Hafréttur: Erum við komin fram úr okkur? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 9. maí 2023 10:00 Mannkynið hefur nýtt landjörðina (1/3 hnattarins) í árþúsundir og stundað veiðar og ræktun í sjó. Sjávarbotninn (2/3 hnattarins) hefur sloppið að stórum hluta við ágang nema hvað botnlæg veiðarfæri hafa verið notuð, möl og sandur numinn og borholur gata botninn allvíða. Því miður hafa höfin einnig verið ruslakista. Meðal annars hafa ófá stríð og óprúttnir framleiðendur hættulegs úrgangs aukið á mengun í hafi. Löngu er kominn tími til að hyggja betur að verndun hafsins. Þess vegna var heimsmarkmiðum SÞ um verndun hafsvæða fagnað og enn fremur nýju samkomulagi SÞ (Hafsáttmálinn) um alþjóðlega verndun lífríkis á 30% hafsvæða. Í framhaldi af þessum vitrænu skrefum þarf enn og aftur að endurskoða skipulag hafs og stranda í ljósi mannlífsþróunar og auðlindanýtingar á jörðinni. Stefnir í óefni? Nú beinast augu fjármálagæðinga að sjávarbotninum í auknum mæli. Olíu- og gasvinnsla minnkar á næstu áratugum vegna loftslagskrísunnar. Aukin eftirspurn eftir jarðefnum, í núverandi hagkerfum, felur í sér hagnaðarvon fyrirtækja og ríkja sem vilja stöðugan, helst síaukinn, hagvöxt. Norðmenn eru meðal þeirra sem stefna hratt á umfangsmikla námuvinnslu á hafsbotni. Fleiri ríki og fyrirtæki eru á sömu leið. Málmar og önnur jarðefni freista. Andstætt víðtæku hringrásarhagkerfi og endurnýtingu jarðefna af landi stefnir í mikla og orkufreka frumvinnslu á hafsbotni. Þar og í vatnsbolnum fyrir ofan er að finna helstu matarkistu veraldar og annað lunga jarðar. Hitt lungað mynda ljóstillífandi súrefnisgjafar heims: Alls konar landjurtir. Fjölþætt rök Um þessar mundir er unnið að því að leysa úr botnkröfum margra ríkja samkvæmt Hafréttarsáttmála SÞ (UNCLOS). Það hefur verið á dagskrá árum saman og gengið hægt. Hvert strandríki hefur umráða- og nýtingarrétt á hafsbotni innan 200 mílna efnahagslögsögu sinnar. Engu að síður teygja þau sig öll lengra í helstu heimsöfunum. Fimm norðurslóðaríki gera hvert um sig kröfur um botnréttindi út fyrir 200 mílur, allt til norðurpólsins. Ísland krefst botnréttinda langt suðvestur eftir N-Atlantshafshryggnum. Norðmenn vilja t.d. geta nýtt sem fyrst stór svæði langt vestur af N-Noregi og Svalbarða. Í öllum tilvikum eru rökin jarðfræðileg og í samræmi við Hafréttarsáttmálann. En önnur rök, einkum á sviði vistfræði, pólitíkur, mannréttinda (mörg samfélög eru landlukt), umhverfis- og loftslagsmála og sjálfbærni, hvetja til þess að að staldra við. Sjálfbærni merkir þolmörk og þolmörk teikna hringrásarhagkerfi sem meginramma og hvetja til stóraukins aðhalds í auðlindanýtingu. Skref til baka? Ég tel óásættanlegt að hvert strandríkið á eftir öðru seilist út fyrir 200 mílna efnahagslögsögu sína og taki að athafna sig á sjávarbotni með tilheyrandi og fremur óljósum afleiðingum, m.a. fyrir lífríkið í vatnsbolnum. Vistkerfin þar og vistkerfi á botni eru nátengd, einnig innan 200 mílna lögsögunnar. Að mínu mati þarf að endurskoða Hafréttarsáttmálann og sjá til þess að hafsbotn utan 200 mílnanna teljist alþjóðlegur. Hann verði friðaður og allar nytjar þar og í vatnsbolnum yfir honum lúti samningum, með takmarkaðar og sjálfbærar auðlindanytjar að meginreglu. Líka verður að ákvarða margt nýtt um verndun og nýtingu sjávarbotnsins innan 200 mílnanna, bæði er varðar veiðar og námugröft. Höfundur er jarðvísindamaður og fyrrum þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Sjávarútvegur Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Mannkynið hefur nýtt landjörðina (1/3 hnattarins) í árþúsundir og stundað veiðar og ræktun í sjó. Sjávarbotninn (2/3 hnattarins) hefur sloppið að stórum hluta við ágang nema hvað botnlæg veiðarfæri hafa verið notuð, möl og sandur numinn og borholur gata botninn allvíða. Því miður hafa höfin einnig verið ruslakista. Meðal annars hafa ófá stríð og óprúttnir framleiðendur hættulegs úrgangs aukið á mengun í hafi. Löngu er kominn tími til að hyggja betur að verndun hafsins. Þess vegna var heimsmarkmiðum SÞ um verndun hafsvæða fagnað og enn fremur nýju samkomulagi SÞ (Hafsáttmálinn) um alþjóðlega verndun lífríkis á 30% hafsvæða. Í framhaldi af þessum vitrænu skrefum þarf enn og aftur að endurskoða skipulag hafs og stranda í ljósi mannlífsþróunar og auðlindanýtingar á jörðinni. Stefnir í óefni? Nú beinast augu fjármálagæðinga að sjávarbotninum í auknum mæli. Olíu- og gasvinnsla minnkar á næstu áratugum vegna loftslagskrísunnar. Aukin eftirspurn eftir jarðefnum, í núverandi hagkerfum, felur í sér hagnaðarvon fyrirtækja og ríkja sem vilja stöðugan, helst síaukinn, hagvöxt. Norðmenn eru meðal þeirra sem stefna hratt á umfangsmikla námuvinnslu á hafsbotni. Fleiri ríki og fyrirtæki eru á sömu leið. Málmar og önnur jarðefni freista. Andstætt víðtæku hringrásarhagkerfi og endurnýtingu jarðefna af landi stefnir í mikla og orkufreka frumvinnslu á hafsbotni. Þar og í vatnsbolnum fyrir ofan er að finna helstu matarkistu veraldar og annað lunga jarðar. Hitt lungað mynda ljóstillífandi súrefnisgjafar heims: Alls konar landjurtir. Fjölþætt rök Um þessar mundir er unnið að því að leysa úr botnkröfum margra ríkja samkvæmt Hafréttarsáttmála SÞ (UNCLOS). Það hefur verið á dagskrá árum saman og gengið hægt. Hvert strandríki hefur umráða- og nýtingarrétt á hafsbotni innan 200 mílna efnahagslögsögu sinnar. Engu að síður teygja þau sig öll lengra í helstu heimsöfunum. Fimm norðurslóðaríki gera hvert um sig kröfur um botnréttindi út fyrir 200 mílur, allt til norðurpólsins. Ísland krefst botnréttinda langt suðvestur eftir N-Atlantshafshryggnum. Norðmenn vilja t.d. geta nýtt sem fyrst stór svæði langt vestur af N-Noregi og Svalbarða. Í öllum tilvikum eru rökin jarðfræðileg og í samræmi við Hafréttarsáttmálann. En önnur rök, einkum á sviði vistfræði, pólitíkur, mannréttinda (mörg samfélög eru landlukt), umhverfis- og loftslagsmála og sjálfbærni, hvetja til þess að að staldra við. Sjálfbærni merkir þolmörk og þolmörk teikna hringrásarhagkerfi sem meginramma og hvetja til stóraukins aðhalds í auðlindanýtingu. Skref til baka? Ég tel óásættanlegt að hvert strandríkið á eftir öðru seilist út fyrir 200 mílna efnahagslögsögu sína og taki að athafna sig á sjávarbotni með tilheyrandi og fremur óljósum afleiðingum, m.a. fyrir lífríkið í vatnsbolnum. Vistkerfin þar og vistkerfi á botni eru nátengd, einnig innan 200 mílna lögsögunnar. Að mínu mati þarf að endurskoða Hafréttarsáttmálann og sjá til þess að hafsbotn utan 200 mílnanna teljist alþjóðlegur. Hann verði friðaður og allar nytjar þar og í vatnsbolnum yfir honum lúti samningum, með takmarkaðar og sjálfbærar auðlindanytjar að meginreglu. Líka verður að ákvarða margt nýtt um verndun og nýtingu sjávarbotnsins innan 200 mílnanna, bæði er varðar veiðar og námugröft. Höfundur er jarðvísindamaður og fyrrum þingmaður VG.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun