Hafréttur: Erum við komin fram úr okkur? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 9. maí 2023 10:00 Mannkynið hefur nýtt landjörðina (1/3 hnattarins) í árþúsundir og stundað veiðar og ræktun í sjó. Sjávarbotninn (2/3 hnattarins) hefur sloppið að stórum hluta við ágang nema hvað botnlæg veiðarfæri hafa verið notuð, möl og sandur numinn og borholur gata botninn allvíða. Því miður hafa höfin einnig verið ruslakista. Meðal annars hafa ófá stríð og óprúttnir framleiðendur hættulegs úrgangs aukið á mengun í hafi. Löngu er kominn tími til að hyggja betur að verndun hafsins. Þess vegna var heimsmarkmiðum SÞ um verndun hafsvæða fagnað og enn fremur nýju samkomulagi SÞ (Hafsáttmálinn) um alþjóðlega verndun lífríkis á 30% hafsvæða. Í framhaldi af þessum vitrænu skrefum þarf enn og aftur að endurskoða skipulag hafs og stranda í ljósi mannlífsþróunar og auðlindanýtingar á jörðinni. Stefnir í óefni? Nú beinast augu fjármálagæðinga að sjávarbotninum í auknum mæli. Olíu- og gasvinnsla minnkar á næstu áratugum vegna loftslagskrísunnar. Aukin eftirspurn eftir jarðefnum, í núverandi hagkerfum, felur í sér hagnaðarvon fyrirtækja og ríkja sem vilja stöðugan, helst síaukinn, hagvöxt. Norðmenn eru meðal þeirra sem stefna hratt á umfangsmikla námuvinnslu á hafsbotni. Fleiri ríki og fyrirtæki eru á sömu leið. Málmar og önnur jarðefni freista. Andstætt víðtæku hringrásarhagkerfi og endurnýtingu jarðefna af landi stefnir í mikla og orkufreka frumvinnslu á hafsbotni. Þar og í vatnsbolnum fyrir ofan er að finna helstu matarkistu veraldar og annað lunga jarðar. Hitt lungað mynda ljóstillífandi súrefnisgjafar heims: Alls konar landjurtir. Fjölþætt rök Um þessar mundir er unnið að því að leysa úr botnkröfum margra ríkja samkvæmt Hafréttarsáttmála SÞ (UNCLOS). Það hefur verið á dagskrá árum saman og gengið hægt. Hvert strandríki hefur umráða- og nýtingarrétt á hafsbotni innan 200 mílna efnahagslögsögu sinnar. Engu að síður teygja þau sig öll lengra í helstu heimsöfunum. Fimm norðurslóðaríki gera hvert um sig kröfur um botnréttindi út fyrir 200 mílur, allt til norðurpólsins. Ísland krefst botnréttinda langt suðvestur eftir N-Atlantshafshryggnum. Norðmenn vilja t.d. geta nýtt sem fyrst stór svæði langt vestur af N-Noregi og Svalbarða. Í öllum tilvikum eru rökin jarðfræðileg og í samræmi við Hafréttarsáttmálann. En önnur rök, einkum á sviði vistfræði, pólitíkur, mannréttinda (mörg samfélög eru landlukt), umhverfis- og loftslagsmála og sjálfbærni, hvetja til þess að að staldra við. Sjálfbærni merkir þolmörk og þolmörk teikna hringrásarhagkerfi sem meginramma og hvetja til stóraukins aðhalds í auðlindanýtingu. Skref til baka? Ég tel óásættanlegt að hvert strandríkið á eftir öðru seilist út fyrir 200 mílna efnahagslögsögu sína og taki að athafna sig á sjávarbotni með tilheyrandi og fremur óljósum afleiðingum, m.a. fyrir lífríkið í vatnsbolnum. Vistkerfin þar og vistkerfi á botni eru nátengd, einnig innan 200 mílna lögsögunnar. Að mínu mati þarf að endurskoða Hafréttarsáttmálann og sjá til þess að hafsbotn utan 200 mílnanna teljist alþjóðlegur. Hann verði friðaður og allar nytjar þar og í vatnsbolnum yfir honum lúti samningum, með takmarkaðar og sjálfbærar auðlindanytjar að meginreglu. Líka verður að ákvarða margt nýtt um verndun og nýtingu sjávarbotnsins innan 200 mílnanna, bæði er varðar veiðar og námugröft. Höfundur er jarðvísindamaður og fyrrum þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Sjávarútvegur Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Mannkynið hefur nýtt landjörðina (1/3 hnattarins) í árþúsundir og stundað veiðar og ræktun í sjó. Sjávarbotninn (2/3 hnattarins) hefur sloppið að stórum hluta við ágang nema hvað botnlæg veiðarfæri hafa verið notuð, möl og sandur numinn og borholur gata botninn allvíða. Því miður hafa höfin einnig verið ruslakista. Meðal annars hafa ófá stríð og óprúttnir framleiðendur hættulegs úrgangs aukið á mengun í hafi. Löngu er kominn tími til að hyggja betur að verndun hafsins. Þess vegna var heimsmarkmiðum SÞ um verndun hafsvæða fagnað og enn fremur nýju samkomulagi SÞ (Hafsáttmálinn) um alþjóðlega verndun lífríkis á 30% hafsvæða. Í framhaldi af þessum vitrænu skrefum þarf enn og aftur að endurskoða skipulag hafs og stranda í ljósi mannlífsþróunar og auðlindanýtingar á jörðinni. Stefnir í óefni? Nú beinast augu fjármálagæðinga að sjávarbotninum í auknum mæli. Olíu- og gasvinnsla minnkar á næstu áratugum vegna loftslagskrísunnar. Aukin eftirspurn eftir jarðefnum, í núverandi hagkerfum, felur í sér hagnaðarvon fyrirtækja og ríkja sem vilja stöðugan, helst síaukinn, hagvöxt. Norðmenn eru meðal þeirra sem stefna hratt á umfangsmikla námuvinnslu á hafsbotni. Fleiri ríki og fyrirtæki eru á sömu leið. Málmar og önnur jarðefni freista. Andstætt víðtæku hringrásarhagkerfi og endurnýtingu jarðefna af landi stefnir í mikla og orkufreka frumvinnslu á hafsbotni. Þar og í vatnsbolnum fyrir ofan er að finna helstu matarkistu veraldar og annað lunga jarðar. Hitt lungað mynda ljóstillífandi súrefnisgjafar heims: Alls konar landjurtir. Fjölþætt rök Um þessar mundir er unnið að því að leysa úr botnkröfum margra ríkja samkvæmt Hafréttarsáttmála SÞ (UNCLOS). Það hefur verið á dagskrá árum saman og gengið hægt. Hvert strandríki hefur umráða- og nýtingarrétt á hafsbotni innan 200 mílna efnahagslögsögu sinnar. Engu að síður teygja þau sig öll lengra í helstu heimsöfunum. Fimm norðurslóðaríki gera hvert um sig kröfur um botnréttindi út fyrir 200 mílur, allt til norðurpólsins. Ísland krefst botnréttinda langt suðvestur eftir N-Atlantshafshryggnum. Norðmenn vilja t.d. geta nýtt sem fyrst stór svæði langt vestur af N-Noregi og Svalbarða. Í öllum tilvikum eru rökin jarðfræðileg og í samræmi við Hafréttarsáttmálann. En önnur rök, einkum á sviði vistfræði, pólitíkur, mannréttinda (mörg samfélög eru landlukt), umhverfis- og loftslagsmála og sjálfbærni, hvetja til þess að að staldra við. Sjálfbærni merkir þolmörk og þolmörk teikna hringrásarhagkerfi sem meginramma og hvetja til stóraukins aðhalds í auðlindanýtingu. Skref til baka? Ég tel óásættanlegt að hvert strandríkið á eftir öðru seilist út fyrir 200 mílna efnahagslögsögu sína og taki að athafna sig á sjávarbotni með tilheyrandi og fremur óljósum afleiðingum, m.a. fyrir lífríkið í vatnsbolnum. Vistkerfin þar og vistkerfi á botni eru nátengd, einnig innan 200 mílna lögsögunnar. Að mínu mati þarf að endurskoða Hafréttarsáttmálann og sjá til þess að hafsbotn utan 200 mílnanna teljist alþjóðlegur. Hann verði friðaður og allar nytjar þar og í vatnsbolnum yfir honum lúti samningum, með takmarkaðar og sjálfbærar auðlindanytjar að meginreglu. Líka verður að ákvarða margt nýtt um verndun og nýtingu sjávarbotnsins innan 200 mílnanna, bæði er varðar veiðar og námugröft. Höfundur er jarðvísindamaður og fyrrum þingmaður VG.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun