Ólögmæt framkoma stjórnvalda við fatlað fólk Rúnar Björn Herrera Þorkelsson og Katrín Oddsdóttir skrifa 6. mars 2023 14:01 Það voru miklar gleðifréttir þegar að Alþingi samþykkti stóra aukningu í fjárframlögum til Notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA), enda er sú þjónusta ein sterkasta leiðin til að tryggja fötluðu fólki sjálfstætt líf. Í því felst þátttaka í þjóðfélaginu til jafns við aðra til dæmis með atvinnuþátttöku og námi. Gert var ráð fyrir allt að 50 nýjum NPA samningum, en lengi hafa biðlistar eftir þjónustunni verið að lengjast. Nú, er farið að líða á fjórða mánuð frá því að þetta var samþykkt en þó örlar ekki á þeirri fjölgun NPA saminga sem lofað var. Þvert á móti bíða stór og burðug sveitarfélög á borð við Reykjavíkurborg tilbúin með tugi samninga en fá engin svör frá ríkinu sem hefur þó skuldbundið sig til að veita mótframlög með gerðum samningum. Nýlega birtist frétt um hjón á Akureyri. Eiginkona manns með MND sjúkdóminn sér nú alfarið um að veita manni sínum þjónustu ein sín liðs þar sem Akureyri hafnar beiðni þeirra um NPA samning á grundvelli þess að hafa ekki fengið mótframlag frá ríkinu. Tugir fatlaðra einstaklinga eru í svipaðri stöðu, að bíða og fá engin eða neikvæð svör. Það vekur furðu að sveitarfélög, sem bera lögbundna skyldu til að veita fötluðu fólki þjónustu, komist upp með það svo árum skipti að synja fólki um það á þessum forsendum. Mikilvægt er að benda á að Úrskurðanefnd um velferðarmál hefur þegar skorið úr um að ólögmætt sé að skilyrða þjónustuna við mótframlag frá ríkinu. Synjun eða frestun sveitarfélaga um þjónustu á þessum forsendum er því klárlega ólögmæt. Auk þess er seinagangur ríkisins á afgreiðslu mótframlagaóásættanlegur því þegar hefur verið gert ráð fyrir fjármunum til málaflokksins, sem eru þó í læstri skúffu í ráðuneytinu í stað þess að nýtast fötluðu fólki sem býr gjarnan við ómannúðlegar og ófullnægjandi aðstæður. Barátta á milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun á þjónustu ætti aldrei að bitna á fötluðu fólki, en á Íslandi gerir hún það því miður daglega. Skorðað er á stjórnvöld að aflétta þessu ólögmæta ástandi án frekari tafa. Réttindum frestað er réttindum neitað. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnarKatrín Oddsdóttir, mannréttindalögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rúnar Björn Herrera Þorkelsson Katrín Oddsdóttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það voru miklar gleðifréttir þegar að Alþingi samþykkti stóra aukningu í fjárframlögum til Notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA), enda er sú þjónusta ein sterkasta leiðin til að tryggja fötluðu fólki sjálfstætt líf. Í því felst þátttaka í þjóðfélaginu til jafns við aðra til dæmis með atvinnuþátttöku og námi. Gert var ráð fyrir allt að 50 nýjum NPA samningum, en lengi hafa biðlistar eftir þjónustunni verið að lengjast. Nú, er farið að líða á fjórða mánuð frá því að þetta var samþykkt en þó örlar ekki á þeirri fjölgun NPA saminga sem lofað var. Þvert á móti bíða stór og burðug sveitarfélög á borð við Reykjavíkurborg tilbúin með tugi samninga en fá engin svör frá ríkinu sem hefur þó skuldbundið sig til að veita mótframlög með gerðum samningum. Nýlega birtist frétt um hjón á Akureyri. Eiginkona manns með MND sjúkdóminn sér nú alfarið um að veita manni sínum þjónustu ein sín liðs þar sem Akureyri hafnar beiðni þeirra um NPA samning á grundvelli þess að hafa ekki fengið mótframlag frá ríkinu. Tugir fatlaðra einstaklinga eru í svipaðri stöðu, að bíða og fá engin eða neikvæð svör. Það vekur furðu að sveitarfélög, sem bera lögbundna skyldu til að veita fötluðu fólki þjónustu, komist upp með það svo árum skipti að synja fólki um það á þessum forsendum. Mikilvægt er að benda á að Úrskurðanefnd um velferðarmál hefur þegar skorið úr um að ólögmætt sé að skilyrða þjónustuna við mótframlag frá ríkinu. Synjun eða frestun sveitarfélaga um þjónustu á þessum forsendum er því klárlega ólögmæt. Auk þess er seinagangur ríkisins á afgreiðslu mótframlagaóásættanlegur því þegar hefur verið gert ráð fyrir fjármunum til málaflokksins, sem eru þó í læstri skúffu í ráðuneytinu í stað þess að nýtast fötluðu fólki sem býr gjarnan við ómannúðlegar og ófullnægjandi aðstæður. Barátta á milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun á þjónustu ætti aldrei að bitna á fötluðu fólki, en á Íslandi gerir hún það því miður daglega. Skorðað er á stjórnvöld að aflétta þessu ólögmæta ástandi án frekari tafa. Réttindum frestað er réttindum neitað. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnarKatrín Oddsdóttir, mannréttindalögfræðingur.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun