Verð húsnæðis lækkaði á höfuðborgarsvæðinu Eiður Þór Árnason og Máni Snær Þorláksson skrifa 18. júlí 2023 16:31 Þetta er í fyrsta sinn sem vísitalan lækkar í hálft ár. vísir/vilhelm Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,1 prósent milli maí og júní. Vísitalan hækkaði um 0,7 prósent í mánuðinum á undan og hafði þá farið upp fjóra mánuði í röð. Tölfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) segir að heilt yfir sé íbúðaverð tiltölulega stöðugt. Síðastliðna sex mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,6 prósent og 2,7 prósent síðastliðið ár. Dregið hefur úr umsvifum á fasteignamarkaði samhliða vaxtahækkunum. Vísitalan er reiknuð af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) og sýnir breytingar á vegnu meðaltali íbúðaverðs. Byggir útreikningurinn á kaupsamningum síðustu þriggja mánaða. Í nóvember, desember og janúar síðastliðnum, mældist lengsta samfellda lækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu síðan undir lok árs 2009 en í maí hafði sú lækkun gengið til baka og gott betur. Þróun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 1994. Fjölbýli lækkaði meira Sérbýlishluti vísitölunnar er 1003,3 í júní 2023 (miðað við verð í janúar 1994) og lækkaði um 0,9 prósent milli maí og júní. Þá er fjölbýlishluti vísitölunnar 958,1 í júní 2023 (miðað við verð í janúar 1994) og lækkaði milli mánaða um 1,1 prósent. Þetta kemur fram á vef HMS en birtingu vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun fasteignaverðs. Stofnunin skiptir íbúðarhúsnæði í flokka eftir stærð og hvort það telst fjölbýli eða sérbýli. Reiknað er meðalfermetraverð fyrir níu flokka íbúðarhúsnæðis eftir að útgildi hafa verið hreinsuð út. Niðurstaðan er vegin með hlutdeild viðkomandi flokks í heildarverðmæti á markaði miðað við undangengna 24 mánuði. Verð tiltölulega stöðugt Þorsteinn Arnalds, tölfræðingur hjá HMS, segir í samtali við fréttastofu að varast beri að taka of mikið mark á einstaka gildum. Vísitalan hafi hækkað og lækkað síðustu mánuði en heilt yfir sé það merki um tiltölulega stöðugt verð. „Það eru oft miklar sveiflur í þessu og maður tekur ekkert kannski mikið mark á einstökum gildum sem slíkum, horfir frekar á þróunina til lengri tíma. Skilaboðin þar eru fyrst og fremst þau að nafnverðið hefur verið nokkurn veginn óbreytt undanfarið en þar með hefur, af því það er verðbólga, raunverðið heldur gefið eftir.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Tengdar fréttir „Íbúðamarkaður ekki kólnað eins og ætla hefði mátt“ Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% milli apríl og maí og hefur vísitalan nú hækkað fjóra mánuði í röð. 21. júní 2023 09:52 Snarhækkun íbúðaverðs kom hagfræðingum á óvart Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu snarhækkaði óvænt í mars, samkvæmt nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísitala íbúðaverðs hafði farið lækkandi mánuðina á undan, fyrir utan örlitla hækkun í febrúar. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir sérbýli eiga stóran þátt í hækkuninni. 19. apríl 2023 20:12 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Síðastliðna sex mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,6 prósent og 2,7 prósent síðastliðið ár. Dregið hefur úr umsvifum á fasteignamarkaði samhliða vaxtahækkunum. Vísitalan er reiknuð af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) og sýnir breytingar á vegnu meðaltali íbúðaverðs. Byggir útreikningurinn á kaupsamningum síðustu þriggja mánaða. Í nóvember, desember og janúar síðastliðnum, mældist lengsta samfellda lækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu síðan undir lok árs 2009 en í maí hafði sú lækkun gengið til baka og gott betur. Þróun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 1994. Fjölbýli lækkaði meira Sérbýlishluti vísitölunnar er 1003,3 í júní 2023 (miðað við verð í janúar 1994) og lækkaði um 0,9 prósent milli maí og júní. Þá er fjölbýlishluti vísitölunnar 958,1 í júní 2023 (miðað við verð í janúar 1994) og lækkaði milli mánaða um 1,1 prósent. Þetta kemur fram á vef HMS en birtingu vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun fasteignaverðs. Stofnunin skiptir íbúðarhúsnæði í flokka eftir stærð og hvort það telst fjölbýli eða sérbýli. Reiknað er meðalfermetraverð fyrir níu flokka íbúðarhúsnæðis eftir að útgildi hafa verið hreinsuð út. Niðurstaðan er vegin með hlutdeild viðkomandi flokks í heildarverðmæti á markaði miðað við undangengna 24 mánuði. Verð tiltölulega stöðugt Þorsteinn Arnalds, tölfræðingur hjá HMS, segir í samtali við fréttastofu að varast beri að taka of mikið mark á einstaka gildum. Vísitalan hafi hækkað og lækkað síðustu mánuði en heilt yfir sé það merki um tiltölulega stöðugt verð. „Það eru oft miklar sveiflur í þessu og maður tekur ekkert kannski mikið mark á einstökum gildum sem slíkum, horfir frekar á þróunina til lengri tíma. Skilaboðin þar eru fyrst og fremst þau að nafnverðið hefur verið nokkurn veginn óbreytt undanfarið en þar með hefur, af því það er verðbólga, raunverðið heldur gefið eftir.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Tengdar fréttir „Íbúðamarkaður ekki kólnað eins og ætla hefði mátt“ Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% milli apríl og maí og hefur vísitalan nú hækkað fjóra mánuði í röð. 21. júní 2023 09:52 Snarhækkun íbúðaverðs kom hagfræðingum á óvart Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu snarhækkaði óvænt í mars, samkvæmt nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísitala íbúðaverðs hafði farið lækkandi mánuðina á undan, fyrir utan örlitla hækkun í febrúar. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir sérbýli eiga stóran þátt í hækkuninni. 19. apríl 2023 20:12 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
„Íbúðamarkaður ekki kólnað eins og ætla hefði mátt“ Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% milli apríl og maí og hefur vísitalan nú hækkað fjóra mánuði í röð. 21. júní 2023 09:52
Snarhækkun íbúðaverðs kom hagfræðingum á óvart Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu snarhækkaði óvænt í mars, samkvæmt nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísitala íbúðaverðs hafði farið lækkandi mánuðina á undan, fyrir utan örlitla hækkun í febrúar. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir sérbýli eiga stóran þátt í hækkuninni. 19. apríl 2023 20:12