Seðlabanki á hálum ís Jón Steindór Valdimarsson skrifar 24. febrúar 2023 14:30 Seðlabankinn er ekki öfundsverður þessi misserin. Verðbólga er mikil og þrálát. Vextir eru háir. Ríkisútgjöld eru ósjálfbær. Almenningur hagar ekki eyðslu sinni eins og best væri. Húsnæðismarkaðurinn hefur verið þaninn. Skuldarar eru að færa húsnæðislánin sín yfir í verðtryggð lán. Tími lágra vaxta og lágrar verðbólgu horfinn sjónum. Gengi krónunnar hagar sér ekki rétt þrátt fyrir inngrip Seðlabankans og spár bankans um gengi og verðbólgu hafa ekki gengið eftir. Til þess að bæta gráu ofan á svart er vaxandi umræða um að betra væri fyrir okkur öll að hætta að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil og taka þess í stað upp evru. Vandratað er meðalhófið Það getur verið vandratað að haga máli sínu þannig að ekki sé stigið út fyrir þann ramma sem Seðlabankanum er settur og falla í þá freistni að stíga inn á svið stjórnmálanna, siða fólk aðeins til og jafnvel gæta ekki hlutlægni eða hófsemi í málflutningi sínum. Dæmi um þetta er þegar seðlabankastjórinn sagði á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að það væri nokkuð ljóst að ef Ísland væri með evruna þá væri verðbólga miklu hærri en raun ber vitni og benti á því til sönnunar að mörg smærri Evrópulönd, eins og baltnesku löndin, væru með 20 prósenta verðbólgu eða meira. Hér er seðlabankastjóri á hálum ís þegar hann rökstyður mál sitt með hálfsannleik til þess gera lítið úr umræðu um kosti sem gætu fylgt evrunni fyrir Ísland. Það er vissulega rétt að í þessum löndum er mikil verðbólga, en það á sér skýringar sem má að stórum hluta rekja til innrásar Rússa í Úkraínu og því ansi mikil einföldun að skella skuldinni allri á evruna. Hin hliðin á peningnum Hinu sleppir seðlabankastjórinn, og það er ámælisvert, að nefna að smærri ríki á borð við Möltu, Kýpur og Lúxemborg eru með muni minni verðbólgu en við og mun lægri vexti. Þá er verðbólga líka lægri á Spáni, Þýskalandi, Frakklandi, Portúgal, Belgíu, Hollandi, Grikklandi, Finnlandi og Slóveníu. Þar eru líku mun lægri vextir. Öll eiga þessi lönd það sameiginlegt að hafa evruna sem gjaldmiðil. Það virðist hins vegar ekki henta málflutningi og rökstuðningi seðlabankastjórans fyrir því að Ísland ætti ekki að taka upp evru. Önnur þróun Evran er ekki töfralausn og þau ríki sem hana hafa verða að ástunda góða hagstjórn. En auðvitað hníga rök til þess að þróunin hér á landi undanfarin ár hefði verið önnur ef Ísland hefði verið með evru. Við hefðum þurft að sýna meiri aga í hagstjórn, það blasir við. Seðlabankinn hefði ekki getað prentað eins mikið af peningum í COVID og hann gerði og þar með ekki getað kynt undir fasteignabóluna sem við höfum sopið seyðið af. Þá hefði halli ríkissjóðs ekki getað orðið eins mikill og raun ber vitni. Að þessu gefnu hefði verðbólga aldrei orðið eins mikil og hún hefur orðið, vextir ekki eins háir, og átökin á vinnumarkaði þar með varla eins hörð. Króna vegna krónu Færa má mjög sterk rök fyrir því að með krónunni þurfum við háa vexti. Að minnsta kosti kennir sagan okkur það. Ólíklegt er að með evru hefðu þau efnahagslegu skilyrði sem hér hafa verið rakin getað skapast. Eiginlega má draga helstu rökin fyrir því að hafa krónu saman þannig að við þurfum krónu vegna þess að við erum með krónu! Það er auðvitað hringskýring og rökleysa. Þau ykkar sem viljið þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðna við ESB eru hvött til þess að ganga til liðs við okkur í Evrópuhreyfingunni og skrá sig á www.evropa.is. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Evrópusambandið Íslenska krónan Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Seðlabankinn er ekki öfundsverður þessi misserin. Verðbólga er mikil og þrálát. Vextir eru háir. Ríkisútgjöld eru ósjálfbær. Almenningur hagar ekki eyðslu sinni eins og best væri. Húsnæðismarkaðurinn hefur verið þaninn. Skuldarar eru að færa húsnæðislánin sín yfir í verðtryggð lán. Tími lágra vaxta og lágrar verðbólgu horfinn sjónum. Gengi krónunnar hagar sér ekki rétt þrátt fyrir inngrip Seðlabankans og spár bankans um gengi og verðbólgu hafa ekki gengið eftir. Til þess að bæta gráu ofan á svart er vaxandi umræða um að betra væri fyrir okkur öll að hætta að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil og taka þess í stað upp evru. Vandratað er meðalhófið Það getur verið vandratað að haga máli sínu þannig að ekki sé stigið út fyrir þann ramma sem Seðlabankanum er settur og falla í þá freistni að stíga inn á svið stjórnmálanna, siða fólk aðeins til og jafnvel gæta ekki hlutlægni eða hófsemi í málflutningi sínum. Dæmi um þetta er þegar seðlabankastjórinn sagði á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að það væri nokkuð ljóst að ef Ísland væri með evruna þá væri verðbólga miklu hærri en raun ber vitni og benti á því til sönnunar að mörg smærri Evrópulönd, eins og baltnesku löndin, væru með 20 prósenta verðbólgu eða meira. Hér er seðlabankastjóri á hálum ís þegar hann rökstyður mál sitt með hálfsannleik til þess gera lítið úr umræðu um kosti sem gætu fylgt evrunni fyrir Ísland. Það er vissulega rétt að í þessum löndum er mikil verðbólga, en það á sér skýringar sem má að stórum hluta rekja til innrásar Rússa í Úkraínu og því ansi mikil einföldun að skella skuldinni allri á evruna. Hin hliðin á peningnum Hinu sleppir seðlabankastjórinn, og það er ámælisvert, að nefna að smærri ríki á borð við Möltu, Kýpur og Lúxemborg eru með muni minni verðbólgu en við og mun lægri vexti. Þá er verðbólga líka lægri á Spáni, Þýskalandi, Frakklandi, Portúgal, Belgíu, Hollandi, Grikklandi, Finnlandi og Slóveníu. Þar eru líku mun lægri vextir. Öll eiga þessi lönd það sameiginlegt að hafa evruna sem gjaldmiðil. Það virðist hins vegar ekki henta málflutningi og rökstuðningi seðlabankastjórans fyrir því að Ísland ætti ekki að taka upp evru. Önnur þróun Evran er ekki töfralausn og þau ríki sem hana hafa verða að ástunda góða hagstjórn. En auðvitað hníga rök til þess að þróunin hér á landi undanfarin ár hefði verið önnur ef Ísland hefði verið með evru. Við hefðum þurft að sýna meiri aga í hagstjórn, það blasir við. Seðlabankinn hefði ekki getað prentað eins mikið af peningum í COVID og hann gerði og þar með ekki getað kynt undir fasteignabóluna sem við höfum sopið seyðið af. Þá hefði halli ríkissjóðs ekki getað orðið eins mikill og raun ber vitni. Að þessu gefnu hefði verðbólga aldrei orðið eins mikil og hún hefur orðið, vextir ekki eins háir, og átökin á vinnumarkaði þar með varla eins hörð. Króna vegna krónu Færa má mjög sterk rök fyrir því að með krónunni þurfum við háa vexti. Að minnsta kosti kennir sagan okkur það. Ólíklegt er að með evru hefðu þau efnahagslegu skilyrði sem hér hafa verið rakin getað skapast. Eiginlega má draga helstu rökin fyrir því að hafa krónu saman þannig að við þurfum krónu vegna þess að við erum með krónu! Það er auðvitað hringskýring og rökleysa. Þau ykkar sem viljið þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðna við ESB eru hvött til þess að ganga til liðs við okkur í Evrópuhreyfingunni og skrá sig á www.evropa.is. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun