Bandarískir ferðamenn slá met Magnús Sigurbjörnsson skrifar 19. júlí 2023 07:00 Icelandair sagði frá því á dögunum að sætanýting í flugi til og frá Norður-Ameríku hafi aldrei verið betri í júní. Það stemmir vel en Bandaríkjamenn eyddu 14,14 milljörðum króna á Íslandi í júní samkvæmt tölum frá Rannsóknasetri verslunarinnar (RSV). Bandaríski dollarinn hefur svo sannarlega tekið við sér á síðustu árum og hefur verið hagstætt fyrir Bandaríkjamenn að ferðast til Íslands - og svo er líka stutt flug. Í heildina eyddu erlendir ferðamenn 36 milljörðum króna á landinu í júní. Það er aukning um 26% á milli ára. Hlutur Bandaríkjamanna er tæplega 40% af eyðslu erlendra ferðamanna. Mestu er varið í gistiþjónustu af ýmsum toga en bílaleigur og veitingaþjónusta eru ekki langt undan. Við Íslendingar eyddum 94,2 milljörðum króna í mánuðinum og þar af 23 milljörðum króna í stórmarkaði og dagvöruverslanir. Til að setja þetta í samhengi, þá eyddu bandarískir ferðamenn á Íslandi í júní 2023: Meira en við Íslendingar eyddum í bensín, viðgerðir og viðhald bíla í mánuðinum (11,1 ma.kr.) Meira en við Íslendingar höfum eytt í lækna- og tannlæknaþjónustu það sem af er árinu (12,1 ma.kr.) Meira en við Íslendingar eyddum í veitingastaði, menningu- og afþreyingu í mánuðinum (11,8 ma.kr.) Meira en knattspyrnuliðið Liverpool borgaði fyrir nýjan miðjumann, Dominik Szoboszlai (10,2 ma.kr.) Um 8% af söluverði Kerecis sem var selt á dögunum til Coloplast í Danmörku (175 ma.kr.) Það má því segja að erlendir ferðamenn séu mikilvægur þáttur í íslenskri verslun og þjónustu. Í heildarveltu landsins í júni eru þeir 28% af heild. Bandarískir ferðamenn hafa ekki síðan Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) hóf mælingar eytt jafn miklu í einum mánuði svo það er met. Það kæmi ekki á óvart ef metið yrði slegið í júlí og ágúst líka. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV). RSV tekur saman upplýsingar um kortaveltu á Íslandi og hægt er að nálgast nánara niðurbrot á www.rsv.is . Allar tölur eru á breytilegu verðlagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Icelandair Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Icelandair sagði frá því á dögunum að sætanýting í flugi til og frá Norður-Ameríku hafi aldrei verið betri í júní. Það stemmir vel en Bandaríkjamenn eyddu 14,14 milljörðum króna á Íslandi í júní samkvæmt tölum frá Rannsóknasetri verslunarinnar (RSV). Bandaríski dollarinn hefur svo sannarlega tekið við sér á síðustu árum og hefur verið hagstætt fyrir Bandaríkjamenn að ferðast til Íslands - og svo er líka stutt flug. Í heildina eyddu erlendir ferðamenn 36 milljörðum króna á landinu í júní. Það er aukning um 26% á milli ára. Hlutur Bandaríkjamanna er tæplega 40% af eyðslu erlendra ferðamanna. Mestu er varið í gistiþjónustu af ýmsum toga en bílaleigur og veitingaþjónusta eru ekki langt undan. Við Íslendingar eyddum 94,2 milljörðum króna í mánuðinum og þar af 23 milljörðum króna í stórmarkaði og dagvöruverslanir. Til að setja þetta í samhengi, þá eyddu bandarískir ferðamenn á Íslandi í júní 2023: Meira en við Íslendingar eyddum í bensín, viðgerðir og viðhald bíla í mánuðinum (11,1 ma.kr.) Meira en við Íslendingar höfum eytt í lækna- og tannlæknaþjónustu það sem af er árinu (12,1 ma.kr.) Meira en við Íslendingar eyddum í veitingastaði, menningu- og afþreyingu í mánuðinum (11,8 ma.kr.) Meira en knattspyrnuliðið Liverpool borgaði fyrir nýjan miðjumann, Dominik Szoboszlai (10,2 ma.kr.) Um 8% af söluverði Kerecis sem var selt á dögunum til Coloplast í Danmörku (175 ma.kr.) Það má því segja að erlendir ferðamenn séu mikilvægur þáttur í íslenskri verslun og þjónustu. Í heildarveltu landsins í júni eru þeir 28% af heild. Bandarískir ferðamenn hafa ekki síðan Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) hóf mælingar eytt jafn miklu í einum mánuði svo það er met. Það kæmi ekki á óvart ef metið yrði slegið í júlí og ágúst líka. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV). RSV tekur saman upplýsingar um kortaveltu á Íslandi og hægt er að nálgast nánara niðurbrot á www.rsv.is . Allar tölur eru á breytilegu verðlagi.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun