Gæslan: Hugsum okkur tvisvar um Ari Trausti Guðmundsson skrifar 3. maí 2023 13:01 Góð voru tíðindin þegar tókst að koma í veg fyrir sölu á TF-SIF. Vonir stóðu þá til að vélin gæti gegnt sínu hlutverki hér á landi. Hún er þó aftur komin í útleigu svo halda megi í hana þar eð ekki fæst veruleg hækkun á framlögun til Gæslunnar. Stofnunin er vanfjármögnuð hvað sem annað er sagt. Auðvitað er spurning opin um hvernig 387 þúsund manna samfélag hegðar lögggæslu, hjálparstarfi, öryggismálum og náttúruvárverkefnum þegar náttúruvá herðist vegna hlýnunar og norðurslóðir opnast hennar vegna - og á meðan stríð og herðnaðaruppbygging ógna friði. Nú eru aftur uppi hugmyndir um að selja TF-SIF og kaupa ca. 9-manna, nýja Beechcraft-flugvél – m.a. af því að nágrannaþjóðir nota slíkar vélar til eftirlitsstarfa. Ríkin ráða hins vegar samtímis yfir fullbúnum herjum og alls konar öðrum loftförum til gæslu- og eftirlitsstarfa sem Landhelgisgæslan verður líka að sinna. Ég tel að þarna sé ranghugmynd uppi. Allur nauðsynlegur búnaður og margþætt starfsemi, sem krefst manngengrar flugvélar, flókins tæknibúnaðar og nærga sæta undir sérfræðinga, er fyrirferðarmeiri en svo að lítil tvíhreyfla, þótt hrað- og háfleyg sé, geti hentað. Sú hugmynd að selja nokkuð gamla Beechcraft vél ISAVIA og sameina mörg hlutverk nýrrar flugvélar er ekki alröng en þá verður að hyggja að því að til viðbótar Gæsluhlutverkum verður hún að sinna flugvallar- og loftferðaverkefnum ISAVIA með tilheyrandi tækjabúnaði. Gleymum heldur ekki að TF-SIF er notuð til mannflutninga m.a. til leitar- eða björgunarstarfa og hún flytur rannsóknarteymi og hvers kyns fjölmiðlamenn, þegar náttúruvá dynur yfir. Jafnvel opinbera gesti eins og gæsluþyrlur gera á stundum. Fer stundum í ískönnunarflug þrátt fyrir gervihnattamyndir. Lausn gæti verið sala TF-SIF og ISAVIA-vélanna og kaup á stórri tvíhreyfla skrúfuþotu með endurnýjuðum búnaði sem hentar Gæslunni, ISAVIA og ráðuneytum er fara með málefni náttúruvár, Almannavarna og Þjóðaröryggisráðs. Hlustum á þá sem vinna þessi grunnstörf í samfélaginu, virðum stefnumótun í brýnum málaflokkum, m.a. náttúruvá, og aukum framlög til opinbers flugrekstrar sem samfélagið þarf og þolir. Höfundur er jarðvísindamaður og fyrrum þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Landhelgisgæslan Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Góð voru tíðindin þegar tókst að koma í veg fyrir sölu á TF-SIF. Vonir stóðu þá til að vélin gæti gegnt sínu hlutverki hér á landi. Hún er þó aftur komin í útleigu svo halda megi í hana þar eð ekki fæst veruleg hækkun á framlögun til Gæslunnar. Stofnunin er vanfjármögnuð hvað sem annað er sagt. Auðvitað er spurning opin um hvernig 387 þúsund manna samfélag hegðar lögggæslu, hjálparstarfi, öryggismálum og náttúruvárverkefnum þegar náttúruvá herðist vegna hlýnunar og norðurslóðir opnast hennar vegna - og á meðan stríð og herðnaðaruppbygging ógna friði. Nú eru aftur uppi hugmyndir um að selja TF-SIF og kaupa ca. 9-manna, nýja Beechcraft-flugvél – m.a. af því að nágrannaþjóðir nota slíkar vélar til eftirlitsstarfa. Ríkin ráða hins vegar samtímis yfir fullbúnum herjum og alls konar öðrum loftförum til gæslu- og eftirlitsstarfa sem Landhelgisgæslan verður líka að sinna. Ég tel að þarna sé ranghugmynd uppi. Allur nauðsynlegur búnaður og margþætt starfsemi, sem krefst manngengrar flugvélar, flókins tæknibúnaðar og nærga sæta undir sérfræðinga, er fyrirferðarmeiri en svo að lítil tvíhreyfla, þótt hrað- og háfleyg sé, geti hentað. Sú hugmynd að selja nokkuð gamla Beechcraft vél ISAVIA og sameina mörg hlutverk nýrrar flugvélar er ekki alröng en þá verður að hyggja að því að til viðbótar Gæsluhlutverkum verður hún að sinna flugvallar- og loftferðaverkefnum ISAVIA með tilheyrandi tækjabúnaði. Gleymum heldur ekki að TF-SIF er notuð til mannflutninga m.a. til leitar- eða björgunarstarfa og hún flytur rannsóknarteymi og hvers kyns fjölmiðlamenn, þegar náttúruvá dynur yfir. Jafnvel opinbera gesti eins og gæsluþyrlur gera á stundum. Fer stundum í ískönnunarflug þrátt fyrir gervihnattamyndir. Lausn gæti verið sala TF-SIF og ISAVIA-vélanna og kaup á stórri tvíhreyfla skrúfuþotu með endurnýjuðum búnaði sem hentar Gæslunni, ISAVIA og ráðuneytum er fara með málefni náttúruvár, Almannavarna og Þjóðaröryggisráðs. Hlustum á þá sem vinna þessi grunnstörf í samfélaginu, virðum stefnumótun í brýnum málaflokkum, m.a. náttúruvá, og aukum framlög til opinbers flugrekstrar sem samfélagið þarf og þolir. Höfundur er jarðvísindamaður og fyrrum þingmaður VG.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun