Er saga Kvennaskólans í Reykjavík ekki neins virði? Þengill Fannar Jónsson skrifar 4. maí 2023 13:31 Nú er komin upp sú staða að menntamálaráðuneytið hefur lagt til að sameina Menntaskólann við Sund og Kvennaskólann í Reykjavík í húsnæði gamla kennaraskólans í Stakkahlíð. Þessa hugsun má eflaust rekja til þess að ríkissjóður er rekinn í halla og það þarf að skera niður í skólamálum og þessi lausn gæti hugsast góð hvað varðar að spara pening án þess að draga úr skólahaldi. Þó það sé margt sem ég og aðrir sem hafa stundað nám við Kvennaskólann höfum út á þessa hugmynd að setja standa ákveðin atriði framar öðrum. Það sem hefur ekki verið ígrundað nægilega í þessu máli er hlutverk og merking menningarlegrar arfleiðar Kvennaskólans í Reykjavík. Kvennaskólinn var stofnaður árið 1874 í skólahúsnæði sem var endurbyggt á sama stað árið 1878. Til samanburðar hófst skólahald Menntaskólans í Reykjavík (MR) í gamla skóla árið 1846. Saga beggja skóla á þeim stöðum sem þeir standa nú er gríðarlega mikilvæg fyrir sögu menntamála á Íslandi. Allt frá stofnun Kvennaskólans hefur hann verið stoð og stytta fyrir réttindi kvenna til að stunda nám og er saga Kvennaskólans þar af leiðandi ekki einungis mikilvæg vegna aldurs skólans. Sagan er mikilvæg í samhengi kvenréttindabaráttunnar á Íslandi. Skólar á Íslandi tóku ekki að sér kvenkyns nemendur og var því stofnaður skóli sérstaklega til að kenna stúlkum. Þóra Melsteð, annar stofnandi skólans var svo fyrsta forstöðukona Kvennaskólans og sú sem tók við af henni var engin önnur en Ingibjörg H. Bjarnason fyrsta alþingiskona íslands. Sú hugmynd að taka út fyrir sviga merkingu og mikilvægi þessarar sögu einungis til hagræðingar er einfaldlega út í hött. Stóra áhyggjuefnið í þessum áformum er að MR, nágrannaskóli Kvennaskólans sem, eins og áður greinir frá hefur mikilvæga sögu í menntamálum á íslandi hefur ekki verið boðinn fram til sameiningar við aðra skóla. Ástæða þess er eflaust vegna sögu skólans og þeirra bygginga sem skólinn er hýstur í. Það er að segja nákvæmlega sömu ástæður sem segja til um það að ekki eigi að loka dyrum Kvennaskólans þar sem hann stendur nú. Ég ætla ekki að koma með neinar ásakanir hvað varða ástæður þess að Kvennaskólinn varð fyrir valinu en ekki MR en ég ætla þó að segja þetta. Ef Þessi hugmynd verður að veruleika yrði hún lituð af hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds á Íslandi og ekki síst gagnvart kvenréttindabaráttu Íslendinga. Höfundur er fyrrverandi nemandi við Kvennaskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er komin upp sú staða að menntamálaráðuneytið hefur lagt til að sameina Menntaskólann við Sund og Kvennaskólann í Reykjavík í húsnæði gamla kennaraskólans í Stakkahlíð. Þessa hugsun má eflaust rekja til þess að ríkissjóður er rekinn í halla og það þarf að skera niður í skólamálum og þessi lausn gæti hugsast góð hvað varðar að spara pening án þess að draga úr skólahaldi. Þó það sé margt sem ég og aðrir sem hafa stundað nám við Kvennaskólann höfum út á þessa hugmynd að setja standa ákveðin atriði framar öðrum. Það sem hefur ekki verið ígrundað nægilega í þessu máli er hlutverk og merking menningarlegrar arfleiðar Kvennaskólans í Reykjavík. Kvennaskólinn var stofnaður árið 1874 í skólahúsnæði sem var endurbyggt á sama stað árið 1878. Til samanburðar hófst skólahald Menntaskólans í Reykjavík (MR) í gamla skóla árið 1846. Saga beggja skóla á þeim stöðum sem þeir standa nú er gríðarlega mikilvæg fyrir sögu menntamála á Íslandi. Allt frá stofnun Kvennaskólans hefur hann verið stoð og stytta fyrir réttindi kvenna til að stunda nám og er saga Kvennaskólans þar af leiðandi ekki einungis mikilvæg vegna aldurs skólans. Sagan er mikilvæg í samhengi kvenréttindabaráttunnar á Íslandi. Skólar á Íslandi tóku ekki að sér kvenkyns nemendur og var því stofnaður skóli sérstaklega til að kenna stúlkum. Þóra Melsteð, annar stofnandi skólans var svo fyrsta forstöðukona Kvennaskólans og sú sem tók við af henni var engin önnur en Ingibjörg H. Bjarnason fyrsta alþingiskona íslands. Sú hugmynd að taka út fyrir sviga merkingu og mikilvægi þessarar sögu einungis til hagræðingar er einfaldlega út í hött. Stóra áhyggjuefnið í þessum áformum er að MR, nágrannaskóli Kvennaskólans sem, eins og áður greinir frá hefur mikilvæga sögu í menntamálum á íslandi hefur ekki verið boðinn fram til sameiningar við aðra skóla. Ástæða þess er eflaust vegna sögu skólans og þeirra bygginga sem skólinn er hýstur í. Það er að segja nákvæmlega sömu ástæður sem segja til um það að ekki eigi að loka dyrum Kvennaskólans þar sem hann stendur nú. Ég ætla ekki að koma með neinar ásakanir hvað varða ástæður þess að Kvennaskólinn varð fyrir valinu en ekki MR en ég ætla þó að segja þetta. Ef Þessi hugmynd verður að veruleika yrði hún lituð af hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds á Íslandi og ekki síst gagnvart kvenréttindabaráttu Íslendinga. Höfundur er fyrrverandi nemandi við Kvennaskólann í Reykjavík.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun