Mikill munur á hækkun fasteignamats milli hverfa Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. maí 2023 17:01 Hækkunin í fjölbýli er minnst 6,6 prósent en mest 24,8 prósent. Vísir/Vilhelm Staðahverfi í Grafarvogi er það hverfi í Reykjavík sem fasteignamat fjölbýlisíbúða hækkar mest í samkvæmt nýju fasteignamati Húsnæðis og mannvirkjastofnunar. Sérbýlið hækkar mest í Vesturbænum, vestan Bræðraborgarstígs. Hækkun fasteignamats er mjög misjöfn eftir hverfum á höfuðborgarsvæðinu. Einnig hvort um sé að ræða fjölbýli eða sérbýli. Hægt er að sjá hækkunina og fermetraverðið í einstaka hverfum á kortasjá Fasteignaskrár. Í Staðahverfinu hækkar fasteignamat fjölbýliseigna um 22,7 prósent á milli ára. Aðeins tvö önnur hverfi Reykjavíkur eru með yfir 20 prósenta hækkun. Það eru Skerjafjörðurinn og Verkamannabústaðahverfið í Vesturbænum. Einnig eru nokkuð miklar hækkanir í norðurhluta Vesturbæjar, suðurhluta Þingholta, kringum Hagatorg, í Ártúnsholti og á Kjalarnesi. Allt nærri 20 prósentum. Lang minnsta hækkunin er á Valsreitnum, aðeins 6,6 prósent. Aðeins í þremur öðrum hverfum er hækkunin undir tíu prósentum. Það er Miðbænum frá Tjörn að Snorrabraut, Holtahverfi og Vogabyggð. Suður Hlíðarnar dýrastar Áberandi hæsta fermetraverð fjölbýlis er í Suður Hlíðunum, það er 912 þúsund krónur. Verðið á Valsreitnum er næst hæst, 876 þúsund, en þar á eftir kemur Miðbærinn frá Tjörn að Snorrabraut. Kjalarnesið er lang ódýrasta hverfið í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Kjalarnesið hefur lang lægsta fermetraverðið í Reykjavík, 410 þúsund. Tvö hverfi í þéttbýli eru undir 600 þúsundum, það eru Fella og Bakkahverfin í Breiðholti. Rándýrt einbýli í Vogabyggð Vogabyggð hefur hæsta fermetraverðið í sérbýli, 1.156 þúsund krónur. Ekkert annað hverfi kemst nálægt þessari tölu. En í öðru sæti eru Ægissíða og Hagahverfi í Vesturbænum með 784 þúsund króna fermetraverð. Mesta hækkun á Eiðistorgi Hækkanirnar í Kópavogi eru nokkuð jafnar eftir hverfum, á bilinu 8,6 til 12,2 prósent fyrir fjölbýliseignir. Hæsta fermetraverð Kópavogs er í Vesturbænum, 751 þúsund krónur, en það lægsta í Kórahverfinu, 665 þúsund. Fjölbýli á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi hefur hækkað mest á öllu höfuðborgarsvæðinu, um 24,8 prósent. Hæsta fermetraverðið er hins vegar í hverfinu Tjarnir og Grandi, 770 þúsund krónur. Sjáland og Vellir dýrir Í Garðabæ hefur fasteignamat fjölbýlisíbúða í Urriðaholti hækkað mest á milli ára, um 16,9 prósent. Fermetraverð er nokkuð jafnt eftir hverfum í Garðabæ en það hæsta er í Sjálandshverfinu, 768 þúsund krónur. Fermetraverðið á Álftanesi er 665 þúsund. Sérbýli er áberandi dýrast í Vogabyggð. Þar er fermetraverðið meira en hundrað þúsund krónur.Egill Aðalsteinsson 23,8 prósent hækkun er á fjölbýliseignum í sunnan byggðar í Hafnarfirði. Flest húsnæði þar er þó atvinnuhúsnæði og meðalfermetraverð fjölbýlis aðeins 50 þúsund krónur samkvæmt HMS. Dýrasta fermetraverðið í Hafnarfirði, 691 þúsund krónur, er á Völlunum. Í Mosfellsbæ er hæsta fermetraverð fjölbýlis í Miðbænum, 717 þúsund krónur. Hækkunin er nokkuð jöfn eftir hverfum, á bilinu 10 til 15,5 prósent. Efnahagsmál Húsnæðismál Reykjavík Mosfellsbær Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Tengdar fréttir Mun minni hækkun fasteignamats en í fyrra Fasteignamat á Íslandi hækkar að jafnaði um 11,7 prósent milli ára, þar af hækkar mat íbúðarhúsnæðis um 13,7 prósent. Í Vesturbyggð hækkar fasteignamatið um meira en fjórðung. 31. maí 2023 11:34 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Hækkun fasteignamats er mjög misjöfn eftir hverfum á höfuðborgarsvæðinu. Einnig hvort um sé að ræða fjölbýli eða sérbýli. Hægt er að sjá hækkunina og fermetraverðið í einstaka hverfum á kortasjá Fasteignaskrár. Í Staðahverfinu hækkar fasteignamat fjölbýliseigna um 22,7 prósent á milli ára. Aðeins tvö önnur hverfi Reykjavíkur eru með yfir 20 prósenta hækkun. Það eru Skerjafjörðurinn og Verkamannabústaðahverfið í Vesturbænum. Einnig eru nokkuð miklar hækkanir í norðurhluta Vesturbæjar, suðurhluta Þingholta, kringum Hagatorg, í Ártúnsholti og á Kjalarnesi. Allt nærri 20 prósentum. Lang minnsta hækkunin er á Valsreitnum, aðeins 6,6 prósent. Aðeins í þremur öðrum hverfum er hækkunin undir tíu prósentum. Það er Miðbænum frá Tjörn að Snorrabraut, Holtahverfi og Vogabyggð. Suður Hlíðarnar dýrastar Áberandi hæsta fermetraverð fjölbýlis er í Suður Hlíðunum, það er 912 þúsund krónur. Verðið á Valsreitnum er næst hæst, 876 þúsund, en þar á eftir kemur Miðbærinn frá Tjörn að Snorrabraut. Kjalarnesið er lang ódýrasta hverfið í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Kjalarnesið hefur lang lægsta fermetraverðið í Reykjavík, 410 þúsund. Tvö hverfi í þéttbýli eru undir 600 þúsundum, það eru Fella og Bakkahverfin í Breiðholti. Rándýrt einbýli í Vogabyggð Vogabyggð hefur hæsta fermetraverðið í sérbýli, 1.156 þúsund krónur. Ekkert annað hverfi kemst nálægt þessari tölu. En í öðru sæti eru Ægissíða og Hagahverfi í Vesturbænum með 784 þúsund króna fermetraverð. Mesta hækkun á Eiðistorgi Hækkanirnar í Kópavogi eru nokkuð jafnar eftir hverfum, á bilinu 8,6 til 12,2 prósent fyrir fjölbýliseignir. Hæsta fermetraverð Kópavogs er í Vesturbænum, 751 þúsund krónur, en það lægsta í Kórahverfinu, 665 þúsund. Fjölbýli á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi hefur hækkað mest á öllu höfuðborgarsvæðinu, um 24,8 prósent. Hæsta fermetraverðið er hins vegar í hverfinu Tjarnir og Grandi, 770 þúsund krónur. Sjáland og Vellir dýrir Í Garðabæ hefur fasteignamat fjölbýlisíbúða í Urriðaholti hækkað mest á milli ára, um 16,9 prósent. Fermetraverð er nokkuð jafnt eftir hverfum í Garðabæ en það hæsta er í Sjálandshverfinu, 768 þúsund krónur. Fermetraverðið á Álftanesi er 665 þúsund. Sérbýli er áberandi dýrast í Vogabyggð. Þar er fermetraverðið meira en hundrað þúsund krónur.Egill Aðalsteinsson 23,8 prósent hækkun er á fjölbýliseignum í sunnan byggðar í Hafnarfirði. Flest húsnæði þar er þó atvinnuhúsnæði og meðalfermetraverð fjölbýlis aðeins 50 þúsund krónur samkvæmt HMS. Dýrasta fermetraverðið í Hafnarfirði, 691 þúsund krónur, er á Völlunum. Í Mosfellsbæ er hæsta fermetraverð fjölbýlis í Miðbænum, 717 þúsund krónur. Hækkunin er nokkuð jöfn eftir hverfum, á bilinu 10 til 15,5 prósent.
Efnahagsmál Húsnæðismál Reykjavík Mosfellsbær Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Tengdar fréttir Mun minni hækkun fasteignamats en í fyrra Fasteignamat á Íslandi hækkar að jafnaði um 11,7 prósent milli ára, þar af hækkar mat íbúðarhúsnæðis um 13,7 prósent. Í Vesturbyggð hækkar fasteignamatið um meira en fjórðung. 31. maí 2023 11:34 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Mun minni hækkun fasteignamats en í fyrra Fasteignamat á Íslandi hækkar að jafnaði um 11,7 prósent milli ára, þar af hækkar mat íbúðarhúsnæðis um 13,7 prósent. Í Vesturbyggð hækkar fasteignamatið um meira en fjórðung. 31. maí 2023 11:34