Elva Hrönn verður frábær formaður VR Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 14. mars 2023 13:30 Athyglisvert hefur verið að fylgjast með viðbrögðum sem greinarkorn mitt á Vísi hlaut í gær. Ekki leið á löngu fyrr en mykjudreifarar VR formannsins voru farnir af stað og þvílíkt skítkast. Ef ekki væri fyrir alla illkvittnina, gæti þessi forherti ásetningur um að hafa æruna af fólki jafnvel virst fyndinn. Því miður munu ærumeiðingar sem þessar þó seint teljast af hinu góða og er eiginlega fátt annað til ráða en að finna til með fólki sem getur fengið annað eins af sér og þessa framkomu. Elva verður frábær formaður Ég styð Elvu Hrönn Hjartardóttur til formanns VR fyrir tvennt. Annars vegar býr í Elvu Hrönn mikið og gott formannsefni, sem nálgast málefni VR heildstætt og af miklum metnaði. Ég treysti henni jafnframt best til að leiða þá vinnu sem þarf að fara í við að endurnýja og endurbyggja VR. Þetta stærsta stéttarfélag landsins hefur látið heldur á sjá á undanförnum árum og gera má betur í þjónustu við félagsfólk á svo mörgum sviðum. Á hinn bóginn er svo ekki síður brýnt að VR fái formann sem getur rétt af þann halla sundurlyndis og tortryggni sem hefur verið að myndast innan ASÍ. Gríðarlega mikilvægt er að þessi samstarfsvettvangur starfi af heilindum í þágu launafólks og baráttu þess fyrir auknum kaupmætti og bættum lífsgæðum. Kjósum Elvu og eflum VR Með því að kjósa Elvu Hrönn sem næsta formann VR erum við að segja já við bættum og árangursríkari samskiptum á vinnumarkaði. Árangur er það sem skiptir máli í samskiptum aðila vinnumarkaðarins, árangur sem skilar kaupmætti og auknum lífsgæðum. Kjósum Elvu Hrönn fyrir nýtt og betra VR. Höfundur bauð sig fram sem formaður VR fyrir tveimur árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Guðrún Jónasdóttir Stéttarfélög Mest lesið Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Athyglisvert hefur verið að fylgjast með viðbrögðum sem greinarkorn mitt á Vísi hlaut í gær. Ekki leið á löngu fyrr en mykjudreifarar VR formannsins voru farnir af stað og þvílíkt skítkast. Ef ekki væri fyrir alla illkvittnina, gæti þessi forherti ásetningur um að hafa æruna af fólki jafnvel virst fyndinn. Því miður munu ærumeiðingar sem þessar þó seint teljast af hinu góða og er eiginlega fátt annað til ráða en að finna til með fólki sem getur fengið annað eins af sér og þessa framkomu. Elva verður frábær formaður Ég styð Elvu Hrönn Hjartardóttur til formanns VR fyrir tvennt. Annars vegar býr í Elvu Hrönn mikið og gott formannsefni, sem nálgast málefni VR heildstætt og af miklum metnaði. Ég treysti henni jafnframt best til að leiða þá vinnu sem þarf að fara í við að endurnýja og endurbyggja VR. Þetta stærsta stéttarfélag landsins hefur látið heldur á sjá á undanförnum árum og gera má betur í þjónustu við félagsfólk á svo mörgum sviðum. Á hinn bóginn er svo ekki síður brýnt að VR fái formann sem getur rétt af þann halla sundurlyndis og tortryggni sem hefur verið að myndast innan ASÍ. Gríðarlega mikilvægt er að þessi samstarfsvettvangur starfi af heilindum í þágu launafólks og baráttu þess fyrir auknum kaupmætti og bættum lífsgæðum. Kjósum Elvu og eflum VR Með því að kjósa Elvu Hrönn sem næsta formann VR erum við að segja já við bættum og árangursríkari samskiptum á vinnumarkaði. Árangur er það sem skiptir máli í samskiptum aðila vinnumarkaðarins, árangur sem skilar kaupmætti og auknum lífsgæðum. Kjósum Elvu Hrönn fyrir nýtt og betra VR. Höfundur bauð sig fram sem formaður VR fyrir tveimur árum.
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar