Aðför að framhaldsskólunum á Akureyri Einar A. Brynjólfsson skrifar 17. september 2023 20:31 Fátt hefur verið rætt jafn mikið undanfarna daga hér á Akureyri, og reyndar víðar, og áform mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, um að leggja niður MA og VMA og að stofna nýjan framhaldsskóla, sem byggir á kerfi þess síðarnefnda. Ég ætla ekki að endurtaka þau fjölmörgu rök sem tínd hafa verið til sem sýna fram á hvílíkt glapræði sem slík aðgerð yrði, enda í raun aðför að framhaldsskólunum á Akureyri. Þau ættu ekki að hafa farið framhjá neinum sem lætur sig málið varða. Kennarafélög beggja skóla, fjölmargt annað starfsfólk þeirra, gamlir nemendur og núverandi - sérstaklega MA-ingar - , fulltrúar atvinnulífsins á svæðinu og fleiri hafa gripið til varna með ályktunum, skoðanakönnunum, opinberum fundahöldum, greinaskrifum og fleiri aðgerðum, sem segja má að hafi náð ákveðnu hámarki þegar fulltrúar Hugins, nemendafélags MA, afhentu menntamálaráðherra undirskriftir tæplega fimm þúsund einstaklinga sem eru mótfallnir fyrirhuguðum áformum. Það voru vissulega stór tíðindi þegar skólameistari MA lýsti því yfir að hann tæki ekki þátt í frekari undirbúningsvinnu við stofnun nýs framhaldsskóla. Sú yfirlýsing var góð, þó hún kæmi of seint. Einhver hafa hugsanlega talið að með þessari yfirlýsingu væri skólameistari MA búinn að slá áform ráðherra út af borðinu, en ég er þess fullviss að svo er ekki, því miður, enda ekki á valdi eins skólameistara að stöðva slíkt. Það hefur lengi legið í loftinu að hugur menntamálaráðherra stendur til aukinna metorða innan síns flokks og einfaldlega ekki í boði að hætta við umrædd áform með skott milli fóta. Það munu nefnilega finnast peningar, einhverjir aurar, einhver ölmusa til að róa þessa órólegu deild fyrir norðan, enda sagði ráðherrann, þegar honum voru afhentar undirskriftirnar: “Við höfum átt samtal um það og ég hef átt samtal um það [aukna fjárveitingu] við forystu ríkisstjórnarinnar og hef vilyrði fyrir því frá forsætisráðherra [...] þá erum við komnir með aðrar forsendur inn í það heldur en við höfum verið að vinna eftir síðustu vikur og mánuði.” Svo mörg voru þau orð. Í því samhengi má benda á að þessir framhaldsskólar hafa verið fjársveltir árum saman, sem birtist m.a. í því að báðir skólar hafa þurft að vísa fjölda nemenda frá og endurnýjun tækjabúnaðar og húsnæðis (sérstaklega í VMA) hefur setið á hakanum. Það er alveg ljóst að við sem höfum staðið vörð um tilveru og sjálfstæði þessara tveggja frábæru skóla megum ekki sofna á verðinum. Of mikið er í húfi. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Norðausturkjördæmis og hefur kennt við VMA og MA í rúm tuttugu ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar A. Brynjólfsson Skóla - og menntamál Akureyri Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fátt hefur verið rætt jafn mikið undanfarna daga hér á Akureyri, og reyndar víðar, og áform mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, um að leggja niður MA og VMA og að stofna nýjan framhaldsskóla, sem byggir á kerfi þess síðarnefnda. Ég ætla ekki að endurtaka þau fjölmörgu rök sem tínd hafa verið til sem sýna fram á hvílíkt glapræði sem slík aðgerð yrði, enda í raun aðför að framhaldsskólunum á Akureyri. Þau ættu ekki að hafa farið framhjá neinum sem lætur sig málið varða. Kennarafélög beggja skóla, fjölmargt annað starfsfólk þeirra, gamlir nemendur og núverandi - sérstaklega MA-ingar - , fulltrúar atvinnulífsins á svæðinu og fleiri hafa gripið til varna með ályktunum, skoðanakönnunum, opinberum fundahöldum, greinaskrifum og fleiri aðgerðum, sem segja má að hafi náð ákveðnu hámarki þegar fulltrúar Hugins, nemendafélags MA, afhentu menntamálaráðherra undirskriftir tæplega fimm þúsund einstaklinga sem eru mótfallnir fyrirhuguðum áformum. Það voru vissulega stór tíðindi þegar skólameistari MA lýsti því yfir að hann tæki ekki þátt í frekari undirbúningsvinnu við stofnun nýs framhaldsskóla. Sú yfirlýsing var góð, þó hún kæmi of seint. Einhver hafa hugsanlega talið að með þessari yfirlýsingu væri skólameistari MA búinn að slá áform ráðherra út af borðinu, en ég er þess fullviss að svo er ekki, því miður, enda ekki á valdi eins skólameistara að stöðva slíkt. Það hefur lengi legið í loftinu að hugur menntamálaráðherra stendur til aukinna metorða innan síns flokks og einfaldlega ekki í boði að hætta við umrædd áform með skott milli fóta. Það munu nefnilega finnast peningar, einhverjir aurar, einhver ölmusa til að róa þessa órólegu deild fyrir norðan, enda sagði ráðherrann, þegar honum voru afhentar undirskriftirnar: “Við höfum átt samtal um það og ég hef átt samtal um það [aukna fjárveitingu] við forystu ríkisstjórnarinnar og hef vilyrði fyrir því frá forsætisráðherra [...] þá erum við komnir með aðrar forsendur inn í það heldur en við höfum verið að vinna eftir síðustu vikur og mánuði.” Svo mörg voru þau orð. Í því samhengi má benda á að þessir framhaldsskólar hafa verið fjársveltir árum saman, sem birtist m.a. í því að báðir skólar hafa þurft að vísa fjölda nemenda frá og endurnýjun tækjabúnaðar og húsnæðis (sérstaklega í VMA) hefur setið á hakanum. Það er alveg ljóst að við sem höfum staðið vörð um tilveru og sjálfstæði þessara tveggja frábæru skóla megum ekki sofna á verðinum. Of mikið er í húfi. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Norðausturkjördæmis og hefur kennt við VMA og MA í rúm tuttugu ár.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun