Innritun kvöldið áður til þess að bregðast við töfum á flugvellinum Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2023 13:10 Icelandair segir að innritunarþjónustan fyrir farangur geti hentað farþegum á hraðferð eða þeim sem ferðast með mikinn farangur. Vísir/Vilhelm Icelandair býður nú farþegum að innrita farangur á Keflavíkurflugvelli kvöldið fyrir flug og að kaupa flutning á farangrinum þangað til þess að bregðast fyrir lengri afgreiðslutíma við innritun vegna framkvæmda á flugvellinum. Miklar framkvæmdir standa nú yfir á farangursfæriböndum í brottfararsal á Keflavíkurflugvelli. Þær eiga að standa fram í apríl. Vegna þeirra má búst við lengri afgreiðslutíma við innritun farangurs, að því er segir í tilkynningu frá Icelandair. Til þess að bregðast við þeim töfum opnaði flugfélagið fyrir innritun farangurs á Keflavíkurflugvelli kvöldið fyrir flug. Sú þjónusta er í boði á milli klukkan 19:00 og 22:00 fyrir bókað flug. Við komuna á flugvölinn geta farþegar þannig farið beint í öryggisleit og einfaldað ferðlag sitt um flugvöllinn. Áður þurfa þeir að innrita farangur sinn í eigin persónu og hafa með sér vegabréf. Til viðbótar býðst farþegum Icelandair að kaupa þá þjónustu að sækja farangurinn heim til sín og láta innrita hann. Öryggismiðstöðin sér um þjónustuna og er hún í boði farþegum á höfuðborgarsvæðinu sem hafa innritað sig rafrænt. Samkvæmt vefsíðunni Bagdrop.is kostar það 7.390 krónur að láta sækja og innrita eina tösku. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi hjá Icelandair, segir við Vísi að kvöldinnritunin sé hugsuð sérstaklega sem mótvægisaðgerð vegna framkvæmdanna á flugvellinum. Innritunarborðum verður lokað vegna framkvæmdanna og biðtími geti þannig orðið meiri. Ef allt gangi vel sé þó aldrei að vita hvort innritunarmöguleikinn verði í boði áfram eftir að framkvæmdunum lýkur. Flutningsþjónusta Öryggismiðstöðvarinnar er aftur á móti komin til að vera. Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Neytendur Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Miklar framkvæmdir standa nú yfir á farangursfæriböndum í brottfararsal á Keflavíkurflugvelli. Þær eiga að standa fram í apríl. Vegna þeirra má búst við lengri afgreiðslutíma við innritun farangurs, að því er segir í tilkynningu frá Icelandair. Til þess að bregðast við þeim töfum opnaði flugfélagið fyrir innritun farangurs á Keflavíkurflugvelli kvöldið fyrir flug. Sú þjónusta er í boði á milli klukkan 19:00 og 22:00 fyrir bókað flug. Við komuna á flugvölinn geta farþegar þannig farið beint í öryggisleit og einfaldað ferðlag sitt um flugvöllinn. Áður þurfa þeir að innrita farangur sinn í eigin persónu og hafa með sér vegabréf. Til viðbótar býðst farþegum Icelandair að kaupa þá þjónustu að sækja farangurinn heim til sín og láta innrita hann. Öryggismiðstöðin sér um þjónustuna og er hún í boði farþegum á höfuðborgarsvæðinu sem hafa innritað sig rafrænt. Samkvæmt vefsíðunni Bagdrop.is kostar það 7.390 krónur að láta sækja og innrita eina tösku. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi hjá Icelandair, segir við Vísi að kvöldinnritunin sé hugsuð sérstaklega sem mótvægisaðgerð vegna framkvæmdanna á flugvellinum. Innritunarborðum verður lokað vegna framkvæmdanna og biðtími geti þannig orðið meiri. Ef allt gangi vel sé þó aldrei að vita hvort innritunarmöguleikinn verði í boði áfram eftir að framkvæmdunum lýkur. Flutningsþjónusta Öryggismiðstöðvarinnar er aftur á móti komin til að vera.
Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Neytendur Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira