Ólögmæt framkoma stjórnvalda við fatlað fólk Rúnar Björn Herrera Þorkelsson og Katrín Oddsdóttir skrifa 6. mars 2023 14:01 Það voru miklar gleðifréttir þegar að Alþingi samþykkti stóra aukningu í fjárframlögum til Notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA), enda er sú þjónusta ein sterkasta leiðin til að tryggja fötluðu fólki sjálfstætt líf. Í því felst þátttaka í þjóðfélaginu til jafns við aðra til dæmis með atvinnuþátttöku og námi. Gert var ráð fyrir allt að 50 nýjum NPA samningum, en lengi hafa biðlistar eftir þjónustunni verið að lengjast. Nú, er farið að líða á fjórða mánuð frá því að þetta var samþykkt en þó örlar ekki á þeirri fjölgun NPA saminga sem lofað var. Þvert á móti bíða stór og burðug sveitarfélög á borð við Reykjavíkurborg tilbúin með tugi samninga en fá engin svör frá ríkinu sem hefur þó skuldbundið sig til að veita mótframlög með gerðum samningum. Nýlega birtist frétt um hjón á Akureyri. Eiginkona manns með MND sjúkdóminn sér nú alfarið um að veita manni sínum þjónustu ein sín liðs þar sem Akureyri hafnar beiðni þeirra um NPA samning á grundvelli þess að hafa ekki fengið mótframlag frá ríkinu. Tugir fatlaðra einstaklinga eru í svipaðri stöðu, að bíða og fá engin eða neikvæð svör. Það vekur furðu að sveitarfélög, sem bera lögbundna skyldu til að veita fötluðu fólki þjónustu, komist upp með það svo árum skipti að synja fólki um það á þessum forsendum. Mikilvægt er að benda á að Úrskurðanefnd um velferðarmál hefur þegar skorið úr um að ólögmætt sé að skilyrða þjónustuna við mótframlag frá ríkinu. Synjun eða frestun sveitarfélaga um þjónustu á þessum forsendum er því klárlega ólögmæt. Auk þess er seinagangur ríkisins á afgreiðslu mótframlagaóásættanlegur því þegar hefur verið gert ráð fyrir fjármunum til málaflokksins, sem eru þó í læstri skúffu í ráðuneytinu í stað þess að nýtast fötluðu fólki sem býr gjarnan við ómannúðlegar og ófullnægjandi aðstæður. Barátta á milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun á þjónustu ætti aldrei að bitna á fötluðu fólki, en á Íslandi gerir hún það því miður daglega. Skorðað er á stjórnvöld að aflétta þessu ólögmæta ástandi án frekari tafa. Réttindum frestað er réttindum neitað. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnarKatrín Oddsdóttir, mannréttindalögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rúnar Björn Herrera Þorkelsson Katrín Oddsdóttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Það voru miklar gleðifréttir þegar að Alþingi samþykkti stóra aukningu í fjárframlögum til Notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA), enda er sú þjónusta ein sterkasta leiðin til að tryggja fötluðu fólki sjálfstætt líf. Í því felst þátttaka í þjóðfélaginu til jafns við aðra til dæmis með atvinnuþátttöku og námi. Gert var ráð fyrir allt að 50 nýjum NPA samningum, en lengi hafa biðlistar eftir þjónustunni verið að lengjast. Nú, er farið að líða á fjórða mánuð frá því að þetta var samþykkt en þó örlar ekki á þeirri fjölgun NPA saminga sem lofað var. Þvert á móti bíða stór og burðug sveitarfélög á borð við Reykjavíkurborg tilbúin með tugi samninga en fá engin svör frá ríkinu sem hefur þó skuldbundið sig til að veita mótframlög með gerðum samningum. Nýlega birtist frétt um hjón á Akureyri. Eiginkona manns með MND sjúkdóminn sér nú alfarið um að veita manni sínum þjónustu ein sín liðs þar sem Akureyri hafnar beiðni þeirra um NPA samning á grundvelli þess að hafa ekki fengið mótframlag frá ríkinu. Tugir fatlaðra einstaklinga eru í svipaðri stöðu, að bíða og fá engin eða neikvæð svör. Það vekur furðu að sveitarfélög, sem bera lögbundna skyldu til að veita fötluðu fólki þjónustu, komist upp með það svo árum skipti að synja fólki um það á þessum forsendum. Mikilvægt er að benda á að Úrskurðanefnd um velferðarmál hefur þegar skorið úr um að ólögmætt sé að skilyrða þjónustuna við mótframlag frá ríkinu. Synjun eða frestun sveitarfélaga um þjónustu á þessum forsendum er því klárlega ólögmæt. Auk þess er seinagangur ríkisins á afgreiðslu mótframlagaóásættanlegur því þegar hefur verið gert ráð fyrir fjármunum til málaflokksins, sem eru þó í læstri skúffu í ráðuneytinu í stað þess að nýtast fötluðu fólki sem býr gjarnan við ómannúðlegar og ófullnægjandi aðstæður. Barátta á milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun á þjónustu ætti aldrei að bitna á fötluðu fólki, en á Íslandi gerir hún það því miður daglega. Skorðað er á stjórnvöld að aflétta þessu ólögmæta ástandi án frekari tafa. Réttindum frestað er réttindum neitað. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnarKatrín Oddsdóttir, mannréttindalögfræðingur.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun