Tillaga um beina kosningu borgarstjóra Helgi Áss Grétarsson skrifar 4. júní 2023 07:31 Á dagskrá næsta fundar borgarstjórnar Reykjavíkur er tillaga frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem efnislega gengur út á að borgarstjórinn í Reykjavík verði kjörinn beinni kosningu. Tilgangur tillöguflutningsins er að efna til umræðu um kosti og galla þess að borgarstjórinn í Reykjavík verði kjörinn milliliðalaust af kjósendum en slíkt fyrirkomulag er víða um heim, þ.m.t. í mörgum evrópskum ríkjum, svo sem Englandi, Þýskalandi, Ítalíu og Grikklandi. Hverjir eru helstu kostir þess að borgarstjóri sé kjörinn í beinni kosningu? Hinn 22. mars sl. var á vegum Evrópuráðsins í Strassborg í Frakklandi haldið áhugavert málþing um kosti þess og galla að hafa beina kosningu til embættis borgarstjóra en almennt er talið að helstu kostir þess að kjósa borgarstjóra í beinni kosningu séu m.a. eftirfarandi: Borgarstjóri sem er kjörinn beint hefur skýrara og lýðræðislegra umboð til að stýra borg en ef hann sé kjörinn af fulltrúum í borgarstjórn; Í stað þess að vera rígbundnir af flokkakerfi geta kjósendur valið æðsta embættismann borgar á grundvelli persónuleika hans og hæfileika; Það er auðveldara fyrir borgarstjóra sem er kjörinn beint að taka erfiðar ákvarðanir sem eru nauðsynlegar fyrir velferð íbúa og framtíð borgarinnar; Það er líklegra að borgarstjóri sem er kjörinn beint verði leiðtogi fyrir alla, einnig þá sem ekki studdu hann. Slíkt getur byggt brýr á milli aðila með ólíka hagsmuni og sjónarmið. Auðvitað eru ýmsir gallar við það fyrirkomulag að kjósa borgarstjóra beinni kosningu. Núverandi fyrirkomulag við stjórn Reykjavíkurborgar er ekki heldur gallalaust. Hvernig virkar núverandi stjórnkerfi Reykjavíkurborgar? Í borgarstjórn sitja núna fulltrúar frá átta stjórnmálaflokkum, þar af eiga þrír þeirra eingöngu einn fulltrúa í borgarstjórn. Svona dreifing á kjörnum fulltrúum í borgarstjórn er til þess fallin að draga úr skilvirkni og stjórnfestu. Einnig er það svo að allar viðræður um myndun meirihluta í kjölfar borgarstjórnarkosninga taka verulega mið af því hver fái embætti borgarstjóra. Við þetta aukast líkur á pólitískum hrossakaupum og hefur sú hætta raungerst að í borgarstjórnarembætti setjist fulltrúi flokks með tiltölulega lágt kjörfylgi, t.d. er kjörfylgi flokks núverandi borgarstjóra 20,29% og þess sem tekur bráðum við er enn lægra, 18,73%. Þessar tvær tölur eru á meðal þeirra lægstu í sögu borgarstjórnar Reykjavíkur. Á sama tíma hefur kosningaþátttaka dregist saman, var síðast 61,11% en var áður fyrr að jafnaði um eða yfir 80%. Samfara þessu eru völd embættismanna í borgarkerfinu umtalsverð og við það dregur úr áhrifum kjörinna fulltrúa í borgarstjórn, þ.m.t. borgarstjórans sjálfs. Einnig liggur fyrir að það verður óhjákvæmilegt á næstu árum að taka sársaukafullar ákvarðanir til að tryggja fjárhagslega framtíð Reykjavíkurborgar en undir stjórn núverandi meirihluta í Reykjavík er líklegt að slíkum ákvörðunum verði slegið á frest, skattgreiðendum til tjóns. Á heildina litið eiga kjósendur í Reykjavík betra skilið en það stjórnkerfi Reykjavíkurborgar sem núna er við lýði. Ræða þarf um nauðsynlegar stjórnkerfisbreytingar Kjarni málsins er einfaldur. Það þarf að hrista þarf upp í núverandi stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Til lengri tíma litið gæti því verið skynsamlegt að borgarstjórinn í Reykjavík sé kjörinn beinni kosningu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Helgi Áss Grétarsson Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Á dagskrá næsta fundar borgarstjórnar Reykjavíkur er tillaga frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem efnislega gengur út á að borgarstjórinn í Reykjavík verði kjörinn beinni kosningu. Tilgangur tillöguflutningsins er að efna til umræðu um kosti og galla þess að borgarstjórinn í Reykjavík verði kjörinn milliliðalaust af kjósendum en slíkt fyrirkomulag er víða um heim, þ.m.t. í mörgum evrópskum ríkjum, svo sem Englandi, Þýskalandi, Ítalíu og Grikklandi. Hverjir eru helstu kostir þess að borgarstjóri sé kjörinn í beinni kosningu? Hinn 22. mars sl. var á vegum Evrópuráðsins í Strassborg í Frakklandi haldið áhugavert málþing um kosti þess og galla að hafa beina kosningu til embættis borgarstjóra en almennt er talið að helstu kostir þess að kjósa borgarstjóra í beinni kosningu séu m.a. eftirfarandi: Borgarstjóri sem er kjörinn beint hefur skýrara og lýðræðislegra umboð til að stýra borg en ef hann sé kjörinn af fulltrúum í borgarstjórn; Í stað þess að vera rígbundnir af flokkakerfi geta kjósendur valið æðsta embættismann borgar á grundvelli persónuleika hans og hæfileika; Það er auðveldara fyrir borgarstjóra sem er kjörinn beint að taka erfiðar ákvarðanir sem eru nauðsynlegar fyrir velferð íbúa og framtíð borgarinnar; Það er líklegra að borgarstjóri sem er kjörinn beint verði leiðtogi fyrir alla, einnig þá sem ekki studdu hann. Slíkt getur byggt brýr á milli aðila með ólíka hagsmuni og sjónarmið. Auðvitað eru ýmsir gallar við það fyrirkomulag að kjósa borgarstjóra beinni kosningu. Núverandi fyrirkomulag við stjórn Reykjavíkurborgar er ekki heldur gallalaust. Hvernig virkar núverandi stjórnkerfi Reykjavíkurborgar? Í borgarstjórn sitja núna fulltrúar frá átta stjórnmálaflokkum, þar af eiga þrír þeirra eingöngu einn fulltrúa í borgarstjórn. Svona dreifing á kjörnum fulltrúum í borgarstjórn er til þess fallin að draga úr skilvirkni og stjórnfestu. Einnig er það svo að allar viðræður um myndun meirihluta í kjölfar borgarstjórnarkosninga taka verulega mið af því hver fái embætti borgarstjóra. Við þetta aukast líkur á pólitískum hrossakaupum og hefur sú hætta raungerst að í borgarstjórnarembætti setjist fulltrúi flokks með tiltölulega lágt kjörfylgi, t.d. er kjörfylgi flokks núverandi borgarstjóra 20,29% og þess sem tekur bráðum við er enn lægra, 18,73%. Þessar tvær tölur eru á meðal þeirra lægstu í sögu borgarstjórnar Reykjavíkur. Á sama tíma hefur kosningaþátttaka dregist saman, var síðast 61,11% en var áður fyrr að jafnaði um eða yfir 80%. Samfara þessu eru völd embættismanna í borgarkerfinu umtalsverð og við það dregur úr áhrifum kjörinna fulltrúa í borgarstjórn, þ.m.t. borgarstjórans sjálfs. Einnig liggur fyrir að það verður óhjákvæmilegt á næstu árum að taka sársaukafullar ákvarðanir til að tryggja fjárhagslega framtíð Reykjavíkurborgar en undir stjórn núverandi meirihluta í Reykjavík er líklegt að slíkum ákvörðunum verði slegið á frest, skattgreiðendum til tjóns. Á heildina litið eiga kjósendur í Reykjavík betra skilið en það stjórnkerfi Reykjavíkurborgar sem núna er við lýði. Ræða þarf um nauðsynlegar stjórnkerfisbreytingar Kjarni málsins er einfaldur. Það þarf að hrista þarf upp í núverandi stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Til lengri tíma litið gæti því verið skynsamlegt að borgarstjórinn í Reykjavík sé kjörinn beinni kosningu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun