Í hvernig samfélagi viljum við búa? Oddný Harðardóttir skrifar 23. maí 2023 17:00 Sláandi niðurstöður könnunar um lífskjör og heilbrigðisþjónustu sem Rúnar Vilhjálmsson prófessor við HÍ og ÖBÍ réttindasamtök fólu Félagsvísindadeild HÍ að framkvæma, voru kynntar í dag, þriðjudaginn 23. maí. Könnunin sýnir að umtalsverður hópur einstaklinga frestar læknisheimsókn og sækir ekki lyf sem þeim er ávísað. Þetta á ekki síst við um öryrkja, lágtekjufólk og einstæða foreldra. Margir úr sama hópi búa við verulega kostnaðarbyrði vegna heilbrigðisútgjalda. Öryrkjar fresta því að fara til læknis vegna þess að þau hafa ekki efni á því. Fram kemur að nær 43% öryrkja 18 ára og eldri hafa frestað læknisþjónustu sem þörf var fyrir á síðustu sex mánuðum ársins 2023. Öryrkjum sem frestað hafa læknisþjónustu hefur fjölgað mikið frá árinu 2015 þegar hlutfallið var 34,7%. Munurinn er minni hjá öðrum fullorðnum þó svo að stór hópur, 22,1% hafi frestað því að fara til læknis síðast liðna sex mánuði. Niðurstöður könnunarinnar eru mjög alvarlegar og kalla á tafarlaus viðbrögð stjórnvalda. Vandinn er ekki einungis sá að kjör þeirra sem veikastir standa fyrir séu afleit heldur hefur heilbrigðiskerfið þróast í óæskilegar áttir. Samfélag sem leyfir einum af mikilvægustu stoðum þess að þróast handahófskennt út og suður getur ekki kallast velferðarsamfélag. Hvað viljum við? Þegar almenningur er spurður um heilbrigðiskerfið þá leggja nánast allir áherslu á að hafa traust opinbert kerfi fyrir alla. Þó að alger sátt virðist ríkja um þetta hafa stjórnvöld markvisst grafið undan félagslegum grunni kerfisins. Heilbrigðisþjónusta í einkarekstri verður sífellt stærri hluti heilbrigðiskerfisins. Sú þróun á sér stað á meðan mikil mannekla er í kerfinu og ríkið hefur hvorki sinnt þarfagreiningum né sett fram skýrar kröfulýsingar um magn og gæði þjónustunnar. Ríkisstjórnin veit ekki um hvað hún vill semja við rekstraraðila einnar mikilvægustu þjónustu velferðarsamfélags. Þróun heilbrigðiskerfisins í átt til aukins einkareksturs virðist tilviljunarkennd. Ekkert í lögum um Sjúkratryggingar ver sjúklinga fyrir þeirri fráleitu stöðu að samningar við sérgreinalækna náist ekki svo árum skipti líkt og nú er raunin. Og að sjúklingar séu rukkaðir fyrir þeim kostnaði sem sérgreinalæknar meta að fylgi samningsleysinu. Sjúklingarnir hafa ekkert val því heilbrigðisþjónustan er oft ófáanleg í opinbera kerfinu, aðeins fáanleg í því einkarekna. Því miður er svo komið að íslenskt heilbrigðiskerfi nær einungis fáum af þeim skilyrðum félagslegs heilbrigðiskerfis sem velferðarsamfélög byggja á. Það sem alvarlegra er að við færumst sífellt fjær félagslegu heilbrigðiskerfi ár frá ári. Samhjálpin og samtryggingin hefur smám saman verið veikt í heilbrigðiskerfinu. Er það svona sem við viljum hafa samfélag okkar? Ég segi nei! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Heilbrigðismál Félagsmál Samfylkingin Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 05.04.2025 Halldór Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Sláandi niðurstöður könnunar um lífskjör og heilbrigðisþjónustu sem Rúnar Vilhjálmsson prófessor við HÍ og ÖBÍ réttindasamtök fólu Félagsvísindadeild HÍ að framkvæma, voru kynntar í dag, þriðjudaginn 23. maí. Könnunin sýnir að umtalsverður hópur einstaklinga frestar læknisheimsókn og sækir ekki lyf sem þeim er ávísað. Þetta á ekki síst við um öryrkja, lágtekjufólk og einstæða foreldra. Margir úr sama hópi búa við verulega kostnaðarbyrði vegna heilbrigðisútgjalda. Öryrkjar fresta því að fara til læknis vegna þess að þau hafa ekki efni á því. Fram kemur að nær 43% öryrkja 18 ára og eldri hafa frestað læknisþjónustu sem þörf var fyrir á síðustu sex mánuðum ársins 2023. Öryrkjum sem frestað hafa læknisþjónustu hefur fjölgað mikið frá árinu 2015 þegar hlutfallið var 34,7%. Munurinn er minni hjá öðrum fullorðnum þó svo að stór hópur, 22,1% hafi frestað því að fara til læknis síðast liðna sex mánuði. Niðurstöður könnunarinnar eru mjög alvarlegar og kalla á tafarlaus viðbrögð stjórnvalda. Vandinn er ekki einungis sá að kjör þeirra sem veikastir standa fyrir séu afleit heldur hefur heilbrigðiskerfið þróast í óæskilegar áttir. Samfélag sem leyfir einum af mikilvægustu stoðum þess að þróast handahófskennt út og suður getur ekki kallast velferðarsamfélag. Hvað viljum við? Þegar almenningur er spurður um heilbrigðiskerfið þá leggja nánast allir áherslu á að hafa traust opinbert kerfi fyrir alla. Þó að alger sátt virðist ríkja um þetta hafa stjórnvöld markvisst grafið undan félagslegum grunni kerfisins. Heilbrigðisþjónusta í einkarekstri verður sífellt stærri hluti heilbrigðiskerfisins. Sú þróun á sér stað á meðan mikil mannekla er í kerfinu og ríkið hefur hvorki sinnt þarfagreiningum né sett fram skýrar kröfulýsingar um magn og gæði þjónustunnar. Ríkisstjórnin veit ekki um hvað hún vill semja við rekstraraðila einnar mikilvægustu þjónustu velferðarsamfélags. Þróun heilbrigðiskerfisins í átt til aukins einkareksturs virðist tilviljunarkennd. Ekkert í lögum um Sjúkratryggingar ver sjúklinga fyrir þeirri fráleitu stöðu að samningar við sérgreinalækna náist ekki svo árum skipti líkt og nú er raunin. Og að sjúklingar séu rukkaðir fyrir þeim kostnaði sem sérgreinalæknar meta að fylgi samningsleysinu. Sjúklingarnir hafa ekkert val því heilbrigðisþjónustan er oft ófáanleg í opinbera kerfinu, aðeins fáanleg í því einkarekna. Því miður er svo komið að íslenskt heilbrigðiskerfi nær einungis fáum af þeim skilyrðum félagslegs heilbrigðiskerfis sem velferðarsamfélög byggja á. Það sem alvarlegra er að við færumst sífellt fjær félagslegu heilbrigðiskerfi ár frá ári. Samhjálpin og samtryggingin hefur smám saman verið veikt í heilbrigðiskerfinu. Er það svona sem við viljum hafa samfélag okkar? Ég segi nei! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun