Í átt að sjálfbærni í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 6. september 2023 10:01 Borgir og svæði um allan heim vinna að því í mismiklum mæli að efla sjálfbærni sinna áfangastaða. Það er erfitt að finna stefnu þar sem sjálfbærni er ekki hluti af framtíðarsýn og reynt er að tryggja jákvæða þróun sem er í sátt við íbúa, atvinnugreinina og ferðamennina sjálfa. Því mestu skiptir íbúar séu ánægð með þann stað sem búið er á og þróun hans inn til framtíðar. Ferðamenn vilja hafa sem minnst áhrif á umhverfi og menningu Samkvæmt rannsóknum m.a. á vegum erlendra bókunarfyrirtækja má sjá að meirihluti ferðamanna vilja hafa sem minnst áhrif á umhverfi og menningu áfangastaða sem þeir ferðast til. Hvort þeim tekst það og vita hvernig það er gert er annað mál. Þetta felur hins vegar í sér að reyna að minnka neikvæð umhverfisáhrif, styðja við efnahag, menningu og samfélagið á áfangastað, heimsækja staði sem eru ekki þaulsetnir, minnka kolefnisfótsporið og leggja af mörkum til náttúrunnar, umhverfisins og dýralífsins. Samstarfsvettvangur til þess að stilla saman strengi Nú þegar ferðaþjónustan er kominn á skrið aftur er mikilvægt að eiga vettvang þar sem að ferðaþjónustuaðilar, sveitarfélögin og stoðkerfið stillir saman strengi. Til þess að stuðla að sátt íbúa, ferðaþjónustunnar og sveitarfélaganna um málefni ferðaþjónustunnar og vinna þannig í átt að sjálfbærni sem er leiðarstef í stefnu íslenskra stjórnvalda um ferðaþjónustu. Til þess að þarf að vera samstarfsvettvangur þar sem umræða um gildi og þróun áfangastaðarins eru rædd. Samtal um innviði, upplifun, vöru og þjónusta sem ætti að bjóða upp og já mögulega ekki bjóða upp á. Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins er þessi vettvangur fyrir höfuðborgarsvæðið sem telur Garðabæ, Kópavog, Hafnarfjörð, Mosfellsbæ, Reykjavík og Seltjarnarnes. Stofan var var stofnuð á vormánuðum af Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Ferðamálasamtökum höfuðborgarsvæðisins. Hlutverk hennar er að þróa og markaðssetja áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið í heild. Efla atvinnustarfsemi og auka gjaldeyristekjur. Tökum þátt í samtalinu og samstarfinu Stofunni er m.a. ætlað að vera bæði markaðs- og áfangastaðastofa. Hún mun vinna að því að efla vitund og þekkingu um áfangastaðinn til ferðamanna og efla samkeppnishæfni hans í alþjóðlegri samkeppni. Stofan skal efla samstarf og samlegð um málefni ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu milli sérstaklega sveitarfélaga, atvinnulífsins og stoðkerfisins en einnig eiga samtal við íbúa. Hún mun sinna bæði markaðs- og kynningarstarfi en einnig áfangastaðaþróun og þar með styrkja stoðir og uppbyggingu ferðaþjónustunnar og stuðla að fagmennsku. Við viljum því hvetja alla ferðaþjónustuaðila á höfuðborgarsvæðinu að gerast aðili að Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins og taka þátt í samtalinu og samstarfinu um þróun og markaðssetningu áfangastaðarins. Ásamt því að vera virk í samfélagi, tengslastarfi og samstarfi aðila á svæðinu og skapa þannig aukinn slagkraft – í átt að sjálfbærni í ferðaþjónustu. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Auglýsinga- og markaðsmál Inga Hlín Pálsdóttir Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Sjá meira
Borgir og svæði um allan heim vinna að því í mismiklum mæli að efla sjálfbærni sinna áfangastaða. Það er erfitt að finna stefnu þar sem sjálfbærni er ekki hluti af framtíðarsýn og reynt er að tryggja jákvæða þróun sem er í sátt við íbúa, atvinnugreinina og ferðamennina sjálfa. Því mestu skiptir íbúar séu ánægð með þann stað sem búið er á og þróun hans inn til framtíðar. Ferðamenn vilja hafa sem minnst áhrif á umhverfi og menningu Samkvæmt rannsóknum m.a. á vegum erlendra bókunarfyrirtækja má sjá að meirihluti ferðamanna vilja hafa sem minnst áhrif á umhverfi og menningu áfangastaða sem þeir ferðast til. Hvort þeim tekst það og vita hvernig það er gert er annað mál. Þetta felur hins vegar í sér að reyna að minnka neikvæð umhverfisáhrif, styðja við efnahag, menningu og samfélagið á áfangastað, heimsækja staði sem eru ekki þaulsetnir, minnka kolefnisfótsporið og leggja af mörkum til náttúrunnar, umhverfisins og dýralífsins. Samstarfsvettvangur til þess að stilla saman strengi Nú þegar ferðaþjónustan er kominn á skrið aftur er mikilvægt að eiga vettvang þar sem að ferðaþjónustuaðilar, sveitarfélögin og stoðkerfið stillir saman strengi. Til þess að stuðla að sátt íbúa, ferðaþjónustunnar og sveitarfélaganna um málefni ferðaþjónustunnar og vinna þannig í átt að sjálfbærni sem er leiðarstef í stefnu íslenskra stjórnvalda um ferðaþjónustu. Til þess að þarf að vera samstarfsvettvangur þar sem umræða um gildi og þróun áfangastaðarins eru rædd. Samtal um innviði, upplifun, vöru og þjónusta sem ætti að bjóða upp og já mögulega ekki bjóða upp á. Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins er þessi vettvangur fyrir höfuðborgarsvæðið sem telur Garðabæ, Kópavog, Hafnarfjörð, Mosfellsbæ, Reykjavík og Seltjarnarnes. Stofan var var stofnuð á vormánuðum af Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Ferðamálasamtökum höfuðborgarsvæðisins. Hlutverk hennar er að þróa og markaðssetja áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið í heild. Efla atvinnustarfsemi og auka gjaldeyristekjur. Tökum þátt í samtalinu og samstarfinu Stofunni er m.a. ætlað að vera bæði markaðs- og áfangastaðastofa. Hún mun vinna að því að efla vitund og þekkingu um áfangastaðinn til ferðamanna og efla samkeppnishæfni hans í alþjóðlegri samkeppni. Stofan skal efla samstarf og samlegð um málefni ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu milli sérstaklega sveitarfélaga, atvinnulífsins og stoðkerfisins en einnig eiga samtal við íbúa. Hún mun sinna bæði markaðs- og kynningarstarfi en einnig áfangastaðaþróun og þar með styrkja stoðir og uppbyggingu ferðaþjónustunnar og stuðla að fagmennsku. Við viljum því hvetja alla ferðaþjónustuaðila á höfuðborgarsvæðinu að gerast aðili að Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins og taka þátt í samtalinu og samstarfinu um þróun og markaðssetningu áfangastaðarins. Ásamt því að vera virk í samfélagi, tengslastarfi og samstarfi aðila á svæðinu og skapa þannig aukinn slagkraft – í átt að sjálfbærni í ferðaþjónustu. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun