Að drepa bandamenn sína Ágústa Þóra Jónsdóttir skrifar 15. maí 2023 07:30 Hvalveiðar hafa verið harðlega gagnrýndar vegna ómannúðlegra veiða og áhrifa á ímynd landsins og ferðaþjónustu á sama tíma og bent hefur verið á að þær hafa enga þjóðhagslega þýðingu. Nýlega hafa komið fram rannsóknir sem benda til jákvæðra áhrifa hvala á andrúmsloftið, sem geta gjörbreytt hugmyndum okkar um áhrif hvalveiða bæði á náttúru og efnahag. Sjávarlíffræðingar hafa uppgötvað að hvalir – sérstaklega stórhveli – hafa mikil áhrif á föngun kolefnis úr andrúmsloftinu. Hvalir fanga að jafnaði 33 tonn af kolefni í skrokknum yfir æviskeiðið, á meðan tré á Íslandi fangar um 100 kíló á líftíma sínum. Meira máli skiptir þó sú uppgötvun að hvalir hafa jákvæð áhrif á viðgang plöntusvifs í sjónum. Plöntusvif framleiða ekki aðeins a.m.k. helming alls súrefnis í andrúmsloftinu heldur fangar svif um 37 milljarða tonna af kolefni, sem er stórt hlutfall allrar kolefnisframleiðslu heimsins. Nýjar rannsóknir benda til að hvalir eru öflugir í að færa járn og köfnunarefni – þau efni sem svif þarfnast – frá djúpum hafsins og að yfirborðinu þar sem svifið nýtir þau til að vaxa og dafna1. Hvalir eru því nátttúrulegir „áburðardreifarar“ fyrir plöntusvif í sjónum og fjölgun hvala mundi því hafa bein áhrif á að fanga meira kolefni. Enn vantar ítarlegri rannsóknir á áhrifum hvala en einungis 1% aukning á plöntusvifsframleiðslu mundi auka kolefnabindingu um hundruði milljón tonna2. Við verjum miljörðum í tilraunir bæði til að draga úr framleiðslu á kolefni og til snúa þróuninni við og fanga kolefni, til dæmis með fyrirtækjum eins og Carbfix. Önnur leið til að ná árangri er að nýta og ýta undir nátttúruleg ferli. Við þekkjum áhrif þess að planta trjám og nýta nátttúruleg efni í byggingar. Nú sýnir sig að sú „aðgerð“ að hætta hvalveiðum hefði gríðarlega jákvæð áhrif á föngun kolefnis. Nýleg grein leiðir að því líkum að jákvæð áhrif hvers steypireiðs á efnhag, vegna kolefnisföngunar, geti verið um 1.4 milljón dala eða tæplega 200 milljónir króna, en það er eðlilega ýmsum erfiðleikum bundið að setja fingur á nákvæma tölu3. Efnahagslegur ávinningur af hvalveiðum er í besta falli hverfandi og þær hafa enga þjóðhagslega þýðingu. Samkvæmt fréttum af ársreikningum Hvals hf var tap(!) félagsins af hvalveiðum um þrír milljarðar króna á árunum 2012 til 2020. Því vaknar eðlilega sú spurning, sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti fram í grein á síðasta ári; „Því ætti Ísland að taka þá áhættu að viðhalda veiðum sem hafa ekki skilað efnhagslegum ábata til að selja vöru sem lítil eftirspurn er eftir?“ Í ljósi nýrra uppgötvana á jákvæðum áhrifum hvala á andrúmsloftið má einnig spyrja: Hvers vegna drepum við hvali – og töpum á því peningum - og verjum síðan gríðarlegu fjármagni í að fanga kolefni, sem hvalirnir myndu fanga fyrir okkur á nátttúrulegan hátt? Af hverju að drepa bandamenn okkar? Fyrir hvern er hvaladrápið? Svo ég vitni í algenga setningu í unglingamenningu: Þetta meikar engan sens! Höfundur er varaformaður Landverndar. (1) Lavery, T., B. Roudnew, P. Gill, J. Seymour, L. Seuront, G. Johnson, J. Mitchell, and V. Smetacek. 2010. “Iron Defecation by Sperm Whales Stimulates Carbon Export in the Southern Ocean.” Proceedings of the Royal Academy 127:3527–31. (2) Chami útskýrir þetta betur á vef TED https://www.ted.com/talks/ralph_chami_what_a_living_whale_is_worth_and_why_the_economy_should_protect_nature (2) Chami, R. et al. (2019) Nature’s solution to climate change: a strategy to protect whales can limit greenhouse gases and global warming. Fin. Develop. 56, 34–38 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Hvalveiðar Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvalveiðar hafa verið harðlega gagnrýndar vegna ómannúðlegra veiða og áhrifa á ímynd landsins og ferðaþjónustu á sama tíma og bent hefur verið á að þær hafa enga þjóðhagslega þýðingu. Nýlega hafa komið fram rannsóknir sem benda til jákvæðra áhrifa hvala á andrúmsloftið, sem geta gjörbreytt hugmyndum okkar um áhrif hvalveiða bæði á náttúru og efnahag. Sjávarlíffræðingar hafa uppgötvað að hvalir – sérstaklega stórhveli – hafa mikil áhrif á föngun kolefnis úr andrúmsloftinu. Hvalir fanga að jafnaði 33 tonn af kolefni í skrokknum yfir æviskeiðið, á meðan tré á Íslandi fangar um 100 kíló á líftíma sínum. Meira máli skiptir þó sú uppgötvun að hvalir hafa jákvæð áhrif á viðgang plöntusvifs í sjónum. Plöntusvif framleiða ekki aðeins a.m.k. helming alls súrefnis í andrúmsloftinu heldur fangar svif um 37 milljarða tonna af kolefni, sem er stórt hlutfall allrar kolefnisframleiðslu heimsins. Nýjar rannsóknir benda til að hvalir eru öflugir í að færa járn og köfnunarefni – þau efni sem svif þarfnast – frá djúpum hafsins og að yfirborðinu þar sem svifið nýtir þau til að vaxa og dafna1. Hvalir eru því nátttúrulegir „áburðardreifarar“ fyrir plöntusvif í sjónum og fjölgun hvala mundi því hafa bein áhrif á að fanga meira kolefni. Enn vantar ítarlegri rannsóknir á áhrifum hvala en einungis 1% aukning á plöntusvifsframleiðslu mundi auka kolefnabindingu um hundruði milljón tonna2. Við verjum miljörðum í tilraunir bæði til að draga úr framleiðslu á kolefni og til snúa þróuninni við og fanga kolefni, til dæmis með fyrirtækjum eins og Carbfix. Önnur leið til að ná árangri er að nýta og ýta undir nátttúruleg ferli. Við þekkjum áhrif þess að planta trjám og nýta nátttúruleg efni í byggingar. Nú sýnir sig að sú „aðgerð“ að hætta hvalveiðum hefði gríðarlega jákvæð áhrif á föngun kolefnis. Nýleg grein leiðir að því líkum að jákvæð áhrif hvers steypireiðs á efnhag, vegna kolefnisföngunar, geti verið um 1.4 milljón dala eða tæplega 200 milljónir króna, en það er eðlilega ýmsum erfiðleikum bundið að setja fingur á nákvæma tölu3. Efnahagslegur ávinningur af hvalveiðum er í besta falli hverfandi og þær hafa enga þjóðhagslega þýðingu. Samkvæmt fréttum af ársreikningum Hvals hf var tap(!) félagsins af hvalveiðum um þrír milljarðar króna á árunum 2012 til 2020. Því vaknar eðlilega sú spurning, sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti fram í grein á síðasta ári; „Því ætti Ísland að taka þá áhættu að viðhalda veiðum sem hafa ekki skilað efnhagslegum ábata til að selja vöru sem lítil eftirspurn er eftir?“ Í ljósi nýrra uppgötvana á jákvæðum áhrifum hvala á andrúmsloftið má einnig spyrja: Hvers vegna drepum við hvali – og töpum á því peningum - og verjum síðan gríðarlegu fjármagni í að fanga kolefni, sem hvalirnir myndu fanga fyrir okkur á nátttúrulegan hátt? Af hverju að drepa bandamenn okkar? Fyrir hvern er hvaladrápið? Svo ég vitni í algenga setningu í unglingamenningu: Þetta meikar engan sens! Höfundur er varaformaður Landverndar. (1) Lavery, T., B. Roudnew, P. Gill, J. Seymour, L. Seuront, G. Johnson, J. Mitchell, and V. Smetacek. 2010. “Iron Defecation by Sperm Whales Stimulates Carbon Export in the Southern Ocean.” Proceedings of the Royal Academy 127:3527–31. (2) Chami útskýrir þetta betur á vef TED https://www.ted.com/talks/ralph_chami_what_a_living_whale_is_worth_and_why_the_economy_should_protect_nature (2) Chami, R. et al. (2019) Nature’s solution to climate change: a strategy to protect whales can limit greenhouse gases and global warming. Fin. Develop. 56, 34–38
(1) Lavery, T., B. Roudnew, P. Gill, J. Seymour, L. Seuront, G. Johnson, J. Mitchell, and V. Smetacek. 2010. “Iron Defecation by Sperm Whales Stimulates Carbon Export in the Southern Ocean.” Proceedings of the Royal Academy 127:3527–31. (2) Chami útskýrir þetta betur á vef TED https://www.ted.com/talks/ralph_chami_what_a_living_whale_is_worth_and_why_the_economy_should_protect_nature (2) Chami, R. et al. (2019) Nature’s solution to climate change: a strategy to protect whales can limit greenhouse gases and global warming. Fin. Develop. 56, 34–38
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun