Hátíð líffræðilegrar fjölbreytni Ragnhildur Guðmundsdóttir, Anna Katrín Guðmundsdóttir, Arndís Bergsdóttir, Ole Sandberg, Þorvarður Árnason, Sveinn Kári Valdimarsson og Ástrós Eva Ársælsdóttir skrifa 22. maí 2023 08:30 Í dag, 22. maí, á alþjóðlegum degi líffræðilegrar fjölbreytni er við hæfi að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni. Líffræðileg fjölbreytni er ekkert minna en allt lífið á jörðinni. Hún tekur til fjölbreytni í vistkerfum, tegundum og fjölbreytni stofna og einstaklinga innan tegunda. Það er þessi fjölbreytni sem er undirstaða aðlögunarhæfni lífs á jörðinni. Ef lífríkið á að geta brugðist við breytingum er nauðsynlegt að efniviðurinn sé nægur; með öðrum orðum líffræðileg fjölbreytni þarf að vera fyrir hendi. Ef fjölbreytnin er engin eru engir valkostir, stofnar og tegundir verða einsleitar og deyja að lokum út og virkni tapast úr vistkerfum. Mikilvægi þessa málaflokks er ekki hægt að ýkja og nauðsynlegt er að fræða á sem flestum vígstöðvum. Við verðum öll að skilja að við séum partur af náttúrunni og háð því að vistkerfi jarðar fái að starfa óáreitt og með sjálfbærum hætti. Þörfin fyrir fræðslu um málefni náttúrunnar hefur aldrei verið brýnni. Sem dæmi má nefna að aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, hefur tekið svo djúpt í árinni að segja að mannkynið sé í stríði við náttúruna, stríði sem verði að linna ef við eigum að eiga von um framtíð hér á jörð[1]. Til að auka umræðu um þetta brýna málefni hefur BIODICE, samstarfsvettvangur um mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni, blásið til Hátíðar líffræðilegrar fjölbreytni. Hátíðinni var hleypt af stokkunum með opnunarviðburði þann 23. febrúar og mátti glögglega sjá að málefnið er mörgum ofarlega í huga en vel á annað hundrað manns mættu á staðinn eða hlýddu á í streymi. Þar var farið yfir helstu niðurstöður COP15, ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni, sem fram fór í Montréal í desember síðastliðinn og sat íslenska sendinefndin fyrir svörum í pallborðsumræðu. Hægt er að nálgast upptökur af viðburðinum á slóðinni https://livestream.com/luxor/hlf . Síðan þá hafa fjölmargir viðburðir verið haldnir í samstarfi við hina ýmsu aðila, til dæmis Náttúruminjasafn Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Líffræðifélag Íslands, Vistfræðifélag Íslands, ROCS rannsóknasetrið, Háskóla þriðja æviskeiðsins, Unga umhverfissinna og svo mætti lengi telja. Viðbrögð hafa undantekningalaust verið góð sem undirstrikar mikla þörf á samfélagslegri umræðu um lífríki jarðar. Hægt er að fylgjast með dagskrá hátíðarinnar á slóðinni https://biodice.is/hatid2023/. Áætlað er að hátíðin standi allt árið 2023 og framundan er margt spennandi og áhugavert. Á dagskránni má til dæmis finna fuglaskoðun og kaffispjall á Raufarhöfn, málþing um vistfræði, þroskun og þróun og viðburð um ágengar tegundir í sjó svo fátt eitt sé nefnt. Markmiðið er fyrst og fremst að vekja athygli á líffræðilegri fjölbreytni, mikilvægi hennar og sérstöðu náttúru Íslands í þessu tilliti. Við viljum ná til sem flestra og því eru viðburðirnir með fjölbreyttu sniði. Ennþá er hægt að bæta við viðburðum í dagskrána og þau sem hafa áhuga á að taka þátt með einum eða öðrum hætti geta haft samband í gegnum netfangið ragnhildur.gudmundsdottir@nmsi.is . Hátíðin nær til ársloka 2023 og er það von okkar að með henni takist rækilega að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni. Því fer þó fjarri að björninn sé unninn og aukin vitundavakning er langtímaverkefni. Því er mikilvægt að skipuleggja vel næstu skref en tryggja þarf að fræðsla um líffræðilega fjölbreytni nái eyrum sem flestra ef markmiðin eiga að nást. Fjölbreytni lífsins á jörðinni er dýrmæt auðlind sem við verðum að kosta öllu til að verja. Til þess dugir ekkert annað en fræðsla og aftur fræðsla. Við verðum að ná að lifa í sátt við náttúruna því annað er einfaldlega ekki í boði. Undirrituð eru í skiplagsnefnd Hátíðar líffræðilegrar fjölbreytni. Ragnhildur Guðmundsdóttir, Náttúruminjasafn Íslands Anna Katrín Guðmundsdóttir, Náttúruminjasafn Íslands Arndís Bergsdóttir, ROCS rannsóknasetur Ole Sandberg, Náttúruminjasafn Íslands Þorvarður Árnason, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði Sveinn Kári Valdimarsson, Náttúrufræðistofnun Íslands Ástrós Eva Ársælsdóttir, Ungir Umhverfissinnar [1] Baste, I. A., Watson, R. T., Brauman, K. I., Samper, C., & Walzer, C. (2021). Making peace with nature: a scientific blueprint to tackle the climate, biodiversity and pollution emergencies. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Í dag, 22. maí, á alþjóðlegum degi líffræðilegrar fjölbreytni er við hæfi að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni. Líffræðileg fjölbreytni er ekkert minna en allt lífið á jörðinni. Hún tekur til fjölbreytni í vistkerfum, tegundum og fjölbreytni stofna og einstaklinga innan tegunda. Það er þessi fjölbreytni sem er undirstaða aðlögunarhæfni lífs á jörðinni. Ef lífríkið á að geta brugðist við breytingum er nauðsynlegt að efniviðurinn sé nægur; með öðrum orðum líffræðileg fjölbreytni þarf að vera fyrir hendi. Ef fjölbreytnin er engin eru engir valkostir, stofnar og tegundir verða einsleitar og deyja að lokum út og virkni tapast úr vistkerfum. Mikilvægi þessa málaflokks er ekki hægt að ýkja og nauðsynlegt er að fræða á sem flestum vígstöðvum. Við verðum öll að skilja að við séum partur af náttúrunni og háð því að vistkerfi jarðar fái að starfa óáreitt og með sjálfbærum hætti. Þörfin fyrir fræðslu um málefni náttúrunnar hefur aldrei verið brýnni. Sem dæmi má nefna að aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, hefur tekið svo djúpt í árinni að segja að mannkynið sé í stríði við náttúruna, stríði sem verði að linna ef við eigum að eiga von um framtíð hér á jörð[1]. Til að auka umræðu um þetta brýna málefni hefur BIODICE, samstarfsvettvangur um mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni, blásið til Hátíðar líffræðilegrar fjölbreytni. Hátíðinni var hleypt af stokkunum með opnunarviðburði þann 23. febrúar og mátti glögglega sjá að málefnið er mörgum ofarlega í huga en vel á annað hundrað manns mættu á staðinn eða hlýddu á í streymi. Þar var farið yfir helstu niðurstöður COP15, ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni, sem fram fór í Montréal í desember síðastliðinn og sat íslenska sendinefndin fyrir svörum í pallborðsumræðu. Hægt er að nálgast upptökur af viðburðinum á slóðinni https://livestream.com/luxor/hlf . Síðan þá hafa fjölmargir viðburðir verið haldnir í samstarfi við hina ýmsu aðila, til dæmis Náttúruminjasafn Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Líffræðifélag Íslands, Vistfræðifélag Íslands, ROCS rannsóknasetrið, Háskóla þriðja æviskeiðsins, Unga umhverfissinna og svo mætti lengi telja. Viðbrögð hafa undantekningalaust verið góð sem undirstrikar mikla þörf á samfélagslegri umræðu um lífríki jarðar. Hægt er að fylgjast með dagskrá hátíðarinnar á slóðinni https://biodice.is/hatid2023/. Áætlað er að hátíðin standi allt árið 2023 og framundan er margt spennandi og áhugavert. Á dagskránni má til dæmis finna fuglaskoðun og kaffispjall á Raufarhöfn, málþing um vistfræði, þroskun og þróun og viðburð um ágengar tegundir í sjó svo fátt eitt sé nefnt. Markmiðið er fyrst og fremst að vekja athygli á líffræðilegri fjölbreytni, mikilvægi hennar og sérstöðu náttúru Íslands í þessu tilliti. Við viljum ná til sem flestra og því eru viðburðirnir með fjölbreyttu sniði. Ennþá er hægt að bæta við viðburðum í dagskrána og þau sem hafa áhuga á að taka þátt með einum eða öðrum hætti geta haft samband í gegnum netfangið ragnhildur.gudmundsdottir@nmsi.is . Hátíðin nær til ársloka 2023 og er það von okkar að með henni takist rækilega að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni. Því fer þó fjarri að björninn sé unninn og aukin vitundavakning er langtímaverkefni. Því er mikilvægt að skipuleggja vel næstu skref en tryggja þarf að fræðsla um líffræðilega fjölbreytni nái eyrum sem flestra ef markmiðin eiga að nást. Fjölbreytni lífsins á jörðinni er dýrmæt auðlind sem við verðum að kosta öllu til að verja. Til þess dugir ekkert annað en fræðsla og aftur fræðsla. Við verðum að ná að lifa í sátt við náttúruna því annað er einfaldlega ekki í boði. Undirrituð eru í skiplagsnefnd Hátíðar líffræðilegrar fjölbreytni. Ragnhildur Guðmundsdóttir, Náttúruminjasafn Íslands Anna Katrín Guðmundsdóttir, Náttúruminjasafn Íslands Arndís Bergsdóttir, ROCS rannsóknasetur Ole Sandberg, Náttúruminjasafn Íslands Þorvarður Árnason, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði Sveinn Kári Valdimarsson, Náttúrufræðistofnun Íslands Ástrós Eva Ársælsdóttir, Ungir Umhverfissinnar [1] Baste, I. A., Watson, R. T., Brauman, K. I., Samper, C., & Walzer, C. (2021). Making peace with nature: a scientific blueprint to tackle the climate, biodiversity and pollution emergencies.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun