Gæslan: Hugsum okkur tvisvar um Ari Trausti Guðmundsson skrifar 3. maí 2023 13:01 Góð voru tíðindin þegar tókst að koma í veg fyrir sölu á TF-SIF. Vonir stóðu þá til að vélin gæti gegnt sínu hlutverki hér á landi. Hún er þó aftur komin í útleigu svo halda megi í hana þar eð ekki fæst veruleg hækkun á framlögun til Gæslunnar. Stofnunin er vanfjármögnuð hvað sem annað er sagt. Auðvitað er spurning opin um hvernig 387 þúsund manna samfélag hegðar lögggæslu, hjálparstarfi, öryggismálum og náttúruvárverkefnum þegar náttúruvá herðist vegna hlýnunar og norðurslóðir opnast hennar vegna - og á meðan stríð og herðnaðaruppbygging ógna friði. Nú eru aftur uppi hugmyndir um að selja TF-SIF og kaupa ca. 9-manna, nýja Beechcraft-flugvél – m.a. af því að nágrannaþjóðir nota slíkar vélar til eftirlitsstarfa. Ríkin ráða hins vegar samtímis yfir fullbúnum herjum og alls konar öðrum loftförum til gæslu- og eftirlitsstarfa sem Landhelgisgæslan verður líka að sinna. Ég tel að þarna sé ranghugmynd uppi. Allur nauðsynlegur búnaður og margþætt starfsemi, sem krefst manngengrar flugvélar, flókins tæknibúnaðar og nærga sæta undir sérfræðinga, er fyrirferðarmeiri en svo að lítil tvíhreyfla, þótt hrað- og háfleyg sé, geti hentað. Sú hugmynd að selja nokkuð gamla Beechcraft vél ISAVIA og sameina mörg hlutverk nýrrar flugvélar er ekki alröng en þá verður að hyggja að því að til viðbótar Gæsluhlutverkum verður hún að sinna flugvallar- og loftferðaverkefnum ISAVIA með tilheyrandi tækjabúnaði. Gleymum heldur ekki að TF-SIF er notuð til mannflutninga m.a. til leitar- eða björgunarstarfa og hún flytur rannsóknarteymi og hvers kyns fjölmiðlamenn, þegar náttúruvá dynur yfir. Jafnvel opinbera gesti eins og gæsluþyrlur gera á stundum. Fer stundum í ískönnunarflug þrátt fyrir gervihnattamyndir. Lausn gæti verið sala TF-SIF og ISAVIA-vélanna og kaup á stórri tvíhreyfla skrúfuþotu með endurnýjuðum búnaði sem hentar Gæslunni, ISAVIA og ráðuneytum er fara með málefni náttúruvár, Almannavarna og Þjóðaröryggisráðs. Hlustum á þá sem vinna þessi grunnstörf í samfélaginu, virðum stefnumótun í brýnum málaflokkum, m.a. náttúruvá, og aukum framlög til opinbers flugrekstrar sem samfélagið þarf og þolir. Höfundur er jarðvísindamaður og fyrrum þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Landhelgisgæslan Mest lesið Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Góð voru tíðindin þegar tókst að koma í veg fyrir sölu á TF-SIF. Vonir stóðu þá til að vélin gæti gegnt sínu hlutverki hér á landi. Hún er þó aftur komin í útleigu svo halda megi í hana þar eð ekki fæst veruleg hækkun á framlögun til Gæslunnar. Stofnunin er vanfjármögnuð hvað sem annað er sagt. Auðvitað er spurning opin um hvernig 387 þúsund manna samfélag hegðar lögggæslu, hjálparstarfi, öryggismálum og náttúruvárverkefnum þegar náttúruvá herðist vegna hlýnunar og norðurslóðir opnast hennar vegna - og á meðan stríð og herðnaðaruppbygging ógna friði. Nú eru aftur uppi hugmyndir um að selja TF-SIF og kaupa ca. 9-manna, nýja Beechcraft-flugvél – m.a. af því að nágrannaþjóðir nota slíkar vélar til eftirlitsstarfa. Ríkin ráða hins vegar samtímis yfir fullbúnum herjum og alls konar öðrum loftförum til gæslu- og eftirlitsstarfa sem Landhelgisgæslan verður líka að sinna. Ég tel að þarna sé ranghugmynd uppi. Allur nauðsynlegur búnaður og margþætt starfsemi, sem krefst manngengrar flugvélar, flókins tæknibúnaðar og nærga sæta undir sérfræðinga, er fyrirferðarmeiri en svo að lítil tvíhreyfla, þótt hrað- og háfleyg sé, geti hentað. Sú hugmynd að selja nokkuð gamla Beechcraft vél ISAVIA og sameina mörg hlutverk nýrrar flugvélar er ekki alröng en þá verður að hyggja að því að til viðbótar Gæsluhlutverkum verður hún að sinna flugvallar- og loftferðaverkefnum ISAVIA með tilheyrandi tækjabúnaði. Gleymum heldur ekki að TF-SIF er notuð til mannflutninga m.a. til leitar- eða björgunarstarfa og hún flytur rannsóknarteymi og hvers kyns fjölmiðlamenn, þegar náttúruvá dynur yfir. Jafnvel opinbera gesti eins og gæsluþyrlur gera á stundum. Fer stundum í ískönnunarflug þrátt fyrir gervihnattamyndir. Lausn gæti verið sala TF-SIF og ISAVIA-vélanna og kaup á stórri tvíhreyfla skrúfuþotu með endurnýjuðum búnaði sem hentar Gæslunni, ISAVIA og ráðuneytum er fara með málefni náttúruvár, Almannavarna og Þjóðaröryggisráðs. Hlustum á þá sem vinna þessi grunnstörf í samfélaginu, virðum stefnumótun í brýnum málaflokkum, m.a. náttúruvá, og aukum framlög til opinbers flugrekstrar sem samfélagið þarf og þolir. Höfundur er jarðvísindamaður og fyrrum þingmaður VG.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar