Hátíð líffræðilegrar fjölbreytni Ragnhildur Guðmundsdóttir, Anna Katrín Guðmundsdóttir, Arndís Bergsdóttir, Ole Sandberg, Þorvarður Árnason, Sveinn Kári Valdimarsson og Ástrós Eva Ársælsdóttir skrifa 22. maí 2023 08:30 Í dag, 22. maí, á alþjóðlegum degi líffræðilegrar fjölbreytni er við hæfi að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni. Líffræðileg fjölbreytni er ekkert minna en allt lífið á jörðinni. Hún tekur til fjölbreytni í vistkerfum, tegundum og fjölbreytni stofna og einstaklinga innan tegunda. Það er þessi fjölbreytni sem er undirstaða aðlögunarhæfni lífs á jörðinni. Ef lífríkið á að geta brugðist við breytingum er nauðsynlegt að efniviðurinn sé nægur; með öðrum orðum líffræðileg fjölbreytni þarf að vera fyrir hendi. Ef fjölbreytnin er engin eru engir valkostir, stofnar og tegundir verða einsleitar og deyja að lokum út og virkni tapast úr vistkerfum. Mikilvægi þessa málaflokks er ekki hægt að ýkja og nauðsynlegt er að fræða á sem flestum vígstöðvum. Við verðum öll að skilja að við séum partur af náttúrunni og háð því að vistkerfi jarðar fái að starfa óáreitt og með sjálfbærum hætti. Þörfin fyrir fræðslu um málefni náttúrunnar hefur aldrei verið brýnni. Sem dæmi má nefna að aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, hefur tekið svo djúpt í árinni að segja að mannkynið sé í stríði við náttúruna, stríði sem verði að linna ef við eigum að eiga von um framtíð hér á jörð[1]. Til að auka umræðu um þetta brýna málefni hefur BIODICE, samstarfsvettvangur um mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni, blásið til Hátíðar líffræðilegrar fjölbreytni. Hátíðinni var hleypt af stokkunum með opnunarviðburði þann 23. febrúar og mátti glögglega sjá að málefnið er mörgum ofarlega í huga en vel á annað hundrað manns mættu á staðinn eða hlýddu á í streymi. Þar var farið yfir helstu niðurstöður COP15, ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni, sem fram fór í Montréal í desember síðastliðinn og sat íslenska sendinefndin fyrir svörum í pallborðsumræðu. Hægt er að nálgast upptökur af viðburðinum á slóðinni https://livestream.com/luxor/hlf . Síðan þá hafa fjölmargir viðburðir verið haldnir í samstarfi við hina ýmsu aðila, til dæmis Náttúruminjasafn Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Líffræðifélag Íslands, Vistfræðifélag Íslands, ROCS rannsóknasetrið, Háskóla þriðja æviskeiðsins, Unga umhverfissinna og svo mætti lengi telja. Viðbrögð hafa undantekningalaust verið góð sem undirstrikar mikla þörf á samfélagslegri umræðu um lífríki jarðar. Hægt er að fylgjast með dagskrá hátíðarinnar á slóðinni https://biodice.is/hatid2023/. Áætlað er að hátíðin standi allt árið 2023 og framundan er margt spennandi og áhugavert. Á dagskránni má til dæmis finna fuglaskoðun og kaffispjall á Raufarhöfn, málþing um vistfræði, þroskun og þróun og viðburð um ágengar tegundir í sjó svo fátt eitt sé nefnt. Markmiðið er fyrst og fremst að vekja athygli á líffræðilegri fjölbreytni, mikilvægi hennar og sérstöðu náttúru Íslands í þessu tilliti. Við viljum ná til sem flestra og því eru viðburðirnir með fjölbreyttu sniði. Ennþá er hægt að bæta við viðburðum í dagskrána og þau sem hafa áhuga á að taka þátt með einum eða öðrum hætti geta haft samband í gegnum netfangið ragnhildur.gudmundsdottir@nmsi.is . Hátíðin nær til ársloka 2023 og er það von okkar að með henni takist rækilega að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni. Því fer þó fjarri að björninn sé unninn og aukin vitundavakning er langtímaverkefni. Því er mikilvægt að skipuleggja vel næstu skref en tryggja þarf að fræðsla um líffræðilega fjölbreytni nái eyrum sem flestra ef markmiðin eiga að nást. Fjölbreytni lífsins á jörðinni er dýrmæt auðlind sem við verðum að kosta öllu til að verja. Til þess dugir ekkert annað en fræðsla og aftur fræðsla. Við verðum að ná að lifa í sátt við náttúruna því annað er einfaldlega ekki í boði. Undirrituð eru í skiplagsnefnd Hátíðar líffræðilegrar fjölbreytni. Ragnhildur Guðmundsdóttir, Náttúruminjasafn Íslands Anna Katrín Guðmundsdóttir, Náttúruminjasafn Íslands Arndís Bergsdóttir, ROCS rannsóknasetur Ole Sandberg, Náttúruminjasafn Íslands Þorvarður Árnason, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði Sveinn Kári Valdimarsson, Náttúrufræðistofnun Íslands Ástrós Eva Ársælsdóttir, Ungir Umhverfissinnar [1] Baste, I. A., Watson, R. T., Brauman, K. I., Samper, C., & Walzer, C. (2021). Making peace with nature: a scientific blueprint to tackle the climate, biodiversity and pollution emergencies. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag, 22. maí, á alþjóðlegum degi líffræðilegrar fjölbreytni er við hæfi að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni. Líffræðileg fjölbreytni er ekkert minna en allt lífið á jörðinni. Hún tekur til fjölbreytni í vistkerfum, tegundum og fjölbreytni stofna og einstaklinga innan tegunda. Það er þessi fjölbreytni sem er undirstaða aðlögunarhæfni lífs á jörðinni. Ef lífríkið á að geta brugðist við breytingum er nauðsynlegt að efniviðurinn sé nægur; með öðrum orðum líffræðileg fjölbreytni þarf að vera fyrir hendi. Ef fjölbreytnin er engin eru engir valkostir, stofnar og tegundir verða einsleitar og deyja að lokum út og virkni tapast úr vistkerfum. Mikilvægi þessa málaflokks er ekki hægt að ýkja og nauðsynlegt er að fræða á sem flestum vígstöðvum. Við verðum öll að skilja að við séum partur af náttúrunni og háð því að vistkerfi jarðar fái að starfa óáreitt og með sjálfbærum hætti. Þörfin fyrir fræðslu um málefni náttúrunnar hefur aldrei verið brýnni. Sem dæmi má nefna að aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, hefur tekið svo djúpt í árinni að segja að mannkynið sé í stríði við náttúruna, stríði sem verði að linna ef við eigum að eiga von um framtíð hér á jörð[1]. Til að auka umræðu um þetta brýna málefni hefur BIODICE, samstarfsvettvangur um mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni, blásið til Hátíðar líffræðilegrar fjölbreytni. Hátíðinni var hleypt af stokkunum með opnunarviðburði þann 23. febrúar og mátti glögglega sjá að málefnið er mörgum ofarlega í huga en vel á annað hundrað manns mættu á staðinn eða hlýddu á í streymi. Þar var farið yfir helstu niðurstöður COP15, ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni, sem fram fór í Montréal í desember síðastliðinn og sat íslenska sendinefndin fyrir svörum í pallborðsumræðu. Hægt er að nálgast upptökur af viðburðinum á slóðinni https://livestream.com/luxor/hlf . Síðan þá hafa fjölmargir viðburðir verið haldnir í samstarfi við hina ýmsu aðila, til dæmis Náttúruminjasafn Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Líffræðifélag Íslands, Vistfræðifélag Íslands, ROCS rannsóknasetrið, Háskóla þriðja æviskeiðsins, Unga umhverfissinna og svo mætti lengi telja. Viðbrögð hafa undantekningalaust verið góð sem undirstrikar mikla þörf á samfélagslegri umræðu um lífríki jarðar. Hægt er að fylgjast með dagskrá hátíðarinnar á slóðinni https://biodice.is/hatid2023/. Áætlað er að hátíðin standi allt árið 2023 og framundan er margt spennandi og áhugavert. Á dagskránni má til dæmis finna fuglaskoðun og kaffispjall á Raufarhöfn, málþing um vistfræði, þroskun og þróun og viðburð um ágengar tegundir í sjó svo fátt eitt sé nefnt. Markmiðið er fyrst og fremst að vekja athygli á líffræðilegri fjölbreytni, mikilvægi hennar og sérstöðu náttúru Íslands í þessu tilliti. Við viljum ná til sem flestra og því eru viðburðirnir með fjölbreyttu sniði. Ennþá er hægt að bæta við viðburðum í dagskrána og þau sem hafa áhuga á að taka þátt með einum eða öðrum hætti geta haft samband í gegnum netfangið ragnhildur.gudmundsdottir@nmsi.is . Hátíðin nær til ársloka 2023 og er það von okkar að með henni takist rækilega að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni. Því fer þó fjarri að björninn sé unninn og aukin vitundavakning er langtímaverkefni. Því er mikilvægt að skipuleggja vel næstu skref en tryggja þarf að fræðsla um líffræðilega fjölbreytni nái eyrum sem flestra ef markmiðin eiga að nást. Fjölbreytni lífsins á jörðinni er dýrmæt auðlind sem við verðum að kosta öllu til að verja. Til þess dugir ekkert annað en fræðsla og aftur fræðsla. Við verðum að ná að lifa í sátt við náttúruna því annað er einfaldlega ekki í boði. Undirrituð eru í skiplagsnefnd Hátíðar líffræðilegrar fjölbreytni. Ragnhildur Guðmundsdóttir, Náttúruminjasafn Íslands Anna Katrín Guðmundsdóttir, Náttúruminjasafn Íslands Arndís Bergsdóttir, ROCS rannsóknasetur Ole Sandberg, Náttúruminjasafn Íslands Þorvarður Árnason, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði Sveinn Kári Valdimarsson, Náttúrufræðistofnun Íslands Ástrós Eva Ársælsdóttir, Ungir Umhverfissinnar [1] Baste, I. A., Watson, R. T., Brauman, K. I., Samper, C., & Walzer, C. (2021). Making peace with nature: a scientific blueprint to tackle the climate, biodiversity and pollution emergencies.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar