Ólögmæt framkoma stjórnvalda við fatlað fólk Rúnar Björn Herrera Þorkelsson og Katrín Oddsdóttir skrifa 6. mars 2023 14:01 Það voru miklar gleðifréttir þegar að Alþingi samþykkti stóra aukningu í fjárframlögum til Notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA), enda er sú þjónusta ein sterkasta leiðin til að tryggja fötluðu fólki sjálfstætt líf. Í því felst þátttaka í þjóðfélaginu til jafns við aðra til dæmis með atvinnuþátttöku og námi. Gert var ráð fyrir allt að 50 nýjum NPA samningum, en lengi hafa biðlistar eftir þjónustunni verið að lengjast. Nú, er farið að líða á fjórða mánuð frá því að þetta var samþykkt en þó örlar ekki á þeirri fjölgun NPA saminga sem lofað var. Þvert á móti bíða stór og burðug sveitarfélög á borð við Reykjavíkurborg tilbúin með tugi samninga en fá engin svör frá ríkinu sem hefur þó skuldbundið sig til að veita mótframlög með gerðum samningum. Nýlega birtist frétt um hjón á Akureyri. Eiginkona manns með MND sjúkdóminn sér nú alfarið um að veita manni sínum þjónustu ein sín liðs þar sem Akureyri hafnar beiðni þeirra um NPA samning á grundvelli þess að hafa ekki fengið mótframlag frá ríkinu. Tugir fatlaðra einstaklinga eru í svipaðri stöðu, að bíða og fá engin eða neikvæð svör. Það vekur furðu að sveitarfélög, sem bera lögbundna skyldu til að veita fötluðu fólki þjónustu, komist upp með það svo árum skipti að synja fólki um það á þessum forsendum. Mikilvægt er að benda á að Úrskurðanefnd um velferðarmál hefur þegar skorið úr um að ólögmætt sé að skilyrða þjónustuna við mótframlag frá ríkinu. Synjun eða frestun sveitarfélaga um þjónustu á þessum forsendum er því klárlega ólögmæt. Auk þess er seinagangur ríkisins á afgreiðslu mótframlagaóásættanlegur því þegar hefur verið gert ráð fyrir fjármunum til málaflokksins, sem eru þó í læstri skúffu í ráðuneytinu í stað þess að nýtast fötluðu fólki sem býr gjarnan við ómannúðlegar og ófullnægjandi aðstæður. Barátta á milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun á þjónustu ætti aldrei að bitna á fötluðu fólki, en á Íslandi gerir hún það því miður daglega. Skorðað er á stjórnvöld að aflétta þessu ólögmæta ástandi án frekari tafa. Réttindum frestað er réttindum neitað. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnarKatrín Oddsdóttir, mannréttindalögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rúnar Björn Herrera Þorkelsson Katrín Oddsdóttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Það voru miklar gleðifréttir þegar að Alþingi samþykkti stóra aukningu í fjárframlögum til Notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA), enda er sú þjónusta ein sterkasta leiðin til að tryggja fötluðu fólki sjálfstætt líf. Í því felst þátttaka í þjóðfélaginu til jafns við aðra til dæmis með atvinnuþátttöku og námi. Gert var ráð fyrir allt að 50 nýjum NPA samningum, en lengi hafa biðlistar eftir þjónustunni verið að lengjast. Nú, er farið að líða á fjórða mánuð frá því að þetta var samþykkt en þó örlar ekki á þeirri fjölgun NPA saminga sem lofað var. Þvert á móti bíða stór og burðug sveitarfélög á borð við Reykjavíkurborg tilbúin með tugi samninga en fá engin svör frá ríkinu sem hefur þó skuldbundið sig til að veita mótframlög með gerðum samningum. Nýlega birtist frétt um hjón á Akureyri. Eiginkona manns með MND sjúkdóminn sér nú alfarið um að veita manni sínum þjónustu ein sín liðs þar sem Akureyri hafnar beiðni þeirra um NPA samning á grundvelli þess að hafa ekki fengið mótframlag frá ríkinu. Tugir fatlaðra einstaklinga eru í svipaðri stöðu, að bíða og fá engin eða neikvæð svör. Það vekur furðu að sveitarfélög, sem bera lögbundna skyldu til að veita fötluðu fólki þjónustu, komist upp með það svo árum skipti að synja fólki um það á þessum forsendum. Mikilvægt er að benda á að Úrskurðanefnd um velferðarmál hefur þegar skorið úr um að ólögmætt sé að skilyrða þjónustuna við mótframlag frá ríkinu. Synjun eða frestun sveitarfélaga um þjónustu á þessum forsendum er því klárlega ólögmæt. Auk þess er seinagangur ríkisins á afgreiðslu mótframlagaóásættanlegur því þegar hefur verið gert ráð fyrir fjármunum til málaflokksins, sem eru þó í læstri skúffu í ráðuneytinu í stað þess að nýtast fötluðu fólki sem býr gjarnan við ómannúðlegar og ófullnægjandi aðstæður. Barátta á milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun á þjónustu ætti aldrei að bitna á fötluðu fólki, en á Íslandi gerir hún það því miður daglega. Skorðað er á stjórnvöld að aflétta þessu ólögmæta ástandi án frekari tafa. Réttindum frestað er réttindum neitað. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnarKatrín Oddsdóttir, mannréttindalögfræðingur.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun