Útlán bankanna og verðbólga Ólafur Margeirsson skrifar 2. maí 2023 08:30 Verðbólga á Íslandi er enn of há, þrátt fyrir vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands. Það eru margar ástæður fyrir henni en ein hefur verið lítið rædd: útlánaveitingar bankakerfisins. Hallinn á ríkissjóði er í dag í kringum 3,5% af landsframleiðslu. Það er mjög líklegt að það sé of mikið m.v. nýtingu aðfanga en atvinnuleysi er t.d. lítið eða í kringum 3%. Þá er mjög líklegt að útgjöld ríkissjóðs séu ekki að fjármagna á nægilegan máta framkvæmdir sem auka framleiðslugetu hagkerfisins og þar með draga úr verðbólguþrýstingi innan þess til langs tíma. Nefna má endurmenntun, rannsóknir og þróun, uppbyggingu samgöngukerfa og uppbyggingu húsnæðis sem dæmi. Mikilvægara er þó að þrátt fyrir miklar vaxtahækkanir hjá Seðlabanka Íslands hefur honum ekki tekist að halda aftur af vilja bankanna til þess að veita lán. Þegar banki veitir lán eykst peningamagn í umferð. Þetta peningamagn er notað til þess að kaupa vörur og þjónustu sem þarf að framleiða eða flytja inn. Hafi hagkerfið ekki framleiðslugetu til þess að framleiða þessar vörur og þjónustu, s.s. þegar atvinnuleysi er lágt og aðföng fullnýtt, skapast verðþrýstingur og verðbólga. Sé þjónustan eða vörurnar fluttar inn hefur það neikvæð áhrif á viðskiptajöfnuð með tilheyrandi áhrifum á gengi krónunnar. Niðurstaðan er alltaf sú sama: láni bankakerfið of mikið út til heimila og fyrirtækja endar það með verðbólgu. Það er mikilvægt að átta sig á að á meðan hallinn á ríkissjóði er í kringum 3,5% af landsframleiðslu er nettó útlánamyndun bankakerfisins um 13,0% af landsframleiðslu, nærri fjórum sinnum meiri. Þannig er það svo að á meðan hallinn á ríkissjóði árið 2022 var í kringum 120 milljarðar lánaði bankakerfið út, nettó, nærri 500 milljarða það ár. Munið: þegar bankar veita lán eykst peningamagn í umferð og eftirspurn með. Það er þessi eftirspurn sem Seðlabankinn er að reyna að draga úr. Myndin hér að neðan sýnir hvernig bankar lánuðu sérstaklega til heimila árin 2020 og 2021. Það voru þessi lán sem ollu mestu verðhækkunum á fasteignaverði á þessum tíma. Síðan um mitt ár 2022 hafa lánveitingar þeirra til fyrirtækja svo aukist verulega með tilheyrandi verðbólguþrýstingi. Halli á ríkissjóði Við höfum að sjálfsögðu séð þetta áður. Á 8. og 9. áratugum síðustu aldar var mikil verðbólga á Íslandi. Sú verðbólga var ekki drifin áfram af hallarekstri á ríkissjóði heldur mun frekar af lánveitingum banka til heimila og fyrirtækja. Þegar dró úr lánveitingunum dró úr verðbólguþrýstingi. Auðvelt er að sjá samhengið þar á milli á mynd (sjá þessa grein). Íslenskt hagkerfi í dag er undir miklum þrýstingi frá eftirspurnarhliðinni. Lánveitingar banka eru of miklar og hallinn á ríkissjóði er of stór m.v. getu framboðshliðarinnar til þess að framleiða allt það sem eftirspurn er eftir. Seðlabankinn hefur reynt að leysa þetta ójafnvægi með því að hækka vexti en áhrifin hafa verið dauf, m.a. því fyrirtæki á Íslandi starfa á fákeppnismarkaði og geta þeirra til þess að velta kostnaðarauka yfir í verðlag er mikil. Vaxtahækkanir hafa lítil áhrif í þessu umhverfi. Verðtrygging á lánum til heimila dregur svo enn frekar úr getu Seðlabankans til þess að hafa áhrif á eftirspurnarhliðina með vaxtabreytingum því vaxtabreytingar hafa lítil áhrif á greiðsluflæði verðtryggðra lána. Vilji Seðlabankinn ná betri tökum á eftirspurnarhliðinni verður hann að draga úr útlánum banka til heimila og fyrirtækja með öðrum tólum en vaxtahækkunum. Eitt slíkt tól eru þjóðhagsvarúðartæki. Því tóli beitir hann nú þegar í tilviki fasteignalána: hámark veðsetningarhlutfalls er almennt 80% af markaðsverði fasteignar og hámark greiðslubyrðar í hlutfalli við tekjur lántaka er 35% af ráðstöfunartekjum. Þetta tól takmarkar lánaframboð til íbúðakaupa án þess að hækka vexti. Svipaðar reglur þarf að þróa þegar kemur að fyrirtækjalánum: í stað þess að hækka vexti getur Seðlabankinn takmarkað lánaframboð banka til fyrirtækja og dregið þar með úr verðbólguþrýstingi. Lán banka sem fjármagna fjárfestingu fyrirtækja, t.d. íbúðabyggingar hjá verktökum, geta verið undanskilin einmitt til þess að ýta undir aukna framleiðslugetu í hagkerfinu sem dregur úr verðbólguþrýstingi. Alþingi þarf að sjá til þess á sama tíma að lagaramminn leyfi Seðlabankanum að gera þetta, ellegar er Alþingi einfaldlega að takmarka vopnabúr Seðlabankans í baráttu hans við verðbólgu. Alþingi getur þá síðar meir ekki skammað Seðlabankann fyrir að ná ekki verðbólgumarkmiðinu, því Alþingi þarf að sjá til þess að hann hafi þau vopn sem Alþingi getur fært honum. Ef lánaframboð banka er ekki takmarkað með þessum eða viðlíka hætti eru miklar líkur á að vaxtahækkanir Seðlabankans verði meiri en ella og verðbólga hærri en ella. Það er því til margs að vinna. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Margeirsson Íslenskir bankar Verðlag Íslenska krónan Seðlabankinn Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Verðbólga á Íslandi er enn of há, þrátt fyrir vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands. Það eru margar ástæður fyrir henni en ein hefur verið lítið rædd: útlánaveitingar bankakerfisins. Hallinn á ríkissjóði er í dag í kringum 3,5% af landsframleiðslu. Það er mjög líklegt að það sé of mikið m.v. nýtingu aðfanga en atvinnuleysi er t.d. lítið eða í kringum 3%. Þá er mjög líklegt að útgjöld ríkissjóðs séu ekki að fjármagna á nægilegan máta framkvæmdir sem auka framleiðslugetu hagkerfisins og þar með draga úr verðbólguþrýstingi innan þess til langs tíma. Nefna má endurmenntun, rannsóknir og þróun, uppbyggingu samgöngukerfa og uppbyggingu húsnæðis sem dæmi. Mikilvægara er þó að þrátt fyrir miklar vaxtahækkanir hjá Seðlabanka Íslands hefur honum ekki tekist að halda aftur af vilja bankanna til þess að veita lán. Þegar banki veitir lán eykst peningamagn í umferð. Þetta peningamagn er notað til þess að kaupa vörur og þjónustu sem þarf að framleiða eða flytja inn. Hafi hagkerfið ekki framleiðslugetu til þess að framleiða þessar vörur og þjónustu, s.s. þegar atvinnuleysi er lágt og aðföng fullnýtt, skapast verðþrýstingur og verðbólga. Sé þjónustan eða vörurnar fluttar inn hefur það neikvæð áhrif á viðskiptajöfnuð með tilheyrandi áhrifum á gengi krónunnar. Niðurstaðan er alltaf sú sama: láni bankakerfið of mikið út til heimila og fyrirtækja endar það með verðbólgu. Það er mikilvægt að átta sig á að á meðan hallinn á ríkissjóði er í kringum 3,5% af landsframleiðslu er nettó útlánamyndun bankakerfisins um 13,0% af landsframleiðslu, nærri fjórum sinnum meiri. Þannig er það svo að á meðan hallinn á ríkissjóði árið 2022 var í kringum 120 milljarðar lánaði bankakerfið út, nettó, nærri 500 milljarða það ár. Munið: þegar bankar veita lán eykst peningamagn í umferð og eftirspurn með. Það er þessi eftirspurn sem Seðlabankinn er að reyna að draga úr. Myndin hér að neðan sýnir hvernig bankar lánuðu sérstaklega til heimila árin 2020 og 2021. Það voru þessi lán sem ollu mestu verðhækkunum á fasteignaverði á þessum tíma. Síðan um mitt ár 2022 hafa lánveitingar þeirra til fyrirtækja svo aukist verulega með tilheyrandi verðbólguþrýstingi. Halli á ríkissjóði Við höfum að sjálfsögðu séð þetta áður. Á 8. og 9. áratugum síðustu aldar var mikil verðbólga á Íslandi. Sú verðbólga var ekki drifin áfram af hallarekstri á ríkissjóði heldur mun frekar af lánveitingum banka til heimila og fyrirtækja. Þegar dró úr lánveitingunum dró úr verðbólguþrýstingi. Auðvelt er að sjá samhengið þar á milli á mynd (sjá þessa grein). Íslenskt hagkerfi í dag er undir miklum þrýstingi frá eftirspurnarhliðinni. Lánveitingar banka eru of miklar og hallinn á ríkissjóði er of stór m.v. getu framboðshliðarinnar til þess að framleiða allt það sem eftirspurn er eftir. Seðlabankinn hefur reynt að leysa þetta ójafnvægi með því að hækka vexti en áhrifin hafa verið dauf, m.a. því fyrirtæki á Íslandi starfa á fákeppnismarkaði og geta þeirra til þess að velta kostnaðarauka yfir í verðlag er mikil. Vaxtahækkanir hafa lítil áhrif í þessu umhverfi. Verðtrygging á lánum til heimila dregur svo enn frekar úr getu Seðlabankans til þess að hafa áhrif á eftirspurnarhliðina með vaxtabreytingum því vaxtabreytingar hafa lítil áhrif á greiðsluflæði verðtryggðra lána. Vilji Seðlabankinn ná betri tökum á eftirspurnarhliðinni verður hann að draga úr útlánum banka til heimila og fyrirtækja með öðrum tólum en vaxtahækkunum. Eitt slíkt tól eru þjóðhagsvarúðartæki. Því tóli beitir hann nú þegar í tilviki fasteignalána: hámark veðsetningarhlutfalls er almennt 80% af markaðsverði fasteignar og hámark greiðslubyrðar í hlutfalli við tekjur lántaka er 35% af ráðstöfunartekjum. Þetta tól takmarkar lánaframboð til íbúðakaupa án þess að hækka vexti. Svipaðar reglur þarf að þróa þegar kemur að fyrirtækjalánum: í stað þess að hækka vexti getur Seðlabankinn takmarkað lánaframboð banka til fyrirtækja og dregið þar með úr verðbólguþrýstingi. Lán banka sem fjármagna fjárfestingu fyrirtækja, t.d. íbúðabyggingar hjá verktökum, geta verið undanskilin einmitt til þess að ýta undir aukna framleiðslugetu í hagkerfinu sem dregur úr verðbólguþrýstingi. Alþingi þarf að sjá til þess á sama tíma að lagaramminn leyfi Seðlabankanum að gera þetta, ellegar er Alþingi einfaldlega að takmarka vopnabúr Seðlabankans í baráttu hans við verðbólgu. Alþingi getur þá síðar meir ekki skammað Seðlabankann fyrir að ná ekki verðbólgumarkmiðinu, því Alþingi þarf að sjá til þess að hann hafi þau vopn sem Alþingi getur fært honum. Ef lánaframboð banka er ekki takmarkað með þessum eða viðlíka hætti eru miklar líkur á að vaxtahækkanir Seðlabankans verði meiri en ella og verðbólga hærri en ella. Það er því til margs að vinna. Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar