Transvæðingin og umræðan Eva Hauksdóttir skrifar 27. september 2023 11:01 Á sunnudaginn var kom ég fram í Sprengisandi á Bylgjunni ásamt Alexöndru Briem. Umræðuefnið var umdeilt kynfræðsluefni fyrir grunnskóla, auk þess sem komið var inn á samfélagsdeilur um hinseginfræðslu í skólum. Við Alexandra erum sammála um að samfélagsumræða um umdeild mál er oft ómálefnaleg og ekki endilega upplýsandi. Spurningu þáttarstjórnanda um það hvernig mætti bæta úr því, svaraði ég á þá leið að fjölmiðlar gætu t.d. haldið uppi umfjöllun sem væri byggð á sjálfstæðri rannsókn blaðamanna, fremur en þeirri kranablaðamennsku sem er svo áberandi á Íslandi. Viðbrögðin við þættinum stóðu ekki á sér. Ég var rétt komin heim á mánudag þegar Einar sagði mér að á Vísi væri því haldið fram að ég hefði farið með staðreyndavillu. Hvaða staðreyndavilla er það? spurði ég. Að öll Norðurlöndin nema Ísland hafi bannað hormónablokka í meðferð barna. Og hvernig er þetta þá, hversu miklum takmörkunum er verið að beita? Það kemur nú ekki almennilega fram, sagði Einar. Kranablaðamennskan Það kemur ekki almennilega fram, nei. Blaðamaðurinn sem sá frétt í þessu samtali okkar Alexöndru, hafði nefnilega ekki nægan áhuga á málinu til að kynna sér það, heldur skrúfaði hann frá krananum; Alexandra segir þetta, Eva segir hitt, verkefnastjóri hjá Samtökunum '78 segir lögmann fara rangt með staðreyndir. Það var ofmælt hjá mér að hin Norðurlöndin hafi „bannað“ hormónablokkameðferðir á börnum. Hið rétta er að Finnland, Svíþjóð, Noregur og Danmörk hafa horfið frá þeirri stefnu að bjóða upp á slíka meðferð fyrir börn með kynáttunarvanda. Enn er þó talið að í fáum undantekningartilvikum geti verið réttlætanlegt að stöðva kynþroska barna sem hafa frá unga aldri sýnt mjög greinileg merki um kynama. Ég biðst velvirðingar á því að hafa ekki tekið það fram. Það væri áhugavert fyrir almenning og til þess fallið að ná samfélagsumræðunni upp úr skotgröfunum, að fá vandaða umfjöllun um þessar meðferðir og ástæðurnar fyrir þessari stefnubreytingu hjá nágrannaríkjum okkar. Ekki umfjöllun sem byggist á því að þessi segi þetta og hinn segi hitt, heldur hlutlægri rannsókn. Það var einu sinni kallað blaðamennska. Ég er ekki blaðamaður og hef ekki tíma til þess að leggjast yfir rannsóknir og gera úttekt á þeim en ég get þó nefnt tvennt sem máli skiptir. Af hverju eru nágrannaríkin að hverfa frá inngripi í kynþroska barna? Ein ástæðan fyrir stefnubreytingu frændþjóða okkar í þessum efnum er sú að börnum og unglingum sem sækjast eftir meðferð til „kynstaðfestingar“ hefur fjölgað svo hratt og svo mikið að töluverðar líkur verður að telja á því að fjölgunin skýrist af öðrum þáttum en raunverulegum kynama. Önnur ástæða er sú að takmörkuð þekking liggur fyrir um langtíma afleiðingar þess að grípa inn í þroskaferli barna með lyfjameðferð og menn óttast að tjónið geti orðið meira en ávinningurinn. Mér skilst að hormónablokkar hafi einmitt verið notaðir í algerum undantekningartilvikum fram á 21 öldina. Með transvæðingu síðustu ára hefur þeim verið beitt af meiri léttúð þótt ávísanir hafi, blessunarlega, ekki verið í samræmi við eftirspurnina. Árið 2018 fengu 62 börn í Danmörk slíka meðferð og hafa aldrei verið fleiri. Þetta eru 65% þeirra 95 barna sem vildu fá hormónablokka það árið. Árið 2022 sóttust 352 börn í Danmörku eftir hormónablokkum en aðeins 22 þeirra, eða 6% þeirra sem báðu um meðferðina, fengu því framgengt. Það hefur greinilega verið farið með heldur meiri gát í þessum efnum árið 2022 en 2018. Maður hlýtur að velta því fyrir sér hversu mörg þeirra 62ja barna sem voru talin bær til þess að afsala sér eðlilegum kynþroska árið 2018 hafi beðið af því varanlegan skaða. Í fyrrnefndum Sprengisandsþætti talaði Alexandra Briem um að það væri mjög sjaldgæft að transfólk sæi eftir því að hafa farið í gegnum meðferð til staðfestingar á upplifun sinni. Ég er ekkert hissa á því að fólk sem var búið að reyna allt annað, fólk sem þurfti að berjast fyrir því með kjafti og klóm að fá að fara í aðgerðir, hafi ekki bakþanka. En það er ekki komin löng reynsla á notkun hormónablokka í meðferð á börnum sem taka fyrst upp á því 13 ára gömul að lýsa ósætti við líkamlegt kyn sitt, og það í kjölfar tískubylgju. Með gríðarlegri fjölgun þeirra sem undirgangast einhverskonar meðferð til að breyta kyni sínu er nánast öruggt að þeim fjölgar einnig sem taka svo afdrifaríka ákvörðun án nægilegrar ígrundunar. Við vitum ekkert um það í dag, hvort þeir krakkar sem hafa undirgengist transmeðferð á síðustu árum verða jafn ánægðir með árangurinn og eldri kynslóðir transfólks. Umræðan og ásakanir um transhatur Auk þess sem fjölmiðlar mættu fara að huga að upplýsingarhlutverki sínu, fremur en smellvænleika fyrirsagna, myndi það bæta umræðuna um transvæðingu skólakerfisins verulega ef fólk gæti leyft sér að láta í ljós skoðanir án þess að þurfa að bera af sér ásakanir um hatur og illvilja í garð minnihlutahópa og þurfa jafnvel að reikna með slaufun fyrir vikið. Ég er ekki að biðja um rökræðu við þá sem gelta á transfólk eða hóta því ofbeldi. En það er ekki gagnlegt að afgreiða það sem hatursorðræðu þegar menn lýsa sig mótfallna afnámi kynjaskiptra rýma eða efast um þá hugmyndafræði sem Samtökin ´78 boða. Ekki nema markmiðið sé það að reka einhliða áróður. Það er ekki transhatur að ganga út frá því að barn með typpi sé strákur. Það er einfaldlega það sem öll samfélög veraldar hafa gert, frá því að sögur hófust. Það er heldur ekki transhatur eða sú hugmynd að transfólk „sé ekki til“ sem er að verki þegar foreldrar fallast ekki á að dóttir þeirra sé nú allt í einu sonur þeirra og lýsa andstöðu sinni við líkamleg inngrip, ekki frekar en það er kynþáttahatur að neita unglingum um að fá að nota ljósabekki. Það er ekki transfóbískur áróður þegar fólk sem vill snúa aftur eftir að hafa undirgengist transmeðferð segir frá reynslu sinni. Það er heldur ekki "áróður" sem birtist í viðtölum við sérfræðinga sem telja að farið hafi verið of geyst í það að samþykkja endurskilgreiningar barna á kyni sínu, heldur upplýst umræða. Staðreyndin er sú að bæði í Bandaríkjunum og Evrópu hafa barnageðlæknar og sálfræðingar, þ.á.m. sérfræðingar sem hafa unnið við greiningu og meðferð barna með kynáttunarvanda, lýst áhyggjum af því að börn séu nánast látin sjálfráð um greiningu sína og eigi of greiðan aðgang að meðferð sem veldur óafturkræfum skaða. Það er full ástæða til að skoða transvæðinguna í því ljósi og þar með talið orðræðuna sem verið er að innleiða í skólakerfið. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Hinsegin Málefni trans fólks Kynlíf Skóla - og menntamál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Á sunnudaginn var kom ég fram í Sprengisandi á Bylgjunni ásamt Alexöndru Briem. Umræðuefnið var umdeilt kynfræðsluefni fyrir grunnskóla, auk þess sem komið var inn á samfélagsdeilur um hinseginfræðslu í skólum. Við Alexandra erum sammála um að samfélagsumræða um umdeild mál er oft ómálefnaleg og ekki endilega upplýsandi. Spurningu þáttarstjórnanda um það hvernig mætti bæta úr því, svaraði ég á þá leið að fjölmiðlar gætu t.d. haldið uppi umfjöllun sem væri byggð á sjálfstæðri rannsókn blaðamanna, fremur en þeirri kranablaðamennsku sem er svo áberandi á Íslandi. Viðbrögðin við þættinum stóðu ekki á sér. Ég var rétt komin heim á mánudag þegar Einar sagði mér að á Vísi væri því haldið fram að ég hefði farið með staðreyndavillu. Hvaða staðreyndavilla er það? spurði ég. Að öll Norðurlöndin nema Ísland hafi bannað hormónablokka í meðferð barna. Og hvernig er þetta þá, hversu miklum takmörkunum er verið að beita? Það kemur nú ekki almennilega fram, sagði Einar. Kranablaðamennskan Það kemur ekki almennilega fram, nei. Blaðamaðurinn sem sá frétt í þessu samtali okkar Alexöndru, hafði nefnilega ekki nægan áhuga á málinu til að kynna sér það, heldur skrúfaði hann frá krananum; Alexandra segir þetta, Eva segir hitt, verkefnastjóri hjá Samtökunum '78 segir lögmann fara rangt með staðreyndir. Það var ofmælt hjá mér að hin Norðurlöndin hafi „bannað“ hormónablokkameðferðir á börnum. Hið rétta er að Finnland, Svíþjóð, Noregur og Danmörk hafa horfið frá þeirri stefnu að bjóða upp á slíka meðferð fyrir börn með kynáttunarvanda. Enn er þó talið að í fáum undantekningartilvikum geti verið réttlætanlegt að stöðva kynþroska barna sem hafa frá unga aldri sýnt mjög greinileg merki um kynama. Ég biðst velvirðingar á því að hafa ekki tekið það fram. Það væri áhugavert fyrir almenning og til þess fallið að ná samfélagsumræðunni upp úr skotgröfunum, að fá vandaða umfjöllun um þessar meðferðir og ástæðurnar fyrir þessari stefnubreytingu hjá nágrannaríkjum okkar. Ekki umfjöllun sem byggist á því að þessi segi þetta og hinn segi hitt, heldur hlutlægri rannsókn. Það var einu sinni kallað blaðamennska. Ég er ekki blaðamaður og hef ekki tíma til þess að leggjast yfir rannsóknir og gera úttekt á þeim en ég get þó nefnt tvennt sem máli skiptir. Af hverju eru nágrannaríkin að hverfa frá inngripi í kynþroska barna? Ein ástæðan fyrir stefnubreytingu frændþjóða okkar í þessum efnum er sú að börnum og unglingum sem sækjast eftir meðferð til „kynstaðfestingar“ hefur fjölgað svo hratt og svo mikið að töluverðar líkur verður að telja á því að fjölgunin skýrist af öðrum þáttum en raunverulegum kynama. Önnur ástæða er sú að takmörkuð þekking liggur fyrir um langtíma afleiðingar þess að grípa inn í þroskaferli barna með lyfjameðferð og menn óttast að tjónið geti orðið meira en ávinningurinn. Mér skilst að hormónablokkar hafi einmitt verið notaðir í algerum undantekningartilvikum fram á 21 öldina. Með transvæðingu síðustu ára hefur þeim verið beitt af meiri léttúð þótt ávísanir hafi, blessunarlega, ekki verið í samræmi við eftirspurnina. Árið 2018 fengu 62 börn í Danmörk slíka meðferð og hafa aldrei verið fleiri. Þetta eru 65% þeirra 95 barna sem vildu fá hormónablokka það árið. Árið 2022 sóttust 352 börn í Danmörku eftir hormónablokkum en aðeins 22 þeirra, eða 6% þeirra sem báðu um meðferðina, fengu því framgengt. Það hefur greinilega verið farið með heldur meiri gát í þessum efnum árið 2022 en 2018. Maður hlýtur að velta því fyrir sér hversu mörg þeirra 62ja barna sem voru talin bær til þess að afsala sér eðlilegum kynþroska árið 2018 hafi beðið af því varanlegan skaða. Í fyrrnefndum Sprengisandsþætti talaði Alexandra Briem um að það væri mjög sjaldgæft að transfólk sæi eftir því að hafa farið í gegnum meðferð til staðfestingar á upplifun sinni. Ég er ekkert hissa á því að fólk sem var búið að reyna allt annað, fólk sem þurfti að berjast fyrir því með kjafti og klóm að fá að fara í aðgerðir, hafi ekki bakþanka. En það er ekki komin löng reynsla á notkun hormónablokka í meðferð á börnum sem taka fyrst upp á því 13 ára gömul að lýsa ósætti við líkamlegt kyn sitt, og það í kjölfar tískubylgju. Með gríðarlegri fjölgun þeirra sem undirgangast einhverskonar meðferð til að breyta kyni sínu er nánast öruggt að þeim fjölgar einnig sem taka svo afdrifaríka ákvörðun án nægilegrar ígrundunar. Við vitum ekkert um það í dag, hvort þeir krakkar sem hafa undirgengist transmeðferð á síðustu árum verða jafn ánægðir með árangurinn og eldri kynslóðir transfólks. Umræðan og ásakanir um transhatur Auk þess sem fjölmiðlar mættu fara að huga að upplýsingarhlutverki sínu, fremur en smellvænleika fyrirsagna, myndi það bæta umræðuna um transvæðingu skólakerfisins verulega ef fólk gæti leyft sér að láta í ljós skoðanir án þess að þurfa að bera af sér ásakanir um hatur og illvilja í garð minnihlutahópa og þurfa jafnvel að reikna með slaufun fyrir vikið. Ég er ekki að biðja um rökræðu við þá sem gelta á transfólk eða hóta því ofbeldi. En það er ekki gagnlegt að afgreiða það sem hatursorðræðu þegar menn lýsa sig mótfallna afnámi kynjaskiptra rýma eða efast um þá hugmyndafræði sem Samtökin ´78 boða. Ekki nema markmiðið sé það að reka einhliða áróður. Það er ekki transhatur að ganga út frá því að barn með typpi sé strákur. Það er einfaldlega það sem öll samfélög veraldar hafa gert, frá því að sögur hófust. Það er heldur ekki transhatur eða sú hugmynd að transfólk „sé ekki til“ sem er að verki þegar foreldrar fallast ekki á að dóttir þeirra sé nú allt í einu sonur þeirra og lýsa andstöðu sinni við líkamleg inngrip, ekki frekar en það er kynþáttahatur að neita unglingum um að fá að nota ljósabekki. Það er ekki transfóbískur áróður þegar fólk sem vill snúa aftur eftir að hafa undirgengist transmeðferð segir frá reynslu sinni. Það er heldur ekki "áróður" sem birtist í viðtölum við sérfræðinga sem telja að farið hafi verið of geyst í það að samþykkja endurskilgreiningar barna á kyni sínu, heldur upplýst umræða. Staðreyndin er sú að bæði í Bandaríkjunum og Evrópu hafa barnageðlæknar og sálfræðingar, þ.á.m. sérfræðingar sem hafa unnið við greiningu og meðferð barna með kynáttunarvanda, lýst áhyggjum af því að börn séu nánast látin sjálfráð um greiningu sína og eigi of greiðan aðgang að meðferð sem veldur óafturkræfum skaða. Það er full ástæða til að skoða transvæðinguna í því ljósi og þar með talið orðræðuna sem verið er að innleiða í skólakerfið. Höfundur er lögmaður.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun