Fjarnám í þjóðfræði Hafrún Eva Kristjánsdóttir skrifar 25. apríl 2023 07:00 Árið 2020 var viðburðarríkt hjá mér. Fyrir utan upphaf Covid19 og öllu því fíaskói sem fylgdi því eignaðist ég mitt annað barn og í fæðingarorlofinu mínu flutti ég af suðurlandinu og norður fyrir heiði. Það að vera innilokuð í Covid19 takmörkunum og í fæðingarorlofi á nýjum stað þar sem ég þekkti fáa gerði það að verkum að ég ósjálfrátt einangraðist og mér hundleiddist. Þá tók ég þá ákvörðun að skrá mig í nám, fyrir valinu varð þjóðfræði við Háskóla Íslands. Þetta var þá í þriðja sinn sem ég skráði mig í háskólanám en í hinum tilfellunum flosnaði ég upp úr námi eingöngu af því að ég bjó ekki á höfuðborgarsvæðinu og fannst illa haldið utan um fjarnema. Það kom mér því skemmtilega á óvart þegar ég skoðaði námsskránna hjá þjóðfræðinni að öll fögin voru kennd í fjarnámi og höfðu verið það um árabil samhliða staðnáminu. Þó að fyrsta árið hafi svo verið kennt eingöngu í fjarnámi vegna faraldursins tók ég strax eftir því hversu viljugir og lausnamiðaðir kennararnir voru til þess að láta námið ganga upp. Þegar háskólinn var opnaður aftur og staðnemendur fóru aftur að mæta í skólastofu þá héldu kennararnir áfram að styðja við fjarnemendur með ýmsum ráðum, sumir kennarar buðu upp á vikulega fjarnámsfundi þar sem fjarnemar gátu hist á Zoom og rætt námið og aðrir stigu skrefinu lengra og buðu fjarnemum inn í stofuna með aðstoð tækninnar. Mér telst svo til að á þeim þremur árum sem ég hef verið í fjarnámi í þjóðfræði við Háskóla Íslands hafi ég mætt í skólabygginguna alls átta sinnum. Samt kemur það ekki að sök þar sem þjóðfræðihópurinn er þéttur og þó svo að ég hafi ekki hitt flesta samnemendur mína í eigin persónu, lít ég á marga þeirra sem vini mína, ásamt því að kennararnir eru boðnir og búnir að aðstoða mann eftir þörfum, brenna fyrir sitt starf og leggja jafn mikinn metnað í að sinna fjarnemum eins og staðnemum. Það að geta stundað háskólanám annarsstaðar en á höfuðborgarsvæðinu en fengið jafn mikinn aðgang og stuðning frá kennurum eins og staðnemar fá er afskaplega dýrmætt og raunar mikilvægt jafnréttis- og aðgengismál. Í fyrri háskólatilraunum mínum upplifði ég að ég yrði sjálflærð ef ég myndi útskrifast, en í þjóðfræðinni er ég partur af hópnum og fæ alla kennslu og upplifunina að vera í háskóla jafnt við samnemendur mína. Því má segja að þjóðfræðin sé sammála mér um að það sé orðið algjörlega úrelt fyrirkomulag að fólk þurfi að flytja hreppaflutningum til þess eins að mennta sig. Höfundur er fjarnemi í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Árið 2020 var viðburðarríkt hjá mér. Fyrir utan upphaf Covid19 og öllu því fíaskói sem fylgdi því eignaðist ég mitt annað barn og í fæðingarorlofinu mínu flutti ég af suðurlandinu og norður fyrir heiði. Það að vera innilokuð í Covid19 takmörkunum og í fæðingarorlofi á nýjum stað þar sem ég þekkti fáa gerði það að verkum að ég ósjálfrátt einangraðist og mér hundleiddist. Þá tók ég þá ákvörðun að skrá mig í nám, fyrir valinu varð þjóðfræði við Háskóla Íslands. Þetta var þá í þriðja sinn sem ég skráði mig í háskólanám en í hinum tilfellunum flosnaði ég upp úr námi eingöngu af því að ég bjó ekki á höfuðborgarsvæðinu og fannst illa haldið utan um fjarnema. Það kom mér því skemmtilega á óvart þegar ég skoðaði námsskránna hjá þjóðfræðinni að öll fögin voru kennd í fjarnámi og höfðu verið það um árabil samhliða staðnáminu. Þó að fyrsta árið hafi svo verið kennt eingöngu í fjarnámi vegna faraldursins tók ég strax eftir því hversu viljugir og lausnamiðaðir kennararnir voru til þess að láta námið ganga upp. Þegar háskólinn var opnaður aftur og staðnemendur fóru aftur að mæta í skólastofu þá héldu kennararnir áfram að styðja við fjarnemendur með ýmsum ráðum, sumir kennarar buðu upp á vikulega fjarnámsfundi þar sem fjarnemar gátu hist á Zoom og rætt námið og aðrir stigu skrefinu lengra og buðu fjarnemum inn í stofuna með aðstoð tækninnar. Mér telst svo til að á þeim þremur árum sem ég hef verið í fjarnámi í þjóðfræði við Háskóla Íslands hafi ég mætt í skólabygginguna alls átta sinnum. Samt kemur það ekki að sök þar sem þjóðfræðihópurinn er þéttur og þó svo að ég hafi ekki hitt flesta samnemendur mína í eigin persónu, lít ég á marga þeirra sem vini mína, ásamt því að kennararnir eru boðnir og búnir að aðstoða mann eftir þörfum, brenna fyrir sitt starf og leggja jafn mikinn metnað í að sinna fjarnemum eins og staðnemum. Það að geta stundað háskólanám annarsstaðar en á höfuðborgarsvæðinu en fengið jafn mikinn aðgang og stuðning frá kennurum eins og staðnemar fá er afskaplega dýrmætt og raunar mikilvægt jafnréttis- og aðgengismál. Í fyrri háskólatilraunum mínum upplifði ég að ég yrði sjálflærð ef ég myndi útskrifast, en í þjóðfræðinni er ég partur af hópnum og fæ alla kennslu og upplifunina að vera í háskóla jafnt við samnemendur mína. Því má segja að þjóðfræðin sé sammála mér um að það sé orðið algjörlega úrelt fyrirkomulag að fólk þurfi að flytja hreppaflutningum til þess eins að mennta sig. Höfundur er fjarnemi í þjóðfræði við Háskóla Íslands.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun