Ilva var heimilt að kalla útsölu á Korputorgi „rýmingarsölu“ Atli Ísleifsson skrifar 11. maí 2023 07:55 Málið sneri að auglýsingum Ilva í aðdraganda flutnings verslunarinnar á Korputorgi í Reykjavík í Kauptún í Garðabæ. Vísir/Vilhelm Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu frá síðasta sumri vegna kynninga Ilva um rýmingarsölu. Málið sneri að auglýsingum Ilva í aðdraganda flutnings verslunarinnar á Korputorgi í Reykjavík í Kauptún í Garðabæ. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Ilvu um rýmingarsölu snemma 2022 hafi ekki staðist reglur um útsölur og að Ilva hafi verið óheimilt að auglýsa útsöluna sem „rýmingarsölu“. Í umræddum auglýsingum auglýsti Ilva „Rýmingarsala“, „Eingöngu í verslun á Korputorgi“, „70-80% afsláttur af öllum vörum“ og „70-80% afsláttur af vörum sem hætta og sýningareintökum“. Ilva var ósammála niðurstöðunni og taldi sig vera í fullum rétti að auglýsa „rýmingarsölu“, enda hafi hún átt sér stað í tengslum við að fyrirtækið hafi hætt rekstri verslunar sinnar á Korputorgi og að útsalan hafi einungis tekið til vara sem boðnar voru til sölu í þeirri verslun. Ákvað fyrirtækið að áfrýja ákvörðuninni til áfrýjunarnefndarinnar. „Áfrýjunarnefnd taldi orðalag útsölureglna ekki koma í veg fyrir að kynnt væri rýmingarsala þegar verslun flytur sig um set auk þess sem markaðssetning Ilva hafi verið skýr um að verðlækkun ætti eingöngu við um vörur í verslun á Korputorgi. Þá féllst nefndin ekki á að Ilva væri óheimilt að selja vörur sem boðnar voru á lækkuðu verði á rýmingarsölu í Korputorgi á fullu verði í öðrum verslunum,“ segir á vef Neytendastofu um úrskurð nefndarinnar. Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík Garðabær Mest lesið Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Viðskipti innlent Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Fleiri fréttir Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Málið sneri að auglýsingum Ilva í aðdraganda flutnings verslunarinnar á Korputorgi í Reykjavík í Kauptún í Garðabæ. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Ilvu um rýmingarsölu snemma 2022 hafi ekki staðist reglur um útsölur og að Ilva hafi verið óheimilt að auglýsa útsöluna sem „rýmingarsölu“. Í umræddum auglýsingum auglýsti Ilva „Rýmingarsala“, „Eingöngu í verslun á Korputorgi“, „70-80% afsláttur af öllum vörum“ og „70-80% afsláttur af vörum sem hætta og sýningareintökum“. Ilva var ósammála niðurstöðunni og taldi sig vera í fullum rétti að auglýsa „rýmingarsölu“, enda hafi hún átt sér stað í tengslum við að fyrirtækið hafi hætt rekstri verslunar sinnar á Korputorgi og að útsalan hafi einungis tekið til vara sem boðnar voru til sölu í þeirri verslun. Ákvað fyrirtækið að áfrýja ákvörðuninni til áfrýjunarnefndarinnar. „Áfrýjunarnefnd taldi orðalag útsölureglna ekki koma í veg fyrir að kynnt væri rýmingarsala þegar verslun flytur sig um set auk þess sem markaðssetning Ilva hafi verið skýr um að verðlækkun ætti eingöngu við um vörur í verslun á Korputorgi. Þá féllst nefndin ekki á að Ilva væri óheimilt að selja vörur sem boðnar voru á lækkuðu verði á rýmingarsölu í Korputorgi á fullu verði í öðrum verslunum,“ segir á vef Neytendastofu um úrskurð nefndarinnar.
Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík Garðabær Mest lesið Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Viðskipti innlent Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Fleiri fréttir Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira