Pólskt samfélag í áfalli Martyna Ylfa Suszko skrifar 22. apríl 2023 18:00 Síðastliðinn fimmtudag átti sér stað hræðilegt atvik í Hafnarfirði. Ungur Pólskur maður var stunginn til bana á bílastæði fyrir utan Fjarðarkaup. Meintir gerendur eru fjórir Íslenskir strákar á framhaldsskólaaldri, sem gerir þetta kannski en sorglegra. Þetta atvik er mikill harmleikur og hefur tekið mjög á pólskt samfélag hér á landi. Þetta vekur upp hjá öllum margar spurningar og vangaveltur. Af hverju gerðist þetta? Hvað leiddi til þess? Var hægt að koma í veg fyrir þessa hörmung? Það eru jafn margar skoðanir á þessu og spurningar. En að mínu mati, sem pólsk kona sem hefur búið hér á landi síðan ég var á grunnskólaaldri hef ég mitt eigið álit. Pólverjar á Íslandi er einn stærsti hópur innflytjenda á Íslandi. Samkvæmt hagstofu Íslands eru 20% af öllu fólki á íslenskum vinnumarkaði pólskir ríkisborgarar. Ísland ekki fjölmennasta ríki í heimi, en til þess að þróa áfram okkar hagkerfi þurfum við að fá vinnuafl að utan. Pólverjar sem koma hér koma til Íslands einmitt til þess að starfa, en við þurfum að muna að þetta fólk á líka fjölskyldur, börn og vini. Talsvert af innflytjendum ákveða að vera áfram hér á landi og kalla Ísland sitt land. En á móti, þó margir eru opnir og jákvæðir í garð innflytjenda, atvik eins og harmleikur síðasta fimmtudags sýnir fram að við erum ennþá með langan veg fyrir framan okkar. Fordómar og misskilningar eru því miður út um allt. Það sem mér finnst en sorglegra er það að okkar yngri kynslóð er líka með slíkt viðhorf. Þetta sýnir það að við þurfum að bæta okkur. Fordómar byrja oft smáir, með gríni og athugasemdum. Ég hef oft heyrt að ef útlendingar myndu læra Íslensku þá væri þetta í lagi og þeim yrði boðið velkomið með opnum örmum, en það er ekki svo einfalt. Ég tala Íslensku og hef starfað sem túlkur í fjölmörg ár, en samt fæ ég oft athugasemdir um heiminn minn og spurningar hvaðan ég er. Ég ólst upp á Íslandi, og lít á mig sem Íslending. Íslendingur af pólskum uppruna, en samt, Íslendingur. Ég veit að þetta er ekki endilega illa meint, en ef ég á að vera hreinskilin þá fæ ég sting í hjartað þegar ég fæ svona athugasemdir. Ég hugsa með mér „Afhverju get ég ekki verið venjuleg?“ Mér líður ekki eins og ég sé öðruvísi, en aðrir virðast vera að hugsa það. Þó svona athugasemdir eru oftast saklausar, þá þurfum við að muna að við höfum áhrif. Fyrir ungt fólk, sem hefur ekki náð andlegum þroska, er oft einfalt að komast að þeirri niðurstöðu að “öðruvísi” er það sama og „verri.“ Að þetta er barátta. „Við“ gegn „þeim.“ Svona hugsunarháttur getur dregið með sér hræðilegar afleiðingar. Ég neita því ekki að sumt fólk af erlendum uppruna hefur líka gert eitthvað af sér, en það eru undantekningar, ekki regla. Við þurfum öll að gera betur og hugsa um hvernig við komum fram við fólk í kringum okkur. Á stundum eins og þessum er mikilvægt að muna að við erum öll partur af íslensku samfélagi, hvaðan sem við komum. Við þurfum öll að vinna í gagnkvæmum skilningi og umburðarlyndi. Höfundur hefur búið á Íslandi síðan 2005 og er af pólskum uppruna, starfar sem túlkur og rekur túlkunarfyrirtæki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Tengdar fréttir Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46 Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn fimmtudag átti sér stað hræðilegt atvik í Hafnarfirði. Ungur Pólskur maður var stunginn til bana á bílastæði fyrir utan Fjarðarkaup. Meintir gerendur eru fjórir Íslenskir strákar á framhaldsskólaaldri, sem gerir þetta kannski en sorglegra. Þetta atvik er mikill harmleikur og hefur tekið mjög á pólskt samfélag hér á landi. Þetta vekur upp hjá öllum margar spurningar og vangaveltur. Af hverju gerðist þetta? Hvað leiddi til þess? Var hægt að koma í veg fyrir þessa hörmung? Það eru jafn margar skoðanir á þessu og spurningar. En að mínu mati, sem pólsk kona sem hefur búið hér á landi síðan ég var á grunnskólaaldri hef ég mitt eigið álit. Pólverjar á Íslandi er einn stærsti hópur innflytjenda á Íslandi. Samkvæmt hagstofu Íslands eru 20% af öllu fólki á íslenskum vinnumarkaði pólskir ríkisborgarar. Ísland ekki fjölmennasta ríki í heimi, en til þess að þróa áfram okkar hagkerfi þurfum við að fá vinnuafl að utan. Pólverjar sem koma hér koma til Íslands einmitt til þess að starfa, en við þurfum að muna að þetta fólk á líka fjölskyldur, börn og vini. Talsvert af innflytjendum ákveða að vera áfram hér á landi og kalla Ísland sitt land. En á móti, þó margir eru opnir og jákvæðir í garð innflytjenda, atvik eins og harmleikur síðasta fimmtudags sýnir fram að við erum ennþá með langan veg fyrir framan okkar. Fordómar og misskilningar eru því miður út um allt. Það sem mér finnst en sorglegra er það að okkar yngri kynslóð er líka með slíkt viðhorf. Þetta sýnir það að við þurfum að bæta okkur. Fordómar byrja oft smáir, með gríni og athugasemdum. Ég hef oft heyrt að ef útlendingar myndu læra Íslensku þá væri þetta í lagi og þeim yrði boðið velkomið með opnum örmum, en það er ekki svo einfalt. Ég tala Íslensku og hef starfað sem túlkur í fjölmörg ár, en samt fæ ég oft athugasemdir um heiminn minn og spurningar hvaðan ég er. Ég ólst upp á Íslandi, og lít á mig sem Íslending. Íslendingur af pólskum uppruna, en samt, Íslendingur. Ég veit að þetta er ekki endilega illa meint, en ef ég á að vera hreinskilin þá fæ ég sting í hjartað þegar ég fæ svona athugasemdir. Ég hugsa með mér „Afhverju get ég ekki verið venjuleg?“ Mér líður ekki eins og ég sé öðruvísi, en aðrir virðast vera að hugsa það. Þó svona athugasemdir eru oftast saklausar, þá þurfum við að muna að við höfum áhrif. Fyrir ungt fólk, sem hefur ekki náð andlegum þroska, er oft einfalt að komast að þeirri niðurstöðu að “öðruvísi” er það sama og „verri.“ Að þetta er barátta. „Við“ gegn „þeim.“ Svona hugsunarháttur getur dregið með sér hræðilegar afleiðingar. Ég neita því ekki að sumt fólk af erlendum uppruna hefur líka gert eitthvað af sér, en það eru undantekningar, ekki regla. Við þurfum öll að gera betur og hugsa um hvernig við komum fram við fólk í kringum okkur. Á stundum eins og þessum er mikilvægt að muna að við erum öll partur af íslensku samfélagi, hvaðan sem við komum. Við þurfum öll að vinna í gagnkvæmum skilningi og umburðarlyndi. Höfundur hefur búið á Íslandi síðan 2005 og er af pólskum uppruna, starfar sem túlkur og rekur túlkunarfyrirtæki.
Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun