10 ár frá lögfestingu Barnasáttmálans Þóra Jónsdóttir skrifar 13. mars 2023 10:01 13. mars 2023 eru liðin 10 ár frá því að Barnasáttmálinn varð að lögum á Íslandi. Til hamingju kæru börn og við öll, með 10 ára afmæli lögfestingarinnar! Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi í öllum sínum störfum. Drjúgur þáttur í starfsemi Barnaheilla er fræðsla um forvarnir gegn ofbeldi gegn börnum. Samtökin byggja þá vinnu aðallega á 19. og 34. grein Barnasáttmálans, sem báðar kveða á um rétt barna til verndar gegn ofbeldi og kynferðisofbeldi, en margar aðrar greinar sáttmálans skipta miklu máli svo börn njóti réttar síns til að vera vernduð gegn ofbeldi. Á 10 ára lögfestingarafmæli Barnasáttmálans má spyrja hvað hafi áunnist. Fyrir fólk almennt úti í samfélaginu kann það að virðast harla lítið, því enn má heyra og lesa erfiðar sögur af ofbeldi sem börn verða fyrir, hvort sem er á heimilum sínum, í skólum, á stofnunum öðrum, eða annars staðar. En ef litið er til breytinga sem hafa orðið og eru að verða á lögum og framkvæmd á þjónustu við börn er augljóst að mikil viðhorfsbreyting hefur átt sér stað í garð réttinda barna. Því ber að fagna og það ákaft. Með breyttum og jákvæðari viðhorfum til barna og réttinda þeirra skapast frjósamur jarðvegur til að rækta betra umhverfi fyrir börn til að vaxa og þroskast í, blómstra! Það sem mestu skiptir er aukin meðvitund á meðal starfsfólks skóla, foreldra og ekki síst barnanna sjálfra. Fræðslu- og forvarnaverkefni Barnaheilla; Verndarar barna, Vinátta og Skoh fræðslan, hafa náð til fjölda skólastarfsfólks, foreldra og barna. Öll verkefnin veita fræðslu um hvernig megi koma auga á merki um að ofbeldi eigi sér stað, hvernig megi koma í veg fyrir ofbeldi og jafnframt hvernig megi bregðast við á styðjandi hátt ef barn segir frá ofbeldi. Það er til mikils að vinna ef hægt er að koma í veg fyrir að barn verði fyrir ofbeldi eða beiti önnur börn ofbeldi. Munum við einhvern tímann geta skapað ofbeldislaust samfélag? Það mun eflaust taka einhverjar kynslóðir í viðbót. En við erum komin á sporið. Þegar við öll höfum lært að iðka mannréttindi barna í daglegu lífi verðum við farin að nálgast það að hlífa börnum með öllu við ofbeldi. Það er falleg framtíðarsýn. Barnaheill hvetja öll sem umgangast börn og ekki síður börnin sjálf að fræðast um Barnasáttmálann og læra að tileinka sér hugmyndir hans og viðhorf og sameinast þannig um vernd barna gegn ofbeldi. Á vefsíðunni www.barnasattmali.is má fræðast um mannréttindi barna, allra barna. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Ofbeldi gegn börnum Réttindi barna Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
13. mars 2023 eru liðin 10 ár frá því að Barnasáttmálinn varð að lögum á Íslandi. Til hamingju kæru börn og við öll, með 10 ára afmæli lögfestingarinnar! Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi í öllum sínum störfum. Drjúgur þáttur í starfsemi Barnaheilla er fræðsla um forvarnir gegn ofbeldi gegn börnum. Samtökin byggja þá vinnu aðallega á 19. og 34. grein Barnasáttmálans, sem báðar kveða á um rétt barna til verndar gegn ofbeldi og kynferðisofbeldi, en margar aðrar greinar sáttmálans skipta miklu máli svo börn njóti réttar síns til að vera vernduð gegn ofbeldi. Á 10 ára lögfestingarafmæli Barnasáttmálans má spyrja hvað hafi áunnist. Fyrir fólk almennt úti í samfélaginu kann það að virðast harla lítið, því enn má heyra og lesa erfiðar sögur af ofbeldi sem börn verða fyrir, hvort sem er á heimilum sínum, í skólum, á stofnunum öðrum, eða annars staðar. En ef litið er til breytinga sem hafa orðið og eru að verða á lögum og framkvæmd á þjónustu við börn er augljóst að mikil viðhorfsbreyting hefur átt sér stað í garð réttinda barna. Því ber að fagna og það ákaft. Með breyttum og jákvæðari viðhorfum til barna og réttinda þeirra skapast frjósamur jarðvegur til að rækta betra umhverfi fyrir börn til að vaxa og þroskast í, blómstra! Það sem mestu skiptir er aukin meðvitund á meðal starfsfólks skóla, foreldra og ekki síst barnanna sjálfra. Fræðslu- og forvarnaverkefni Barnaheilla; Verndarar barna, Vinátta og Skoh fræðslan, hafa náð til fjölda skólastarfsfólks, foreldra og barna. Öll verkefnin veita fræðslu um hvernig megi koma auga á merki um að ofbeldi eigi sér stað, hvernig megi koma í veg fyrir ofbeldi og jafnframt hvernig megi bregðast við á styðjandi hátt ef barn segir frá ofbeldi. Það er til mikils að vinna ef hægt er að koma í veg fyrir að barn verði fyrir ofbeldi eða beiti önnur börn ofbeldi. Munum við einhvern tímann geta skapað ofbeldislaust samfélag? Það mun eflaust taka einhverjar kynslóðir í viðbót. En við erum komin á sporið. Þegar við öll höfum lært að iðka mannréttindi barna í daglegu lífi verðum við farin að nálgast það að hlífa börnum með öllu við ofbeldi. Það er falleg framtíðarsýn. Barnaheill hvetja öll sem umgangast börn og ekki síður börnin sjálf að fræðast um Barnasáttmálann og læra að tileinka sér hugmyndir hans og viðhorf og sameinast þannig um vernd barna gegn ofbeldi. Á vefsíðunni www.barnasattmali.is má fræðast um mannréttindi barna, allra barna. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun