Að drepa bandamenn sína Ágústa Þóra Jónsdóttir skrifar 15. maí 2023 07:30 Hvalveiðar hafa verið harðlega gagnrýndar vegna ómannúðlegra veiða og áhrifa á ímynd landsins og ferðaþjónustu á sama tíma og bent hefur verið á að þær hafa enga þjóðhagslega þýðingu. Nýlega hafa komið fram rannsóknir sem benda til jákvæðra áhrifa hvala á andrúmsloftið, sem geta gjörbreytt hugmyndum okkar um áhrif hvalveiða bæði á náttúru og efnahag. Sjávarlíffræðingar hafa uppgötvað að hvalir – sérstaklega stórhveli – hafa mikil áhrif á föngun kolefnis úr andrúmsloftinu. Hvalir fanga að jafnaði 33 tonn af kolefni í skrokknum yfir æviskeiðið, á meðan tré á Íslandi fangar um 100 kíló á líftíma sínum. Meira máli skiptir þó sú uppgötvun að hvalir hafa jákvæð áhrif á viðgang plöntusvifs í sjónum. Plöntusvif framleiða ekki aðeins a.m.k. helming alls súrefnis í andrúmsloftinu heldur fangar svif um 37 milljarða tonna af kolefni, sem er stórt hlutfall allrar kolefnisframleiðslu heimsins. Nýjar rannsóknir benda til að hvalir eru öflugir í að færa járn og köfnunarefni – þau efni sem svif þarfnast – frá djúpum hafsins og að yfirborðinu þar sem svifið nýtir þau til að vaxa og dafna1. Hvalir eru því nátttúrulegir „áburðardreifarar“ fyrir plöntusvif í sjónum og fjölgun hvala mundi því hafa bein áhrif á að fanga meira kolefni. Enn vantar ítarlegri rannsóknir á áhrifum hvala en einungis 1% aukning á plöntusvifsframleiðslu mundi auka kolefnabindingu um hundruði milljón tonna2. Við verjum miljörðum í tilraunir bæði til að draga úr framleiðslu á kolefni og til snúa þróuninni við og fanga kolefni, til dæmis með fyrirtækjum eins og Carbfix. Önnur leið til að ná árangri er að nýta og ýta undir nátttúruleg ferli. Við þekkjum áhrif þess að planta trjám og nýta nátttúruleg efni í byggingar. Nú sýnir sig að sú „aðgerð“ að hætta hvalveiðum hefði gríðarlega jákvæð áhrif á föngun kolefnis. Nýleg grein leiðir að því líkum að jákvæð áhrif hvers steypireiðs á efnhag, vegna kolefnisföngunar, geti verið um 1.4 milljón dala eða tæplega 200 milljónir króna, en það er eðlilega ýmsum erfiðleikum bundið að setja fingur á nákvæma tölu3. Efnahagslegur ávinningur af hvalveiðum er í besta falli hverfandi og þær hafa enga þjóðhagslega þýðingu. Samkvæmt fréttum af ársreikningum Hvals hf var tap(!) félagsins af hvalveiðum um þrír milljarðar króna á árunum 2012 til 2020. Því vaknar eðlilega sú spurning, sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti fram í grein á síðasta ári; „Því ætti Ísland að taka þá áhættu að viðhalda veiðum sem hafa ekki skilað efnhagslegum ábata til að selja vöru sem lítil eftirspurn er eftir?“ Í ljósi nýrra uppgötvana á jákvæðum áhrifum hvala á andrúmsloftið má einnig spyrja: Hvers vegna drepum við hvali – og töpum á því peningum - og verjum síðan gríðarlegu fjármagni í að fanga kolefni, sem hvalirnir myndu fanga fyrir okkur á nátttúrulegan hátt? Af hverju að drepa bandamenn okkar? Fyrir hvern er hvaladrápið? Svo ég vitni í algenga setningu í unglingamenningu: Þetta meikar engan sens! Höfundur er varaformaður Landverndar. (1) Lavery, T., B. Roudnew, P. Gill, J. Seymour, L. Seuront, G. Johnson, J. Mitchell, and V. Smetacek. 2010. “Iron Defecation by Sperm Whales Stimulates Carbon Export in the Southern Ocean.” Proceedings of the Royal Academy 127:3527–31. (2) Chami útskýrir þetta betur á vef TED https://www.ted.com/talks/ralph_chami_what_a_living_whale_is_worth_and_why_the_economy_should_protect_nature (2) Chami, R. et al. (2019) Nature’s solution to climate change: a strategy to protect whales can limit greenhouse gases and global warming. Fin. Develop. 56, 34–38 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Hvalveiðar Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun Líknarmeðferð og líknarmiðstöðvar Svandís Íris Hálfdánardóttir,Dóra Björk Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Hvalveiðar hafa verið harðlega gagnrýndar vegna ómannúðlegra veiða og áhrifa á ímynd landsins og ferðaþjónustu á sama tíma og bent hefur verið á að þær hafa enga þjóðhagslega þýðingu. Nýlega hafa komið fram rannsóknir sem benda til jákvæðra áhrifa hvala á andrúmsloftið, sem geta gjörbreytt hugmyndum okkar um áhrif hvalveiða bæði á náttúru og efnahag. Sjávarlíffræðingar hafa uppgötvað að hvalir – sérstaklega stórhveli – hafa mikil áhrif á föngun kolefnis úr andrúmsloftinu. Hvalir fanga að jafnaði 33 tonn af kolefni í skrokknum yfir æviskeiðið, á meðan tré á Íslandi fangar um 100 kíló á líftíma sínum. Meira máli skiptir þó sú uppgötvun að hvalir hafa jákvæð áhrif á viðgang plöntusvifs í sjónum. Plöntusvif framleiða ekki aðeins a.m.k. helming alls súrefnis í andrúmsloftinu heldur fangar svif um 37 milljarða tonna af kolefni, sem er stórt hlutfall allrar kolefnisframleiðslu heimsins. Nýjar rannsóknir benda til að hvalir eru öflugir í að færa járn og köfnunarefni – þau efni sem svif þarfnast – frá djúpum hafsins og að yfirborðinu þar sem svifið nýtir þau til að vaxa og dafna1. Hvalir eru því nátttúrulegir „áburðardreifarar“ fyrir plöntusvif í sjónum og fjölgun hvala mundi því hafa bein áhrif á að fanga meira kolefni. Enn vantar ítarlegri rannsóknir á áhrifum hvala en einungis 1% aukning á plöntusvifsframleiðslu mundi auka kolefnabindingu um hundruði milljón tonna2. Við verjum miljörðum í tilraunir bæði til að draga úr framleiðslu á kolefni og til snúa þróuninni við og fanga kolefni, til dæmis með fyrirtækjum eins og Carbfix. Önnur leið til að ná árangri er að nýta og ýta undir nátttúruleg ferli. Við þekkjum áhrif þess að planta trjám og nýta nátttúruleg efni í byggingar. Nú sýnir sig að sú „aðgerð“ að hætta hvalveiðum hefði gríðarlega jákvæð áhrif á föngun kolefnis. Nýleg grein leiðir að því líkum að jákvæð áhrif hvers steypireiðs á efnhag, vegna kolefnisföngunar, geti verið um 1.4 milljón dala eða tæplega 200 milljónir króna, en það er eðlilega ýmsum erfiðleikum bundið að setja fingur á nákvæma tölu3. Efnahagslegur ávinningur af hvalveiðum er í besta falli hverfandi og þær hafa enga þjóðhagslega þýðingu. Samkvæmt fréttum af ársreikningum Hvals hf var tap(!) félagsins af hvalveiðum um þrír milljarðar króna á árunum 2012 til 2020. Því vaknar eðlilega sú spurning, sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti fram í grein á síðasta ári; „Því ætti Ísland að taka þá áhættu að viðhalda veiðum sem hafa ekki skilað efnhagslegum ábata til að selja vöru sem lítil eftirspurn er eftir?“ Í ljósi nýrra uppgötvana á jákvæðum áhrifum hvala á andrúmsloftið má einnig spyrja: Hvers vegna drepum við hvali – og töpum á því peningum - og verjum síðan gríðarlegu fjármagni í að fanga kolefni, sem hvalirnir myndu fanga fyrir okkur á nátttúrulegan hátt? Af hverju að drepa bandamenn okkar? Fyrir hvern er hvaladrápið? Svo ég vitni í algenga setningu í unglingamenningu: Þetta meikar engan sens! Höfundur er varaformaður Landverndar. (1) Lavery, T., B. Roudnew, P. Gill, J. Seymour, L. Seuront, G. Johnson, J. Mitchell, and V. Smetacek. 2010. “Iron Defecation by Sperm Whales Stimulates Carbon Export in the Southern Ocean.” Proceedings of the Royal Academy 127:3527–31. (2) Chami útskýrir þetta betur á vef TED https://www.ted.com/talks/ralph_chami_what_a_living_whale_is_worth_and_why_the_economy_should_protect_nature (2) Chami, R. et al. (2019) Nature’s solution to climate change: a strategy to protect whales can limit greenhouse gases and global warming. Fin. Develop. 56, 34–38
(1) Lavery, T., B. Roudnew, P. Gill, J. Seymour, L. Seuront, G. Johnson, J. Mitchell, and V. Smetacek. 2010. “Iron Defecation by Sperm Whales Stimulates Carbon Export in the Southern Ocean.” Proceedings of the Royal Academy 127:3527–31. (2) Chami útskýrir þetta betur á vef TED https://www.ted.com/talks/ralph_chami_what_a_living_whale_is_worth_and_why_the_economy_should_protect_nature (2) Chami, R. et al. (2019) Nature’s solution to climate change: a strategy to protect whales can limit greenhouse gases and global warming. Fin. Develop. 56, 34–38
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun