Leikskóli eða gæsla, hvað vilja foreldrar? Valborg Hlín Guðlaugsdóttir skrifar 27. mars 2023 07:01 Það eru miklar umræður um leikskólamál þessa dagana. Hún er skiljanleg og þörf en nauðsynlegt er að eiga hana á réttum forsendum. Þegar leikskólamál eru rædd, verðum við að muna að leikskólinn er fyrsta skólastigið og um hann gilda lög og reglur. Leikskóli og önnur úrræði sem myndu frekar kallast gæsa eiga því ekki heima saman. Ég er á því að foreldrar eigi að hafa val þegar fæðingarorlofi lýkur en valið sem þeir fá verður að vera kallað réttum nöfnum og þeir verða að vita hvað felst í valinu hverju sinni. Leikskólinn er að mínu mati besta valið ef við erum að tala um hann á þeim forsendum að hann starfi eftir þeim lögum og reglum sem um skólastigið gildir. Í 5.gr laga segir: Við leikskóla skal vera leikskólastjóri sem stjórnar starfi hans í umboði rekstraraðila. Í grein 6 gr segir: Leikskólastjóri, aðstoðarleikskólastjóri og leikskólakennari skulu hafa menntun leikskólakennara, sbr. lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Til að hægt sé að reka leikskóla eins og lög gera ráð fyrir verða að vera leikskólakennarar með tilheyrandi menntun við stjórnina og í öðrum stöðum skólans. Þeir bera ábyrgð á að starfsaðstæður leikskóla uppfylli kröfur sem settar eru eins og að umburðarlyndi og kærleikur ríki, þar sé jafnrétti og lýðræðislegt samstarf. Í skólanum skal vera sáttfýsi, virðing fyrir manngildum og fjölbreytileikanum. Einnig ber leikskólakennari ábyrgð á að námið efli alhliða þroska barna í samvinnu við foreldra, veiti málörvun og stuðli að færni í íslensku. Þeim ber einnig að hlúa að börnum andlega, vitsmunalega og líkamlega í samræmi við aldur þeirra og getu, ekki síst að leggja grunn að því að börn verði sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þátttakendur í samfélagi sem er í örri þróun. Vinna ber með styrkleika barna og rækta hæfileika þeirra til tjáningar og sköpunar með það markmið að styrkja sjálfsmynd þeirra og hæfni til mannlegra samskipta. Ég skil foreldra vel og vandinn er stór en við getum ekki leyst hann með skyndilausnum. Að kasta því fram eins og maður hefur séð undafarið að til séu lausnir á vandanum sem ekki sé vilji til að skoða er að mínu mati óvirðing við börn og foreldra. Ég hef ekki hitt það foreldri öll þau ár sem ég hef starfað sem leikskólastjóri og nú sem fagstjóri sem ekki er umhugsað um nám barna sinna. Foreldrar gera kröfur um gæði starfs á leikskólum og við eigum að hlusta. Ég trúi að foreldar séu ekki að biðja um loforð sem ekki er hægt að uppfylla eða að hver sem er geti opnað gæslu hvað þá að þeir vilji stuðla að svartri atvinnustarfsemi með að greiða fyrir heimapössun með foreldrastyrkjum. Það er lítill vandi að byggja hús sem uppfyllir allar kröfur sem leikskólahúsnæði skal uppfylla. En til að hægt sé að hefja þar leikskólarekstur þurfa að vera til leikskólakennarar og þann fjölda þeirra sem þarf höfum við ekki nú. Lögin gefa svigrúm til að ráða inn starfsmenn, sem ekki hafa leikskólakennaramenntun ef ekki fást leikskólakennarar til starfa. Í Reykjavík er ástandið þannig að leikskólastjórar ná ekki að ráða inn og manna stöðugildi sem þarf til að reka þá skóla sem eru opnir í dag þrátt fyrir þetta svigrúm. Byrjum því á réttum enda, setjumst öll við borðið og virkilega hlustum á þær lausnir sem leikskólakennarar hafa, hverjir aðrir þekkja umhverfið og aðstæður betur. Klárum það sem hefur verið byrjað á í að bæta aðbúnað leikskólakennara inni í skólunum. Með því hjálpumst við að koma leikskólanum og því mikilvæga starfi sem þar fer fram á þann stað í samfélaginu sem hann á skilið. Hættum að nota leikskólann sem bitbein í pólitískri þrætu. Sú umræða sem kemur reglulega upp kemur ekki vel út fyrir neinn. Ekki þá sem kasta því fram að til séu skyndilausnir því ég held að innst inni viti þeir að þær eru ekki til. Ekki fyrir þá sem segja leikskólastigið sé nauðsynlegt og frábært á góðum degi en gleyma því um leið þegar hallar undan fæti. En allra síst hjálpar þessi umræða stjórnendum sem eru alla daga að reyna að láta starfið ganga upp með örþreytta leikskólakennara sem draga vagninn. Það kostar peninga að stuðla að námi og þroska barna. Ef við erum tilbúin að horfa til framtíðar þá mun sú fjárfesting skila okkur sterkari einstaklingum, sem eru tilbúnir að takast á við samfélag sem tekur breytingum dag frá degi. Setjum peninginn á réttan stað, og hættum að einblína á að verja þeim í steinsteypu sem okkur langar að kalla leikskóla. Setjum þá frekar inn í skólana sem við eigum núna, styrkjum þá og alla þá fagþekkingu sem þar er. Það gerir leikskólann að aðlaðandi vinnustað og leikskólakennaramenntunina að spennandi námi. Þá fyrst er hægt að ræða um fjölga plássum í takt við þarfir barna og foreldra. Höfundur er f agstjóri leikskóla í Norðurmiðstöð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Sjá meira
Það eru miklar umræður um leikskólamál þessa dagana. Hún er skiljanleg og þörf en nauðsynlegt er að eiga hana á réttum forsendum. Þegar leikskólamál eru rædd, verðum við að muna að leikskólinn er fyrsta skólastigið og um hann gilda lög og reglur. Leikskóli og önnur úrræði sem myndu frekar kallast gæsa eiga því ekki heima saman. Ég er á því að foreldrar eigi að hafa val þegar fæðingarorlofi lýkur en valið sem þeir fá verður að vera kallað réttum nöfnum og þeir verða að vita hvað felst í valinu hverju sinni. Leikskólinn er að mínu mati besta valið ef við erum að tala um hann á þeim forsendum að hann starfi eftir þeim lögum og reglum sem um skólastigið gildir. Í 5.gr laga segir: Við leikskóla skal vera leikskólastjóri sem stjórnar starfi hans í umboði rekstraraðila. Í grein 6 gr segir: Leikskólastjóri, aðstoðarleikskólastjóri og leikskólakennari skulu hafa menntun leikskólakennara, sbr. lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Til að hægt sé að reka leikskóla eins og lög gera ráð fyrir verða að vera leikskólakennarar með tilheyrandi menntun við stjórnina og í öðrum stöðum skólans. Þeir bera ábyrgð á að starfsaðstæður leikskóla uppfylli kröfur sem settar eru eins og að umburðarlyndi og kærleikur ríki, þar sé jafnrétti og lýðræðislegt samstarf. Í skólanum skal vera sáttfýsi, virðing fyrir manngildum og fjölbreytileikanum. Einnig ber leikskólakennari ábyrgð á að námið efli alhliða þroska barna í samvinnu við foreldra, veiti málörvun og stuðli að færni í íslensku. Þeim ber einnig að hlúa að börnum andlega, vitsmunalega og líkamlega í samræmi við aldur þeirra og getu, ekki síst að leggja grunn að því að börn verði sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þátttakendur í samfélagi sem er í örri þróun. Vinna ber með styrkleika barna og rækta hæfileika þeirra til tjáningar og sköpunar með það markmið að styrkja sjálfsmynd þeirra og hæfni til mannlegra samskipta. Ég skil foreldra vel og vandinn er stór en við getum ekki leyst hann með skyndilausnum. Að kasta því fram eins og maður hefur séð undafarið að til séu lausnir á vandanum sem ekki sé vilji til að skoða er að mínu mati óvirðing við börn og foreldra. Ég hef ekki hitt það foreldri öll þau ár sem ég hef starfað sem leikskólastjóri og nú sem fagstjóri sem ekki er umhugsað um nám barna sinna. Foreldrar gera kröfur um gæði starfs á leikskólum og við eigum að hlusta. Ég trúi að foreldar séu ekki að biðja um loforð sem ekki er hægt að uppfylla eða að hver sem er geti opnað gæslu hvað þá að þeir vilji stuðla að svartri atvinnustarfsemi með að greiða fyrir heimapössun með foreldrastyrkjum. Það er lítill vandi að byggja hús sem uppfyllir allar kröfur sem leikskólahúsnæði skal uppfylla. En til að hægt sé að hefja þar leikskólarekstur þurfa að vera til leikskólakennarar og þann fjölda þeirra sem þarf höfum við ekki nú. Lögin gefa svigrúm til að ráða inn starfsmenn, sem ekki hafa leikskólakennaramenntun ef ekki fást leikskólakennarar til starfa. Í Reykjavík er ástandið þannig að leikskólastjórar ná ekki að ráða inn og manna stöðugildi sem þarf til að reka þá skóla sem eru opnir í dag þrátt fyrir þetta svigrúm. Byrjum því á réttum enda, setjumst öll við borðið og virkilega hlustum á þær lausnir sem leikskólakennarar hafa, hverjir aðrir þekkja umhverfið og aðstæður betur. Klárum það sem hefur verið byrjað á í að bæta aðbúnað leikskólakennara inni í skólunum. Með því hjálpumst við að koma leikskólanum og því mikilvæga starfi sem þar fer fram á þann stað í samfélaginu sem hann á skilið. Hættum að nota leikskólann sem bitbein í pólitískri þrætu. Sú umræða sem kemur reglulega upp kemur ekki vel út fyrir neinn. Ekki þá sem kasta því fram að til séu skyndilausnir því ég held að innst inni viti þeir að þær eru ekki til. Ekki fyrir þá sem segja leikskólastigið sé nauðsynlegt og frábært á góðum degi en gleyma því um leið þegar hallar undan fæti. En allra síst hjálpar þessi umræða stjórnendum sem eru alla daga að reyna að láta starfið ganga upp með örþreytta leikskólakennara sem draga vagninn. Það kostar peninga að stuðla að námi og þroska barna. Ef við erum tilbúin að horfa til framtíðar þá mun sú fjárfesting skila okkur sterkari einstaklingum, sem eru tilbúnir að takast á við samfélag sem tekur breytingum dag frá degi. Setjum peninginn á réttan stað, og hættum að einblína á að verja þeim í steinsteypu sem okkur langar að kalla leikskóla. Setjum þá frekar inn í skólana sem við eigum núna, styrkjum þá og alla þá fagþekkingu sem þar er. Það gerir leikskólann að aðlaðandi vinnustað og leikskólakennaramenntunina að spennandi námi. Þá fyrst er hægt að ræða um fjölga plássum í takt við þarfir barna og foreldra. Höfundur er f agstjóri leikskóla í Norðurmiðstöð
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar