Leikskólakennari í innvistarvanda Sigurlaug Vigdís Einarsdóttir skrifar 17. mars 2023 08:01 Hvað felst í titlinum? Kennari sem á í innri vanda eða er það húsnæðið sem kennarinn vinnur í sem er í vanda? Þó að seinni fullyrðingin sé skilgreiningin (innvistarvandi = rakaskemmdir/mygla í húsnæði á vegum borgarinnar) þá er í raun ekki hægt að aðgreina þessar tvær skilgreiningar. Um leið og húsnæðið lendir í vanda fylgir kennarinn með, en ekki bara kennarinn heldur líka börnin sem eru í húsnæðinu. Vandi leikskólans míns hófst 2020 (en var löngu fyrirséður) þegar við fengum loksins aðgang að skýrslum um húsnæðið og í framhaldi af því var kjallara hússins lokað og þar með misstum við mikið húsnæði. Þá þurfti að setja upp skála/skúra á lóð hússins fyrir eina deild og starfsmannaaðstöðu. Það tók auðvitað sinn tíma en tókst á vormánuðum 2021. Þá tóku við framkvæmdir í kjallara sumarið 2021 sem stóðu auðvitað yfir lengri tíma en ætlað var svo börnin á deildinni minni þurftu að upplifa mikinn hávaða í byrjun hausts. En rólegheitin vörðu ekki lengi því snemma árs 2022 þurfti að loka hluta deildar (með góðu plasti) svo hægt væri að hefja vinnu á innvistarvandanum. Börnin (og starfsfólkið) þurftu að sætta sig við minna svæði og mikinn hávaða næstu mánuðina en þetta tók enda. Sumarið átti að fara í enn frekari endurbætur en þeim var ekki lokið í tíma svo börnunum á deildinni var skipt upp og þurftu að sætta sig við ófullnægjandi aðstæður, sem við starfsfólkið reyndum útbúa sem frábærar aðstæður, í rúmar tvær vikur. Þegar flutt var aftur og þá á nýju deildina þeirra byrjuðu framkvæmdir á þaki sem stóðu yfir í marga mánuði og nú í mars 2023 er ég ekki alveg viss um hvort sé að fullu lokið. Í dag er ljóst að tæma þarf húsnæðið svo hægt sé að lagfæra það og við vitum ekki hvar við endum. Er þetta það sem við viljum bjóða börnunum okkar uppá? Eða kennurum barnanna okkar? Í dag er ljóst að leikskólinn minn getur ekki tekið við nýjum börnum í haust. Er hægt að bjóða þeim börnum upp á það? Staðan er algerlega óviðunandi og ekkert heyrist frá borgaryfirvöldum. Hvað er til ráða? Hvernig gat þetta gerst og eftir allan þennan tíma virðist ekki vera til nein áætlun og fá úrræði fyrir leikskóla í innvistarvanda. Ég er leikskólakennari sem hef unnið í leikskólum borgarinnar í yfir 30 ár og upplifað margt en í dag er ég ekki viss um að ég geti meir, minn innvistarvandi er að ná yfirhöndinni og ég að gefast upp. Höfundur er leikskólakennari í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Mygla Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Hvað felst í titlinum? Kennari sem á í innri vanda eða er það húsnæðið sem kennarinn vinnur í sem er í vanda? Þó að seinni fullyrðingin sé skilgreiningin (innvistarvandi = rakaskemmdir/mygla í húsnæði á vegum borgarinnar) þá er í raun ekki hægt að aðgreina þessar tvær skilgreiningar. Um leið og húsnæðið lendir í vanda fylgir kennarinn með, en ekki bara kennarinn heldur líka börnin sem eru í húsnæðinu. Vandi leikskólans míns hófst 2020 (en var löngu fyrirséður) þegar við fengum loksins aðgang að skýrslum um húsnæðið og í framhaldi af því var kjallara hússins lokað og þar með misstum við mikið húsnæði. Þá þurfti að setja upp skála/skúra á lóð hússins fyrir eina deild og starfsmannaaðstöðu. Það tók auðvitað sinn tíma en tókst á vormánuðum 2021. Þá tóku við framkvæmdir í kjallara sumarið 2021 sem stóðu auðvitað yfir lengri tíma en ætlað var svo börnin á deildinni minni þurftu að upplifa mikinn hávaða í byrjun hausts. En rólegheitin vörðu ekki lengi því snemma árs 2022 þurfti að loka hluta deildar (með góðu plasti) svo hægt væri að hefja vinnu á innvistarvandanum. Börnin (og starfsfólkið) þurftu að sætta sig við minna svæði og mikinn hávaða næstu mánuðina en þetta tók enda. Sumarið átti að fara í enn frekari endurbætur en þeim var ekki lokið í tíma svo börnunum á deildinni var skipt upp og þurftu að sætta sig við ófullnægjandi aðstæður, sem við starfsfólkið reyndum útbúa sem frábærar aðstæður, í rúmar tvær vikur. Þegar flutt var aftur og þá á nýju deildina þeirra byrjuðu framkvæmdir á þaki sem stóðu yfir í marga mánuði og nú í mars 2023 er ég ekki alveg viss um hvort sé að fullu lokið. Í dag er ljóst að tæma þarf húsnæðið svo hægt sé að lagfæra það og við vitum ekki hvar við endum. Er þetta það sem við viljum bjóða börnunum okkar uppá? Eða kennurum barnanna okkar? Í dag er ljóst að leikskólinn minn getur ekki tekið við nýjum börnum í haust. Er hægt að bjóða þeim börnum upp á það? Staðan er algerlega óviðunandi og ekkert heyrist frá borgaryfirvöldum. Hvað er til ráða? Hvernig gat þetta gerst og eftir allan þennan tíma virðist ekki vera til nein áætlun og fá úrræði fyrir leikskóla í innvistarvanda. Ég er leikskólakennari sem hef unnið í leikskólum borgarinnar í yfir 30 ár og upplifað margt en í dag er ég ekki viss um að ég geti meir, minn innvistarvandi er að ná yfirhöndinni og ég að gefast upp. Höfundur er leikskólakennari í Reykjavík.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar