Er mannekla lögmál? Árný Ingvarsdóttir skrifar 2. október 2023 11:00 Flest getum við verið sammála um eftirfarandi atriði, að minnsta kosti opinberlega. 1. Að börnin séu það dýrmætasta sem við eigum. 2. Að verðmæti fólks trompi virði fjármagns. 3. Að farsæld barna skuli vera leiðarstef í því samfélagi sem við búum í. 4. Að standa beri sérstakan vörð um hagsmuni langveikra og fatlaðra barna. Undanfarin ár hafa reglulega birst fréttir af óviðunandi þjónustu eða þjónustuleysi við langveik og fötluð börn. Við vitum að haustið er komið þegar orðið mannekla kemst á kreik í umræðunni. Fjöldi barna með sérþarfir fær ekki lögbundna frístundaþjónustu vikum og jafnvel mánuðum saman með tilheyrandi óvissu fyrir börnin og foreldra þeirra. Önnur börn fá ekki lífsauðsynlegan stuðning við athafnir daglegas lífs frá hæfu starfsfólki með þeim afleiðingum að foreldrar ná ekki að anna störfum sínum á vinnumarkaði, svo ótalið sé álagið sem fylgir og afleiðingarnar sem það hefur á heilsu fjölskyldunnar í heild. Af hverju fæst ekki hæft fólk til starfa? „Mannekla”, og svo er öxlum yppt eins og hér sé um að ræða gilt og gjaldgengt lokasvar sem endi umræðuna. Mannekla er ekki lögmál, sérstaklega ekki sú sem loðir nær eingöngu við ákveðinn málaflokk. Mannekla er ekki óumflýjanlegt fyrirbæri sem fríar þjónustuveitendur frá lögboðnum skyldum sínum án þess að frekar sé aðhafst. Mannekla er ekki svar sem er bjóðandi foreldrum langveikra og fatlaðra barna ítrekað, ár eftir ár. Mannekla er hins vegar niðurstaða sem byggir á inngrónu viðhorfi samfélagsins til málaflokka sem tengjast umönnun fólks. Sé búið svo um hnúta að störf sem tengjast þjónustu við langveik og fötluð börn séu metin að verðleikum og standist samkeppni við önnur störf í samfélaginu er næsta víst að betur gangi að manna störfin hæfu og metnaðarfullu starfsfólki. Á meðan kerfið gengur hins vegar út frá því að störf með langveikum og fötluðum börnum séu lágt launuð, tímabundin og að mestu mönnuð námsmönnum sem koma og fara með tilheyrandi starfsmannaveltu, er viðbúið að manneklan verði að viðvarandi fasta. Okkur Íslendingum verður gjarnan tíðrætt um afburða árangur samfélagsins þegar mannréttindi eru annars vegar. Við höfum skuldbundið okkur alþjóðlega til að virða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Jafnframt erum við aðilar að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Gott og vel. En ef við hyggjumst skreyta okkur fjöðrum mannréttinda og jafnra tækifæra þurfum við líka að geta horft í spegil og spurt okkur að eftirfarandi: Metum við virði langveikra og fatlaðra barna og þeirra sem annast þau raunverulega á borði, eða aðeins í orði? Höfundur er framkvæmdastjóri Umhyggju – félags langveikra barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Árný Ingvarsdóttir Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Sjá meira
Flest getum við verið sammála um eftirfarandi atriði, að minnsta kosti opinberlega. 1. Að börnin séu það dýrmætasta sem við eigum. 2. Að verðmæti fólks trompi virði fjármagns. 3. Að farsæld barna skuli vera leiðarstef í því samfélagi sem við búum í. 4. Að standa beri sérstakan vörð um hagsmuni langveikra og fatlaðra barna. Undanfarin ár hafa reglulega birst fréttir af óviðunandi þjónustu eða þjónustuleysi við langveik og fötluð börn. Við vitum að haustið er komið þegar orðið mannekla kemst á kreik í umræðunni. Fjöldi barna með sérþarfir fær ekki lögbundna frístundaþjónustu vikum og jafnvel mánuðum saman með tilheyrandi óvissu fyrir börnin og foreldra þeirra. Önnur börn fá ekki lífsauðsynlegan stuðning við athafnir daglegas lífs frá hæfu starfsfólki með þeim afleiðingum að foreldrar ná ekki að anna störfum sínum á vinnumarkaði, svo ótalið sé álagið sem fylgir og afleiðingarnar sem það hefur á heilsu fjölskyldunnar í heild. Af hverju fæst ekki hæft fólk til starfa? „Mannekla”, og svo er öxlum yppt eins og hér sé um að ræða gilt og gjaldgengt lokasvar sem endi umræðuna. Mannekla er ekki lögmál, sérstaklega ekki sú sem loðir nær eingöngu við ákveðinn málaflokk. Mannekla er ekki óumflýjanlegt fyrirbæri sem fríar þjónustuveitendur frá lögboðnum skyldum sínum án þess að frekar sé aðhafst. Mannekla er ekki svar sem er bjóðandi foreldrum langveikra og fatlaðra barna ítrekað, ár eftir ár. Mannekla er hins vegar niðurstaða sem byggir á inngrónu viðhorfi samfélagsins til málaflokka sem tengjast umönnun fólks. Sé búið svo um hnúta að störf sem tengjast þjónustu við langveik og fötluð börn séu metin að verðleikum og standist samkeppni við önnur störf í samfélaginu er næsta víst að betur gangi að manna störfin hæfu og metnaðarfullu starfsfólki. Á meðan kerfið gengur hins vegar út frá því að störf með langveikum og fötluðum börnum séu lágt launuð, tímabundin og að mestu mönnuð námsmönnum sem koma og fara með tilheyrandi starfsmannaveltu, er viðbúið að manneklan verði að viðvarandi fasta. Okkur Íslendingum verður gjarnan tíðrætt um afburða árangur samfélagsins þegar mannréttindi eru annars vegar. Við höfum skuldbundið okkur alþjóðlega til að virða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Jafnframt erum við aðilar að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Gott og vel. En ef við hyggjumst skreyta okkur fjöðrum mannréttinda og jafnra tækifæra þurfum við líka að geta horft í spegil og spurt okkur að eftirfarandi: Metum við virði langveikra og fatlaðra barna og þeirra sem annast þau raunverulega á borði, eða aðeins í orði? Höfundur er framkvæmdastjóri Umhyggju – félags langveikra barna.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun