Síðasti bóndinn í dalnum? Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 2. júní 2023 09:31 Saga íslenska bóndans nær langt aftur, allt aftur til landnáms, og hefur verið í lykilhlutverki við að móta íslenska menningu og samfélag. Í gegnum aldirnar hafa Íslendingar aðlagað búskaparhætti sína að náttúrulegum aðstæðum landsins og skapað með því djúpa tengingu milli náttúrunnar og þjóðarinnar. Það er fátt íslenskara en hin íslenska lopapeysa og lambalæri með brúnni. Íslenskur landbúnaður hefur ekki bara verið mikilvægur út frá hagfræðilegum sjónarmiðum og skapað atvinnutækifæri heldur hefur hann haft djúpstæð áhrif á sjálfsmynd okkar sem þjóð. Það sjáum við einna best í áhrifum hans á menningu landsins enda á hann margar birtingarmyndir í skáldskap, tónlist, kvikmyndum, myndlist og handverki. Ferðamaðurinn sem sækir Ísland heim vill fá að njóta alls þess sem við höfum upp á að bjóða, hann vill íslenskan mat á diskinn sinn ekki innflutta kengúru eða lopapeysu frá Kína. Hvers virði eru góð orð? Sá sem hér skrifar hefur velt fyrir sér í ljósi núverandi ástands hvort öll sú umræða um fæðuöryggi þjóðarinnar og mikilvægi þess að vera sjálfbær sé bara innantómt hjal sem draga megi fram á tyllidögum. Á sólardögum berjum við okkur á brjóst og segjumst standa fyrir dýravelferð, viljum að sú fæða sem við neytum sé án sýklalyfja og að aðbúnaður sé góður, bæði fyrir dýr og þá einstaklinga sem vinna við greinina. Við gerum ríkar kröfur til íslensk landbúnaðar og það er vel, því sætir það furðu að margir hverjir snúa blinda auganu við þegar hingað flæðir inn innfluttar landbúnaðarvörur sem margar hverjar koma úr stórverksmiðju búskap sem á ekkert skylt við öll okkar grunngildi. Innflutningur gerir út af við innlendan landbúnað Síðasta sumar samþykkti Alþingi að fella niður tolla af landbúnaðarvörum sem eiga uppruna sinn að rekja til Úkraínu. Tilgangurinn með þessum aðgerðum var að efla vöruviðskipti milli landanna og halda efnahag Úkraínu gangandi þrátt fyrir stríðsátök. Með þessum aðgerðum var svo litið á að Alþingi sameinaðist um sýna Úkraínu stuðning í verki. Við mat á áhrifum frumvarpsins var ekki talið líklegt að áhrifin yrðu veruleg en annað hefur síðan komið á daginn. Í dag er það ljóst að niðurfelling á tollum á vörum frá Úkraínu hefur haft veruleg áhrif á framleiðendur landbúnaðarvara hér á landi, sér í lagi vegna gríðarlegs innflutnings á kjúklingakjöti sem ekki var talið líklegt að fluttur yrði inn. Flutt hafa verið inn um 200 tonn af kjúklingakjöti frá því að lögin tóku gildi og út febrúar á þessu ári. Það er 200 tonn á sex mánuðum. Þar sem tölur fyrir mars, apríl og maí liggja ekki fyrir má gera ráð fyrir enn meira magn hafi komið til landsins. Það er erfitt ef ekki ómögulegt fyrir innlenda bændur að keppa við innflutningsverð á kjúklingi frá Úkraínu, en meðalinnflutningsverð hefur verið um 540 kr. og er það talsvert undir framleiðsluverði á Íslandi. Íslenskir alifuglabændur eiga ekki roð erlend stórfyrirtæki sem framleiða á einum degi sama magn og íslenskur bóndi framleiðir á einu ári. Við þurfum að breyta um stefnu Sem betur fer hefur ekki borið á innflutningi á mjólkur- og undanrennudufti á þessum tíma, það kann þó að vera sökum þess að verð á mjólkur- og undanrennudufti hækkaði mjög í upphafi árs 2022 en hefur nú farið lækkandi aftur. Útflutningur á undanrennu- og nýmjólkurdufti frá Úkraínu árið 2022 var um 24.600 tonn en það er 18 föld innanlandssala á Íslandi. Það tekur um 4 mánuði að byggja upp viðskiptasambönd og við sjáum það að ef við ætlum okkur að halda áfram þessum táknræna stuðningi sem þessum tekur það ekki langan tíma að gera út af við innlenda framleiðslu. Fréttir eru einnig að berast af því að öllu óbreyttu sé nautakjötið einnig á leiðinni frá Úkraínu. Það má ekki verða þannig að táknrænar aðgerðir Íslands í alþjóðasamfélaginu kippi hreinlega stoðunum undan heilu atvinnugreinunum hérlendis. Hér þurfum við frekar að líta til nágranna okkar í Noregi sem í staðinn fyrir að fórna innlendum landbúnaði með niðurfellingu tolla hefur styrkt Úkraínu og þannig úkraínska bændur með fjárframlögum í gegnum alþjóðastofnanir. Vissulega er breytinga þörf Í staðinn fyrir óheftan og gegndarlausan innflutning á landbúnaðarvörum til landsins þurfum við að gera betur við íslenskan landbúnað, og við viljum gera vel. Til marks um það liggur nú fyrir Alþingi Landbúnaðarstefna til ársins 2040, þessi stefna rímar margt í hverju við stefnu Framsóknar í landbúnaðarmálum síðustu ár. Stefnan markar nokkuð vel þann veg sem skynsamlegt er að fara við að nýta landið, auðlindir landsins, til góðra verka. Það gerum við með því að nýta landið til þess að framleiða matvæli. Nokkur umræða hefur verið síðustu misseri um stuðningskerfi landbúnaðarins, það fyrirkomulag sem við höfum í dag er að mínu mati svo sannarlega ekki meitlað í stein. Það er þörf á að gera breytingar á því með það að markmiði að hvetja bændur til þess að framleiða hollar og góðar afurðir, stuðningurinn á ekki að vera reiknaður út frá fjöldi ærgilda o.s.frv. heldur sé til þess fallin að hvetja bændur til þess að framleiða næg matvæli og að bændur hafi afkomu af sínum búskap. Í því samhengi er mikilvægt fyrir stjórnvöld að horfa á hvernig starfsumhverfið er í greininni. Við eigum að vera ófeiminn að ræða stuðning við landbúnað og við bændur þurfum að koma að þessu samtali líka með stjórnvöldum. Að lokum, landbúnaður er ekki bara kjöt og mjólk, hann er einnig akuryrkja, garðyrkja, skógrækt og landgræðsla. Líkt og ég kom að í upphafi er landbúnaður eining hluti af menningu okkar og aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Með íslenskum landbúnaði, með því að nýta auðlindir landsins höfum við rík tækifæri til verðmætasköpunar ásamt því að tryggja afkomu þjóðarinnar. Töpum ekki niður því sem við höfum byggt upp frá landnámi, stöndum vörð um innlenda framleiðslu. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Ingi Pétursson Landbúnaður Byggðamál Framsóknarflokkurinn Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Saga íslenska bóndans nær langt aftur, allt aftur til landnáms, og hefur verið í lykilhlutverki við að móta íslenska menningu og samfélag. Í gegnum aldirnar hafa Íslendingar aðlagað búskaparhætti sína að náttúrulegum aðstæðum landsins og skapað með því djúpa tengingu milli náttúrunnar og þjóðarinnar. Það er fátt íslenskara en hin íslenska lopapeysa og lambalæri með brúnni. Íslenskur landbúnaður hefur ekki bara verið mikilvægur út frá hagfræðilegum sjónarmiðum og skapað atvinnutækifæri heldur hefur hann haft djúpstæð áhrif á sjálfsmynd okkar sem þjóð. Það sjáum við einna best í áhrifum hans á menningu landsins enda á hann margar birtingarmyndir í skáldskap, tónlist, kvikmyndum, myndlist og handverki. Ferðamaðurinn sem sækir Ísland heim vill fá að njóta alls þess sem við höfum upp á að bjóða, hann vill íslenskan mat á diskinn sinn ekki innflutta kengúru eða lopapeysu frá Kína. Hvers virði eru góð orð? Sá sem hér skrifar hefur velt fyrir sér í ljósi núverandi ástands hvort öll sú umræða um fæðuöryggi þjóðarinnar og mikilvægi þess að vera sjálfbær sé bara innantómt hjal sem draga megi fram á tyllidögum. Á sólardögum berjum við okkur á brjóst og segjumst standa fyrir dýravelferð, viljum að sú fæða sem við neytum sé án sýklalyfja og að aðbúnaður sé góður, bæði fyrir dýr og þá einstaklinga sem vinna við greinina. Við gerum ríkar kröfur til íslensk landbúnaðar og það er vel, því sætir það furðu að margir hverjir snúa blinda auganu við þegar hingað flæðir inn innfluttar landbúnaðarvörur sem margar hverjar koma úr stórverksmiðju búskap sem á ekkert skylt við öll okkar grunngildi. Innflutningur gerir út af við innlendan landbúnað Síðasta sumar samþykkti Alþingi að fella niður tolla af landbúnaðarvörum sem eiga uppruna sinn að rekja til Úkraínu. Tilgangurinn með þessum aðgerðum var að efla vöruviðskipti milli landanna og halda efnahag Úkraínu gangandi þrátt fyrir stríðsátök. Með þessum aðgerðum var svo litið á að Alþingi sameinaðist um sýna Úkraínu stuðning í verki. Við mat á áhrifum frumvarpsins var ekki talið líklegt að áhrifin yrðu veruleg en annað hefur síðan komið á daginn. Í dag er það ljóst að niðurfelling á tollum á vörum frá Úkraínu hefur haft veruleg áhrif á framleiðendur landbúnaðarvara hér á landi, sér í lagi vegna gríðarlegs innflutnings á kjúklingakjöti sem ekki var talið líklegt að fluttur yrði inn. Flutt hafa verið inn um 200 tonn af kjúklingakjöti frá því að lögin tóku gildi og út febrúar á þessu ári. Það er 200 tonn á sex mánuðum. Þar sem tölur fyrir mars, apríl og maí liggja ekki fyrir má gera ráð fyrir enn meira magn hafi komið til landsins. Það er erfitt ef ekki ómögulegt fyrir innlenda bændur að keppa við innflutningsverð á kjúklingi frá Úkraínu, en meðalinnflutningsverð hefur verið um 540 kr. og er það talsvert undir framleiðsluverði á Íslandi. Íslenskir alifuglabændur eiga ekki roð erlend stórfyrirtæki sem framleiða á einum degi sama magn og íslenskur bóndi framleiðir á einu ári. Við þurfum að breyta um stefnu Sem betur fer hefur ekki borið á innflutningi á mjólkur- og undanrennudufti á þessum tíma, það kann þó að vera sökum þess að verð á mjólkur- og undanrennudufti hækkaði mjög í upphafi árs 2022 en hefur nú farið lækkandi aftur. Útflutningur á undanrennu- og nýmjólkurdufti frá Úkraínu árið 2022 var um 24.600 tonn en það er 18 föld innanlandssala á Íslandi. Það tekur um 4 mánuði að byggja upp viðskiptasambönd og við sjáum það að ef við ætlum okkur að halda áfram þessum táknræna stuðningi sem þessum tekur það ekki langan tíma að gera út af við innlenda framleiðslu. Fréttir eru einnig að berast af því að öllu óbreyttu sé nautakjötið einnig á leiðinni frá Úkraínu. Það má ekki verða þannig að táknrænar aðgerðir Íslands í alþjóðasamfélaginu kippi hreinlega stoðunum undan heilu atvinnugreinunum hérlendis. Hér þurfum við frekar að líta til nágranna okkar í Noregi sem í staðinn fyrir að fórna innlendum landbúnaði með niðurfellingu tolla hefur styrkt Úkraínu og þannig úkraínska bændur með fjárframlögum í gegnum alþjóðastofnanir. Vissulega er breytinga þörf Í staðinn fyrir óheftan og gegndarlausan innflutning á landbúnaðarvörum til landsins þurfum við að gera betur við íslenskan landbúnað, og við viljum gera vel. Til marks um það liggur nú fyrir Alþingi Landbúnaðarstefna til ársins 2040, þessi stefna rímar margt í hverju við stefnu Framsóknar í landbúnaðarmálum síðustu ár. Stefnan markar nokkuð vel þann veg sem skynsamlegt er að fara við að nýta landið, auðlindir landsins, til góðra verka. Það gerum við með því að nýta landið til þess að framleiða matvæli. Nokkur umræða hefur verið síðustu misseri um stuðningskerfi landbúnaðarins, það fyrirkomulag sem við höfum í dag er að mínu mati svo sannarlega ekki meitlað í stein. Það er þörf á að gera breytingar á því með það að markmiði að hvetja bændur til þess að framleiða hollar og góðar afurðir, stuðningurinn á ekki að vera reiknaður út frá fjöldi ærgilda o.s.frv. heldur sé til þess fallin að hvetja bændur til þess að framleiða næg matvæli og að bændur hafi afkomu af sínum búskap. Í því samhengi er mikilvægt fyrir stjórnvöld að horfa á hvernig starfsumhverfið er í greininni. Við eigum að vera ófeiminn að ræða stuðning við landbúnað og við bændur þurfum að koma að þessu samtali líka með stjórnvöldum. Að lokum, landbúnaður er ekki bara kjöt og mjólk, hann er einnig akuryrkja, garðyrkja, skógrækt og landgræðsla. Líkt og ég kom að í upphafi er landbúnaður eining hluti af menningu okkar og aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Með íslenskum landbúnaði, með því að nýta auðlindir landsins höfum við rík tækifæri til verðmætasköpunar ásamt því að tryggja afkomu þjóðarinnar. Töpum ekki niður því sem við höfum byggt upp frá landnámi, stöndum vörð um innlenda framleiðslu. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun