Assange var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 2. apríl 2023 23:58 Julian Assange handtekinn í sendiráði Ekvador 11. apríl 2019. Hann hefur síðan þá verið fangi í rammgerðasta fangelsi Bretlands. Jack Taylor/Getty Images Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar af fyrirtækinu sem hafði tekið að sér að gæta öryggis hans í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Spænska dagblaðið El País hefur upptökur og pósta sem sýna svikin með óyggjandi hætti. Þann 21. desember 2017 kom Rommy Vallejo, yfirmaður leyniþjónustunnar í Ekvador á fund með Julian Assange, stofnanda Wikileaks í sendiráðinu í Lundúnum. Ætluðu að smygla Assange til Ekvador Undanfarnar vikur hafði Lenin Moreno, þáverandi forseti Ekvador og spænskir lögfræðingar Assange, sett saman áætlun um að koma Assange út úr sendiráðinu, veita honum ekvadorskan ríkisborgararétt og diplómatavegabréf. Einungis sex manneskjur þekktu þessa áætlun. Samkvæmt henni átti að lauma Assange út úr sendiráðinu fjórum dögum síðar, á jóladag, aka honum í sendiráðsbifreið í gegnum Ermarsundsgöngin, líklegast til Sviss og þaðan átti svo að fljúga honum til Ekvador. Fangelsun Julian Assange mótmælt við Westminster þ. 11. febrúar sl. Dan Kitwood/Getty Images CIA grípur í taumana Daginn eftir þennan fund kröfðust bandarísk stjórnvöld þess að Assange yrði handtekinn. Áætlunin var þar með í uppnámi og við tók 2ja ára störukeppni sem lauk með því að Bretar handtóku Assange. En hvernig stendur á því að Bandaríkin komust á snoðir um ráðagerðirnar í sendiráðinu í Lundúnum? Jú, Vallejo, yfirmaður leyniþjónustunnar, hafði gert samning við lítið öryggisfyrirtæki sem var staðsett í sérríborginni Jerez de la Frontera í Andalúsíu á Spáni, sem heitir UCE Global. Stofnandi þess og eigandi heitir David Morales, fyrrverandi hermaður og málaliði. Fyrirtækið átti að tryggja öryggi starfsmanna og ekki síst Julian Assange. En Morales þessi var tvöfaldur í roðinu, og hann var búinn að svíkja atvinnuveitendur sína og selja allar upplýsingar til bandarísku leyniþjónustunnar. Allt sem fram fór á þessum örlagaríka fundi fór því rakleiðis til CIA. Seldi allar upplýsingar um Assange til CIA David Morales lék tveimur skjöldum um margra mánaða skeið. Spænska dagblaðið El País hefur afrit af samtölum, póstum og öðrum gögnum sem hafa gert blaðinu kleift að kortleggja í smáatriðum hvernig Assange var í raun svikinn í hendur bandarískum stjórnvöldum. Gögnin sýna að Morales var rekinn áfram af græðgi og draumum um eigin frama, heilindi við þá sem hann seldi þjónustu voru algert aukaatriði. Hann sætir nú rannsókn á Spáni, vegna gagna sem El País hefur lagt fram, fyrir brot á friðhelgi einkalífsins, brot á trúnaði við viðskiptavini sína, fjársvik, mútur og peningaþvætti. Assange hefur setið í rammgerðasta öryggisfangelsi Bretlands í slétt fjögur ár, síðan í apríl 2019. Bandarísk stjórnvöld krefjast þess að hann verði framseldur, og leiddur fyrir dóm í Bandaríkjunum. Þar á hann 175 ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Hér má hlýða á hlaðvarp El País um málið, þar sem leikin eru brot af upptökum úr sendiráðinu og talað við tvo starfsmenn öryggisfyrirtækisins sem gætti Assange, þar sem þeir greina frá svikunum. Bretland Mál Julians Assange Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Flugu sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Þann 21. desember 2017 kom Rommy Vallejo, yfirmaður leyniþjónustunnar í Ekvador á fund með Julian Assange, stofnanda Wikileaks í sendiráðinu í Lundúnum. Ætluðu að smygla Assange til Ekvador Undanfarnar vikur hafði Lenin Moreno, þáverandi forseti Ekvador og spænskir lögfræðingar Assange, sett saman áætlun um að koma Assange út úr sendiráðinu, veita honum ekvadorskan ríkisborgararétt og diplómatavegabréf. Einungis sex manneskjur þekktu þessa áætlun. Samkvæmt henni átti að lauma Assange út úr sendiráðinu fjórum dögum síðar, á jóladag, aka honum í sendiráðsbifreið í gegnum Ermarsundsgöngin, líklegast til Sviss og þaðan átti svo að fljúga honum til Ekvador. Fangelsun Julian Assange mótmælt við Westminster þ. 11. febrúar sl. Dan Kitwood/Getty Images CIA grípur í taumana Daginn eftir þennan fund kröfðust bandarísk stjórnvöld þess að Assange yrði handtekinn. Áætlunin var þar með í uppnámi og við tók 2ja ára störukeppni sem lauk með því að Bretar handtóku Assange. En hvernig stendur á því að Bandaríkin komust á snoðir um ráðagerðirnar í sendiráðinu í Lundúnum? Jú, Vallejo, yfirmaður leyniþjónustunnar, hafði gert samning við lítið öryggisfyrirtæki sem var staðsett í sérríborginni Jerez de la Frontera í Andalúsíu á Spáni, sem heitir UCE Global. Stofnandi þess og eigandi heitir David Morales, fyrrverandi hermaður og málaliði. Fyrirtækið átti að tryggja öryggi starfsmanna og ekki síst Julian Assange. En Morales þessi var tvöfaldur í roðinu, og hann var búinn að svíkja atvinnuveitendur sína og selja allar upplýsingar til bandarísku leyniþjónustunnar. Allt sem fram fór á þessum örlagaríka fundi fór því rakleiðis til CIA. Seldi allar upplýsingar um Assange til CIA David Morales lék tveimur skjöldum um margra mánaða skeið. Spænska dagblaðið El País hefur afrit af samtölum, póstum og öðrum gögnum sem hafa gert blaðinu kleift að kortleggja í smáatriðum hvernig Assange var í raun svikinn í hendur bandarískum stjórnvöldum. Gögnin sýna að Morales var rekinn áfram af græðgi og draumum um eigin frama, heilindi við þá sem hann seldi þjónustu voru algert aukaatriði. Hann sætir nú rannsókn á Spáni, vegna gagna sem El País hefur lagt fram, fyrir brot á friðhelgi einkalífsins, brot á trúnaði við viðskiptavini sína, fjársvik, mútur og peningaþvætti. Assange hefur setið í rammgerðasta öryggisfangelsi Bretlands í slétt fjögur ár, síðan í apríl 2019. Bandarísk stjórnvöld krefjast þess að hann verði framseldur, og leiddur fyrir dóm í Bandaríkjunum. Þar á hann 175 ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Hér má hlýða á hlaðvarp El País um málið, þar sem leikin eru brot af upptökum úr sendiráðinu og talað við tvo starfsmenn öryggisfyrirtækisins sem gætti Assange, þar sem þeir greina frá svikunum.
Bretland Mál Julians Assange Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Flugu sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent