Hátíð líffræðilegrar fjölbreytni Ragnhildur Guðmundsdóttir, Anna Katrín Guðmundsdóttir, Arndís Bergsdóttir, Ole Sandberg, Þorvarður Árnason, Sveinn Kári Valdimarsson og Ástrós Eva Ársælsdóttir skrifa 22. maí 2023 08:30 Í dag, 22. maí, á alþjóðlegum degi líffræðilegrar fjölbreytni er við hæfi að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni. Líffræðileg fjölbreytni er ekkert minna en allt lífið á jörðinni. Hún tekur til fjölbreytni í vistkerfum, tegundum og fjölbreytni stofna og einstaklinga innan tegunda. Það er þessi fjölbreytni sem er undirstaða aðlögunarhæfni lífs á jörðinni. Ef lífríkið á að geta brugðist við breytingum er nauðsynlegt að efniviðurinn sé nægur; með öðrum orðum líffræðileg fjölbreytni þarf að vera fyrir hendi. Ef fjölbreytnin er engin eru engir valkostir, stofnar og tegundir verða einsleitar og deyja að lokum út og virkni tapast úr vistkerfum. Mikilvægi þessa málaflokks er ekki hægt að ýkja og nauðsynlegt er að fræða á sem flestum vígstöðvum. Við verðum öll að skilja að við séum partur af náttúrunni og háð því að vistkerfi jarðar fái að starfa óáreitt og með sjálfbærum hætti. Þörfin fyrir fræðslu um málefni náttúrunnar hefur aldrei verið brýnni. Sem dæmi má nefna að aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, hefur tekið svo djúpt í árinni að segja að mannkynið sé í stríði við náttúruna, stríði sem verði að linna ef við eigum að eiga von um framtíð hér á jörð[1]. Til að auka umræðu um þetta brýna málefni hefur BIODICE, samstarfsvettvangur um mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni, blásið til Hátíðar líffræðilegrar fjölbreytni. Hátíðinni var hleypt af stokkunum með opnunarviðburði þann 23. febrúar og mátti glögglega sjá að málefnið er mörgum ofarlega í huga en vel á annað hundrað manns mættu á staðinn eða hlýddu á í streymi. Þar var farið yfir helstu niðurstöður COP15, ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni, sem fram fór í Montréal í desember síðastliðinn og sat íslenska sendinefndin fyrir svörum í pallborðsumræðu. Hægt er að nálgast upptökur af viðburðinum á slóðinni https://livestream.com/luxor/hlf . Síðan þá hafa fjölmargir viðburðir verið haldnir í samstarfi við hina ýmsu aðila, til dæmis Náttúruminjasafn Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Líffræðifélag Íslands, Vistfræðifélag Íslands, ROCS rannsóknasetrið, Háskóla þriðja æviskeiðsins, Unga umhverfissinna og svo mætti lengi telja. Viðbrögð hafa undantekningalaust verið góð sem undirstrikar mikla þörf á samfélagslegri umræðu um lífríki jarðar. Hægt er að fylgjast með dagskrá hátíðarinnar á slóðinni https://biodice.is/hatid2023/. Áætlað er að hátíðin standi allt árið 2023 og framundan er margt spennandi og áhugavert. Á dagskránni má til dæmis finna fuglaskoðun og kaffispjall á Raufarhöfn, málþing um vistfræði, þroskun og þróun og viðburð um ágengar tegundir í sjó svo fátt eitt sé nefnt. Markmiðið er fyrst og fremst að vekja athygli á líffræðilegri fjölbreytni, mikilvægi hennar og sérstöðu náttúru Íslands í þessu tilliti. Við viljum ná til sem flestra og því eru viðburðirnir með fjölbreyttu sniði. Ennþá er hægt að bæta við viðburðum í dagskrána og þau sem hafa áhuga á að taka þátt með einum eða öðrum hætti geta haft samband í gegnum netfangið ragnhildur.gudmundsdottir@nmsi.is . Hátíðin nær til ársloka 2023 og er það von okkar að með henni takist rækilega að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni. Því fer þó fjarri að björninn sé unninn og aukin vitundavakning er langtímaverkefni. Því er mikilvægt að skipuleggja vel næstu skref en tryggja þarf að fræðsla um líffræðilega fjölbreytni nái eyrum sem flestra ef markmiðin eiga að nást. Fjölbreytni lífsins á jörðinni er dýrmæt auðlind sem við verðum að kosta öllu til að verja. Til þess dugir ekkert annað en fræðsla og aftur fræðsla. Við verðum að ná að lifa í sátt við náttúruna því annað er einfaldlega ekki í boði. Undirrituð eru í skiplagsnefnd Hátíðar líffræðilegrar fjölbreytni. Ragnhildur Guðmundsdóttir, Náttúruminjasafn Íslands Anna Katrín Guðmundsdóttir, Náttúruminjasafn Íslands Arndís Bergsdóttir, ROCS rannsóknasetur Ole Sandberg, Náttúruminjasafn Íslands Þorvarður Árnason, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði Sveinn Kári Valdimarsson, Náttúrufræðistofnun Íslands Ástrós Eva Ársælsdóttir, Ungir Umhverfissinnar [1] Baste, I. A., Watson, R. T., Brauman, K. I., Samper, C., & Walzer, C. (2021). Making peace with nature: a scientific blueprint to tackle the climate, biodiversity and pollution emergencies. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í dag, 22. maí, á alþjóðlegum degi líffræðilegrar fjölbreytni er við hæfi að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni. Líffræðileg fjölbreytni er ekkert minna en allt lífið á jörðinni. Hún tekur til fjölbreytni í vistkerfum, tegundum og fjölbreytni stofna og einstaklinga innan tegunda. Það er þessi fjölbreytni sem er undirstaða aðlögunarhæfni lífs á jörðinni. Ef lífríkið á að geta brugðist við breytingum er nauðsynlegt að efniviðurinn sé nægur; með öðrum orðum líffræðileg fjölbreytni þarf að vera fyrir hendi. Ef fjölbreytnin er engin eru engir valkostir, stofnar og tegundir verða einsleitar og deyja að lokum út og virkni tapast úr vistkerfum. Mikilvægi þessa málaflokks er ekki hægt að ýkja og nauðsynlegt er að fræða á sem flestum vígstöðvum. Við verðum öll að skilja að við séum partur af náttúrunni og háð því að vistkerfi jarðar fái að starfa óáreitt og með sjálfbærum hætti. Þörfin fyrir fræðslu um málefni náttúrunnar hefur aldrei verið brýnni. Sem dæmi má nefna að aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, hefur tekið svo djúpt í árinni að segja að mannkynið sé í stríði við náttúruna, stríði sem verði að linna ef við eigum að eiga von um framtíð hér á jörð[1]. Til að auka umræðu um þetta brýna málefni hefur BIODICE, samstarfsvettvangur um mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni, blásið til Hátíðar líffræðilegrar fjölbreytni. Hátíðinni var hleypt af stokkunum með opnunarviðburði þann 23. febrúar og mátti glögglega sjá að málefnið er mörgum ofarlega í huga en vel á annað hundrað manns mættu á staðinn eða hlýddu á í streymi. Þar var farið yfir helstu niðurstöður COP15, ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni, sem fram fór í Montréal í desember síðastliðinn og sat íslenska sendinefndin fyrir svörum í pallborðsumræðu. Hægt er að nálgast upptökur af viðburðinum á slóðinni https://livestream.com/luxor/hlf . Síðan þá hafa fjölmargir viðburðir verið haldnir í samstarfi við hina ýmsu aðila, til dæmis Náttúruminjasafn Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Líffræðifélag Íslands, Vistfræðifélag Íslands, ROCS rannsóknasetrið, Háskóla þriðja æviskeiðsins, Unga umhverfissinna og svo mætti lengi telja. Viðbrögð hafa undantekningalaust verið góð sem undirstrikar mikla þörf á samfélagslegri umræðu um lífríki jarðar. Hægt er að fylgjast með dagskrá hátíðarinnar á slóðinni https://biodice.is/hatid2023/. Áætlað er að hátíðin standi allt árið 2023 og framundan er margt spennandi og áhugavert. Á dagskránni má til dæmis finna fuglaskoðun og kaffispjall á Raufarhöfn, málþing um vistfræði, þroskun og þróun og viðburð um ágengar tegundir í sjó svo fátt eitt sé nefnt. Markmiðið er fyrst og fremst að vekja athygli á líffræðilegri fjölbreytni, mikilvægi hennar og sérstöðu náttúru Íslands í þessu tilliti. Við viljum ná til sem flestra og því eru viðburðirnir með fjölbreyttu sniði. Ennþá er hægt að bæta við viðburðum í dagskrána og þau sem hafa áhuga á að taka þátt með einum eða öðrum hætti geta haft samband í gegnum netfangið ragnhildur.gudmundsdottir@nmsi.is . Hátíðin nær til ársloka 2023 og er það von okkar að með henni takist rækilega að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni. Því fer þó fjarri að björninn sé unninn og aukin vitundavakning er langtímaverkefni. Því er mikilvægt að skipuleggja vel næstu skref en tryggja þarf að fræðsla um líffræðilega fjölbreytni nái eyrum sem flestra ef markmiðin eiga að nást. Fjölbreytni lífsins á jörðinni er dýrmæt auðlind sem við verðum að kosta öllu til að verja. Til þess dugir ekkert annað en fræðsla og aftur fræðsla. Við verðum að ná að lifa í sátt við náttúruna því annað er einfaldlega ekki í boði. Undirrituð eru í skiplagsnefnd Hátíðar líffræðilegrar fjölbreytni. Ragnhildur Guðmundsdóttir, Náttúruminjasafn Íslands Anna Katrín Guðmundsdóttir, Náttúruminjasafn Íslands Arndís Bergsdóttir, ROCS rannsóknasetur Ole Sandberg, Náttúruminjasafn Íslands Þorvarður Árnason, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði Sveinn Kári Valdimarsson, Náttúrufræðistofnun Íslands Ástrós Eva Ársælsdóttir, Ungir Umhverfissinnar [1] Baste, I. A., Watson, R. T., Brauman, K. I., Samper, C., & Walzer, C. (2021). Making peace with nature: a scientific blueprint to tackle the climate, biodiversity and pollution emergencies.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar