Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar 6. desember 2025 09:00 Ísland stendur frammi fyrir nýjum veruleika. Þegar fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar var lagt fram í september sl. virtist hagkerfið á traustum grunni, en á örfáum vikum hafa forsendur breyst verulega. Nýjustu spár Seðlabankans gera ráð fyrir aðeins 0,9% hagvexti árið 2025 og bankinn telur jafnvel líklegt að árið 2026 verði erfiðara. Fjárlög 2026 byggja því á veikum grunni. Mikilvægt er að undirstrika að enginn gerir ráð fyrir hruni eða alvarlegu atvinnuleysi á næsta ári. Stoðir samfélagsins eru sterkar og fjölskyldur þurfa ekki að hafa áhyggjur. En fjárlagagerð á tímum óvissu krefst varfærni, skýrleika og aga. Ef fjárlög taka ekki mið af kólnandi efnahag og styðja ekki við stöðugleika, getur niðursveiflan orðið dýpri en ella. Það má ekki gerast. Markmiðið er stöðugleiki fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki Lykilmarkmið okkar allra er að tryggja að einstaklingar og fjölskyldur, auk fyrirtækja, geti búið við stöðugleika í öruggu samfélagslegu umhverfi. Að allir hafi vinnu við hæfi, að verðbólga sé hófleg og vextir fasteignalána séu viðráðanlegir. Umfram allt þurfa fyrirtækin í landinu að búa við samkeppnishæf skilyrði. Skilaboð Framsóknar felast nú í að minna á þörfina fyrir aukna varúð og læra af reynslunni við framkvæmd fjárlaga undanfarna áratugi. Við erum þekkt í ríkjum OECD fyrir að fara nánast ávallt út fyrir markmið fjárlaga. Við erum ekki nógu öguð þegar kemur að fjármálum ríkisins. Þetta er ein ástæða þess að verðbólga er hærri en hún þyrfti að vera. Veikleikar í útflutningsgreinum Stoðir útflutnings hafa veikst hratt. Álframleiðsla hefur dregist saman, fiskeldi stendur frammi fyrir áskorunum, óvissa ríkir í umhverfi ferðaþjónustu og ESB hefur sett tolla á útflutning kísilmálms. Á sama tíma munu auknar álögur á sjávarútveg draga úr fjárfestingu og breytt skattkerfi með hærri vörugjöldum þrengja svigrúm heimila og fyrirtækja. Í slíku umhverfi þarf að ráðast í mótvægisaðgerðir. Hér má nefna tillögur Framsóknar um fjárfestingaátak atvinnuvega með hvötum til lausna sem miða að aukinni skilvirkni og orkusparnaði, markaðsátak til að styðja ferðaþjónustu og íslenska framleiðslu á erlendri grundu, að efla nýsköpun með nýjum nýsköpunarsjóði og stóreflingu íslenskunnar. Samfélagið þarf á aukinni hreyfingu að halda. Of bjartsýnar forsendur Seðlabankinn hefur staðfest að niðursveiflan sé komin „með meiri þunga og fyrr" en áður var talið. Í slíku ástandi er óábyrgt að byggja fjárlög á bestu mögulegu sviðsmynd. Skýrasta dæmið er áform um 8,5 milljarða tekjuaukningu vegna breytinga á vörugjöldum bifreiða. Allt bendir til þess að fólk og fyrirtæki muni flýta kaupum og rýra þannig tekjugrunn næsta árs. Á sama tíma er almennur varasjóður færður niður í 1% sem er lagalegt lágmark. Ekki er því búist við neinu einasta áfalli á næsta ári. Er það líklegt? Almennur varasjóður á að vera borð fyrir báru og tryggja að áætlanir fjárlaga 2026 haldi. Ósjálfbær þróun ríkisfjármála Heildargjöld ríkisins á árinu 2026 verða um 1.626 milljarðar, vaxtagjöld nálgast 150 milljarða sem eru tæplega 10% heildarútgjalda ríkisins. Þetta er fullkomlega ósjálfbær þróun. Halli næsta árs er áætlaður yfir 27 milljarðar króna. Slíkur halli er ekki verulegt áhyggjuefni eitt og sér, en ef ríkisstjórnin hyggst ná hallalausum fjárlögum árið 2027, sem er jákvætt markmið, þá þarf allt að ganga upp á næsta ári. Viðvörun fjármálaráðs Fjármálaráð benti sl. vor á að markmið um hallalaus fjárlög árið 2027 krefjist „mikils aga" og að forsendur um hagvöxt, verðbólgu og ytri áföll verði að ganga upp sem sé ólíklegt í ljósi reynslunnar. Niðurstaða fjármálaráðs er að „því mætti hafa meira borð fyrir báru svo að markmið um hallalaus fjárlög árið 2027 teljist trúverðugt." Við þurfum að taka þessum varnaðarorðum alvarlega. Óskýr markmið um árangur Annað sem vekur áhyggjur er að markmið fjárlaga um árangur og starfsemi heilbrigðisstofnana, menntakerfisins og atvinnuveganna eru afar óskýr. Lög um opinber fjármál gera kröfu um skýr markmið um starfsemi málefnasviða s.s. heilbrigðismála. Grundvallarspurningin er: Vitum við hvert við stefnum? Án skýrrar stefnu er ekki hægt að forgangsraða, meta hvort útgjöld séu réttlát eða tryggja markvissa framkvæmd fjárlaga. Leiðin fram á við Margt er jákvætt í fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Áherslur Framsóknar varða það að benda á hættumerki og nauðsyn aukinnar varúðar. Þörf er á endurmati forsendna byggðu á raunverulegri stöðu hagkerfisins, stærri almennum varasjóði, markvissri mótvægisaðgerðum, skýrum og mælanlegum markmiðum um rekstur ríkisins og varkárari fjármálastjórn sem stuðlar að stöðugleika. Í janúar 2026 hefst vinna við nýja fjármálaáætlun fyrir árin 2027–2031. Þar verður tækifæri til að leggja traustan grunn að hallalausum fjárlögum og ábyrgu ríkisfjármálakerfi. Höfundur er alþingismaður og fulltrúi Framsóknar í fjárlaganefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Vagn Stefánsson Framsóknarflokkurinn Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland stendur frammi fyrir nýjum veruleika. Þegar fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar var lagt fram í september sl. virtist hagkerfið á traustum grunni, en á örfáum vikum hafa forsendur breyst verulega. Nýjustu spár Seðlabankans gera ráð fyrir aðeins 0,9% hagvexti árið 2025 og bankinn telur jafnvel líklegt að árið 2026 verði erfiðara. Fjárlög 2026 byggja því á veikum grunni. Mikilvægt er að undirstrika að enginn gerir ráð fyrir hruni eða alvarlegu atvinnuleysi á næsta ári. Stoðir samfélagsins eru sterkar og fjölskyldur þurfa ekki að hafa áhyggjur. En fjárlagagerð á tímum óvissu krefst varfærni, skýrleika og aga. Ef fjárlög taka ekki mið af kólnandi efnahag og styðja ekki við stöðugleika, getur niðursveiflan orðið dýpri en ella. Það má ekki gerast. Markmiðið er stöðugleiki fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki Lykilmarkmið okkar allra er að tryggja að einstaklingar og fjölskyldur, auk fyrirtækja, geti búið við stöðugleika í öruggu samfélagslegu umhverfi. Að allir hafi vinnu við hæfi, að verðbólga sé hófleg og vextir fasteignalána séu viðráðanlegir. Umfram allt þurfa fyrirtækin í landinu að búa við samkeppnishæf skilyrði. Skilaboð Framsóknar felast nú í að minna á þörfina fyrir aukna varúð og læra af reynslunni við framkvæmd fjárlaga undanfarna áratugi. Við erum þekkt í ríkjum OECD fyrir að fara nánast ávallt út fyrir markmið fjárlaga. Við erum ekki nógu öguð þegar kemur að fjármálum ríkisins. Þetta er ein ástæða þess að verðbólga er hærri en hún þyrfti að vera. Veikleikar í útflutningsgreinum Stoðir útflutnings hafa veikst hratt. Álframleiðsla hefur dregist saman, fiskeldi stendur frammi fyrir áskorunum, óvissa ríkir í umhverfi ferðaþjónustu og ESB hefur sett tolla á útflutning kísilmálms. Á sama tíma munu auknar álögur á sjávarútveg draga úr fjárfestingu og breytt skattkerfi með hærri vörugjöldum þrengja svigrúm heimila og fyrirtækja. Í slíku umhverfi þarf að ráðast í mótvægisaðgerðir. Hér má nefna tillögur Framsóknar um fjárfestingaátak atvinnuvega með hvötum til lausna sem miða að aukinni skilvirkni og orkusparnaði, markaðsátak til að styðja ferðaþjónustu og íslenska framleiðslu á erlendri grundu, að efla nýsköpun með nýjum nýsköpunarsjóði og stóreflingu íslenskunnar. Samfélagið þarf á aukinni hreyfingu að halda. Of bjartsýnar forsendur Seðlabankinn hefur staðfest að niðursveiflan sé komin „með meiri þunga og fyrr" en áður var talið. Í slíku ástandi er óábyrgt að byggja fjárlög á bestu mögulegu sviðsmynd. Skýrasta dæmið er áform um 8,5 milljarða tekjuaukningu vegna breytinga á vörugjöldum bifreiða. Allt bendir til þess að fólk og fyrirtæki muni flýta kaupum og rýra þannig tekjugrunn næsta árs. Á sama tíma er almennur varasjóður færður niður í 1% sem er lagalegt lágmark. Ekki er því búist við neinu einasta áfalli á næsta ári. Er það líklegt? Almennur varasjóður á að vera borð fyrir báru og tryggja að áætlanir fjárlaga 2026 haldi. Ósjálfbær þróun ríkisfjármála Heildargjöld ríkisins á árinu 2026 verða um 1.626 milljarðar, vaxtagjöld nálgast 150 milljarða sem eru tæplega 10% heildarútgjalda ríkisins. Þetta er fullkomlega ósjálfbær þróun. Halli næsta árs er áætlaður yfir 27 milljarðar króna. Slíkur halli er ekki verulegt áhyggjuefni eitt og sér, en ef ríkisstjórnin hyggst ná hallalausum fjárlögum árið 2027, sem er jákvætt markmið, þá þarf allt að ganga upp á næsta ári. Viðvörun fjármálaráðs Fjármálaráð benti sl. vor á að markmið um hallalaus fjárlög árið 2027 krefjist „mikils aga" og að forsendur um hagvöxt, verðbólgu og ytri áföll verði að ganga upp sem sé ólíklegt í ljósi reynslunnar. Niðurstaða fjármálaráðs er að „því mætti hafa meira borð fyrir báru svo að markmið um hallalaus fjárlög árið 2027 teljist trúverðugt." Við þurfum að taka þessum varnaðarorðum alvarlega. Óskýr markmið um árangur Annað sem vekur áhyggjur er að markmið fjárlaga um árangur og starfsemi heilbrigðisstofnana, menntakerfisins og atvinnuveganna eru afar óskýr. Lög um opinber fjármál gera kröfu um skýr markmið um starfsemi málefnasviða s.s. heilbrigðismála. Grundvallarspurningin er: Vitum við hvert við stefnum? Án skýrrar stefnu er ekki hægt að forgangsraða, meta hvort útgjöld séu réttlát eða tryggja markvissa framkvæmd fjárlaga. Leiðin fram á við Margt er jákvætt í fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Áherslur Framsóknar varða það að benda á hættumerki og nauðsyn aukinnar varúðar. Þörf er á endurmati forsendna byggðu á raunverulegri stöðu hagkerfisins, stærri almennum varasjóði, markvissri mótvægisaðgerðum, skýrum og mælanlegum markmiðum um rekstur ríkisins og varkárari fjármálastjórn sem stuðlar að stöðugleika. Í janúar 2026 hefst vinna við nýja fjármálaáætlun fyrir árin 2027–2031. Þar verður tækifæri til að leggja traustan grunn að hallalausum fjárlögum og ábyrgu ríkisfjármálakerfi. Höfundur er alþingismaður og fulltrúi Framsóknar í fjárlaganefnd.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar