Í tilefni af alþjóðlegum degi læsis Guðbjörg R. Þórisdóttir skrifar 8. september 2023 11:30 Í tilefni af alþjóðlegum degi læsis vill Félag læsisfræðinga á Íslandi (FLÍS) leggja áherslu á lögbundinn rétt allra nemenda grunnskóla landsins á lestrarkennslu við hæfi eða gæðakennslu, sem tryggir hverjum og einum gott læsi sem nýtist til fullnægjandi þátttöku í námi, starfi og leik til framtíðar. Í Lestrar- og ritunarstiganum geta lærðir og leikir séð dæmi um hvað felst í árangursríku kennsluskipulagi í lestri og ritun þar sem tekið er tillit til ólíkra þarfa nemenda innan sama bekkjar eða árgangs. Staða nemenda og forsendur til lestrarnáms eru ólíkar strax við upphaf skólagöngu og það kallar á skipulega nálgun. Myndin sýnir hvernig kennslan þarf að vera einstaklingsmiðuð, kerfisbundin og byggja á gögnum sem kennarinn hefur aflað um nemendur með ýmis konar mati (fjólubláa örin). Árangur í námi getur einnig verið háður ytri þáttum eins og þeirri þekkingu sem er til staðar innan skólans, lestrarmenningunni og stuðningi heima (t.d. hvort lesið sé fyrir börn og þeim fylgt eftir í lestrarnámi), móðurmáli/mállýsku eða félags- og fjárhagslegri stöðu heimilis. Innri þættir varða svo einstaklingsbundna stöðu eins og þá hvort nemandinn glími við athyglisvanda eða önnur frávik sem geta haft áhrif á framvindu í námi (bláa örin). Við viljum vekja sérstaka athygli á tveimur neðri þrepunum en þau skipa að jafnaði um helmingur nemenda á fyrstu árum formlegrar lestrarkennslu. Þessir nemendur þurfa beina og skipulega nálgun í lestrarkennslu, næg tækifæri til þjálfunar og fylgjast þarf vel með hvort kennslan beri árangur. Í neðsta þrepinu eru svo nemendur sem af einhverjum orsökum (sjá t.d. bláu örina aftur) eiga í meiri erfiðleikum en aðrir að ná tökum á lestri. Þetta geta verið nemendur sem fá síðar greiningu vegna lestrarvanda en það er mikilvægt að hafa í huga að þetta er ekki einsleitur hópur. Margir þeirra geta náð og ná fullnægjandi tökum á lestri þannig að þeir eru færir um að stunda langskólanám eða annað sem þá langar til. Lestrarerfiðleikar eru nefnilega á rófi og geta ýmist verið vægir eða djúpstæðir. Talið er að hlutfall nemenda með djúpstæðan lestrarvanda sé í kringum 4% en í þessum hópi eru yfirleitt nemendur sem glíma við vanda á fleiri sviðum en lestri. Vert er að hafa í huga að langflestir einstaklingar með lestrarvanda hafa sömu vitsmunafærni og aðrir. Þess vegna er mikilvægt að gera ekki minni kröfur til þeirra í námi heldur þarf að halda áfram markvissri lestrarkennslu, t.d. með aðstoð stafrænnar tækni og með nauðsynlegum tilhliðrunum, þar til þeir hafa náð fullnægjandi færni eða hámarksfærni í takt við forsendur. Eins og staðan er núna útskrifast um þriðjungur grunnskólanema á Íslandi undir lágmarksviðmiðum hvað leshraða varðar en hann, auk málskilnings, eru lykilforsendur góðs lesskilnings. Flestum er kunnugt um fallandi gengi nemenda á Íslandi á alþjóðlegu PISA könnuninni á vegum OECD þar sem niðurstöður sýna að lesskilningi nemenda á Íslandi hefur, í megindráttum, farið hrakandi frá því að Ísland tók fyrst þáttárið 2000. Árið 2018 voru Íslendingar í 29. sæti af 37 þátttökuþjóðum á meðan Norðurlöndin, sem við gjarnan berum okkur saman við, voru öll yfir meðaltali OECD. Í lok þessa árs munu okkur berast nýjar niðurstöður úr PISA fyrir árið í fyrra og ekki ólíklegt að halli enn undan fæti sé fyrri þróun höfð í huga. Hér á landi fá yfir 20% nemenda greiningu vegna lestrarerfiðleika samanborið við þau 10% nemenda sem greinast á hinum Norðurlöndunum. Samkvæmt tölum frá hagstofunni er 32% barna í íslenskum grunnskólum vísað í sérkennslu eða stuðning einhvern tímann á skólagöngunni. Til samanburðar vísa Svíar aðeins um 5,8% og Danir 6,6% nemenda sinna í slík úrræði að vandlega athuguðu máli. Ástæðurnar eru án efa margar en verkefnið er augljóst. Kannski getur einföld mynd eða nálgun, eins og sú sem birtist í lestrarstiganum, verið gott leiðarljós eða upphafsreitur sem hægt er að styðjast við því það er ljóst að við verðum að gera betur. Þau sem stýra menntakerfinu okkar verða að gera betur, skólastjórnendur verða að gera betur, kennarar verða að gera betur og fá tækifæri til að mæta þörfum allra nemenda og samstarf heimila og skóla þarf að vera gott. Við læsisfræðingar þurfum einnig að leggja okkar af mörkum með því að benda á, fræða og leggja til lausnir. Í öllum bekkjum, árgöngum og skólum eru börn sem glíma við lestrarvanda. Þau hætta aldrei að vera til og á hverju ári bætast ný og ný í hópinn og vandi þeirra vex ef ekkert er að gert. Þess vegna verður að finna kerfisbundna lausn sem tryggir öllum börnum nauðsynlega aðstoð svo þau nái góðum tökum á lestri þrátt fyrir vanda. Við minnum aftur á að sá réttur er lögbundinn. Höfundur er formaður Félags læsisfræðinga á Íslandi (FLÍS). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Í tilefni af alþjóðlegum degi læsis vill Félag læsisfræðinga á Íslandi (FLÍS) leggja áherslu á lögbundinn rétt allra nemenda grunnskóla landsins á lestrarkennslu við hæfi eða gæðakennslu, sem tryggir hverjum og einum gott læsi sem nýtist til fullnægjandi þátttöku í námi, starfi og leik til framtíðar. Í Lestrar- og ritunarstiganum geta lærðir og leikir séð dæmi um hvað felst í árangursríku kennsluskipulagi í lestri og ritun þar sem tekið er tillit til ólíkra þarfa nemenda innan sama bekkjar eða árgangs. Staða nemenda og forsendur til lestrarnáms eru ólíkar strax við upphaf skólagöngu og það kallar á skipulega nálgun. Myndin sýnir hvernig kennslan þarf að vera einstaklingsmiðuð, kerfisbundin og byggja á gögnum sem kennarinn hefur aflað um nemendur með ýmis konar mati (fjólubláa örin). Árangur í námi getur einnig verið háður ytri þáttum eins og þeirri þekkingu sem er til staðar innan skólans, lestrarmenningunni og stuðningi heima (t.d. hvort lesið sé fyrir börn og þeim fylgt eftir í lestrarnámi), móðurmáli/mállýsku eða félags- og fjárhagslegri stöðu heimilis. Innri þættir varða svo einstaklingsbundna stöðu eins og þá hvort nemandinn glími við athyglisvanda eða önnur frávik sem geta haft áhrif á framvindu í námi (bláa örin). Við viljum vekja sérstaka athygli á tveimur neðri þrepunum en þau skipa að jafnaði um helmingur nemenda á fyrstu árum formlegrar lestrarkennslu. Þessir nemendur þurfa beina og skipulega nálgun í lestrarkennslu, næg tækifæri til þjálfunar og fylgjast þarf vel með hvort kennslan beri árangur. Í neðsta þrepinu eru svo nemendur sem af einhverjum orsökum (sjá t.d. bláu örina aftur) eiga í meiri erfiðleikum en aðrir að ná tökum á lestri. Þetta geta verið nemendur sem fá síðar greiningu vegna lestrarvanda en það er mikilvægt að hafa í huga að þetta er ekki einsleitur hópur. Margir þeirra geta náð og ná fullnægjandi tökum á lestri þannig að þeir eru færir um að stunda langskólanám eða annað sem þá langar til. Lestrarerfiðleikar eru nefnilega á rófi og geta ýmist verið vægir eða djúpstæðir. Talið er að hlutfall nemenda með djúpstæðan lestrarvanda sé í kringum 4% en í þessum hópi eru yfirleitt nemendur sem glíma við vanda á fleiri sviðum en lestri. Vert er að hafa í huga að langflestir einstaklingar með lestrarvanda hafa sömu vitsmunafærni og aðrir. Þess vegna er mikilvægt að gera ekki minni kröfur til þeirra í námi heldur þarf að halda áfram markvissri lestrarkennslu, t.d. með aðstoð stafrænnar tækni og með nauðsynlegum tilhliðrunum, þar til þeir hafa náð fullnægjandi færni eða hámarksfærni í takt við forsendur. Eins og staðan er núna útskrifast um þriðjungur grunnskólanema á Íslandi undir lágmarksviðmiðum hvað leshraða varðar en hann, auk málskilnings, eru lykilforsendur góðs lesskilnings. Flestum er kunnugt um fallandi gengi nemenda á Íslandi á alþjóðlegu PISA könnuninni á vegum OECD þar sem niðurstöður sýna að lesskilningi nemenda á Íslandi hefur, í megindráttum, farið hrakandi frá því að Ísland tók fyrst þáttárið 2000. Árið 2018 voru Íslendingar í 29. sæti af 37 þátttökuþjóðum á meðan Norðurlöndin, sem við gjarnan berum okkur saman við, voru öll yfir meðaltali OECD. Í lok þessa árs munu okkur berast nýjar niðurstöður úr PISA fyrir árið í fyrra og ekki ólíklegt að halli enn undan fæti sé fyrri þróun höfð í huga. Hér á landi fá yfir 20% nemenda greiningu vegna lestrarerfiðleika samanborið við þau 10% nemenda sem greinast á hinum Norðurlöndunum. Samkvæmt tölum frá hagstofunni er 32% barna í íslenskum grunnskólum vísað í sérkennslu eða stuðning einhvern tímann á skólagöngunni. Til samanburðar vísa Svíar aðeins um 5,8% og Danir 6,6% nemenda sinna í slík úrræði að vandlega athuguðu máli. Ástæðurnar eru án efa margar en verkefnið er augljóst. Kannski getur einföld mynd eða nálgun, eins og sú sem birtist í lestrarstiganum, verið gott leiðarljós eða upphafsreitur sem hægt er að styðjast við því það er ljóst að við verðum að gera betur. Þau sem stýra menntakerfinu okkar verða að gera betur, skólastjórnendur verða að gera betur, kennarar verða að gera betur og fá tækifæri til að mæta þörfum allra nemenda og samstarf heimila og skóla þarf að vera gott. Við læsisfræðingar þurfum einnig að leggja okkar af mörkum með því að benda á, fræða og leggja til lausnir. Í öllum bekkjum, árgöngum og skólum eru börn sem glíma við lestrarvanda. Þau hætta aldrei að vera til og á hverju ári bætast ný og ný í hópinn og vandi þeirra vex ef ekkert er að gert. Þess vegna verður að finna kerfisbundna lausn sem tryggir öllum börnum nauðsynlega aðstoð svo þau nái góðum tökum á lestri þrátt fyrir vanda. Við minnum aftur á að sá réttur er lögbundinn. Höfundur er formaður Félags læsisfræðinga á Íslandi (FLÍS).
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar