Útlán bankanna og verðbólga Ólafur Margeirsson skrifar 2. maí 2023 08:30 Verðbólga á Íslandi er enn of há, þrátt fyrir vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands. Það eru margar ástæður fyrir henni en ein hefur verið lítið rædd: útlánaveitingar bankakerfisins. Hallinn á ríkissjóði er í dag í kringum 3,5% af landsframleiðslu. Það er mjög líklegt að það sé of mikið m.v. nýtingu aðfanga en atvinnuleysi er t.d. lítið eða í kringum 3%. Þá er mjög líklegt að útgjöld ríkissjóðs séu ekki að fjármagna á nægilegan máta framkvæmdir sem auka framleiðslugetu hagkerfisins og þar með draga úr verðbólguþrýstingi innan þess til langs tíma. Nefna má endurmenntun, rannsóknir og þróun, uppbyggingu samgöngukerfa og uppbyggingu húsnæðis sem dæmi. Mikilvægara er þó að þrátt fyrir miklar vaxtahækkanir hjá Seðlabanka Íslands hefur honum ekki tekist að halda aftur af vilja bankanna til þess að veita lán. Þegar banki veitir lán eykst peningamagn í umferð. Þetta peningamagn er notað til þess að kaupa vörur og þjónustu sem þarf að framleiða eða flytja inn. Hafi hagkerfið ekki framleiðslugetu til þess að framleiða þessar vörur og þjónustu, s.s. þegar atvinnuleysi er lágt og aðföng fullnýtt, skapast verðþrýstingur og verðbólga. Sé þjónustan eða vörurnar fluttar inn hefur það neikvæð áhrif á viðskiptajöfnuð með tilheyrandi áhrifum á gengi krónunnar. Niðurstaðan er alltaf sú sama: láni bankakerfið of mikið út til heimila og fyrirtækja endar það með verðbólgu. Það er mikilvægt að átta sig á að á meðan hallinn á ríkissjóði er í kringum 3,5% af landsframleiðslu er nettó útlánamyndun bankakerfisins um 13,0% af landsframleiðslu, nærri fjórum sinnum meiri. Þannig er það svo að á meðan hallinn á ríkissjóði árið 2022 var í kringum 120 milljarðar lánaði bankakerfið út, nettó, nærri 500 milljarða það ár. Munið: þegar bankar veita lán eykst peningamagn í umferð og eftirspurn með. Það er þessi eftirspurn sem Seðlabankinn er að reyna að draga úr. Myndin hér að neðan sýnir hvernig bankar lánuðu sérstaklega til heimila árin 2020 og 2021. Það voru þessi lán sem ollu mestu verðhækkunum á fasteignaverði á þessum tíma. Síðan um mitt ár 2022 hafa lánveitingar þeirra til fyrirtækja svo aukist verulega með tilheyrandi verðbólguþrýstingi. Halli á ríkissjóði Við höfum að sjálfsögðu séð þetta áður. Á 8. og 9. áratugum síðustu aldar var mikil verðbólga á Íslandi. Sú verðbólga var ekki drifin áfram af hallarekstri á ríkissjóði heldur mun frekar af lánveitingum banka til heimila og fyrirtækja. Þegar dró úr lánveitingunum dró úr verðbólguþrýstingi. Auðvelt er að sjá samhengið þar á milli á mynd (sjá þessa grein). Íslenskt hagkerfi í dag er undir miklum þrýstingi frá eftirspurnarhliðinni. Lánveitingar banka eru of miklar og hallinn á ríkissjóði er of stór m.v. getu framboðshliðarinnar til þess að framleiða allt það sem eftirspurn er eftir. Seðlabankinn hefur reynt að leysa þetta ójafnvægi með því að hækka vexti en áhrifin hafa verið dauf, m.a. því fyrirtæki á Íslandi starfa á fákeppnismarkaði og geta þeirra til þess að velta kostnaðarauka yfir í verðlag er mikil. Vaxtahækkanir hafa lítil áhrif í þessu umhverfi. Verðtrygging á lánum til heimila dregur svo enn frekar úr getu Seðlabankans til þess að hafa áhrif á eftirspurnarhliðina með vaxtabreytingum því vaxtabreytingar hafa lítil áhrif á greiðsluflæði verðtryggðra lána. Vilji Seðlabankinn ná betri tökum á eftirspurnarhliðinni verður hann að draga úr útlánum banka til heimila og fyrirtækja með öðrum tólum en vaxtahækkunum. Eitt slíkt tól eru þjóðhagsvarúðartæki. Því tóli beitir hann nú þegar í tilviki fasteignalána: hámark veðsetningarhlutfalls er almennt 80% af markaðsverði fasteignar og hámark greiðslubyrðar í hlutfalli við tekjur lántaka er 35% af ráðstöfunartekjum. Þetta tól takmarkar lánaframboð til íbúðakaupa án þess að hækka vexti. Svipaðar reglur þarf að þróa þegar kemur að fyrirtækjalánum: í stað þess að hækka vexti getur Seðlabankinn takmarkað lánaframboð banka til fyrirtækja og dregið þar með úr verðbólguþrýstingi. Lán banka sem fjármagna fjárfestingu fyrirtækja, t.d. íbúðabyggingar hjá verktökum, geta verið undanskilin einmitt til þess að ýta undir aukna framleiðslugetu í hagkerfinu sem dregur úr verðbólguþrýstingi. Alþingi þarf að sjá til þess á sama tíma að lagaramminn leyfi Seðlabankanum að gera þetta, ellegar er Alþingi einfaldlega að takmarka vopnabúr Seðlabankans í baráttu hans við verðbólgu. Alþingi getur þá síðar meir ekki skammað Seðlabankann fyrir að ná ekki verðbólgumarkmiðinu, því Alþingi þarf að sjá til þess að hann hafi þau vopn sem Alþingi getur fært honum. Ef lánaframboð banka er ekki takmarkað með þessum eða viðlíka hætti eru miklar líkur á að vaxtahækkanir Seðlabankans verði meiri en ella og verðbólga hærri en ella. Það er því til margs að vinna. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Margeirsson Íslenskir bankar Verðlag Íslenska krónan Seðlabankinn Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Skoðun Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Verðbólga á Íslandi er enn of há, þrátt fyrir vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands. Það eru margar ástæður fyrir henni en ein hefur verið lítið rædd: útlánaveitingar bankakerfisins. Hallinn á ríkissjóði er í dag í kringum 3,5% af landsframleiðslu. Það er mjög líklegt að það sé of mikið m.v. nýtingu aðfanga en atvinnuleysi er t.d. lítið eða í kringum 3%. Þá er mjög líklegt að útgjöld ríkissjóðs séu ekki að fjármagna á nægilegan máta framkvæmdir sem auka framleiðslugetu hagkerfisins og þar með draga úr verðbólguþrýstingi innan þess til langs tíma. Nefna má endurmenntun, rannsóknir og þróun, uppbyggingu samgöngukerfa og uppbyggingu húsnæðis sem dæmi. Mikilvægara er þó að þrátt fyrir miklar vaxtahækkanir hjá Seðlabanka Íslands hefur honum ekki tekist að halda aftur af vilja bankanna til þess að veita lán. Þegar banki veitir lán eykst peningamagn í umferð. Þetta peningamagn er notað til þess að kaupa vörur og þjónustu sem þarf að framleiða eða flytja inn. Hafi hagkerfið ekki framleiðslugetu til þess að framleiða þessar vörur og þjónustu, s.s. þegar atvinnuleysi er lágt og aðföng fullnýtt, skapast verðþrýstingur og verðbólga. Sé þjónustan eða vörurnar fluttar inn hefur það neikvæð áhrif á viðskiptajöfnuð með tilheyrandi áhrifum á gengi krónunnar. Niðurstaðan er alltaf sú sama: láni bankakerfið of mikið út til heimila og fyrirtækja endar það með verðbólgu. Það er mikilvægt að átta sig á að á meðan hallinn á ríkissjóði er í kringum 3,5% af landsframleiðslu er nettó útlánamyndun bankakerfisins um 13,0% af landsframleiðslu, nærri fjórum sinnum meiri. Þannig er það svo að á meðan hallinn á ríkissjóði árið 2022 var í kringum 120 milljarðar lánaði bankakerfið út, nettó, nærri 500 milljarða það ár. Munið: þegar bankar veita lán eykst peningamagn í umferð og eftirspurn með. Það er þessi eftirspurn sem Seðlabankinn er að reyna að draga úr. Myndin hér að neðan sýnir hvernig bankar lánuðu sérstaklega til heimila árin 2020 og 2021. Það voru þessi lán sem ollu mestu verðhækkunum á fasteignaverði á þessum tíma. Síðan um mitt ár 2022 hafa lánveitingar þeirra til fyrirtækja svo aukist verulega með tilheyrandi verðbólguþrýstingi. Halli á ríkissjóði Við höfum að sjálfsögðu séð þetta áður. Á 8. og 9. áratugum síðustu aldar var mikil verðbólga á Íslandi. Sú verðbólga var ekki drifin áfram af hallarekstri á ríkissjóði heldur mun frekar af lánveitingum banka til heimila og fyrirtækja. Þegar dró úr lánveitingunum dró úr verðbólguþrýstingi. Auðvelt er að sjá samhengið þar á milli á mynd (sjá þessa grein). Íslenskt hagkerfi í dag er undir miklum þrýstingi frá eftirspurnarhliðinni. Lánveitingar banka eru of miklar og hallinn á ríkissjóði er of stór m.v. getu framboðshliðarinnar til þess að framleiða allt það sem eftirspurn er eftir. Seðlabankinn hefur reynt að leysa þetta ójafnvægi með því að hækka vexti en áhrifin hafa verið dauf, m.a. því fyrirtæki á Íslandi starfa á fákeppnismarkaði og geta þeirra til þess að velta kostnaðarauka yfir í verðlag er mikil. Vaxtahækkanir hafa lítil áhrif í þessu umhverfi. Verðtrygging á lánum til heimila dregur svo enn frekar úr getu Seðlabankans til þess að hafa áhrif á eftirspurnarhliðina með vaxtabreytingum því vaxtabreytingar hafa lítil áhrif á greiðsluflæði verðtryggðra lána. Vilji Seðlabankinn ná betri tökum á eftirspurnarhliðinni verður hann að draga úr útlánum banka til heimila og fyrirtækja með öðrum tólum en vaxtahækkunum. Eitt slíkt tól eru þjóðhagsvarúðartæki. Því tóli beitir hann nú þegar í tilviki fasteignalána: hámark veðsetningarhlutfalls er almennt 80% af markaðsverði fasteignar og hámark greiðslubyrðar í hlutfalli við tekjur lántaka er 35% af ráðstöfunartekjum. Þetta tól takmarkar lánaframboð til íbúðakaupa án þess að hækka vexti. Svipaðar reglur þarf að þróa þegar kemur að fyrirtækjalánum: í stað þess að hækka vexti getur Seðlabankinn takmarkað lánaframboð banka til fyrirtækja og dregið þar með úr verðbólguþrýstingi. Lán banka sem fjármagna fjárfestingu fyrirtækja, t.d. íbúðabyggingar hjá verktökum, geta verið undanskilin einmitt til þess að ýta undir aukna framleiðslugetu í hagkerfinu sem dregur úr verðbólguþrýstingi. Alþingi þarf að sjá til þess á sama tíma að lagaramminn leyfi Seðlabankanum að gera þetta, ellegar er Alþingi einfaldlega að takmarka vopnabúr Seðlabankans í baráttu hans við verðbólgu. Alþingi getur þá síðar meir ekki skammað Seðlabankann fyrir að ná ekki verðbólgumarkmiðinu, því Alþingi þarf að sjá til þess að hann hafi þau vopn sem Alþingi getur fært honum. Ef lánaframboð banka er ekki takmarkað með þessum eða viðlíka hætti eru miklar líkur á að vaxtahækkanir Seðlabankans verði meiri en ella og verðbólga hærri en ella. Það er því til margs að vinna. Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar