Við getum verið stolt af laxinum okkar Kristján Ingimarsson skrifar 8. október 2023 09:00 Kvótinn farinn. Yfirgefin hús. Flagnandi málning. Óhirtar lóðir. Ljósin í höfuðborginni heilla og ungt fólk yfirgefur litla þorpið sem það ólst upp í. Þannig var þetta í áratugi. Í 49. tölublaði Bæjarins besta, 4. desember árið 1995 mátti lesa fyrirsögnina „Talið er að íbúum Vestfjarða hafi fækkað um rúm fimm hundruð á líðandi ári“ En núna hefur þetta að snúist við í samfélögum á Vestfjörðum og Austfjörðum, ungt fólk flytur aftur vestur og austur og er um kyrrt. Ljósunum fjölgar í sjávarplássunum, ný hús rísa, húsunum er núna vel við haldið lóðirnar snyrtilegar og fólk er á ferli. Fasteignamarkaðurinn er líflegur og fasteignamat og verðmæti eignanna hafa allt í einu hækkað. Af hverju? Svarið er laxeldi. Nú er í boði fjölbreytt og áhugaverð vinna sem krefst margvíslegrar menntunar og færni í friðsælum fjölskylduvænum byggðarlögum. Á árunum 2017 til 2021 var fjárfest fyrir um 30 milljarða í uppbyggingu í fiskeldi viðs vegar um landið til að undirbúa jarðveginn fyrir komandi ár (Heimild www.radarinn.is). Ekkert af þessari uppbyggingu hefur verið kostuð með almannafé frá hinu opinbera. Öll er hún kostuð af fyrirtækjum og einstaklingum sem án efa fá að njóta ávaxtanna. En þeir sem sætustu ávextina fá eru samfélögin, fólkið sem sér framtíð sína og tækifæri í þessari nýju spennandi atvinnugrein. Fiskeldi er atvinnugrein sem laðar að sér fólk með margvíslegt atgervi. Til hafa orðið hundruð starfa en á árinu 2021 fengu um 600 manns laun frá fiskeldi sem er hátt í fjórföldun frá árinu 2008. Langflestir búa á landsbyggðinni, eða vel yfir 80%. Árið 2022 voru framleidd 44.900 tonn af laxi sem eru um 140 milljónir máltíða. Við megum vera stolt af þessu. Við megum vera stolt af því að hér á Íslandi sé stundað laxeldi. Við megum vera stolt af því að geta verið í fararbroddi í sjálfbærri og umhverfisvænni matvælaframleiðslu. Við megum vera stolt af því að framleiða holl og næringarrík matvæli af háum gæðum. Við megum vera stolt af því að styrkja hinar dreifðu byggðir landsins og samfélögin sem við búum í. Ef laxeldið færi í burtu núna væri búið að söðva þá atvinnugrein sem er hvað sjálfbærust og í mestum vexti. Að undanförnu hefur borið á töluverðri taugaveiklun og hávaða út af laxeldinu og virðist sem umræðan hafi stjórnast af fordómum og fáfræði með dassi af tilfinningum en það er uppskrift sem virðist ná vel til fólks. Ekki bætir úr skák þegar Ríkissjónvarpið smitast af þessum fordómum og tekur afstöðu í einhliða umræðu með því að hleypa aðeins andsæðingum laxeldis að, sem gjarnan fá að ausa út fyllyrðingum og ósannindum gagnrýnislaust. Þeir sem þekkja lítið til mála gleypa hrátt það sem RÚV matreiðir og því er ábyrgð þeirra mikil í að stjórna þjóðfélagsumræðunni. Hvort sem þetta er gert vegna þess að það er sérstaklega greitt fyrir þetta, vegna persónulegra skoðana starfsfólks, vinskapar eða einhvers annars þá er þetta augljós skortur á fagmennsku. Neikvæðar fréttir virðast selja betur en þær jákvæðu og það hefur eflaust áhrif líka. Fyrir stuttu kynnti Matvælaráðuneytið drög að stefnu Íslands í fiskeldi og RÚV ákvað af því tilefni að kalla til spunameistara veiðiréttarhafa, sem lætur sig lítið varða afkomu fólks og samfélaga á landsbyggðinni, til að ræða stefnuna og engan annann. Það var fagmennskan í það skiptið og dæmin eru fjölmörg. Það væri stofnuninni til sóma ef hún myndi sjá sér fært að upplýsa fólk um allar þær jákvæðu staðreyndir sem laxeldið hefur leitt af sér. Fiskeldi skiptir máli fyrir landið okkar, kynslóðir framtíðarinnar og jörðina sem við búum á. Íslenskur eldislax er framtíðin. Höfundur er íbúi á Djúpavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Kvótinn farinn. Yfirgefin hús. Flagnandi málning. Óhirtar lóðir. Ljósin í höfuðborginni heilla og ungt fólk yfirgefur litla þorpið sem það ólst upp í. Þannig var þetta í áratugi. Í 49. tölublaði Bæjarins besta, 4. desember árið 1995 mátti lesa fyrirsögnina „Talið er að íbúum Vestfjarða hafi fækkað um rúm fimm hundruð á líðandi ári“ En núna hefur þetta að snúist við í samfélögum á Vestfjörðum og Austfjörðum, ungt fólk flytur aftur vestur og austur og er um kyrrt. Ljósunum fjölgar í sjávarplássunum, ný hús rísa, húsunum er núna vel við haldið lóðirnar snyrtilegar og fólk er á ferli. Fasteignamarkaðurinn er líflegur og fasteignamat og verðmæti eignanna hafa allt í einu hækkað. Af hverju? Svarið er laxeldi. Nú er í boði fjölbreytt og áhugaverð vinna sem krefst margvíslegrar menntunar og færni í friðsælum fjölskylduvænum byggðarlögum. Á árunum 2017 til 2021 var fjárfest fyrir um 30 milljarða í uppbyggingu í fiskeldi viðs vegar um landið til að undirbúa jarðveginn fyrir komandi ár (Heimild www.radarinn.is). Ekkert af þessari uppbyggingu hefur verið kostuð með almannafé frá hinu opinbera. Öll er hún kostuð af fyrirtækjum og einstaklingum sem án efa fá að njóta ávaxtanna. En þeir sem sætustu ávextina fá eru samfélögin, fólkið sem sér framtíð sína og tækifæri í þessari nýju spennandi atvinnugrein. Fiskeldi er atvinnugrein sem laðar að sér fólk með margvíslegt atgervi. Til hafa orðið hundruð starfa en á árinu 2021 fengu um 600 manns laun frá fiskeldi sem er hátt í fjórföldun frá árinu 2008. Langflestir búa á landsbyggðinni, eða vel yfir 80%. Árið 2022 voru framleidd 44.900 tonn af laxi sem eru um 140 milljónir máltíða. Við megum vera stolt af þessu. Við megum vera stolt af því að hér á Íslandi sé stundað laxeldi. Við megum vera stolt af því að geta verið í fararbroddi í sjálfbærri og umhverfisvænni matvælaframleiðslu. Við megum vera stolt af því að framleiða holl og næringarrík matvæli af háum gæðum. Við megum vera stolt af því að styrkja hinar dreifðu byggðir landsins og samfélögin sem við búum í. Ef laxeldið færi í burtu núna væri búið að söðva þá atvinnugrein sem er hvað sjálfbærust og í mestum vexti. Að undanförnu hefur borið á töluverðri taugaveiklun og hávaða út af laxeldinu og virðist sem umræðan hafi stjórnast af fordómum og fáfræði með dassi af tilfinningum en það er uppskrift sem virðist ná vel til fólks. Ekki bætir úr skák þegar Ríkissjónvarpið smitast af þessum fordómum og tekur afstöðu í einhliða umræðu með því að hleypa aðeins andsæðingum laxeldis að, sem gjarnan fá að ausa út fyllyrðingum og ósannindum gagnrýnislaust. Þeir sem þekkja lítið til mála gleypa hrátt það sem RÚV matreiðir og því er ábyrgð þeirra mikil í að stjórna þjóðfélagsumræðunni. Hvort sem þetta er gert vegna þess að það er sérstaklega greitt fyrir þetta, vegna persónulegra skoðana starfsfólks, vinskapar eða einhvers annars þá er þetta augljós skortur á fagmennsku. Neikvæðar fréttir virðast selja betur en þær jákvæðu og það hefur eflaust áhrif líka. Fyrir stuttu kynnti Matvælaráðuneytið drög að stefnu Íslands í fiskeldi og RÚV ákvað af því tilefni að kalla til spunameistara veiðiréttarhafa, sem lætur sig lítið varða afkomu fólks og samfélaga á landsbyggðinni, til að ræða stefnuna og engan annann. Það var fagmennskan í það skiptið og dæmin eru fjölmörg. Það væri stofnuninni til sóma ef hún myndi sjá sér fært að upplýsa fólk um allar þær jákvæðu staðreyndir sem laxeldið hefur leitt af sér. Fiskeldi skiptir máli fyrir landið okkar, kynslóðir framtíðarinnar og jörðina sem við búum á. Íslenskur eldislax er framtíðin. Höfundur er íbúi á Djúpavogi.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun