fíkniefni upphafið að hrottalegu manndrápi Átök á milli þriggja 17 til 19 ára pilta við 27 ára pólskan karlmann sem lauk með manndrápi í Hafnarfirði í apríl má rekja til deilna sem tengdust fíkniefnum. Fólkið þekktist ekkert en því hafði verið vísað af Íslenska rokkbarnum fyrir neyslu fíkniefna fyrir opnum tjöldum. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í október. 31. júlí 2023 07:00
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun