Þetta er lögreglumál Rakel Hinriksdóttir skrifar 15. júní 2023 15:10 „Guð minn góður! Hvað gerum við?!?” Gömul kona stendur við flokkunargáma, full angistar. Hún er orðin lögblind og treystir á að gámarnir séu alltaf á sama stað, til þess að geta flokkað ruslið sitt á rétta staði. „Við verðum örugglega að hringja á lögregluna!” Heyrn gömlu konunnar er óskert og hún heyrir greinilega þegar plastruslið hennar lendir í pappírsgáminum. Hljóðið er ekki rétt. Hún leitar skjálfandi höndum í vösum sínum að farsímanum og er vís til þess að slá inn 1-1-2 ef enginn stöðvar hana. Barnabarnið hennar, undirrituð, er komin á fullorðinsaldur þegar þetta atvik á sér stað. Til allrar hamingju er hún með í för í þetta skiptið. Annars er lögblind konan á áttræðisaldri vön að fara alein í þetta verkefni. Með vandlega þrifið flokkunarruslið sitt í lítilli innkaupatösku á hjólum. Unga konan nær að stöðva angistarfulla ömmu sína áður en hún truflar lögregluna. Hún talar við hana róandi röddu og síminn fer ónotaður aftur í vasann. Yfirdrifin viðbrögð ömmu koma henni reyndar ekkert á óvart. Hún hefur alltaf sett náttúruna í fyrsta sæti og gert allt sem hún getur til þess að lifa í samhljómi við hana. Allt rusl sem til fellur á heimilinu er ýmist nýtt í föndur, fær nýtt líf sem eitthvað þarfaþing eða þrifið og flokkað vandlega. Þannig hefur það alltaf verið hjá ömmu. Það er ekkert annað í stöðunni. Til þess að losna við afskipti löggæsluvaldsins prílar þrítugt barnabarnið ofan í pappírsgáminn, veiðir upp hvert einasta plastsnifsi og þær selflytja allt saman samviskusamlega í plastgáminn. Gamla konan hefði aldrei samþykkt að yfirgefa staðinn annars. Þær ganga svo heim aftur með tóma innkaupatösku og hreina samvisku. Amma mín er dáin. Hún kvaddi þessa jörð, sem henni þótti svo vænt um, árið 2016 eftir erfiða baráttu við krabbamein. Henni fannst mikilvægt að fá bálför vegna þess að hún vildi ekki að jarðneskar leifar hennar tækju svona mikið pláss, stæðin í duftreitnum eru miklu minni. Á milli krabbameinsmeðferða rannsökuðum við hvort hægt væri að fá umhverfisvænari líkkistu, henni fannst það svo mikil sóun að láta brenna sig í kistu sem væri svo auðvelt að endurnýta aftur og aftur. Þvílík sóun á fallegum viði! Fyrir stuttu upplifði ég það í fyrsta skipti að vera fegin að amma mín væri dáin. Ég veit satt að segja ekki hvort hún hefði þolað það að heyra fréttirnar af mjólkurfernunum okkar sem hafa verið fluttar í brennsluofna í Svíþjóð í stað þess að vera endurunnar eins og lofað var. Eða allar hinar fréttirnar af ótraustvekjandi meðferð flokkunarrusls á landinu. Það er til fleira fólk eins og hún. Sem hefur alla tíð þvegið og flokkað rusl af hjartans list og jafnvel gengið langar vegalengdir í flokkunarstöðvar. Í fullri vissu um að það hefði eitthvað að segja. Kannski hefði hún hugsað um allar ferðirnar sem hún gekk til baka með tóma tösku og hreina samvisku. Eða um allar mínúturnar sem hún eyddi við vaskinn, að skrúbba allt ruslið og þurrka. Óbærilegar efasemdir um að öll fyrirhöfnin hefði kannski verið til einskis. Líklegast hefði hún samt fyrst hugsað um náttúruna. Sem sífellt þjáist fyrir græðgi mannana og tilhneigingu okkar til skyndilausna, eiginhagsmuna og frekju. Ég skora á yfirvöld að hafa náttúruna ávallt í fyrsta sæti, tryggja að meðferð alls úrgangs sé vönduð og heiðarleg og finna leiðir til þess að endurbyggja traust okkar. Höfundur er formaður SUNN, samtaka um Náttúruvernd á Norðurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
„Guð minn góður! Hvað gerum við?!?” Gömul kona stendur við flokkunargáma, full angistar. Hún er orðin lögblind og treystir á að gámarnir séu alltaf á sama stað, til þess að geta flokkað ruslið sitt á rétta staði. „Við verðum örugglega að hringja á lögregluna!” Heyrn gömlu konunnar er óskert og hún heyrir greinilega þegar plastruslið hennar lendir í pappírsgáminum. Hljóðið er ekki rétt. Hún leitar skjálfandi höndum í vösum sínum að farsímanum og er vís til þess að slá inn 1-1-2 ef enginn stöðvar hana. Barnabarnið hennar, undirrituð, er komin á fullorðinsaldur þegar þetta atvik á sér stað. Til allrar hamingju er hún með í för í þetta skiptið. Annars er lögblind konan á áttræðisaldri vön að fara alein í þetta verkefni. Með vandlega þrifið flokkunarruslið sitt í lítilli innkaupatösku á hjólum. Unga konan nær að stöðva angistarfulla ömmu sína áður en hún truflar lögregluna. Hún talar við hana róandi röddu og síminn fer ónotaður aftur í vasann. Yfirdrifin viðbrögð ömmu koma henni reyndar ekkert á óvart. Hún hefur alltaf sett náttúruna í fyrsta sæti og gert allt sem hún getur til þess að lifa í samhljómi við hana. Allt rusl sem til fellur á heimilinu er ýmist nýtt í föndur, fær nýtt líf sem eitthvað þarfaþing eða þrifið og flokkað vandlega. Þannig hefur það alltaf verið hjá ömmu. Það er ekkert annað í stöðunni. Til þess að losna við afskipti löggæsluvaldsins prílar þrítugt barnabarnið ofan í pappírsgáminn, veiðir upp hvert einasta plastsnifsi og þær selflytja allt saman samviskusamlega í plastgáminn. Gamla konan hefði aldrei samþykkt að yfirgefa staðinn annars. Þær ganga svo heim aftur með tóma innkaupatösku og hreina samvisku. Amma mín er dáin. Hún kvaddi þessa jörð, sem henni þótti svo vænt um, árið 2016 eftir erfiða baráttu við krabbamein. Henni fannst mikilvægt að fá bálför vegna þess að hún vildi ekki að jarðneskar leifar hennar tækju svona mikið pláss, stæðin í duftreitnum eru miklu minni. Á milli krabbameinsmeðferða rannsökuðum við hvort hægt væri að fá umhverfisvænari líkkistu, henni fannst það svo mikil sóun að láta brenna sig í kistu sem væri svo auðvelt að endurnýta aftur og aftur. Þvílík sóun á fallegum viði! Fyrir stuttu upplifði ég það í fyrsta skipti að vera fegin að amma mín væri dáin. Ég veit satt að segja ekki hvort hún hefði þolað það að heyra fréttirnar af mjólkurfernunum okkar sem hafa verið fluttar í brennsluofna í Svíþjóð í stað þess að vera endurunnar eins og lofað var. Eða allar hinar fréttirnar af ótraustvekjandi meðferð flokkunarrusls á landinu. Það er til fleira fólk eins og hún. Sem hefur alla tíð þvegið og flokkað rusl af hjartans list og jafnvel gengið langar vegalengdir í flokkunarstöðvar. Í fullri vissu um að það hefði eitthvað að segja. Kannski hefði hún hugsað um allar ferðirnar sem hún gekk til baka með tóma tösku og hreina samvisku. Eða um allar mínúturnar sem hún eyddi við vaskinn, að skrúbba allt ruslið og þurrka. Óbærilegar efasemdir um að öll fyrirhöfnin hefði kannski verið til einskis. Líklegast hefði hún samt fyrst hugsað um náttúruna. Sem sífellt þjáist fyrir græðgi mannana og tilhneigingu okkar til skyndilausna, eiginhagsmuna og frekju. Ég skora á yfirvöld að hafa náttúruna ávallt í fyrsta sæti, tryggja að meðferð alls úrgangs sé vönduð og heiðarleg og finna leiðir til þess að endurbyggja traust okkar. Höfundur er formaður SUNN, samtaka um Náttúruvernd á Norðurlandi.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun